Embla - 01.01.1945, Page 96
Þótt bústaður okkar sé hálfur af hlóðarreyk,
í huganum getum við ánægðir brugðið á leik,
og skrifað um vermandi skinið af aringlóð,
eins og skáldin í útlöndum gera — og í sögunum stóð.
Er stöndum við sveittir á engi og ætlum að slá
— erfitt er stundum í þúfunum jafnvægi að ná —
og eggin á ljánurn fer óvart í meinlegan stein,
þá yrkjum við kvæði um grjótlausa akurrein ....
I
Kona, sem Embla bað um kvæði, skrifar:
. . . .Því miður hafa verið lítil afköst hjá mér á andlega sviðinu
um dagana. Ég hef haft í öðru að snúast. í gær gerði ég þó vísu. Hún
er svona:
Gæti ég setið í góðu næði
og geislana látið um mig skína,
skyldi ég yrkja ótal kvæði
og opinbera heimsku mína.
Nú í dag gafst mér dálítið næði og árangurinn leynir sér ekki:
Sagnirnar lifa um fornaldarhetjurnar fríðar,
sem fóru með vopnuðu liði unr dali og hlíðar.
Fornaldarhetjurnar áttu sér konur og krakka.
Konurnar máttu þeir berja eins og siðlausa rakka.
En hverful er gæfan. Það sannaðist berlega síðar.
Nútímakapparnir harma, að önnur er öldin.
Óþjál er konan og togar á móti um völdin.
Vandi er að lifa. Um velsæmisreglur þeir hnjóta,
ef vilja þeir sjálfráðir frelsisins dýrmæta njóta
og skjótast sem snöggvast að heiman frá konum á kvöldin.
Fátt veit ég ógeðslegra en að vera síyrkjandi, bara af því maður
er kominn upp á það að ríma. En gaman er að grípa í það stöku
94