Embla - 01.01.1945, Síða 71
sagðist ekki treysta sér að fylgja okkur í hellinn, hvað feginn sent
Hann vildi. Við gætum hæglega farið einar. Hann skyldi reyna að
segja okkur til vegar, svo vel sem hann gæti, og bíða okkar svo
fyrir utaii hellinn. Við myndum ekki verða nema hálftíma inni.
Svo Jretta fór dálítið öðruvísi en við höfðum búizt við. Þarna
stóðum við, fjórar hetjur gærdagsins. Sú elzta 21 árs, en sú yngsta
15. Við litum spyrjandi hver á aðra og fórum svo að skellihlæja
að skelfingarsvipnum, sem halði hertekið mannskapinn. Við ætt-
um ekki annað eftir en að snúa við, loks þegar kornið var að Surts-
helli. Einn, tveir, þrír! — Og við klöngruðumst á fjórum fótum
inn í hellismynnið. Stórgrýtið var svo mikið, að við urðum oftast
að halda því göngulagi. Við þögðum allar fyrst í stað og kveiktum
ekki ;i kertunum, fyrr en við vorum komnar svo langt inn í göng-
in, að dagskímuna þraut alveg.
Þegar við höfðum kveikt, stóðum við allar kyrrar dálitla stund.
Kertaljósið vann tiltölulega lítið á myrkrinu. Það sýndi aðeins,
að fyrir ofan höfuð okkar og undir fótum ókkar var dökkgrá
hraunstorka, en þéttur veggur af myrkri á alla vegu. Og }i>að eitt var
Hraunkarl i Hallmundarhrauni
skammt jrd Surtshelli
69