Morgunblaðið - 18.06.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
„KAPPHLAUPIÐ um veiðarnar
leiðir til minni verðmæta fyrir þjóð-
arbúið,“ segir Sigurgeir B. Krist-
geirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum. Verðmæti makríls,
sem nú er veiddur í stórum stíl við
strendur landsins, er mun minna en
ef seinna væri fiskað.
Undir þetta tekur Sveinn Svein-
björnsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun.
Sveinn segir, að svo virðist sem út-
gerðirnar leitist með veiðunum við að
skapa forsendur fyrir kvótaúthlutun
í framtíðinni. Væntingar standi þá til
að úthlutanir verði í samræmi við
veiði fyrri ára. Í ár var aðeins kveðið
á um heildarafla, 112 þúsund tonn.
„Útgerðirnar myndu líklega hegða
sér öðruvísi ef annað fyrirkomulag
væri á og reyna að fá betri fisk. Menn
fengju vafalaust betri afla ef þeir
veiddu seinna um sumarið,“ segir
Sveinn.
Makríllinn bestur á haustin
Ástæðan er sú að í júní er makríll-
inn jafnan smærri og horaðri en þeg-
ar líður á sumarið. Í því holdafari
hentar makríllinn síður til manneldis,
en þannig fæst mun hærra verð en
fyrir fisk sem fer í bræðslu.
„Makríllinn sem hefur verið að
koma hingað til er frekar smár og
horaður,“ segir Sigurgeir. „Í fyrra
byrjuðu veiðarnar seinna og þá var
fiskurinn stærri.“
Reynsla undanfarinna ára sýnir að
makríllinn heldur sig í íslenskri lög-
sögu í júní, júlí og ágúst en færir sig
síðan austur til Noregs og Skotlands
um haustið.
„Þetta göngumynstur skammtar
skipunum veiðitímann. Því væri
öðruvísi farið ef Íslendingar væru að-
ilar að samkomulagi um makrílveið-
ar,“ segir Sveinn.
Í september og október er makríll-
inn bestur og söluhæfur á verðmæt-
asta markaðnum, í Japan. Íslend-
ingar hafa sem fyrr segir ekki
aðgengi að hinum verðmæta haust-
makríl, utan samningaborðsins.
Makríllinn er ennfremur verð-
mætari í júlí og ágúst en í júní. Hann
er t.d. hægt að selja frystan til Rúss-
lands, útskýrir Sigurgeir Krist-
geirsson. Engu að síður eru makríl-
veiðar komnar í fullan gang og hátt í
tuttugu skip eru á veiðum úti fyrir
suðausturhorninu.
Eitt þeirra er Huginn VE sem hef-
ur veitt makríl, sem unninn er um
borð til manneldis, síðan í byrjun
mánaðarins. Gylfi Viðar Guðmunds-
son skipstjóri segir makrílinn hafa
verið smáan þá, hann sé núna stór og
fallegur. Hlutfall makrílsins á móti
síldinni er allt frá 30% upp í 80%.
Vilja að samningaborðinu
Í tilkynningu frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu frá mars sl. segir að ís-
lensk stjórnvöld hafi um árabil mót-
mælt veiðistjórnun á makríl í
NA-Atlantshafi á þeim grunni að
strandríkjaréttur Íslands hafi ekki
verið viðurkenndur. Ástæða sé til að
ætla að réttur Íslands verði viður-
kenndur, m.a. í ljósi aukinna veiða í
íslenskri lögsögu.
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneyt-
isstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
segir Íslendinga fyrst hafa verið boð-
aða til fundar um makrílveiðar nú í
lok mánaðarins ásamt Norðmönnum,
Færeyingum og fulltrúum Evrópu-
sambandsins. Óvíst er þó hver nið-
urstaðan verður og þá hvers konar
áhrif hún gæti haft hér.
„Við gerum okkur grein fyrir að
núverandi fyrirkomulag er ekki
æskilegt og kyndir undir „ólymp-
ískum“ veiðum,“ segir Sigurgeir.
Makríll við Ísland
veiddur of snemma
Verðmæti tapast með ótímabærum makrílveiðum við Íslandsstrendur
Veiðar í ár taldar leggja grunn að kvótaúthlutunum framtíðarinnar
Morgunblaðið/Ómar Garðarson
Í Eyjum Makríl, sem fer til bræðslu, er umsvifalaust dælt niður í lestina. Ís-
leifur VE landaði þúsund tonnum af síld og makríl í gær.
Makríll hefur lagt leið sína um ís-
lenska lögsögu nú í nokkur ár.
Margir telja veiðarnar nú skapa
þrýsting annars vegar til kvóta-
úthlutunar, hins vegar til al-
þjóðlegra samninga.
BJÖRGUNARSVEITIR á Suður-
landi fundu í fyrrinótt erlent par,
sem leitað hafði verið að frá því í
gærkvöldi. Fólkið ætlaði að ganga
frá Landmannalaugum að Hrafn-
tinnuskeri en skilaði sér ekki á til-
settum tíma í gær og var þá hafin
leit.
Björgunarsveitir á Hellu, Hvols-
velli og í Landeyjum voru kallaðar
út til leitarinnar. Fólkið fannst
skammt frá skálanum í Hrafntinnu-
skeri og var vel á sig komið.
Ferðafólk
fannst við skála
LIÐLEGA 40 grömm af efni sem
talið er amfetamín fundust í bifreið
sem lögreglan á Snæfellsnesi stöðv-
aði á Snæfellsnesvegi í fyrrinótt.
Talið er að efnin hafi verið ætluð til
dreifingar og sölu.
Tveir voru í bílnum. Voru þeir
handteknir og gistu fangageymslur
lögreglunnar í Ólafsvík við þriðja
mann. Málið er í rannsókn.
Fundu 40 grömm af
amfetamíni í bifreið
LÖGREGLAN á Húsavík vekur at-
hygli ferðamanna á mjög slæmu
ástandi syðri hluta Hólssandsvegar
(Dettifossvegar eystri nr. 864),
austan Jökulsár á Fjöllum, frá
Dettifossi að Grímsstöðum á Fjöll-
um. Merkingar gefi ekki til kynna
hve ástand vegarins er slæmt.
Lögregla segir að þvottabretti á
þessum hluta vegarins séu með
versta móti. Um síðustu helgi hafi
orðið bílvelta sem rekja megi til
ástands vegarins. Þá hefur tjón orð-
ið á aftanívögnum sem þola illa svo
grófan veg. Töluvert er um að veg-
farendur reyni að aka utan veg-
arins, þar sem hægt er, til þess að
hlífa ökutækjum.
Nyrðri hluti vegarins, frá Detti-
fossi norður í Öxarfjörð er hins
vegar í ágætu ástandi.
Þvottabretti að
Dettifossi
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
sæmdi tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum í
gær, þjóðhátíðardaginn.
Þau fengu fálkaorðuna: Árný J. Guðjohnsen
ritari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að
félags- og mannúðarmálum; Björn Jónsson,
fyrrverandi skólastjóri, Seltjarnarnesi, ridd-
arakross fyrir framlag til uppeldismála, menn-
ingar og skógræktar; Böðvar Guðmundsson
rithöfundur, Danmörku, riddarakross fyrir
framlag til íslenskrar menningar og bók-
mennta; Guðrún Jónsdóttir bóndi, Arnbjarg-
arlæk, riddarakross fyrir störf á vettvangi fé-
lags- og velferðarmála; Hafsteinn
Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, Sel-
fossi, riddarakross fyrir framlag til félags- og
íþróttamála; Helga Jónsdóttir bæjarstýra,
Fjarðabyggð, riddarakross fyrir framlag til
opinberrar stjórnsýslu; Hólmfríður Árnadótt-
ir, fyrrverandi prófessor, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir framlag til listgreinakennslu í
íslensku skólakerfi; Ólafur Eggertsson bóndi,
Þorvaldseyri, riddarakross fyrir nýjungar í
landbúnaði; Pálína Ása Ásgeirsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, Sviss, riddarakross fyrir
framlag til alþjóðlegs hjálparstarfs, og Páll
Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri,
Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á
veðurfari og sögu þess.
Tíu sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum
xxxxxxx
Á Bessastöðum Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt þeim tíu, sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Hvað verður um makrílinn?
Í fyrra fór megnið af þeim makríl sem
Íslendingar veiddu í bræðslu, m.a. til
fiskifóðurs. Hann þykir þó prýðilegur
fiskur til manneldis.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur sér-
staklega hvatt til þess að útgerðir
vinni sem mest af makrílafla sínum til
manneldis, því það skilar umtalsvert
meiri verðmætum.
Hver áhrif hafa aflareglur á veið-
arnar í ár?
Í ár var ákveðið að heildarveiði við Ís-
land færi ekki yfir 112 þúsund tonn.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um
nánari úthlutun makrílkvóta. Ætla má
að hún fari eftir veiðum síðustu ára.
Því gæti borgað sig að ná vænum afla
sem fyrst í sumar, jafnvel þótt fisk-
urinn verði verðmætari þegar líður á.
Hvar standa makrílveiðar
í alþjóðlegu samhengi?
Stjórnvöld ætla að réttur Íslands til
makrílveiða verði loks viðurkenndur í
ljósi aukinna veiða í íslenskri lögsögu.
Á haustin, þegar makríllinn er verð-
mætastur, er hann farinn úr íslenskri
lögsögu og því mikilvægt að ganga til
samninga ef halda á veiðunum áfram.
S&S