Embla - 01.01.1945, Side 92
„Þú fékkst þó að ríða Mósu, hí-hí-hí,“ kallaði ég skeilihlæjandi
á eftir henni.
En endinn skyldi í upphafi skoða.
Þegar ég kom heim, stóð Magga á bæjarhellunni, hróðug á svip-
inn, og — Guðrún móðir hennar hjá henni. I-Iún hafði komið í
lieimsókn á meðan við vorum að sækja hestana.
„Þarna ertu þá, skjátan þín,“ kallaði hún til mín, og var engin
Idýja í röddinni. „Ég skal kenna þér að. . . . “
Mig Iangaði ekkert til þess að vita, livað það var, sem hún ætl-
aði að kenna mér, og lagði jregar á flótta norður hlaðið. En Guð-
rún var býsna fljót á fæti. Hún náði í mig norðan undir fjós-
veggnum, og þar komast ég að raun um jjað, að sú kona var jafn-
víg til munns og handa.
Ósigur minn þarna undir fjósveggnum varð Jró ekki alger. Guð-
rún fékk mig sem sé ekki til Jress að biðja Möggu fyrirgefningar.
Hvorki ógnanir né bænir fengu Jrar neinu um Jrokað.
En skömmu síðar læddist lítii, rauðeygð stúlka út á tún til
mósóttu hryssunnar, sem þai; var á beit, hallaði höfðinu að vanga
liennar og hvíslaði ofur lágt:
„Fyrirgefðu, Mósa mín, að ég sparkaði í þig í morgun."
ÓO