Morgunblaðið - 25.06.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.06.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is UMHVERFIS- og samgöngusvið Reykjavíkur hefur samþykkt breyt- ingar á umferð í miðborginni til að auka öryggi óvarinna vegfarenda. Merkustu breytingarnar eru þær að kaflar á þremur elstu götum borg- arinnar, þ.e. Aðalstræti, Vesturgötu og Hafnarstræti, verða vistgötur. Í framhaldinu eru hugmyndir um að loka hluta Hafnarstrætis, a.m.k. á góðviðrisdögum og jafnvel alveg í framtíðinni. Þau áform eru tengd breytingum, sem ætlunin er að gera á Ingólfstorgi. Aðalstræti verður vistgata milli Fischersunds og Vesturgötu, Hafn- arstræti verður vistgata milli Aðal- strætis og Veltusunds og Vestur- gata milli Aðalstrætis og Grófar- innar. Þar verður einnig sett upp rútustæði. Þá verður sett einstefna á Vesturgötu frá Aðalstræti að Grófinni. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu þarf að staðfesta þessar breytingar og er vonast eftir stað- festingu hennar fljótlega. Hugmyndin að létta torgið Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, segir að breyting- arnar á Ingólfstorgi tengist nýju hóteli sem til stendur að reisa sunn- an torgsins. Tvö timburhús sem standa við Vallarstræti verða flutt inn á torgið. Við það verður torgið þrengra og segir Júlíus Vífill að hugmyndin með því að loka hluta Hafnar- strætis, þ.e. fyrir framan Fálka- húsið, sé að létta á torginu. Tvær lágreistar byggingar á torginu, þ.e. Hlöllabátar og Ísbúðin, verða látnar standa á sínum stað en aðgengi að byggingunum rýmkað á kostnað bílastæða við Veltusund. Talsverðar breytingar verða á bílaumferð við Ingólfstorg. Þannig verður vinstri beygja af Austur- stræti inn í Veltusund bönnuð en hægri beygja verður áfram leyfð. Tillaga Björns Ólafs arkitekts að breyttu deiliskipulagi við Ingólfs- torg vegna fyrirhugaðrar hótel- byggingar var auglýst fyrir nokkru. Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjölmörgum aðilum. Björn Ólafs hefur nú sent inn nýja og breytta tillögu að deiliskipu- lagi. Skipulagsráð samþykkti á síð- asta fundi sínum að auglýsa þessa nýju tillögu. Jafnframt var sam- þykkt að fella niður auglýsingu um eldri tillöguna og tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um máls- meðferðina. Hafnarstrætinu lokað Morgunblaðið/Jakob Fannar Lokað Í sumar verður Hafnarstræti lokað frá Aðalstræti að Vallarstræti, ekki verður hægt að keyra þessa götu.  Hluta af þremur elstu götum Reykjavíkur breytt í vistgötur  Breytingar gerð- ar á Ingólfstorgi í tengslum við nýtt hótel  Ný tillaga að deiliskipulagi auglýst Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmi - Haförninn ungi sem fannst grútarblautur fyrir 12 dög- um í Hraunsfirði hefur fengið frels- ið að nýju. Kristinn Haukur Skarp- héðinsson hjá Náttúrustofnun kom vestur í gær með haförninn eftir dvöl í höfuðborginni. Í Húsdýragarðinum fékk hann góðan aðbúnað og viðurgjörning. Þar var hann hreinsaður og látinn jafna sig eftir að hafa verið ósjálf- bjarga með grútinn á sér í nokkurn tíma áður en fannst. Haförninn var vandlátur á mat til að byrja með, en var hrifnastur af nautshjörtum. Örninn er eins árs gamall og kom úr hreiðri við Breiðafjörð og er vel á sig kominn. Þegar búrið var opn- að var hann fljótur að koma sér út í frelsið og var kominn á flug í sömu andrá. Haukur er viss um að fuglinn mun spjara sig eftir þetta óhapp og vonar að hann eigi langa framtíð, en hafernir geta náð fertugsaldr- inum. Um 40 arnarpör verptu Að sögn Kristins Hauks eru talin vera um 60 arnarpör á landinu. Af þeim verptu 44 pör í sumar sem er mjög góður árangur. Haukur á von á því að 23 – 25 pör komi upp ung- um að þessu sinni og samkvæmt venju kemur þriðjungur þeirra upp tveimur ungum. Haförn á heimaslóð Morgunblaðið/Gunnlaugur HVALUR 8 hélt úr Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi og stefndi á hvalamiðin. Skipið hefur ekki stundað hval- veiðar síðan árið 1989, en það ár voru vísindaveiðar leyfð- ar í síðasta sinn hér við land. Skipstjóri á Hval 8 er Haf- steinn Örn Þorsteinsson, margreyndur hvalveiðimaður. Sumarið 2006 voru sjö langreyðar veiddar og það var Hvalur 9 sem veiddi öll þau dýr. Hvalur 9 hélt til veiða fyrir nokkrum dögum og hafði í gær veitt 8 langreyðar á vertíðinni. Hátt í 100 manns munu vinna við veiðar og vinnslu hvals hjá Hval hf. í sumar. sisi@mbl.is Til veiða eftir 20 ára hlé Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is GEIR H. Haarde, þáverandi for- sætisráðherra, bað ríkislögmann í nóvember sl. um að láta vinna álits- gerð um hugsanlega úrskurðaraðila í deilu Íslendinga annars vegar og Breta/Hollendinga hins vegar vegna Icesave-málsins. Voru það háskóla- kennararnir Björg Thorarensen, Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson sem unnu álits- gerðina. Þar segir m.a. að í bókun 34 með EES-samningnum sé fjallað um að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á það við dómstól Evrópusam- bandsins að hann skeri úr um túlk- un á EES-reglum sem samsvara reglum sambandsins. Ákvæðið eigi aðeins við þegar vafi leiki á um túlk- un í máli fyrir dómstóli í EFTA-ríki. Á ekki við um ágreining við Breta og Hollendinga „Ákvæði þetta á alls ekki við um þann ágreining sem nú er uppi milli Íslands annars vegar og Bretlands/ Hollands hins vegar, enda er ekkert mál rekið milli þessara aðila fyrir ís- lenskum dómstólum. Þar fyrir utan verður að draga í efa að heimilt sé samkvæmt íslenskri stjórnarskrá að nota umrætt ákvæði.“ Dómstóll ESB er sagður geta starfað sem gerðardómur í nokkr- um tilvikum, það sé nefnt í Róm- arsamningnum. Dómstóllinn geti tekið fyrir deilur milli aðildarríkja ESB um mál sem Rómarsamning- urinn tekur til en geti „að öllum lík- indum ekki verið notaður sem gerð- ardómur milli aðildarríkis annars vegar og þriðja ríkis hins vegar“. Hugsanlega gæti Eftirlitsstofnun EFTA höfðað mál gegn Íslandi vegna brota á EES-samningnum fyrir dómstóli EFTA. Dómur í slíku máli myndi aðeins slá því föstu hvort viðkomandi ríki hafi brotið skuldbindingar sínar gagnvart EES-samning- num (þ.e. kveða upp viðurkenn- ingardóm) en hvorki kveða á um skaðabóta- skyldu né fjár- hæð hugsanlegra bóta. Hvorki Bretar né Hollend- ingar væru bundnir af niðurstöð- unni. „Verður því að efast um að slík meðferð komi að nokkru gagni við lausn þess vandamáls sem hér er til meðferðar,“ segir í álitsgerð- inni. Gerðardómur ef allir samþykkja þá leið Hugsanlegt sé að skipa sérstakan gerðardóm til lausnar deilunni en „slíkt grundvallast á gagnkvæmu samkomulagi deiluaðila ... Einnig kemur til greina að nota fasta al- þjóðlega dómstóla eins og Alþjóða- dómstólinn í Haag. Grundvöllur þess er einnig samkomulag viðkom- andi aðila.“ Björg Thorarensen Viðar Már Matthíasson Stefán Már Stefánsson Þrír prófessorar skiluðu ríkislögmanni áliti í nóvember Kannað var hver gæti úrskurðað um Icesave Verði hluta Hafnarstrætis lokað fyrir bílaumferð eins og áformað er, verða tímamót í miðborginni. Í bók Páls Líndal, Reykjavík, sögu- staður við Sund, segir að Hafnar- stræti hafi öldum saman verið að- alleiðin að höfuðbólinu Reykjavík, Örfirisey og fram á Nes. Við strætið, sem einnig var nefnt Strandgata, risu verslunarhús og vörugeymslur í lok átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu. Gatan var um allangt skeið helsta verslunargata Reykjavíkur. Þegar kom fram yfir 1920 tók vegur Hafnarstrætis að dvína en Austur- stræti varð aðalverslunargatan. Útsala Áfengisverslunar ríkisins var lengi í Hafnarstræti og þar voru reknar veitingastofur og drykkju- krár. Þá komst inn í mál Reykvíkinga hugtakið að sá sem lent hafði í úti- gangi vegna drykkjuskapar „væri kominn í Hafnarstrætið“ eða bara „kominn í strætið“. Hefur þetta fest rætur í íslensku máli. Eins orðið Hafnarstrætisróni eða bara róni. Rónarnir voru kenndir við Hafnarstræti ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.