Embla - 01.01.1945, Page 104
/-----------------------------------------------------\
E M B L A
FLYTUR RITVERK KVENNA í RUNDNU OG ÓBUNDNU MÁLI
Kemur út einu sinni á ári
Ritstjórar og ábyrgöarmenn:
VALBORG BENTSDÓTTIR, Barónsstíg 25, Reykjavík
KARÓLÍNA EINARSDÓTTIR, Vílilsgötu 10, Reykjavík
VALDÍS HALLDÓRSDÓTTIR, Vin, Hveragerði
Utanáskrijt: Arsritið Embla, Reykjavik • Ritstjórnarsimar: 5089 og 5211
Verð kr. 15.00 til dshrifenda og kr. 20.00 i lausasölu
<_____________________________________________________J
VERÐLAU N ASAMKEPPNI
EMIVLA efnir til verðlaunasamkeppni um beztu smásöguna,
sem henni berst fyrir 1. jan. n.k.
Sagan má ekki vera lengri en 8 síður í Emblu og verður að vera
frumsamin af íslenzkri konu.
Handritin séu vélrituð eða vel læsilega skrifuð og merkt dul-
nefni. Nafn og heimilisfang höfundar fylgi í lokuðu umslagi,
merktu sama dulnefni.
Fyrir beztu verðlaunabæfa sögu verða greiddar 1000.00 — eitt
þúsund —■ krónur í verðlaun, en engin sérstök ritlaun.
EMBLA áskilur sér rétt til að birta aðrar þær sögur, sem berast,
og verða þá fyrir þær greidd venjuleg ritlaun.
í dómnefndinni verða ásamt ritstjórn Emblu Guðni Jónsson
magister og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson docent.
102