Morgunblaðið - 25.06.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.06.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is NÚ virðist ljóst að lundaveiði verði lítil sem engin í Vestmannaeyjum í sumar. Því eru góð ráð dýr til að út- vega lunda fyrir Þjóðhátíðina því Eyjamenn segja að hún muni ekki standa undir nafni nema hægt verði að bjóða upp á reyktan lunda. Sama staða var uppi í fyrra og þá voru það Grímseyingar sem björg- uðu málunum. Nú liggur fyrir að þeir muni bjarga málunum á nýjan leik. „Ég er búinn að tala við Gríms- eyingana og þeir munu bjarga okkur aftur. Þeir Grímseyingar sem mæta á Þjóðhátíðina verða heiðursgestir,“ segir Magnús Bragason í Vest- mannaeyjum, sem hefur verkað og reykt lunda fyrir Þjóðhátíð undan- farin ár. Þegar blaðið sló á þráðinn til Þórs Vilhjálmssonar lundaveiði- manns í Grímsey í gær staðfesti hann að Grímseyingar ætluðu að bjarga málunum eins og í fyrra. Mik- il og vaxandi lundabyggð er í Gríms- ey og hann hefur haft nægt æti, öf- ugt við lundann í Vestmannaeyjum. Það er ekkert smáræðis magn sem Eyjamenn þurfa af lunda fyrir Þjóðhátíð. Um 14 þúsund gestir komu á Þjóðhátíð í fyrra og segir Magnús að gera þurfi ráð fyrir a.m.k. einum fugli á mann. „Þetta voru miklar reddingar hjá mér í fyrra,“ segir Magnús. Hann reiknar með því að Gríms- eyingar verði að hlaupa undir bagga næstu árin enda reiknar hann með því að Eyjamenn fari varlega í lunda- veiðarnar. Menn hafi verið vongóðir í fyrrsumar því lundinn virtist vera að bera síli í pysjurnar í júlí. „En um mánaðamótin júlí/ágúst var eins og slökknaði á þessu öllu, hvað sem hef- ur valdið því,“ segir Magnús. Gengið um af virðingu Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við mbl.is að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að banna lundaveiði þar í sumar. Auglýsing um ótíma- bundið lundaveiðibann, sem birtast mundi í bæjarblöðum í vikunni, væri til að koma í veg fyrir að óheftar lundaveiðar hæfust 1. júlí þegar hefðbundið veiðitímabil hefst. Elliði segir, að umhverfis- og skipulagsráð og bæjarstjórn Vest- mannaeyja muni eftir sem áður taka ákvörðun um veiðar á fyrstu dögum júlímánuðar. Hann segir, að lundaveiðar í Vest- mannaeyjum hafi verið takmarkaðar verulega seinustu ár og séu ekki svipur hjá sjón enda umgangist veiðimenn sjálfir náttúruna af virð- ingu hvað sem öllum boðum og bönn- um líður. Grímseyingar munu leggja til lundann Morgunblaðið/Ómar Lundinn Ómissandi matur á hverri Þjóðhátíð sem haldin er í Eyjum.  Bjarga á ný Þjóðhátíðinni í Eyjum KYLFINGAR í Nesklúbbnum eru ýmsu vanir þegar krían ver egg sín og unga með kjafti og gargi. Með því að lyfta húfu eða kylfu minnka þeir hættuna á meiðslum, en fara hins vegar oft merktir frá árásinni. Á Nesvell- inum er borin virðing fyrir kríunni og öðrum fuglum og golfreglur beygð- ar ef nauðsyn þykir til svo fuglar fái frið til að liggja á hreiðrum sínum. Morgunblaðið/Ómar LOFTÁRÁS Á NESINU LAUN nýs fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna taka mið af starfskjörum ráðherra. Þá er stjórnandanum ekki lögð til bif- reið eins og áður var og hann er nú ráðinn til sjö ára. Þetta segir Ragnar Önund- arson, formaður stjórnar sjóðsins. Guðmundur Þ. Þórhallsson, við- skiptafræðingur, var ráðinn fram- kvæmdastjóri, en hann hefur starf- að hjá sjóðnum sem forstöðumaður eignastýringar undanfarin ár. Yfir fimmtíu umsóknir bárust vegna stöðunnar, sem nú heitir framkvæmdastjóri en ekki for- stjóri. Capacent gerði forathugun á umsóknunum, og þeir sem helst komu til greina voru kallaðir í við- tal til formanns og varaformanns stjórnar. halldorath@mbl.is Tekið mið af kjörum ráð- herra, án bíls Guðmundur Þ. Þórhallsson LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu stöðv- aði kannabis- ræktun í tveimur húsum í miðborginni í fyrradag. Á öðr- um staðnum fundust munir sem grunur leikur á að séu þýfi og var karl á fertugsaldri hand- tekinn. Á hinum staðnum var einnig lagt hald á amfetamín og marijúana en karl á þrítugsaldri var yfirheyrður vegna málsins. Síðdegis handtók lögreglan lið- lega fimmtugan mann í austur- borginni sem var með fíkniefni í fórum sínum. Ræktun í tveimur húsum í miðbænum Í FYRSTA skipti á fjölmörgum ferðalögum sín- um hefur franski ævintýramaður- inn Thierry Posty lent í því að enginn hefur boðist til að leigja eða lána honum hest. Hann segir að venjulega hringi á milli 40-60 manns á fyrsta degi þeg- ar hann óskar eftir hesti, það hafi ekki verið raunin á Íslandi. Hann segir áhugaleysið koma sér á óvart enda sé um hestaþjóð að ræða. Komi enginn fram sem vilji leigja honum hest að fyrra bragði verður að hann því að leita eftir honum sjálfur. Hafi einhver hest fyrir Posty er símanúmer hans 867-4475. Enginn vill leigja ævintýramanni hest Thierry Posty Það þótti tíðindum sæta í fyrra þeg- ar Grímseyjarlundinn var á borðum í Herjólfsdal. Kastljós Sjónvarpsins komst í málið og talaði meðal ann- ars við Eyjamann sem hélt því fram að lundinn úr Grímsey væri hálfgert óæti enda væri allt best í Eyjum. „Þetta var nú allt sett á svið í gríni,“ segir Magnús Bragason. „Ég fékk það hlutverk að hæla Grímseyj- arlundanum en Sigurjón Ingvarsson fékk það hlutverk að vera vondi kall- inn og segja að hann væri ekki sam- bærilegur við Eyjalundann.“ Kast- ljósþátturinn var sýndur á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð og segir Magnús að margir Eyjamenn hafi verið bálreiðir Sigurjóni fyrir ummælin og fyrir að hafa móðgað Grímseyinga. Það hafi ekki allir átt- að sig á því að þetta væri grín. Magnús segir að bragðið sé ná- kvæmlega eins af báðum teg- undum. Hins vegar sé Grímseyj- arlundinn aðeins stærri. Menn sjái það ekki glöggt en hann hafi tekið eftir því þegar hann var að pakka lundanum í öskjur. Bragðið er nákvæmlega það sama Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir að sátt virðist í sjónmáli í við- ræðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttamála og líklegt að skrifað verði undir sáttmála í dag, þá hafa viðræðurnar verið „hvassar“ undanfarna daga, eins og heim- ildarmaður Morgunblaðsins komst að orði. Tekist hefur verið á um stefnu í ríkisfjár- málum árin 2011 til 2013 síðustu daga og þá helst hvort taka eigi á miklum halla ríkissjóðs með því að hækka skatta eða skera niður út- gjöld. Eftir fund með Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra í stjórnarráðinu í gær komst hreyfing á málið og voru allir þeir sem tóku þátt í viðræðunum sammála um að flýta nið- urstöðu sem allra mest. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarsam- bands Íslands, sagði Gylfa Arnbjörnsson, for- seta ASÍ, og Vilhjálm Egilsson, framkvæmda- stjóra SA, hafa slitið viðræðunum í beinni útsendingu fyrir hönd opinberra starfsmanna. „Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA slitu viðræðunum fyrir okkar hönd í beinni útsend- ingu sem hlýtur að vera einsdæmi í sögunni,“ sagði Eiríkur Jónsson formaður Kennarasam- bands Íslands í samtali við mbl.is í gærkvöldi. „Vegna þess að við vorum ekki sammála þeim um eitt atriði þá ákváðu þeir að við værum bún- ir að slíta. Ég hélt alltaf að við stæðum í samn- ingaviðræðum við ríkisstjórnina og sveitar- félögin fyrst og fremst en ekki Alþýðusam- bandið,“ sagði Eiríkur og var ósáttur við hvern- ig málin voru kynnt út á við á viðkvæmum tímapunkti í viðræðunum. Kennarasamband Íslands mun funda fyrir hádegi í dag, líkt og miðstjórn BHM og fram- varðarsveit BSRB. Samþykki aðildarfélögin sáttatilboð stjórnvalda, verður sáttmálinn undirritaður klukkan eitt. „Hvassar“ viðræður undanfarna daga  Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa tekist harkalega á um ríkisfjármál  Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra lagði fram sáttatilboð í gær sem stöðugleikasáttmálinn mun byggjast á Morgunblaðið/Ómar Stjórnarráðið Hefur verið vettvangur hvassra skoðanaskipta undanfarna daga. Kúlu- og rúllulegur Hjólalegusett Viftu- og tímareimar Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlur E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Bílavarahlutir Kúplingar- og höggdeyfar TRAUSTAR VÖRUR... ...sem þola álagið! www.falkinn.is- Það borgar sig að nota það besta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.