Embla - 01.01.1945, Síða 76
Það var eitt vor,
ég var þá 18 ára. Það er yndislegur aldur. Þá á maður þús-
und óskir og þekkir varla vonbrigði. Mér fannst líka lífið dá-
samlegt, ég var komin í skrifstofu, farin að vinna fyrir kaupi,
og átti nýja sumarkápu. En þá kom inflúensan. Þessi ltxmski
viðbjóðslegi kvilli, sem laumast að mönnum í vetrarlok og eyði-
leggur ánægju vorsins. Sveitt og hóstandi, nteð hita fyrir ofan
alla sanngirni, byltist ég í rúminu 5 langar vikur. Það var
yndislegt úti, alltaf sólskin og blíða, andstyggilegt fyrir 18 ára
stúlku að liggja í rúminu.
Eg var á batavegi, og farin að stelast fram tir, þegar mér sló
niður. Eg fékk lungnabólgu og varð dauðvona. Hitinn komst
á hámark þess, sem mannlegt hjarta getur þolað, en æskuþrek
mitt var flensunni yfirsterkara. Eftir langa og erfiða legu komst
ég á fætur, föl og aumingjaleg.
Heimilislæknirinn okkar gamli, góði hristi gráhærða höfuðið
sitt, þegar hann skoðaði mig. „Þú þarft að fara á heilsuhæli," sagði
liann svo. Mér fannst dómurinn voðalegur. Líf mitt var í rústum.
Ég grét.
Viku seinna fluttist ég í heilsuhtpli. Móðir mín og systur
fylgdu mér daprar í liuga. Ég kvaddi þær nteð rósemi örvænt-
ingarinnar og háttaði ofan í snjóhvítt kuldalegt rúm. Ég breiddi
yfir höfuð og hágrét. Eftir grátkviðuna át ég, af lyst, og svaf
heila nótt. Óskiljanlega langur dagur fylgdi þessari draumlausu
nótt. Mér leiddist, og ég fylltist sárum kvíða.
Stofusystur mínar voru allar ólæknandi og ekki lengur ung-
74