Morgunblaðið - 25.06.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.06.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 VEGAGERÐIN segir ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, formanns hverfisráðs Kjalarness, um að allt skipulag varðandi vegarstæðið fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar sé tilbúið af hálfu borgarinnar, einnig staðsetning fyrir und- irgöng og göngustíga að undir- göngunum, vera röng. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þó grófa staðsetningu und- irganga að finna á aðalskipulagi. Hann bendir á að ekki sé gert ráð fyrir mislægum gatnamótum á núgildandi aðalskipulagi og því þurfi að breyta skipulaginu áður en tvöföldun geti hafist. Ekki liggi fyrir deiliskipulag þar sem fram komi hvernig tengja ætti fyrirhuguð undirgöng gang- stígum. „Vegagerðin hefur ekki viljað og má ekki gera undirgöng eða tvöfalda vegi án þess að fyrir liggi deiliskipulag. Reykjavík- urborg á enn eftir að ganga frá öllum skipulagsatriðum sem snúa að breikkun Vesturlandsvegar, þar á meðal breytingum á að- alskipulagi og deiliskipulagi vegna undirganganna,“ segir G. Pétur. Marta kveðst hafa fengið það staðfest hjá samgöngustjóra borgarinnar að stofnbrautin sé í fullri breidd á aðalskipulagi. Jafnframt að það sé ekki fyr- irstaða að breikka veginn þótt deiliskipulag liggi ekki fyrir. „Það er alls ekki alltaf farið í að gera deiliskipulag þegar breikka á vegi og það eru for- dæmi fyrir slíku,“ segir hún. ingibjorg@mbl.is Ósammála um þörf á deiliskipulagi Á LAUGARDAG nk. kl. 13 fer fram fræðslufundur í Sesseljuhúsi í Sól- heimum. Þar mun Jón E. Gunn- laugsson áhugamaður um jurtir kynna íslenskar lækningarjurtir. Fyrst fer kynningin fram innan- dyra en síðan verður haldið út í náttúruna til að skoða helstu jurtir sem við eigum í túnfætinum. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Lækningajurtir Á LAUGARDAG og sunnudag nk. stendur Hunda- ræktarfélag Ís- lands fyrir hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal. 645 hreinræktaðir hundar af 82 hundakynjum mæta þar í dóm. Fimm dómarar frá fjórum löndum munu dæma í fimm sýningar- hringjum samtímis. Dómar hefjast kl. 9:00 árdegis báða dagana og standa fram eftir degi. Úrslit á sunnudegi hefjast milli kl. 13:30 og 14 og kemur þá í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Hundasýning um næstu helgi Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á UNDANFÖRNUM tveimur til þremur árum hafa verkefni embætt- is ríkissaksóknara meira en tvöfald- ast á sama tíma og fjöldi starfs- manna hefur staðið í stað. Embættið fékk ekki auknar fjárveitingar á meðan á góðærinu stóð og nú þegar kreppir að þarf að skera frekar nið- ur. Árið 2007 ritaði þáverandi ríkis- ur yfirvinna til að mæta honum. Að mati Valtýs verður ekki lengur við svo búið eigi embættið að standa undir nafni. Valtýr segir að staða embættisins sé gjörólík því sem er á hinum Norð- urlöndunum enda fái embætti þar nauðsynlegt fjármagn til að sinna verkefnum sínum. Hann fundaði með Jóhönnu Sigurðardóttur eftir ritun bréfsins og segir þann fund hafa verið góðan. Þó horfi ekki til betri vegar fyrir embættið. saksóknari, Bogi Nilsson, dóms- málaráðherra bréf. Þar kom fram að þó svo að ýtrasta aðhalds hafi verið gætt við rekstur embættisins hafi fjárhagur þess verið afar slæmur og stöðugt barist í bökkum. Í síðasta mánuði ritaði svo núver- andi ríkissaksóknari, Valtýr Sig- urðsson, forsætisráðherra bréf þar sem fram kemur m.a. að flatur nið- urskurður á rekstraráætlun fyrir ár- ið 2009 komi illa niður á embættinu enda engin óunnin yfirvinna eða önn- Tvöföldun verkefna hjá ríkissaksóknara Embættið fékk ekki auknar fjárveitingar meðan á góðærinu stóð og flatur niðurskurður fyrir árið 2009 kemur illa við það "  "                           ) !    )     )  $#, ,8$ #,$ #1. 8$ 8; 8$ . 1- 8; 1 ;,               

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.