Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 STANGVEIÐI Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is FJÖR er að færast í laxagöngur. Straumur fer stækkandi og veiði- menn gera sér vonir um að smálax- inn helli sér í árnar á næsta stór- streymi. Gunnar Örlygsson lenti í skemmtilegu ævintýri á Munaðar- nessvæðinu í Norðurá í fyrradag. „Við keyptum okkur bara eina stöng í einn dag, ég og Arthur Gal- vez, veiðifélagi minn. Við byrjuðum klukkan sjö og vorum búnir að fara yfir alla veiðistaði á svæðinu, nema einn, tuttugu mínútur fyrir tólf og ég var orðinn hálf úrkula vonar.“ Átta laxar á áttatíu mínútum „Þá komum við að Austurkvísl og þar byrjuðu lætin. Við settum í átta laxa á áttatíu mínútum og lönduðum sex þeirra,“ sagði Gunnar og tók fram að þar af hafi verið tveir stór- laxar sem báðir hafi fengið líf. „Eft- ir hádegi settum við síðan í tvo og náðum öðrum þeirra. Allar að- stæður voru eins og best verður á kosið. Vatnshitastig 9-10 gráður, lofthiti 12-13 gráður, áin bólgin og blá. Smá veðrabreytingar yfir dag- inn.“ Gunnar sagði þá félaga hafa fengið helming aflans á litlar gáru- túbur en hinn á venjulegar laxa- flugur. „Þetta var alveg geggjað. Tundurskeyti og margir laxar á eft- ir flugunni í einu. Rosalega gaman!“ Gunnar sagðist líka hafa séð lax í Raflínustreng en ekki á öðrum stöð- um þrátt fyrir mikla yfirferð. Fyrsti lax ársins úr Hítará kom á land á laugardaginn. Í kjölfarið náðu veiðimenn í næsta holli fjórum löxum, þar af þremur tveggja ára fiskum. Samkvæmt svfr.is hafa veiðimenn orðið óvenju mikið varir við lax á svæðinu en Hítará hefur ekki verið þekkt sem snemmsum- arsá. Lax strax í Hítará II Mikla athygli vakti að fyrsti lax- inn í Hítará II veiddist þegar síðast- liðinn sunnudag. Þar var á ferðinni níu punda hrygna sem fékkst í Skógargljúfri í Tálma. Athyglisvert er að eingöngu má veiða á flugu á aðalsvæðinu í Hítará og veiðimönn- um skylt að sleppa stórlaxi á meðan veiðimenn í Hítará II mega nota maðk og hirða sína laxa. „Alveg geggjað“  Lentu á göngu í Munaðarnesi  Tundurskeyti og margir laxar á eftir flugunni  Lax kominn ofarlega í Hítará Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 28. júní. Landsamband stangveiðifélaga stendur fyrir deginum og stendur lands- mönnum til boða að veiða frítt í 28 vötnum hér og þar um landið. Kynning- arbæklingur hefur verið prentaður þar sem nálgast má upplýsingar um þau vatnasvæði sem um ræðir. Bæklinginn má nálgast í veiðibúðum. Þau vötn sem í boði eru: Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins, Kleif- arvatn, Elliðavatn, Meðalfellsvatn, Geitabergs-, Þórisstaða-, og Eyrarvötn í Svínadal, Vífilsstaðavatn, Langavatn á Mýrum, Hítarvatn, Ljárskógarvötn, Hraunsfjarðarvatn, Baulárvallavatn, Haukadalsvatn, Syðridalsvatn, Vatns- dalsvatn í Vatnsfirði, Hópið, Höfðavatn, Hraunhafnar-, Æðar-, og Arn- arvötn á Melrakkasléttu, Vestmannsvatn, Botnsvatn, Ljósavatn, Sléttuhlíð- arvatn, Kringluvatn, Urriðavatn, Langavatn, Haugatjarnir, Þveit, Víkurflóð og Höfðabrekkutjarnir. Fjölskylduveiði um næstu helgi Ljósmynd/Arthur Galvez Nýgenginn Gunnar Örlygsson hampar fallegum laxi sem hann tók í Austurkvísl á Munaðarnessvæðinu í Norðurá. Gunnar og veiðifélagi hans, Arthur Galvez, lentu í ævintýri þegar þeir hittu á laxagöngu á þriðjudaginn.  LOTTA María Ellingsen útskrif- aðist með dokt- orspróf í raf- magns- og tölvuverkfræði frá Johns Hopk- ins háskólanum í Baltimore. Dokt- orsritgerð sína, ,,Hybrid Deformable Image Reg- istration – with Application to Brains, Pelvises, and Statistical Atlas- es“,vann hún undir handleiðslu Dr. Jerry L. Prince. Ólínuleg mynd- mátun (e. deformable image reg- istration) er aðferð til að finna sam- svörun milli tveggja mynda þannig að hægt sé að varpa annarri myndinni yfir í hina. Þannig má skrá breyti- leika milli mynda, t.d. líffærabreyti- leika, sem hefur átt sér stað sökum öldrunar, sjúkdóma eða sjúkdóms- meðferðar. Í rannsóknum sínum þró- aði Lotta María nýja aðferð til ólínu- legrar myndmátunar, sem nota má m.a. á segulómmyndir af heila og tölvusneiðmyndir af mjaðmagrind. Lotta María lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild MR vorið 1998. Hún lauk B.Sc. prófi í rafmagns- og tölvu- verkfræði frá HÍ vorið 2001 og MSE prófi í rafmagns-og tölvuverkfræði frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore vorið 2004. Hún hlaut Ful- bright styrk, Thor Thors styrk, ásamt styrk úr Minningarsjóði Helgu og Sigurliða til að stunda nám sitt. Foreldrar Lottu Maríu eru Anna Birna Jóhannesdóttir og Stein- grímur Ellingsen. Hún er búsett í Baltimore ásamt eigimanni sínum dr. Hans Tómasi Björnssyni lækni og syni þeirra Ólafi Birni. Doktor í rafmagns- og tölvuverkfræði ÞRÍR aðalstyrkir voru veittir úr Menningar- og minningarsjóði kvenna á kvennafrídeginum 19. júní sl. Sjóðurinn var stofnaður árið 1941 með dánargjöf Bríetar Bjarn- héðinsdóttur og er hann hennar hugarfóstur og óskabarn. Hann er í vörslu Kvenréttindafélags Íslands. Fram til ársins 1975 veitti sjóð- urinn marga styrki en upp úr því fór heldur að halla undan fæti. Nú á nýrri öld hefur sjóðurinn gengið í endurnýjun lífdaga vegna rausn- arlegrar gjafar frá fyrrum styrk- þega sjóðsins, Vigdísi R. Hansen og hefur verið úthlutað árlega úr sjóðnum frá árinu 2007. Aðalstyrkina að upphæð 350 þús- und krónur hlutu Caroline P. Simm, Akureyri, Kristín Mary Williamsdóttir, Reykjavík og Sól- veig Harpa Helgadóttir, Njarðvík. Auk þeirra voru veittir fjórir auka- styrkir til kvenna sem stunda nám í Kvennasmiðju Námsflokka Reykja- víkur. Styrkir úr sjóði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur db k ð l l ð k f l 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? Stangaveiðifélag Reykjavíkur www.svfr.is – Sími 568 6050 Úrval veiðileyfa… laxveiði silungsveiði …fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.