Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 12

Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is OTTO Nordhus, norskur stofnandi einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Nordhus Medical, er gáttaður á því að fá ekki að flytja norræna sjúk- linga til Íslands. Hann hafi leyfi bæði norskra og sænskra yfirvalda, sem ætli að niðurgreiða aðgerðirnar hafi sjúklingarnir verið lengur en 90 daga á biðlista heima fyrir. Íslenski heilbrigðisráðherrann standi í veg- inum. Nordhus rekur læknamið- stöðvar víða um heim. Nordhus var á landinu í annað sinn 17.-18. júní á vegum Salt In- vestments, fjárfestingafélags Ro- berts Wessman. Hann vill nýta van- nýttar nýjar skurðstofur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og skoðar jafnframt til vara aðstöðuna á sjúkrahúsinu á varnarliðssvæðinu. Í símaviðtali frá Svíþjóð segist hann ekki skilja hvers vegna hugmyndir þeirra hljóti ekki hljómgrunn hjá nýja heilbrigðisráðherranum: „Ég hef meðal annars sett upp þrjú sjúkrahús í Bretlandi og stofnað sjúkrahús í Lima í Perú auk þess sem ég hef samning við norræn stjórnvöld um að flytja sjúklinga í aðgerðir á milli landa.“ Þau séu ánægð með að hann geti veitt sjúk- lingum hágæða þjónustu á lægra verði, en nú sendi hann meðal ann- ars sjúklinga af biðlistum til Banda- ríkjanna og Thaílands. Sjúklingarnir sitji löngum stundum í flugvélum og kjósi því heldur að ferðast styttra. Ísland sé ákjósanlegt til mjaðma- liðaskipta-, magaminnkunar- sem og hjarta- og æðasjúkdómaaðgerða. Getur fyllt sjúkrahúsið af fólki Salt Investments hefur áhuga á að leigja skurðstofurnar á Suðurnesj- unum og semja við Nordhus að flytja sjúklinga hingað til lands. Nordhus nefnir að honum hafi verið sagt að þær stæðu 90% tímans ónot- aðar. Á heimasíðu HSS má lesa að skurðstofurnar eru lokaðar frá 29. júní til og með 10. ágúst. „Við gætum fyllt sjúkrahúsið af sjúklingum en fyrst þurfum við að byrja og þróa okkur áfram,“ segir Nordhus: „Við vinnum í teymum og byrjum daginn klukkan sjö á morgn- ana og vinnum til fjögur. Þá tekur annað læknateymi við og vinnur til miðnættis. Við vinnum einnig um helgar og því verður nýtingin á skurðstofunum mun betri en venju- lega þekkist innan sjúkrastofnana.“ Með leyfið og þarf ekki að bíða Svíar og Norðmenn endurgreiða sjúkralegu landsmanna sem hafa verið á biðlista eftir aðgerðum í 90 daga heima fyrir. Það hófst með dómi Evrópudómstólsins sem dæmdi árið 1999 að ef sambærileg þjónusta byðist ekki heima fyrir mættu sjúklingar leita til annarra Evrópusambandsríkja. Síðari dómar hans hafa þó viðurkennt rétt aðild- arríkja sambandsins til að takmarka þessi réttindi sjúklinga til að sækja heilbrigðisþjónustu milli landanna og þurfa sjúklingar því leyfi yfir- valda áður en þeir halda í aðgerðir utan heimalandsins. Ágreiningur hefur staðið um málið og er það nú á borði ráðherraráðsins og Evrópu- þingsins. Norðmenn og Svíar hafa þrátt fyrir ágreininginn innan ann- arra landa Evrópusambandsins nið- urgreitt aðgerðirnar og Bretar einn- ig eftir 18 vikna bið heima fyrir. Samkvæmt áliti sem lögmanns- stofan BAA Legal ehf. hefur unnið fyrir Salt Investments má búast við því að tilskipunin nái inn í laga- ramma EES-svæðisins eftir tvö til þrjú ár. Á Alþingi á mánudag vísaði Ögmundur í þennan ágreining og sagði málið flókið og óljóst. Nordhus sem þegar er með samn- inga við norræn yfirvöld ætlar ekki að bíða eftir að tilskipunin sé klár. „Við bíðum ekki svo lengi,“ segir hann: „Við leitum annað. Við bíðum ekki eftir furðulegum ákvörðunum. Íslensk stjórnvöld leituðu til nor- rænna samherja sinna í leit að lán- um [eftir bankahrunið]. Þau voru veitt en þegar þeim býðst að fjölga störfum segja þau nei!“ Nordhus bendir á að starfsemi hans myndi ekki aðeins auka störf innan heil- brigðisgeirans heldur fylgi sjúkling- um ættingjar sem ykju hér gjaldeyr- istekjur og þjónustu: „Ég skil því ekki hvers vegna heilbrigðisráðherr- ann getur hafnað boðinu. Ég veit að hann er kommúnisti en við höfum einnig kommúnista hér í Svíþjóð og Noregi og þeir hafa stutt þjón- ustuna.“ Gáttaður á aðgerðaleysinu  Heilbrigðisráðherra tekur ekki skyndiákvarðanir vegna skurðstofa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja  Þjónustan skapi um 300 störf  Skurðlæknir vill koma með sjúklinga á kostnað norrænna yfirvalda Morgunblaðið/Ásdís Í skurðaðgerð Nýjar skurðstofur eru mestan tímann ónýttar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Stjórnvöld hafa lagst gegn því að þær séu leigðar út. Í HNOTSKURN »Nordhus medical varstofnað árið 1988. »Nordhus hefur starfað áKarolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en auk þess í Þýska- landi, Bandaríkjunum, Dan- mörku, Noregi og Suður- Ameríku. »Hann hefur frá 1999 fluttsjúklinga milli landa, með samningi við breska, norska og danska heilbrigðisráðu- neytið og sænsk yfirvöld. ENGIN viðbrögð heilbrigðisráðherra eftir tvo óform- lega fundi, formlegt erindi og ítrekun vekur ugg innan Salt Health, deildarinnar innan Salt Investments sem einblínir á heilbrigðismál, um að missa trúverðugleika sinn gagnvart erlendum samstarfsaðilum. „Í vetur áttum við í viðræðum við erlenda aðila þar sem við stefndum á að hefja samstarfið í september– október,“ segir María Bragadóttir, framkvæmdastjóri Salt Health. Takist ekki samningar við Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja þurfi Salt að byggja nýjar skurð- stofur: „Það tekur að minnsta kosti ár.“ Hún rekur það að þegar Ögmundur Jónasson tók við heilbrigðisráðuneytinu hafi verið bú- ið að ganga frá öllum endum svo hægt væri að hefja starfsemina. Einungis hafi átt eftir að útvega aðstöðu til skurðaðgerða og semja við Landspítala um þjónustu í neyðartilvikum. „Við höfðum náð samningum í gegnum Otto Nordhus, við vorum tilbúin í samstarf við aðila í Bandaríkjunum og víðar, höfðum náð sambandi við frá- bæra sérfræðinga – lækna til að framkvæma aðgerðirnar – og komin í samstarf við Heilsufélag Reykjaness. Við höfðum fengið vilyrði fyrir hús- næði hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir endurhæfingarhús- næði. Allir faglegu ferlarnir voru klárir og við tilbúin að hefja starfsemi fyrir veturinn. En þá hefst nýtt ferli þar sem við eigum vissulega viðræður við nýjan heilbrigðisráðherra, og ekki hægt að kvarta yfir því, en við fáum einfaldlega engin svör: hvorki já né nei.“ Salt Health standi því frammi fyrir því að ákveða hvort byggja eigi nýjar skurðstofur á sama tíma og önnur skurðstofan á Heilbrigðisstofnuninni standi ónotuð: „Sárast er að rekstur heilbrigðisþjónustu byggist mikið á stærðarhagkvæmni. Það þýðir að því meiri þjónustu sem hægt er að veita á einum stað því hagstæðara. Okkur fannst því langeðlilegast að leita til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.“ Það sé til hagsbóta fyrir alla. Stofnunin gæti, auk þess að leigja skurðstofurnar, leigt út þjónustu á legudeild og haft af því tekjur sem hún notaði til að veita landsmönnum þá þjónustu sem starfsmenn hennar vilji síður sjá á eftir í niðurskurði. Engin viðbrögð ráðherrans María Bragadóttir SEGI heilbrigðisráðherra nei við því að leyfa leigu á ónýttum skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er mjög líklegt að verkefnið færist til einkaaðila í Reykjavík. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Heilsufélags Reykjaness, sem fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Keilir og Bláa lónið, standa að: „Því er ástæða til að minna á að hér eru nær 1.800 manns atvinnulausir.“ Árni segir Heilsufélagið eiga í viðræðum við Salt In- vestments og hafi sóst eftir leigunni á skurðstofunum hjá Heilbrigðisstofnuninni sem milliliður. „Forsvarsmenn Heilbrigðisstofn- unarinnar hafa tekið vel í hugmyndina, enda sjá þeir tækifæri fyrir sitt starfsfólk og möguleika á auknum sértekjum og betri nýtingu á skurðstof- unum, sem nú eru nýttar um 10% tímans.“ Samningurinn við Salt gæti þýtt helmingsnýtingu á skurðstofunum. Heilbrigðisstofnunin hafi hins vegar fengið þau svör hjá heilbrigðisráðuneytingu að leigan sé ekki æskileg. „Af þeim sökum hef ég átt viðræður við heilbrigðisráðherra sem beinast að því að útskýra málið og fá jáyrði þannig að lokuninni á þennan mögu- leika verði aflétt.“ Honum hafi verið lofað svörum í þessari viku. Árni segir málið nú hafa tafist í fjóra mánuði sem þýði að ekki verði hægt að byrja verkefnið nú á haustmánuðum eins og stefnt var að. „Ég er vongóður um jákvætt svar, því mér finnst málið augljóst.“ Óttast að missa af tækifærinu Árni Sigfússon E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 4 0 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.