Morgunblaðið - 25.06.2009, Page 21
Er Ísland „rusl“ í augum
Breta og Hollendinga?
Á MBL.IS 19. júní er eftirfar-
andi haft eftir Paul Rawkins, hjá
lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch:
„Ástæða þess að fyrirtækið [Fitch]
hefur ekki afskrifað lánshæfi Ís-
lands er að landið hefur enn ekki
vanrækt erlendar skuldbindingar
sínar (e. default).“ Fitch metur
lánshæfi ríkissjóðs BBB – með nei-
kvæðum horfum. Á fjármálamörk-
uðum eru einkunnir matsfyr-
irtækja á skuldabréfum greindar í
tvo meginflokka: fjárfestingarflokk
og spákaupmennskuflokk. Einkunnin BBB –
með neikvæðum horfum er síðasta stigið í fjár-
festingarflokki, næsta stig er BB og flokkast
sem spákaupmennska „junk bonds“ eða rusl.
Fullyrt hefur verið að í ýmsum lánasamningum
sem íslenska ríkið eða fyrirtæki hér á landi eru
aðilar að, séu skilyrði um að lánshæfismatið
megi ekki fara niður í „junk“ því þá verði lánin
tafarlaust gjaldfelld. Enginn virðist treysta sér
til að segja nákvæmlega til um, hverjar skuldir
ríkissjóðs Íslands eru. Talan 1.500 milljarðar
hefur verið nefnd, en sú upphæð er um 102%
af vergri landsframleiðslu. Þessi upphæð fær
varla staðist þar sem upplýst hefur verið að
Icesave-skuldbindingarnar ásamt vöxtum slag-
ar í 1.000 milljarða. Algjör óvissa ríkir um
hvað fæst upp í þær, því komið hefur í ljós að
íslenska ríkið á ekki forgangskröfu, fremur en
aðrir lánardrottnar, í eignir Landsbankans er-
lendis. Þegar stjórnvöld í Argentínu lýstu því
yfir að þau myndu afskrifa allar erlendar
skuldir árið 2001 voru þær um 54% af vergri
landsframleiðslu landsins. Haft er eftir Jóni
Daníelssyni hagfræðingi í fréttum 7. júní, að ef
íslenska ríkið lýsti því yfir á alþjóðavettvangi
að það hygðist ekki standa við erlendar skuld-
bindingar þá myndu erlendir aðilar strax gera
kröfu til þess, að allar eignir íslenska ríkisins
erlendis yrðu teknar upp í skuldirnar. Ætti
þetta við flugfélög, skipafélög, banka og aðra
starfsemi. Riftunarheimildir Icesave-samning-
anna í 11 liðum eru mjög íþyngj-
andi fyrir íslenska ríkið. Tafarlaus
gjaldfelling samningsins verður ef
Alþingi breytir lögum, s.s. með
því að setja ákvæði um að binda
eignarrétt auðlinda Íslands í
stjórnarskrá.
Sama á við ef ríkið vanefnir
lánagreiðslur til annarra lán-
ardrottna að upphæð £ 10.000.000
eða jafngildi þeirrar upphæðar í
öðrum gjaldmiðlum.
Ríkisábyrgð í erlendri mynt er í
raun veðsetning gjaldeyrisvara-
forðans. Hvað er þá eftir þegar
hann er uppurinn? Jú, Ísland sjálft og auðlind-
ir þess. Staðsetning Íslands á landakorti
heimsins er okkar stærsta auðlind, fólkið, fiski-
miðin, fallvötnin, þekkingin, landbúnaðurinn,
kalda vatnið, heita vatnið, hreinleiki, los-
unarheimildirnar, hugsanleg olía á Drekasvæð-
inu, endalaust er hægt að telja upp.
Ríkisstjórnin er að setja þessar dýrmætu
auðlindir að veði fyrir skuldir fjárglæframanna
sem íslensk þjóð ber enga ábyrgð á. Annar
hluti Icesave-samninganna er ákvæðið um frið-
helgisréttindi Íslands í lögsögu annarra ríkja.
Friðhelgisréttinum er rutt burt sem þýðir á
mannamáli að standi íslenska ríkið ekki við
samninginn þá yfirtaka Bretar og Hollendingar
allar eigur íslenska ríkisins erlendis. Með
þessu er átt við að hægt sé að kyrrsetja flug-
vélar og skip í eigu íslenska ríkisins hvar sem
er í heiminum, hægt er að yfirtaka banka og
allar eigur þeirra sem íslenska ríkið á hvar
sem er í heiminum og tel ég að undir þetta
ákvæði falli einnig allar eigur íslenskra auð-
manna erlendis, þ.e.a.s. hafi íslenska ríkið get-
að sannað eignarrétt sinn á þeim með yfirtöku
bankanna. Við eigum hvergi griðland, rík-
isstjórn Íslands, Bretar og Hollendingar hafa
tekið allsherjarveð í eigum Íslendinga í lofti,
legi og á láði.
Þá er komið að orðum Jóns Daníelssonar á
ný er hann telur að erlendir lánardrottnar
kyrrsetji allar okkar eigur erlendis, neitum við
að borga erlendar skuldir. Þetta ákvæði er í
Icesave-samningunum því erlendir lán-
ardrottnar vita að við stöndum ekki undir
þessum skuldbindingum og lántökum í fram-
haldinu. Erlendir lánardrottnar hafa í dag ekki
allsherjarveð í eigum okkar og þurfa því að af-
skrifa allar okkar skuldir neitum við að borga
enda tóku þeir áhættuna af því að lána íslensk-
um fjárglæframönnum út í hið óendanlega.
Samþykki Alþingi að íslenska þjóðin taki
ábyrgð á Icesave-samningunum þá hefur það
opnað á stórfellda eignaupptöku íslenska rík-
isins og þjóðarinnar, innan lands sem utan.
Þetta vita Hollendingar og Bretar, þetta veit
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, þetta veit hið auð-
lindasnauða Evrópusamband, þetta vita Íslend-
ingar, þetta veit ríkisstjórn Íslands.
En leikritið skal keyrt áfram, með blekking-
arleik og lygavef í þágu auðhringja heimsins
undir forystu Samfylkingarinnar. Við erum
„rusl“ sem þýðir að lánshæfisfyrirtæki eru
einu þrepi frá að afskrifa Ísland. Eina sem
þarf er að viðurkenna opinberlega að við get-
um ekki staðið undir erlendum skuldbind-
ingum.
Verðum við ekki að meta blákalt þessar
staðreyndir og skoða í fullri alvöru, hvort við
viðurkennum, að svo fámenn þjóð sé ekki fær
um að taka á sig þessar stjarnfræðilegu skuld-
ir?
Ég skora á þingmenn að hafna Icesave-
samningunum í atkvæðagreiðslu á Alþingi, að
öðrum kosti nær auðvaldskrumlan að hafa okk-
ur undir.
Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Ríkisábyrgð í erlendri mynt
er í raun veðsetning gjald-
eyrisvaraforðans. Hvað er þá eft-
ir þegar hann er uppurinn? Jú,
Ísland sjálft og auðlindir þess.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsókn-
arflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009
Skál! Þeir sem tóku þátt í Jónsmessugöngunni á Seltjarnarnesi í gærkvöldi, hresstu sig með hákarli og brennivíni þar sem áð var við hákarlaskúrinn.
Ómar
Jónas Egilsson | 24. júní
Ný ógn fyrir hvali!
Hvalir, undan ströndum
Argentínu, hafa eignast
nýjan skæðan óvin -
máva sem eru farnir í
auknum mæli að gæða
sér á hval. Virðast máv-
arnir þar fylgja fordæmi
kollega sinna sér og eru komnir í sam-
keppni við mennina um át á hvölum.
Árásir máva á hvali hafa þekkst í
mörg ár, en talið er að árásir þeirra hafi
aukist úr um 1% tilfella árið 1974 í um
74% nú. Mávar setjast á hvalina þegar
þeir koma upp til öndunar, plokka sæ-
gróður utan af þeim og komast síðan í
bert hold hvalanna þar undir. Eftir
verða nokkurra sentimetra löng og
nokkuð djúp sár sem sýking kemst í og
eru dæmi um nokkur þúsund sár á ein-
stökum hval. Þessi næringaraðferð
mávanna er hvölunum til mikillar skap-
raunar og verja þeir nokkrum tíma til
að losna við mávana með því að kafa
og nærast því ekki á meðan. Bitnar
þetta sérstaklega á kúm með kálfa sem
einbeita sér að því að verja kálfana sína
í stað þess að næra þá.
Meira: jonasegils.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 23. júní
Jónsmessunótt
Nú fer Jónsmessunóttin í
hönd - sú dulmagnaða
nótt sem þjóðtrúin telur
öðrum nóttum máttugri í
mörgum skilningi. Þá nótt
glitra óskasteinar í tjörn-
um, jarðargróður er þrunginn vaxt-
armagni og lækningarmætti, döggin
hreinsunarmætti. Því velta menn sér
naktir í Jónsmessudögg enn þann dag í
dag. Grasa- og galdrakonur fara á kreik
og tína jurtir sínar sem aldrei eru mátt-
ugri en þessa nótt. Álfar sjást á ferli og
kynjaverur sveima á heiðum og í holtum.
Meira: olinathorv.blog.is
Sigurjón Sveinsson | 24. júní
Svona er að eiga góða
vini: Klíkuskapur
… Kemst svo Samfylk-
ingin ekki í stjórn og
byrjar strax að raða inn
„vinum og vandamönn-
um“ í feitar stöður. ISG
raðar vinkonum sínum í
Flugstöðina og svo í
sendiherrastöður. VG gelta áfram enda
í andstöðu. Kemst svo VG ekki til valda
í kringumstæðum sem þau eflaust
hefðu viljað komast hjá. En hvað um
það, breytir ekki því að um leið byrjar
innvinklun „vina og vandamanna“ og
„pólitískt hliðhollra“ í feitar stöður. Eru
Svavar Gests og Indriði skattmann
bestu kandídatar til að semja um Ice-
save meðan reynsluboltar í alþjóða-
samningum á borð við Aðalsteinn Leifs-
son sitja heima og gera ekkert? Ætlar
einhver að segja mér það? VG núna
raðar inn hliðhollum í stöður, nefndir,
embætti og þar fram eftir götunum.
Nákvæmlega það sama og þau bölvuðu
í sand og ösku þar til fyrir tæplega
einu ári.
Ragnar Reykás anyone?
Meira: sigurjons.blog.is
BLOG.IS
Ragna Jóhanna
Magnúsdóttir | 24. júní
Að gefnu tilefni...
… vill Vertinn í Víkinni
geta þess að Einarshús
er veitingastaður sem
býður upp á heimabak-
að bakkelsi í stórum stíl
sem bakað er af einni
bestu húsfreyju stað-
arins sem jafnframt er vinnukona í
Einarshúsi og ættuð úr Þjóðólfstungu.
Einnig eru í boði dýrindisréttir á mat-
seðli sem unnir eru að miklu leyti úr
hráefni sem verkað er í heimabyggð
og bragðast guðdómlega. Allskyns
kaffi og súkkulaði býðst á kosta-
kjörum og hægt er að bragða á
heimabökuðu konfekti með. Staðurinn
er afar kósý og aðlaðandi og tilvalinn
stoppistaður fyrir gesti og gangandi
og upplagt að koma einn og sér og í
hópum til að njóta …
Meira: vertinn.blog.is