Morgunblaðið - 18.06.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 18.06.2009, Síða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2009 ✝ Sigurður Haf-steinn Benjamíns- son fæddist á Vest- urgötu 16b í Reykjavík 8. febrúar 1942. Hann lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut 9. júní 2009. Foreldrar Sig- urðar voru hjónin Benjamín Sigurðsson sjómaður, f. í Reykja- vík 1. febrúar 1920, d. 28. ágúst 1977 og Þóra Sigurðardóttir, f. í Neskaupstað 23. október 1918, d. 19. nóvember 1942. Hálfsystur Sigurðar, sam- feðra, eru Hjörfríður M. L. Hinriks- dóttir, f. 1944, Elín K. Guðjóns- dóttir, f. 1945, Kolbrún Ingibjörg Benjamínsdóttir, f. 1952 og Mar- grét Benjamínsdóttir, f. 1954. Eftir sviplegt andlát móður Sigurðar var hann tekinn í fóstur af föðurömmu sinni, Sigurrós Benjamínsdóttur, og var hjá henni í tvö ár. Eftir það ólst hann upp í Neskaupstað hjá ömmu sinni og afa í móðurætt, Hallberu Daníelsdóttur og Sigurði Frið- bjarnarsyni. Sigurður kvæntist 8. október 1966 Erlu Jónu Sigurðardóttur, f. á hann kennslu við Víghólaskóla í Kópavogi til 1977 en réð sig þá sem skrifstofu- og sölumann hjá Berki hf. í Hafnarfirði. Þar starfaði hann til 1988 en þá var hann ráðinn skóla- og menningarfulltrúi Kópa- vogsbæjar til 1996. Það ár varð hann rekstrarstjóri grunnskóla bæjarins og starfaði sem slíkur til dauðadags. Sigurður var mikill áhugamaður um stangveiði með flugu og fluguhnýtingar auk þess sem hann stundaði rjúpnaveiðar. Hann var formaður stangveiði- félagsins Ármanna 1986-1990 og tók alla tíð virkan þátt í störfum fé- lagsins. Sumarbústaður þeirra hjóna í landi Valbjarnarvalla á Mýr- um í Borgarfirði átti hug hans og hjarta og var honum mikill sælu- reitur. Um árabil var hann einn leigutaka Urriðaár á Mýrum í Borgarfirði og var sá staður honum einnig mjög hjartfólginn. Barna- börnin voru Sigurði afar kær og var það brýnt forgangsmál hans að vera sem mest með þeim í lífi og leik. Sigurður og eiginkona hans, Erla Jóna, fengu á síðari árum mik- inn áhuga á ferðalögum erlendis. Tóku þau ástfóstri við Prag, féllu fyrir stórbrotinni fegurð og menn- ingu borgarinnar og fóru þangað ótal sinnum. Aðrar menningar- borgir voru honum einnig ofarlega í huga og þá sérstaklega Dresden og Berlín. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. júní, og hefst athöfnin kl. 15. Kópaskeri 7. janúar 1943. Synir þeirra eru: 1) Árni Þór mat- reiðslumeistari, f. 13. ágúst 1970, kvæntur Freygerði Önnu Ólafsdóttur nema, f. 25. maí 1974. Börn þeirra eru Eva Rún, f. 21. febrúar 1998, Sig- þór Óli, f. 12. desem- ber 2000 og Arnar Freyr, f. 23. maí 2003. 2) Guðmundur org- anisti, f. 12. apríl 1972, kvæntur Pálínu Margréti Hafsteinsdóttur hagfræð- ingi, f. 28. janúar 1976, sonur þeirra, óskírður, f. 15. júní 2009. Sigurður lauk landsprófi á Eið- um 1958 og að því loknu vann hann í eitt ár, bæði á sjó við síldveiðar og hjá Kaupfélaginu Fram í Neskaup- stað. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963 og vann fyrir sér við síldveið- ar á sumrin á Hafrúnu NK 80 frá Neskaupstað. Að loknu stúdents- prófi lá leiðin til eins árs dvalar við þýskunám í Tübingen í Þýskalandi. Því næst hóf hann nám við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í þýsku og íslensku 1969. Eftir það stundaði Þar sem gleðin ríkir er sorgin ekki langt undan. Og þegar sorgin hefur yfirhöndina er gleðin innan seilingar. Þessi orð um samspil tilfinning- anna tveggja, gleði og sorgar, standa skrifuð á snjáðum miða sem ég hef geymt frá unga aldri í hirslum mín- um. Orðin tvö eru okkur hjónum of- arlega í huga þessa júnídaga. Hann Sigurður tengdafaðir minn var hlýr og raunsær maður sem einstaklega gott var að hafa nálægt sér. Því er einkar sárt að njóta ekki lengur nær- veru hans nú þegar Guðmundur minn er sjálfur að verða pabbi í fyrsta sinn. Hringrás lífsins minnir okkur á sig á þessu sumri og það má með sanni segja að litla barnið okkar Guðmundar sem kúrir í maganum sé ríkt af góðum og hlýjum vernd- arenglum. Með þakklæti hugsa ég til þeirra góðu stunda sem ég átti með Sigurði. Veri hann Guði falinn. Pálína Margrét Hafsteinsdóttir. Elsku afi Siggi. Okkur var öllum mjög brugðið þegar þú hafðir horfið til betri staðar. Þú varst hreint dásamlegur og ég elskaði þig meira en orð geta sagt. Þú barðist í 20 ár gegn hjartveiki og greindist síðan með krabbamein í beinmerg. Ég dá- ist enn þann dag í dag að því hvað þú varst sterkur og hugrakkur. Þú varst oft búinn að fara upp á spítala og alltaf tókst þér að hrista veikindin af þér. Við héldum að þér myndi líka takast það í þetta skiptið. Það er ekki á hverjum degi sem maður kynnist svona góðri manneskju eins og þér. Þú varst alltaf að gera grín, jafnvel alveg fram á síðustu stundu. Þú varst líka svo hrifinn af dýrum og þau af þér. Ég man vel eftir fugl- unum á Gullteigi og sérstaklega Dídí forystufuglinum sem bankaði á rúðuna ef þú varst of seinn með haframjölið út. Mér þótti svo gaman að fara upp í sumarbústað með þér og öðrum í fjölskyldunni. Setja niður kartöflur, gróðursetja tré frá Sædísi og heimsækja Ingu og Sigurjón á Valbjarnarvöllum. Það var líka svo gaman þegar þú last og spilaðir við okkur systkinin eða kenndir okkur nýtilega hluti eins og nöfnin á fugl- unum. Þú kenndir mér líka á áttavita og margt fleira. Ég gæti skrifað endalaust um þig en nú held ég að það sé komið nóg. Eva Rún Árnadóttir. Kær vinur er horfinn á braut langt fyrir aldur fram. Við Siggi kynnt- umst þegar börnin okkar fóru að draga sig saman. Strax tókst góð vinátta með okkur og Sigga og Erlu. Sú vinátta varða síðan meiri tvö síð- astliðin ár þegar Árni og Freyja fluttu til okkar með börnin sín þrjú. Þá komu Siggi og Erla oftar í heim- sókn í Birkihlíðina en gengur og ger- ist meðal tengdaforeldra. Heimsókn- ir þeirra voru alltaf kærkomnar. Börnunum fannst líka alltaf gaman að fá þau til sín. Siggi og Óli náðu mjög vel saman og gátu spjallað út í það óendanlega. Siggi var mjög fróð- ur og alltaf tilbúinn að deila þekk- ingu sinni með öðrum. Við vorum fljót að sjá að drengirnir þeirra voru vel upp aldir. Þeir kunna að sýna hlýju, nærgætni og eru þægilegir í samskiptum. Siggi hafði greinilega kennt þeim að umgangast og virða náttúruna og það brýndi hann líka fyrir barnabörnunum. Hann kenndi þeim um hringrás lífsins. Maður veiðir sér til matar en gengur aldrei of nærri stofninum. Þau fengu líka að fara með honum í Urriðaá og það var ævintýri. Þegar Eva Rún var eins árs byrjaði hann að senda henni póstkort með mynd af fugli. Þessu hélt hann áfram og þegar krakkinn var þriggja ára áttu ömmurnar fullt í fangi með að verða ekki uppvísar að fávisku í fuglaheitum og hljóðum þeirra gagnvart barninu. Siggi var mikill málamaður og var honum ís- lensk tunga mjög kær enda talaði hann rétt og kjarnyrt mál. Að fara í sumarbústaðinn með afa og ömmu var alltaf eftirsóknarvert. Sveitin var Sigga mjög kær og gat hann far- ið þangað einn að vetrarlagi til að hlusta á náttúruna og þögnina og vera einn með sjálfum sér og bók- unum sínum. Við eigum eftir að sakna Sigga, hnyttnu svaranna hans og létta húmorsins. Elsku Erla, Árni Þór, Freyja. Guðmundur, Pálína, Eva Rún, Sig- þór Óli og Arnar Freyr, góður Guð styrki ykkur og leiði í ykkar miklu sorg og söknuði. Far þú í friði, elsku vinur, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét og Ólafur Þór. Með örfáum orðum langar mig að kveðja góðan dreng og vin minn Sig- urð Hafstein Benjamínsson, sem kvatt hefur okkur allt of snemma. Leiðir okkar Sigga Ben., eins og mér og mínum var svo gjarnt að kalla hann, lágu víða saman gegnum árin. Fyrst var það haustið 1959, þegar við hófum nám við Menntaskólann á Akureyri. Samskiptin voru e.t.v. ekki mjög mikil fyrst í stað, en jukust jafnt og þétt eftir því sem námsárunum fjölg- aði, fyrst í MA og síðan í Háskóla Ís- lands. Þegar þau síðan rugluðu sam- an reytum sínum, hann og Erla Jóna frænka mín og leikfélagi frá æskuár- unum, urðu samskipti fjölskyldna okkar meiri og nánari. Heimsóknir, barnaafmæli og ferðalög voru þá gjarnan á dagskránni og margra ánægjustunda frá þessum árum að minnast. Við störfuðum síðan saman í á annan áratug hjá Berki hf. í Hafn- arfirði. Þar komu hinir góðu eiginleikar hans glöggt í ljós, dugnaður, hjálp- semi, samviskusemi og heiðarleiki. Siggi Ben. var mikill áhugamaður um veiðar, bæði stangveiðar og skot- veiðar. Þarna lágu áhugasvið okkar full- komlega saman og óteljandi eru þær veiðiferðir sem við fórum saman í. Margar þeirra eru mér ógleyman- legar og betri veiðifélaga en hann er vart hægt að hugsa sér. Lítið dæmi um veiðiáhugann og kraftinn er, að þegar við störfuðum saman í Hafnarfirði, þá kom það fyr- ir að skroppið var til rjúpna í mat- artímanum á nálægar veiðislóðir, t.d. Undirhlíðar og Sveifluháls. Með þakklæti fyrir allar ánægju- legu samverustundirnar kveð ég þig, kæri vinur. Við Hanna sendum Erlu Jónu, Árna Þór, Guðmundi og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigga Ben. Björn Ragnar. Við skyndilegt og ótímabært and- lát vinar míns, Sigurðar H. Benja- mínssonar, leiftra í huga mér minn- ingabrot frá liðnum áratugum. „Hvern skollann ert þú eiginlega að gera hérna, drengur?“ glumdi í stigaganginum á Hraunbæ 120 þeg- ar við Ingi mættum Sigga fyrir fram- an íbúð sína á 2. hæð er við vorum nýflutt í húsið. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir tveggja vaskra Norðfirðinga og upphaf vinskapar þessara tveggja fjölskyldna sem nú hefur staðið í meira en 30 ár. Það er bjart yfir þessum minningum, mann- skapurinn hlæjandi út í eitt, oft að einhverju gullkorni sem hefur hrotið af munni Sigga. Það var ekki amalegt að eiga hann Sigga að á þessum frumbýlingsárum í Hraunbænum. Hann var kallaður til ef það þurfti að koma upp gard- ínustöng sem lét illa að stjórn eða að laga skápinn í litla herberginu eða bara hvað sem var því að allt lék í höndum hans. Þeir Ingi deildu með sér ódrepandi veiðidellu og hafa veitt saman óslitið í öll þessi ár. Það var gaman að koma til þeirra í veiðihúsið við Urriðaá og líta veiðina sem alltaf var einhver þótt lítið væri í ánni og gárungarnir sögðu iðulega að það mætti ganga yfir hana þurrum fót- um. En Siggi hafði einstakt veiðinef og veiddi laxa þótt aðrir yrðu ekki varir. Þar kom að fjölskyldurnar fluttu úr Hraunbænum en ekki skildi þó leiðir alveg því að báðar fjölskyld- urnar byggðu sér sumarbústaði ná- lægt hvor annarri uppi í Borgarfirði. Í Borgarfirðinum undi Siggi sér vel og vildi helst hvergi annars staðar vera. Hann byggði sjálfur bústaðinn og hvílik völundarsmíð! Já þær voru margar samverustundirnar og ekki má gleyma að nefna þann eðla fé- lagsskap „Laxlausa félagið“ sem eins og nafnið gefur til kynna er veiðikompaní þar sem þeir veiddu saman vinirnir Siggi, Ingi, Björn Ragnar og Sigurjón. Titillinn er sannkallað öfugmæli því þeir félagar eru allir slyngir veiðimenn. Þeir kumpánar hafa ásamt konum sínum blásið til þorrablóts árlega og verður nú skarð fyrir skildi þegar aðalmanninn vantar. Við Siggi deild- um áhuga á klassískri tónlist en henni hafði hann kynnst á námsár- unum í Þýskalandi. Í skötuboðunum á Þorláksmessu kom hann alltaf fær- andi hendi a.m.k. með 1 geisladisk ef ekki fleiri og færði mér, því alls stað- ar leyndust perlur sem hann vildi alls ekki að ég missti af. Þá er ótalin sameiginleg ást okkar á íslensku máli. Þótti ýmsum skoðanir okkar æði gamaldags og þvergirðingslegar en við höfðum yfirleitt sama skiln- inginn á tungunni okkar og hlógum og fussuðum að alls konar ambögum sem ýmsir málsmetandi menn settu fram sem góðar og gildar. Það verð- ur undarlegt lífið án Sigga Ben. Ég á eftir að sakna hárbeitts húmorsins, skilningsins á eðli hlutanna, vits- munanna allra og síðast en ekki síst besta vinar sem nokkur getur átt. Elsku Erla, Árni Þór, Guðmundur og fjölskyldur. Megi guð leggja ykk- ur líkn með þraut. Blessuð sé minning Sigurðar H. Benjamínssonar. Valgerður J. Gunnarsdóttir. Kveðja frá samstarfsfólki Margs er að minnast þegar litið er yfir þann tíma sem við höfum unnið með Sigurði H. Benjamínssyni hjá Kópavogsbæ. Hann var bæði ljúfur og hrjúfur, nákvæmur í vinnubrögð- um, góður vinnufélagi og hafði allt á hreinu hvað hans verkefni varðaði. Reglusemin var æðri öllu. Sigurður var orðheppinn og hafði næmt skop- skyn. Það sem samstarfsfólki líkaði best við í fari Sigurðar var að hann sagði meiningu sína skilyrðislaust, á sinn sérstaka hrjúfa hátt þegar hon- um mislíkaði vinnubrögð en sparaði ekki hrósyrðin þegar hann var sátt- ur. Sigurður hafði starfað í 21 ár hjá Kópavogsbæ, aðallega að fræðslu- málum og síðustu ár sem rekstrar- stjóri fræðsluskrifstofu. Á þeim tíma hefur orðið víðtæk þróun í tæknimál- um og hafði Sigurður oft orð á því að þrátt fyrir alla þessa tækni og ný verkferli, þyrfti að virða og meta eldri gildi. Hann hélt vel utan um rekstur skrifstofunnar og var fljótur til ef eitthvað vantaði „sem nauðsyn- legt var að kaupa“ því bruðl var hon- um ekki að skapi. Fráfall Sigurðar hefur haft djúp áhrif á okkur öll. Það er leitun að slíkum persónuleika sem hann var. Við vottum eiginkonu hans, fjölskyldu og vinum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. F.h. samstarfsfólks Jón Júlíusson. „Sæll vinur, ég færi þér ekki góðar fréttir af sjálfum mér, því ég er hundveikur og kominn með bullandi krabbamein. Læknirinn sagði, að ég hefði ekkert val og yrði því að fara í meðferð eins og skot og alls væri óvíst hvort sú meðferð myndi skila nokkrum árangri.“ Þannig hófst mitt síðasta samtal við Sigga Ben, en inn- an viku var hann allur. Þetta lýsir af- ar vel því hvernig hann var. Sagði hlutina umbúðalaust og á mjög kjarnyrtu máli. Þetta var hans stíll og ég kunni vel að meta hve hrein- skilinn hann var í öllum málum. Það var ekki hans háttur að vefja hlutina inn í einhverjar umbúðir heldur voru þeir sagðir alveg beint út og án nokkurra vafninga. Þetta er að mínu mati mikill kostur, en vissulega eru ekki allir á þeirri skoðun, en það verður þá bara að hafa það. Að þessu leyti vorum við Siggi líkir og kannski skýrir að einhverju leyti hve vel við náðum saman alla okkar tíð. Við Siggi höfum þekkst alla okkar ævi, því báðir eyddum við okkar bernskuárum austur í Neskaupstað og síðan fórum við í MA og þess utan unnum við saman mörg sumur á síld- veiðum og þá alltaf á Hafrúnu NK með Kidda Marteins skipstjóra, miklum sóma- og aflamanni. Mér er alltaf minnisstætt hve vel þeir Siggi og Gvendur frændi hans tóku á móti mér fyrsta sumarið á Hafrúnu, en Siggi hafði byrjað árinu áður á sjón- um og var því miklu lífsreyndari heldur en ég í sjómennskunni. Þetta voru skemmtileg sumur og við rifj- uðum þennan tíma oft upp þegar við hittumst. Eftir að við fluttum suður lágu leiðir okkar Sigga saman því báðir kenndum við í Víghólaskóla um nokkurra ára skeið, en pabbi var þar skólastjóri. Mér fannst það dálítið merkilegt hvað pabbi sótti í að ráða Norðfirðinga að skólanum og um tíma vorum við a.m.k. 5 sem kennd- um þar samtímis. Siggi var mikill ís- lenskumaður og var ófeiminn við að leiðrétta þá sem ekki voru með beyg- ingafræðina á hreinu og sagðist ekki þola neina nauðgun á okkar ylhýra máli. Eftir nokkur ár í kennslunni hvarf Siggi til annarra starfa en kom síðan að fræðslumálum í Kópavogi á nýjan leik og þá sem skólafulltrúi. Þar lágu leiðir okkar saman á ný og fannst mér hann vera mjög góður yf- irmaður, bæði réttsýnn og umfram allt sanngjarn. Í rúm 40 ár vorum við saman í hjónaklúbbi ásamt félögum okkar og vinum. Þannig héldum við alla tíð sambandi og þessar stundir sem við áttum með vinum okkar í hjónaklúbbnum voru okkur mjög dýrmætar og munu alltaf verða okk- ur ljúf minning. Nú á einu ári hefur verið höggvið stórt skarð í þennan vinahóp því á þessum tíma hafa þrír fallið frá. Siggi var einstaklega orð- heppinn og eru mörg skemmtileg dæmi þar um, sem ástæða væri til að nefna en læt ég eitt fylgja. Einhverju sinni þegar við kenndum í Víghól kom Siggi og leit yfir kennarastof- una og sá þar einn samkennara okk- ar liggja í sófanum, en sá var nokkuð feitur og mikill um sig. Siggi horfir yfir salinn og segir stundarhátt: „Er þetta virkilega einn maður sem ligg- ur þarna?“ Erla mín, Árni Þór og Guðmund- ur, við Sóley sendum ykkur ásamt fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng lifa með okkur. Guðmundur Oddsson Kynni okkar Sigga hófust vorið 1983 eða 1984 en ekki á þann hátt sem ég hefði kosið, ég var þá 14 eða 15 ára. Siggi var á þessum tíma einn af forvígismönnum Ármanna sem höfðu verið með Reynisvatn á leigu. Þannig var mál með vexti að við vor- um þrír félagarnir sem ákváðum að fara í útilegu nálægt vatninu þar sem við höfðum heyrt af því að þar væri veiði. Ekki vildi betur til en svo að Siggi og félagar hirtu upp letingja- stangir okkar úr vatninu og komust að því hverjir voru þarna á ferð. Rétt eftir að ég var kominn heim þá var hringt og ég beðinn um að koma heim til Sigga í Hraunbæinn og vin- samlega hafa með þá fiska sem ég hafði veitt. Ég sagði að því miður hefðu þeir verið í matinn þá um kvöldið og var ég þá beðinn um að koma með afganginn af hreistrinu. Það voru frekar þung skrefin heim til Sigga, með hreistur í poka, þar sem fram fór smá yfirheyrsla yfir drengnum en að lokum leysti Siggi mig út með fluguboxi og sagði að ég skyldi prufa að veiða á flugu fljót- lega. Upp frá þessu hef ég haft mikil samskipti við fjölskylduna og ég og Árni, eldri sonur Sigga og Erlu, ver- ið miklir vinir. Jafnframt hef ég ver- ið það heppinn í gegnum tíðina að fá að fara með þeim feðgum í nokkur skipti í Hlíðarvatn í Selvogi og í bú- staðinn Borgarfirðinum. Það hefur alltaf verið gaman og einstaklega Sigurður Hafsteinn Benjamínsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.