Embla - 01.01.1945, Side 95
að Embla var formóðir mannkyns og ekki búin til úr rifi karl-
mannsins, heldur úr spýtu eins og hann. . . .
Hagmælt kona skrifar:
.... Einu sinni ætlaði ég að fara að yrkja háfleygt kvæði um
óskir, og var dálítið búin að brasa það, þá dettur mér allt í einu í
bug þessi vísa:
Þeir, sem áttu ósk í huga,
eflaust liafa flestir reynt,
að hún varð þeim einskisvirði,
af því livað hún rættist seint.
Þá var í raun og veru allt sagt, sem ég vildi sagt hafa. Og ég eyði-
lagði háfleyga brasið. . . .
Ung sveitakona skrifar:
.... Nú er ég að hugsa um að búa til erindi og nota orðin
„spurn“ og „meir“, sem nú á tímum gera skáld sérlega fræg:
IJngi í hlýju hreiðri,
hálfur í þröngri skurn,
hikandi út í heiminn
horfði í þöglri spurn.
Gnæfðu þar hátt við himin
hrossataðskögglar tveir,
fuku svo burt í fjarskann.
Hvort finnast þeir aldrei meir?
Ég veit líka, að það er heilladrjúgt að yrkja kvæði um hvíta báta
og skip, en ég treysti mér ekki til þess, af því að ég veit ekki, ltvað
er aftur eða fram á þeim áhöldum. Eins er móðins að yrkja um
bláa sanda, svarta sanda og livíta sanda. Þið hafið víst tekið eftir
því. —
Eftir því, sem ég bezt veit, er líka ort hér á landi um aringlóðir
og akurreinar, þótt maður hafi aldrei augum litið þá hluti. Ég
reyndi þetta auðvitað eins og aðrir:
93