Nýtt kvennablað - 01.02.1942, Side 9

Nýtt kvennablað - 01.02.1942, Side 9
NÝTT KVENNABLAÐ 5 hana ckki að jöfnu að <lýpt og innihaldi við vinnugleði handiðnanna. Mcð þessu er ég þó ekki yfirleitt að halda á nit')ti bókalestri. þvert á nióti. En ég veit að það er liægt að lesa bæk- ur bæði sér til niikils gagns, lílils gagns eða jafn- vel ógagns. En fari ungt fólk eða alþýða manna yfirleitt að lesa meir bækur með eilthvað svip- uðu markmiði og aðferð og gerl er ráð fyrir í starfsemi hinna svonefndu les- og fræðsluliringa, gæti eg trúað að bækurnar fengju aukið gildi og innihald fyrir lesendurna. Eg liefi nú litillega sýnt fram á, að bóklest- in- og íþróttir, l)ótl livorttveggja gæti verið ágætt, niuni almennt ekki geta fyllt U])p í þá eyðu, sem vöntun handiðnanna skapar. Á seinni árum hafa lika margir veill atlivgli gildi þeirra og ýmsir mætir menn og konur barizt fyrir endurvakningu þeirra. Árangurinn er líka orð- inn sá, að handiðnirnar eru komnar inn í skól- ana, — alll frá barnaskólum upp í æðri skóla, en erfiðast gengur að koma þeim inn á sjálf heimilin. Þar ætli þó fyrst og fremst að vera þeirra heiðurssess. I skólunum ]>ykir mörgum unglingnum handiðnirnar . vera eitt allra skemmlilegasta viðfangsefnið, en meiri hlutinn af þeim leggur þær samt á hilluna þegar heim kemur. Orsakirnar til þess eru eflaust margar, meðal annars, að unglingnum finnst hann kunna oflítið til þess að geta unnið lieima upp á eigin spýtur. Þá er vöntun á efni og áhöldum, og ef til vill elcki sízl það, að nú nýtur hann ekki lengur þcirra örvandi áhrifa, sem starfandi fé- lagar og samvinna við þá i skólanum hafði beinl og óbeint á hann. Og svo renna þá tóm- stundirhar heima, eftir sem, áður, inn í gráleita og gleðilitla auðn starfleysisins og tilgangsleys- isins. Hér ér það sem félög - eins og ungmenna- félög og kvenfélög eiga að koma heimilunum og unga fólkinu lil hjálpar, og liafa lika víða gert. Geta þau það á margan liátt, svo sem með námskeiðum og leiðbeiningarstarfi í handiðn- um, mcð ]>vi að styrkja sameiginleg innkaup á efni og áhöldum og slanda fvrir sýningum á munum og jafnvel sölu o. s. frv. Slik starf- semi er heimilum, og einstaklingum ómetanlegur sluðningur og hvalning, til að léggja sig fram og ná sem bezlum árangri. Hvað handiðnunum sjálfum við kæmi, væri eðlilegast að ullariðnin skipaði oftast öndvegið. Til hennar er efnið oftast auðfengið, og fjölmargt hæði fagurt og gagnlegt má vinna úr ullinni, auk vélprjónuðu flíkanna, En bezt væri þó, að handiðnirnar gætu HUGRÚN: KVÖLD. Sit éff í rökkri og’ rýni út í bláinn, röltið ég heyri í klukkunni minni. Bierast í garðinum bleikfölnuð stráin, börnin jiau sofa í hvílunni sinni. Hálffleygar vonir í ljóðin mín læðast, Ijósþyrstar myndir í huganum fæðast. Þreytan er horfin, nú ekkert mér amar, við áhyggjur lífsins því sízt er ég bundin. Langt fram í tímann ég lít ekki framar, læt ég mér nægja hver augnabliksstundin. Ilurfu í útlcgða.r blámóðu bjarrna bernskunnar draumar, sem vökvuðu hvarma. Ég átti mér hallir svo háar og glæstar, sem hamingjan leyfði mér aldrei að byggja. Stormhviður áranna stóðust þær fæstar, á stríðsvöllum æskunnar brotnar þær liggja. Fall þeirra cr mikið, þó langt sé frá liðið, það logar í rústunum innan við hliðið. Hversdagsins ys er mér erfiður stundum, einveru þrái ég, kvöld eins og þetta. Hugurinn reikar í laufföllnum lundum, unz langar hann þreyttan í svefninn að dctta, bænirnar mínar þá bið ég i liljóði. Hann blessar mér hvíldina, faðirinn góði. verið lalsverl fjölbreyttar, enda þegar til niarg- ar greinar af þeim (vefnaður, útprjón, útsaum- ur, útsögun, tréskurður, teiknun, leðurvinna, smíði á einföldum Iiúsinuuum í þjóðlégum, stíl o. s. frv.j.Því fjölhreyltari,sem handiðnirnar, væru því líklegía er, að áhuga og sérhugðan einstakl- inganna yrði fullnægt. Og hvað væri svo eðli- legra og heilbrigðara, en að út um, sveitirnar sjálfar risu svo upp smá-vinnustofur, þar scm ýmsir bæði karlar og konur stunduðu svo áfram sína áhuga iðn — sem atvinnugrein að einhverju levti, að minnsta kosti að velrinum. Á þann liátt gæti skapast meira jafnvægi í iðn- aðinum, milli sveita og kaupstaða. Sveitirnar yrðu sjálfstæðari — verklega — og hefðu upp á fjölbreyttara starfslíf að hjóða unga fólkinu. Væri ef til vill fullkomlega athugavert, hvort ekki væri full þörf á að flýta fyrir slíkri þróun, ef liægt væri. Að síðustu aðeins þetta: Komi sú tið, að fólksstraumurinn verði að hætta að streyma úr sveitunum lil bæjanna, heldur jafnvcl beinast þangað aflur, að meira eða minna leyti, þá verða auknar handiðnir i sveitunum eitt af þeim skil- yrðum. sem verða að koma, ef slílc straumbreyt- ing á að takast og takast vel.

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.