Morgunblaðið - 25.06.2009, Page 13

Morgunblaðið - 25.06.2009, Page 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is SAMDRÁTTURINN í samfélaginu virðist ekki enn vera farinn að bitna á fornleifarannsóknum miðað við fjölda leyfisveitinga hjá Fornleifa- vernd ríkisins. Það sem af er ári hafa verið gefin út tuttugu og sjö rann- sóknarleyfi miðað við tuttugu og tvö á sama tíma á síðasta ári. Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri hjá Fornleifavernd, segir ástæðuna lík- lega þá að fornleifafræðingar séu fyrr á ferðinni að sækja um í ár. Fornleifarannsóknir dýrar Fjármögnun fornleifarannsókna er með ýmsum hætti. Hreinar vís- indarannsóknir eru oftast kostaðar af Fornleifasjóði, sem er á vegum menntamálaráðneytis. Sjóðurinn- hefur til ráðstöfunar um tuttugu milljónir. „Sannleikur málsins er þó sá að fornleifarannsóknir eru dýrar. Ein stór rannsókn gæti hæglega kostað tuttugu milljónir,“ segir Agnes. Eitthvað er um að sótt sé um fé til rannsókna beint frá Alþingi og einn- ig til Rannís. Þá er einhverjar rann- sóknir unnar í erlendu samstarfi sem oftast felst í að erlendir starfs- menn eru borgaðir af erlendu stofn- uninni eða fyrirtækinu. Einkavæddur uppgröftur Einkavæðingin hefur náð til forn- leifarannsókna. Þjóðminjasafnið kemur lítið að rannsóknum eins og áður var og þá helst sem samstarfs- aðili. Flestir fornleifafræðingar starfa á eigin vegum og taka að sér verkefni. Til dæmis eru fram- kvæmdarannsóknir svokallaðar borgaðar af framkvæmdaaðilanum sem ræður þá til verksins fornleifa- fræðing. Það geta verið sveitarfélög, byggðasöfn og einkaaðilar en einnig stórar stofnanir og ríkisfyrirtæki. Umsögn eða leyfi þarf til fram- kvæmda frá Fornleifavernd ríkisins og er það hluti af deiliskipulagi. Það er því ljóst að atvinnuleysi gæti farið að gera vart við sig meðal fornleifa- fræðinga. Þá er ekki ólíklegt að dregið verði úr fjárveitingum á veg- um ríkisins. Agnes segir ekki líta út fyrir að Fornleifavernd þurfi að skera niður á þessu ári að öðru leyti en því að laun forstöðumanns hafi verið lækkuð. Á næsta ári eru hins- vegar líkur á niðurskurði. „Forn- leifavernd veitir hins vegar ekki fé til rannsókna og niðurskurðurinn hjá okkur felst því í sparnaði í rekstri.“ Samdrátturinn nær til fornleifafræðinnar  Fornleifarannsóknir hluti af skipulagi og framkvæmdum  Fornleifafræðingar munu því finna fyrir samdrættinum Morgunblaðið/Ómar Uppgröftur Rústir íbúðarhúss, sem talið er að Guðbrandur biskup Þorláks- son hafi látið reisa á Hólum í Hjaltadal 1587, komu í ljós í fyrrasumar. Ferðalag um slóðir fornleifa í sumar Reykholtssel Rannsóknin er þverfaglegt al- þjóðlegt verkefni um sel Reykholts í Borg- arfirði og framhald af stórri rannsókn á bæj- arstæðinu í Reykholti. Megináhersla er lögð á sel Reykholts í tíð Snorra Sturlusonar. Áhersla er á að skoða skipulag landnýtingar og leitast við að skilja mikilvægi og hlutverk seljabúskapar fyrir Reykholt sem kirkju- miðstöð og valdamiðstöð, einkum í tíð Snorra. Reykholt er einn frægasti sögu- staður landsins og er uppgröfturinn þar til sýnis fyrir gesti og hægt að fá leiðsögn um svæðið. Skriðuklaustur Þar hefur staðið yfir frá árinu 2000 fornleifarannsókn á rústum klaustursins sem þar stóð á árunum 1493-1554. Áður en lagt var í rannsóknina var staðsetning klaustursins ekki þekkt. Rannsóknin hefur gefið mynd af starfsemi og húsakosti klaustursins sem og fjölbreyttu hlutverki þess í samfélaginu. Klaustrið samanstóð af þyrpingu vistarvera, kapellu og kirkju sem stóðu við klausturgarð með brunni fyrir miðju. Byggingin hefur líkst kaþólskum klausturbyggingum í öðrum lönd- um. Á Skriðuklaustri fór fram ritun bóka og skjala, auk ræktunar mat- og lækningajurta. Líklegt er talið að þar hafi verið stundaðar lækningar. Margir merkir gripir hafa fundist við uppgröftinn, þar á meðal má nefna brot úr líkneski af einum guðspjallamannanna, reiknimynt, alt- arissteina, innsiglishring o.fl. Hringsdalur í Arnarfirði Þar hafa fundist nokkur kuml, þar á meðal bátskuml en innan við tíu bátskuml hafa fundist í landinu. Í dalnum er greinilega kumla- teigur sem er hliðstæða kirkjugarðs. Meðal þess sem hinir látnu hafa talið gott að taka með sér í gröfina eru kambar, hnífar, öxi og sverð. Á Vestfjörðum er einnig uppgröftur í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Rannsóknin er undir merkjum Vestfjarða á miðöldum sem er samstarf margra, þ.á.m. Háskóla Ís- lands, Fornleifastofnunar Íslands, Oslóarháskóla, NYC University o.fl. Þar er starfrækur Fornleifaskóli Vestfjarða, en 20-30 fornleifafræðinemar víða að úr heiminum fá tilsögn á sumarnámskeiðum þar. Hólar í Hjaltadal Þar hefur farið fram uppgröftur í nokkur ár. Rannsóknin hefur m.a. að markmiði að skoða áhrif kirkjulegra miðstöðva, efnahag biskupa á mismun- andi tímum, rekstur og skipulag þorpsins og húsakost og gerð ásamt því að skoða kjör íslenskra yfirstétta. Mikill fjöldi gripa hefur fundist, m.a. prentstafir úr blýi úr prentsmiðju Hólastóls. Einnig stendur yfir rannsókn á fleiri stöðum tengdum Hól- um, s.s við Kolkuós sem var höfn Hólaseturs. Í Skagafirði verður uppgröftur víðar, m.a. stendur einnig til að rannsaka gamalt bæjarstæði Glaumbæjar. Alþingisreiturinn Rannsóknin hefur staðið yfir í vetur en sjaldgæft er að unnið sé að uppgreftri að vetri til. Tjald var sett upp og hitað fyrir loppna fornleifafræðinga. Mikið lá á að klára rannsóknina því til stóð að byggja á svæðinu, en nú er alls óvíst hvort af því verði á næstunni. Líklega er þarna að finna einar elstu minjar landsins. Hús eru að koma í ljós og merkar minjar um járnvinnslu úr mýrarrauða hafa fundist. Er jafnvel talið að þarna hafi ver- ið vísir að „iðnaðarsvæði“. Bær í Öræfasveit Talið er að blómleg byggð hafi verið þar sem nú eru sandar Öræfasveitar. Eftir gos úr Öræfajökli 1362 lagðist sveitin í eyði. Sveitin hét áður Litlahérað en var eftir hörmungarnar kölluð Öræfasveit. Býlið Bær var einn þeirra bæja sem lögðust í eyði og grófust undir ösku og vikur. Rústirnar, sem verið er að grafa upp úr vikrinum, eru óvenju heillegar. Húsaveggir eru eins til tveggja metra háir og margir munir hafa komið í ljós. Áður hefur bærinn Gröf verið grafinn upp á þessum slóðum. *Streymi á erlendri tónlist um ADSL internetþjónustu flokkast sem erlent niðurhal, nánar á Tónlist.is. **Viðskiptavinir í GSM áskrift, Mínu Frelsi eða ADSL internetþjónustu. Takmarkaður fjöldi áskrifta. Í sumar býður Síminn viðskiptavinum sínum Sumaráskrift* að Tónlist.is fyrir 0 kr. aukalega.** Þar geta þeir hlustað á uppáhaldslögin sín í símanum eða tölvunni eins oft og þeir vilja. Þú færð ekki bara uppáhaldslagið þitt, heldur 2,5 milljónir íslenskra- og erlendra laga til við- bótar. Farðu á siminn.is, skráðu þig og njóttu þess að hlusta hvar og hvenær sem er. Milljónir laga í símann og tölvuna án þess að borga krónu aukalega! Það er 800 7000 • siminn.is Skráðu þig ásiminn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.