Embla - 01.01.1945, Side 98
Sonnettur og sumarfrí
Mönnum getur dottið margt í hug í sumarfríi, eins og t. d.
konunum tveim, sem tóku upp á því að yrkja sonnettur á Laug-
arvatni í fyrra.
Þetta voru bara venjulegar, fjörefnasnauðar húsmæður úr höf-
uðborginni, sem áttu kost á að eiga vikufrí. Þær lágu iðjulausar
og andvaka í rúmum sínum, þegar annarri datt sú fásinna í hug
að fara að yrkja. Hún vissi, að sonnetta átti að vera 14 ljóðlínur
og tjáði vinkonu sinni þetta og vildi efna til samkeppni. Undir-
tektir voru daufar, svo að lnin varð að fást við skáldskapinn ein.
Eftir talsverða umhugsun og útstrikanir, rétti hún vinkonunni
blað, og á því stóð þetta:
UPPBLÁSTUR
Þar sem að áður óx hið mjúka gras,
eyðigrár sandur marrar undir fót.
Þar sem ég, berfætt, blómin ungu las,
brunninn er gróður, dáin sérhver rót.
Brekkan, sem áður brosti móti sól,
blágresi prýdd, er rúið moldarflag.
Þar sem að áður lyngið lék um hól,
litfölt og blásið rofið sést í dag.
Æskunnar bíður eyðisandur grár,
uppblásið land og fátæk rofabörð,
96