Embla - 01.01.1945, Page 70
Eiriksjökull
Eiríkur. Hann missti annan fótinn í viðureigninni, en fór á handa-
hlaupum upp Eiríksjökul og síðan suður til byggða — og komst
þaðan á skip.
Við vorum svo hátíðlegar, að við tókum naumast eftir umhverf-
inu. Hestarnir voru hátíðlegir líka og lötruðu liægt með okkur eftir
grýttum troðningunum. Þó man ég enn glöggt Eiríksgnípuna, þar
sem hún gnæfði, dökkblá við gráleitan, þungbúinn himininn.
Það var logn. Niðurinn í Norðlingafljóti fylgdi okkur alla leið-
ina yfir steingrátt hraunið.
Loksins vorum við kornin á áfangastaðinn, farin af baki og bú-
in að spretta af hestunum. Djúp, skálmynduð hraundæld gein fyrir
neðan fætur okkar. Mosar, þelingar og burknar leituðu sér lífs
alls staðar á milli steinanna.
Við klöngruðumst niður í dældina. Þarna niðri, beint á rnóti
okkur, var opið á Surtshelli, kolsvart, þögult gin.
Nu var afi orðinn þreyttur. Hann hafði undanl'arna daga verið
slæmur af gigt, og nú hafði honum versnað við ferðalagið. Hann
68