Embla - 01.01.1945, Side 88
Liba Einarsdóttir:
MÓSA MÍN
( Bernskuminning)
Mósa var fyrsta reiðhrossið mitt. Hún var fjarska smá og renglu-
leg, framlág og leggjastutt með tortulend. í mínum augum bar
hún samt af ölium reiðhestunum á bænum. Það var svo gott að
komast á bak henni, og hún dillaði manni svo þægilega á dún-
mjúku, vaggandi skeiði. Já, skeiðið hennar Mósu var ekki ama-
legt. Verst livað ltenni var gjarnt til þess að lilaupa upp af því.
Strákarnir, bræður mínir, notuðu sér það líka óspart. Þeir gripu
Iivert tækifæri, sem bauðst, til þess að dangla í hryssuna undir
mér. Og ef það dugði ekki til að Iileypa henni upp, þá áttu Jjeir
til að sparka í nárana á lienni og skella í góm um leið og Jreir
flengriðu fram hjá, og — þá brást það ekki, að Mósa fór á val-
Iiopp. Þetta var ekki neitt venjulegt valhopp, heldur einhvers
konar höfrungahlaup, sem þeytti manni ýmist aftur á lend eða
fram á bóga. Sjaldan tókst strákunum að leika mig svo grátt, að
ég dytti af baki. Eg kunni ráð við því. Ætti ég von á árás, ríghélt
ég mér í toppinn, og sleppti honum ekki fyrr en mesti vígamóð-
urinn var runninn af strákunum og Mósa farin að skeiða. En mik-
ið sárnaði mér óvirðingin, — þetta að halda í toppinn, orðin 8
ára gömul.
Annað sumarið, sem Mósa var reiðhross mitt, varð sá atburður,
er nú skal greina.
Frænka mín, er Margrét hét, var í sumardvöl á heimili foreldra
minna. Magga var ári eldri en ég, dugmikil og rösk við allt —
86