Embla - 01.01.1945, Page 99
gióður, sem kól og svalt um ótal ár,
einmana rót, er þoldi veðrin hörð.
Æskan skal bæta ógrædd jarðarsár,
æskunnar gróður prýða nýja jörð.
hctta var alsköpuð sonnetta, 14 línur og fyrirsögn. En það var
einmitt fyrirsögnin, sem var svo illa skrifuð, að vinkonan las liana
fyrir Upplestur. Þeirri, sem ljóðið hafði gjört, þótti kvæði sínu
misboðið með svo óvirðulegu nafni, og lét orð falla um það, að
svo óskáldlegt nafn nryndi enginn liafa á sonnettu. „Þá skal ég
gera það,“ svaraði hin. Og lrún var ekki vön að láta standa við
orðin tóm, svo að hún hófst þegar handa. Sonnettan hennar, sem
var fullbúin á skömmum tíma, varð svona:
U P P L E S T U R
Um allan bæinn ilmur vorsins leikur,
og ungar stúlkur ganga í ljósum drögtum.
Lögregluþjónar geispa á gönguvöktum.
Göturnar fyllir dimmblár kolareykur.
Æ, nú er Ghurchill aftur orðinn veikur.
Aunringja Hitler berst í dauðastríði.
Himnanna faðir, líkna þínum lýði;
lýðræðið er sem brunninn fífukveikur.
Prófdagar nálgast. Sveittar sitjum vér.
Svona er að lesa illa um miðjan vetur!
Ó, ef að bara ekki neðst ég verð.
Hóraz og Virgill vefjást lyrir mér.
Vive la France! Nú gengur þetta betur.
Eg er að byrja aðra ylirferð.
Svona er nú sagan um konurnar, sem ortu sonnettur í sumar-
fríinu sínu, og það lýgilegasta við hana er, að hún er sönn.
97
7