Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 19
mér líður svo vel þegar ég hreyfi mig,“ segir Sveinbjörn. Farin að fá harðsperrur aftur Að sögn Sveinbjörns fara æfingarnar fyrir heimsleikana þannig fram að þau mæta þrisvar í viku í Boot- camp og þrisvar á CrossFit æfingu þar sem farið er í gegnum tæknina í ákveðnum æfingum. Svo reyna þau að hlaupa inn á milli. „Þetta eru öðruvísi æfingar en mað- ur er vanur að taka þannig að maður er allt í einu farinn að fá harðsperrur aftur,“ seg- ir Annie. Þegar keppninni lýk- ur í Kaliforníu verður ekki slegið slöku við því þau stefna á að taka þátt í Laugavegs- maraþoninu sem verður helgina eftir að þau koma heim. Svo munu þau að öllum lík- Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is H eimsleikarnir verða haldnir í þriðja sinn 10.-12. júlí nk. Keppendur þurfa að vinna sér inn þátttökurétt en alls komast að 75 karlar og 75 konur. Tíu pláss voru tekin frá fyrir Evrópu, fimm fyrir hvort kynið, og var sótt um tvö pláss fyrir hönd Íslands. Í maí fóru fram Íslensku CrossFit leikarnir þar sem Annie Mist og Sveinbjörn fóru með sigur af hólmi og hlutu þar með þátttökurétt á heimsleikunum, fyrst Íslendinga. Þurfa að geta tekist á við hvað sem er Annie og Sveinbjörn æfa nú daglega, jafn- vel tvisvar á dag, fyrir keppnina. „Við fáum ekki að vita keppnisgreinarnar fyrr en á mið- vikudeginum fyrir keppnina. Þjálfunin núna er því mjög alhliða, því við búumst við öllu,“ segir Annie. Sveinbjörn bætir við að það sé eitt einkenna CrossFit. „Maður þarf að búa sig undir hið óþekkta. Maður á að geta tekist á við hvað sem er.“ Annie og Svein- björn hafa bæði langan og fjöl- breyttan feril að baki í íþróttum. Annie var í fimleikum í 10 ár en skipti svo yfir í dans. Þrátt fyrir að æfa dans átta sinn- um í viku fannst henni hún ekki fá næga út- rás og því byrjaði hún fyrir þremur árum að mæta í Bootcamp þrisvar í viku og gerir enn. Fyrir tveimur árum sagði hún skilið við dansinn og æfir nú stangarstökk hjá ÍR und- ir stjórn Þóreyjar Eddu Elísdóttur og getur státað af einum Íslandsmeistaratitli í grein- inni. Sveinbjörn æfði skíði í fimmtán ár og vann Íslandsmeistaratitil áður en hann lagði skíðin á hilluna og prufaði Tae Kwon Do þar sem hann vann Íslandsmeistaratitil í lægri belt- um. Þar staldraði hann aðeins stutt við því eftir að hann prufaði Bootcamp varð ekki aftur snúið. Sveinbjörn og Annie hafa bæði náð góðum árangri í Þrekmeistaranum, unnið Lífsstílsmeistarann og Íslensku CrossFit- leikana, svo fátt eitt sé nefnt. Svein- björn hafnaði að auki í 12. sæti Laugavegs- maraþonsins í fyrra, á 19. besta tíma sem Íslend- ingur hefur náð, þrátt fyrir að hafa aldrei hlaup- ið lengra en 20 km áður en hann tók þátt. „Ef ég myndi ekki hreyfa mig myndi ég missa vitið því Búa sig undir hið óþekkta CrossFit hefur náð talsverðum vinsældum hér á landi undan- farna mánuði. Í júlí fara fram heimsleikarnir í CrossFit í Kali- forníu þar sem Annie Mist Þórisdóttir og Sveinbjörn Sveinbjörns- son taka þátt, fyrst Íslendinga. „Við fáum ekki að vita keppnisgrein- arnar fyrr en á miðvikudeginum fyrir keppnina. Þjálfunin núna er því mjög alhliða, því við búumst við öllu.“ Hraust Annie Mist Þóris- dóttir og Sveinbjörn Svein- björnsson eiga að baki langan feril í íþróttum. indum taka þátt í Ironman-keppninni í ágúst. Aðspurð segjast þau bæði fá mikinn stuðn- ing frá vinum, ættingjum og vinnufélögum sem séu áhugasamir um æfingarnar og keppnina. Dugnaður þeirra og árangur hvetji þá jafnvel til dáða. „Ég hef dregið marga vini og vinnufélaga í Bootcamp og svo er maður alltaf að hjálpa fólki með mat- aræðið. Það er mikið spurt hvað maður eigi að borða og hversu mikið og ég reyni eins og ég get að hjálpa,“ segir Sveinbjörn. Annie hefur svipaða sögu að segja. „Ég kem flestum vinum mínum til að hreyfa sig og flestir sem ég hef fengið til að prufa Bootcamp hafa svo byrjað í því.“ M or gu nb la ði ð/ E gg er t Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 CrossFit er krefjandi líkamsrækt fyr- ir jafnt afreksíþróttafólk sem kyrr- setumenn. Grunnatriði CrossFit eru tíu talsins: Súrefnisvinnslugeta lík- amans, þrek, styrkur, liðleiki, afl, hraði, samhæfing, nákvæmni, snerpa og jafnvægi. CrossFit vinnur með náttúrulegar hreyfingar lík- amans. Æfingarnar miðast við að vinna með sem flesta vöðvahópa í einu og þjálfa þannig fólk til að beita líkamanum á sem réttastan og öfl- ugastan hátt, sem bæði fyrirbyggir meiðsli og stuðlar að hámarks- afköstum. CrossFit nýtir sér það besta úr heimi lyftinga, líkams- æfinga og þolíþrótta. Æfingunum má skipta gróflega í þrjá flokka: Lyftingar með hand- lóðum, stöngum, þungum boltum, ketilbjöllum o.fl. Æfingar með eigin líkama svo sem kviðæfingar, arm- beygjur, upphífur, hnébeygjur o.fl. Þolæfingar svo sem hlaup, róður, sipp, hopp, sund og fleira. Hver CrossFit æfing tekur oftast á bilinu 50-60 mínútur. Fyrst er hitað vel upp með sippi og líkams- æfingum, síðan farið yfir tækniatriði tengd púli dagsins. Svo er púlað í 15- 30 mínútur og afgangur tímans not- aður í teygjuæfingar og slökun. Hver æfing er ólík annarri og engin regla á hlutunum. Lykilatriði í hugmynda- fræðinni er að líkaminn bregst hrað- ar og sterkar við ef þjálfun hans fær aldrei að komast í rútínu. Þess vegna veit maður aldrei hverju von er á þegar mætt er á CrossFit-æfingu. Hvað er CrossFit? Rannsóknaþing 2009 H v a ð e r f r a m u n d a n ? H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Dagskrá 9:00 Setning þingsins Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra 9:20 Iðnaðarráðuneytið Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra 9:40 Guðrún Nordal formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs 10:00 Þorsteinn Ingi Sigfússon formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs 10:20 Kaffihlé 10:30 Tónlist Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari 10:40 Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands gerir grein fyrir starfi dómnefndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhendir hvatningarverðlaunin 10:55 Léttar veitingar Rannsóknaþingið er öllum opið. Þinggestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti til rannis@rannis.is eða í síma 515 5800 IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ FORSÆTIS RÁÐUNEYTIÐ MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Miðvikudaginn 1. júlí kl. 9:00-11:30 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Gullteigi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.