Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 22

Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 OPIÐ bréf til menntamálaráðherra: Sæl Katrín. Eitt af því sem er yndislegt við vorin er þegar 10. bekkingar streyma út í sumarið með vonir um æv- intýralegt sumar og að sjálfsögðu með spennu sem býr í brjósti við að hefja nám í nýjum skóla að hausti. Eitt af því sem þetta unga fólk býst við þegar valið er í hina framandi framhaldsskóla er að það verði valið í þá af sanngirni. Nem- endur sem staðið hafa sig með prýði telja víst að þeir komist í þann skóla sem þeir völdu en ef svo illa fer að þeir missi af plássinu velja þeir þrjá skóla til vara. Þann- ig hefur kerfið virkað síðustu árin og flestir hafa fengið viðunandi til- kynningu þegar líður á júnímánuð. Í ár er þessu ekki þannig farið. Vegna metfjölda umsókna og nið- urfellingar samræmdra prófa eru þó nokkrir sem finnst vera á sér brotið og það með réttu. Ég hef verið umsjónarkennari undanfarin þrjú ár í Hagaskóla. Síðastliðin tvö ár hefur verið hjá mér fyrirmyndarnemandi. Hann er kurteis í hvívetna, tillitsamur og ábyrgur. Hann nýtur mikils traust meðal bekkjarfélaga sem leita til hans þegar á reynir. Hann er af- burða íþróttamaður sem æfir tvær greinar og er fyrirliði í sínu liði. Hann útskrifaðist í vor með skóla- einkunnina 8,6 og með mæting- areinkunn upp á 9,5. Hans fyrsta val var Mennta- skólinn í Reykjavík. Til að komast þangað inn hefði hann þurft að hafa 8,7 í einkunn. Næsta val var Kvennaskólinn. Enginn sem hafði sett Kvennaskólann í annað sæti komst þangað inn. Það sama var uppi á teningnum með Verzl- unarskólann og Menntaskólann við Hamrahlíð sem hann setti í þriðja og fjórða sæti. Það var því ein- göngu MR sem skoðaði einkunnina hans því að allir hinir skólarnir voru orðnir fullskipaðir og því skipti þessi fína einkunn ekki máli. Hans góða frammistaða og mikla vinnuframlag var unnið fyrir gýg og hann búinn að missa af öllum félögunum. Það var ekki einkunnin sem skipti máli heldur hvernig hann valdi skólana. Málinu lyktaði með því að honum var boðin skóla- vist í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla eða nýjum framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem eru fjarri hans heimahögum, auk þess sem námið sem þeir bjóða upp á hent- ar ekki hans framtíð- arsýn. Þessi stutta dæmi- saga sýnir að engin sanngirni er í núver- andi valkerfi fram- haldsskólanna. Ég finn virkilega til með þessum unga manni sem er að fóta sig á eigin forsendum eftir tíu ára dvöl í grunn- skóla þar sem hann hefur ætíð lagt sig fram til að eiga valið þegar kæmi að vali fram- haldsskóla. Hann þurfti ekki að bíða lengi þar til hann fékk tusk- una í andlitið. Vinna hans, dugn- aðurinn og samviskusemin eru virt að vettugi. Öllu rústað vegna gall- aðs valkerfis. Ég vona innilega að í stjórnartíð þinni verði þessu ónothæfa valkerfi breytt til hins betra. Þetta eru ekki þau skilaboð sem við viljum senda börnunum okkar. Óréttlæti við val í framhaldsskóla Eftir Harald Berg- mann Ingvarsson »Hann þurfti ekki að bíða lengi þar til hann fékk tuskuna í andlitið. ... Öllu rústað vegna gallaðs valkerfis. Haraldur Bergmann Höfundur er kennari. SÆLL gamli sessu- nautur og þakka þér kærlega fyrir góða lesningu í Morg- unblaðinu í morgun um fullveldi Íslands. Það er mér framan af grein þessari mikið ánægjuefni að sjá að í þessum efnum hefur ráðherratign lítið náð að rugla afstöðu þína og hressandi að lesa svo afdrátt- arlaus skrif um Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn frá sitjandi ráðherra. Þú getur nú sem fyrr treyst því að í þessu efni gengur ekki hnífurinn milli okkar. En þegar kemur að umsókn- arbeiðni í ESB snúast hlutirnir illa í höndum þér og fyrir mér er holur hljómur í þeirri röksemd að þú verðir að samþykkja umsóknarbeiðnina lýð- ræðisins vegna. Orðrétt segir í grein þinni: „Ég skal játa að sjálf- ur þarf ég að taka mér tak til að samþykkja umsóknarbeiðni að Evrópusambandinu. Það ætla ég hins vegar að gera lýðræðisins vegna. Ég vil að þjóðin sjálf taki ákvörðun milliliðalaust og til þess að geta tekið ákvörðun telur drjúgur hluti hennar sig þurfa að fá í hendur samningsdrög. Við þeim óskum tel ég að eigi að verða.“ (Let- urbreyting BH). Í könnun sem Capacent Gallup birti nú í júnímánuði kemur fram að 76,3% telja það skipta miklu máli að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Ísland leggur fram umsókn um aðild. Aðeins tæp 18% telja þetta skipta litlu máli en um 5% taka ekki afstöðu. Þessi niðurstaða er í samræmi við ítrekaðar kannanir sem birst hafa í Fréttablaðinu og allar segja að mik- ill meirihluti þjóðarinnar er andvíg- ur því að leggja fram „umsókn- arbeiðni“ eins og þú kallar þennan hluta í innlimunarferlinu réttilega. Það hafa að vísu á sama tíma birst kannanir sem sýna að mikill meiri- hluti þjóðarinnar vill að Ísland ræði við ESB án skilyrða enda getur eng- inn sett sig á móti slíkum könn- unarviðræðum. En lýðræðisins vegna hvet ég þig til að endurskoða afstöðu þína til þess að styðja aðgerð sem gengur þvert á vilja meira en ¾ hluta allra kjósenda og á sér aðeins formæl- endur hjá fimmtungi. Þó svo að 18% séu vissulega drjúgur hluti Íslend- inga þá er það alvarleg afbökun lýð- ræðisins að leyfa þeim hluta að kúga meirihluta landsmanna og víst að ráðherrar VG ganga hér ekki í um- boði sinna eigin kjósenda. Opið bréf til Ögmundar Eftir Bjarni Harðarson Bjarni Harðarsson »En lýðræðisins vegna hvet ég þig til að endurskoða afstöðu þína til þess að styðja aðgerð sem gengur þvert á vilja meira en ¾ hluta allra kjósenda … Höfundur er bóksali og kaus VG í síðustu kosningum. MORGUNBLAÐIÐ gerir vel í því að vekja athygli á þeirri óánægju sem hefur skapast vegna þess hvernig staðið var að lokaprófum 10. bekkj- ar grunnskóla í vor og inntökuskilyrða í framhaldsskóla. Fyrirkomulag þessara mála var eitt alls- herjar hneyksli í vor og ótrúlegt að menntamálaráðuneytið skuli ekki hafa séð sér fært að búa til heiðarlegar leikreglur. Engin samræmd próf voru í 10. bekk í vor og urðu framhalds- skólar því að notast við svokall- aðar skólaeinkunnir til að velja nemendur. Snemma fór að kvisast út að einstaka grunnskólar myndu hugsanlega gefa sín- um nemendum afar hár einkunnir, enda er vart til betri auglýs- ing fyrir skólana en gæðanemendur sem bera hróður þeirra áfram. Það kom á daginn að einkunnir í 10. bekk voru mun hærri en áður höfðu sést og mun hærri en á samræmdum próf- um árin á undan. Þannig hefur Morg- unblaðið sagt frá grunnskólum sem skyndilega sendu frá sér nær eingöngu afburðanemendur í ár og birt viðtöl við forráðamenn þessara skóla sem tala fjálglega um „af- burðaárgang“. Auðvitað getur slíkt gerst, en spurningar hljóta að vakna þegar stór hluti nemenda er kominn með meðaleinkunn sem nálgast 9,0. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, framhaldsskólarnir velja nem- endur eftir einkunnum. Nú bar svo við í ár að vinsælustu skólarnir, Menntaskólinn í Reykjavík, Versl- unarskóli Íslands og Mennta- skólinn við Hamrahlíð urðu að hafna fjölmörgum nemendum vegna plássleysis. Þannig þurfti meðaleinkunnina 8,7 í fjórum grunnfögum til að komast inn á náttúrufræðibraut í MR og Morg- unblaðið segir frá því að nemanda með meðaleikunn 8,25 hafi verið hafnað í Verslunarskólanum. Til glöggvunar má geta þess að yf- irleitt hefur meðaleikunn 7,4-8,0 dugað inn í þessa skóla. Fyrirkomulag umsókna í fram- haldsskóla er kapítuli út af fyrir sig og þar eru hagsmunir skól- anna hafðir í öndvegi, ekki nem- endanna sem sækja um. Í flestum eðlilegum skólakerfum hins vest- ræna heims geta nemendur sótt um þá skóla sem þeir hafa áhuga á og hver skóli metur síðan umsókn- ina og samþykkir hana eða hafnar henni. Auðvitað getum við ekki haft hlutina svona einfalda og lýð- ræðislega. Á Íslandi er grunn- skólanemendum gert að raða upp þeim skólum sem þeir hafa áhuga á í fjögur sæti. Skólinn sem settur er í efsta sætið fær umsóknina fyrst og ef hann hafnar henni er hún send á næsta skóla og svo koll af kolli. Þetta kerfi er meingallað og hreint ótrúlegt að það skuli notað. Stór hluti nemenda er ein- faldlega settur í rússneska rúll- ettu. Hér er hægt að setja upp einfalt dæmi. Nemandi setur MR sem fyrsta val, Versló í annað sætið og MH í þriðja sætið. Hann fær 8,4 í meðaleinkunn og er hafnað af MR sem sendir um- sóknina áfram til Versló. Sá skóli fékk svo margar umsóknir að hann hefur nánast ekkert pláss fyrir þá sem settu hann sem ann- að val, þrátt fyrir góðar einkunn- ir. Umsóknin fer því áfram til MH sem segir það sama – nánast ekkert pláss nema fyrir þá sem settu skólann í fyrsta val. Um- ræddur nemandi fellur því niður listann og endar jafnvel inni á borði í menntamálaráðuneytinu sem þarf að finna pláss fyrir hann – og það þrátt fyrir að hér sé um að ræða mjög góðan nemanda. Margir, sem ekki kynntu sér hið óréttláta og í raun fáránlega inn- tökukerfi sem hér hefur verið sett upp, eru í þessum sporum í dag. Er nema von að margir nem- endur og foreldrar þeirra séu ævareiðir? Skólakerfi á villigötum Eftir Karl Garðarsson » Þetta kerfi er meingallað og hreint ótrúlegt að það skuli notað. Stór hluti nemenda er einfaldlega settur í rússneska rúllettu. Karl Garðarsson Höfundur er faðir nemanda sem var að útskrifast úr 10. bekk grunnskóla SJÁLFBÆR þró- un er skilgreining sem er ríflega 20 ára gömul. Hugtakið er fyrst notað í Brundt- land-skýrslunni „Okkar sameiginlega framtíð“ frá árinu 1987 og er skilgreint enn frekar í tengslum við stað- ardagskrá 21 á lofts- lagsráðstefnunni í Ríó árið 1992. En hvað þýðir orðið sjálfbærni eða sjálfbær þróun? Hvað er að vera sjálfbær? Við tengjum þetta oft við ræktun og landbúnað. En hvernig hefur þetta áhrif á hönn- un og skipulagsgerð? Hjólreiðar og almenningssamgöngur eru dæmi um sjálfbæra þróun, breytt hugarfar og leið til að hagræða og spara. Sjálfbær þróun hefur haft áhrif á hönnun landslagsarkitekta síðan í olíukreppunni árið 1973 á alþjóðlega vísu, en þá gjörbreyttu Þjóðverjar náttúruverndar- löggjöfinni sinni, landslags- skipulag var innleitt og í dag er Þýskaland leiðandi í útfærslum á landslagsskipulagi, endurheimt og þróun náttúrulegra svæða og út- jöfnunaraðgerðum. Evrópski landslagssáttmálinn er dæmi um áætlun sem tekur á verndun, við- haldi og þróun á náttúru og sjálf- bæru landslagi. Hvað er sjálfbær hönnun? Sjálfbær hönnun er að nýta náttúrulegt efni, nýta það efni sem er til staðar. Að skapa eitthvað sem hefur skírskotun í náttúruna og það sem við tengjum við upp- lifun og uppbyggilegt umhverfi. Það er sjálfbær hönnun að nota trjágróður og aðrar plöntur til að styrkja vistkerfið, nota náttúrulegt efni sem er hægt að nota aftur, stuðla að bættu nærumhverfi fólks og skapa læknandi um- hverfi fyrir sál og líkama. Við eig- um að vinna miklu meira með ís- lenska arfleifð í hönnun, eins og grasþök, torfhleðslur, hraungrýti og annað efni sem er náttúrulegt og er til staðar á Íslandi. Við eig- um að skila umhverfi okkar í betra ástandi en við tókum við því. Í því felast tækifæri. Hvert stefnir? Hver hefur ekki tekið ákvörðun nýlega um að rækta matjurtir, taka fram hjólið eða ganga í vinn- una? Einnig hefur verið mikið rætt um íslenskan landbúnað, matvælaöryggi og íslenskar af- urðir. Allt þetta er hugsun sem fellur undir sjálfbæra þróun. Allir eiga að stefna að sjálfbæru sam- félagi, stefna að því að vera sjálf- um sér nógir, að vera sjálfbærir. Án efa mun alþjóðleg þróun í hönnun taka mið af sjálfbærri þróun í framtíðinni. Nýtt hugtak í byggingariðnaði á eftir að verða mun algengara en í dag, en það er byggingalíffræði. Þekking á því hvernig við getum byggt hús, mótað landslagið og umhverfi okkar með efnum sem er auðvelt að nálgast og einfalt að end- urnýta og endurvinna án þess að nota til þess mikla orku. Er íslenski torfbærinn kannski það sem koma skal eða erum við með nýjar lausnir til sjálfbærara samfélags? Við fáum vonandi svör við því á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður 26. júní næst- komandi undir yfirskriftinni Sjálfbærni og hönnun (e. Sustai- nability and Design). Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við lands- lagsarkitektatímaritið Topos í Þýskalandi, Norræna húsið og Félag íslenskra landslags- arkitekta, FÍLA. Einnig verða af- hent alþjóðleg verðlaun í lands- lagsarkitektúr við sama tækifæri. Verðlaunahafar síðustu ára verða viðstaddir og halda erindi á ráð- stefnunni. Þar munu koma fram straumar og stefnur í sjálfbærri hönnun í landslagsarkitektúr þar sem erlendir og íslenskir lands- lagsarkitektar og hönnuðir leiða saman hesta sína. Sjálfbær þróun og hönnun Eftir Hermann Georg Gunn- laugsson Hermann Georg Gunnlaugsson » Við eigum að vinna miklu meira með íslenska arfleifð í hönn- un, eins og grasþök, torfhleðslur, hraungrýti og annað efni sem er náttúrulegt Höfundur er landslagsarkitekt FÍLA og í Félagi íslenskra landslagsarkitekta / www.fila.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.