Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009
✝ Guðný KristínÁrnadóttir fædd-
ist í Neskaupstað 17.
mars 1929. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans að
morgni 17. júní sl.
Foreldrar hennar
voru Árni Daní-
elsson verkamaður,
f. 23. mars 1901, d.
3. júlí 1978 og Gyða
Guðmundína Stein-
dórsdóttir húsmóðir,
f. 26. febrúar 1901,
d. 20. mars 1960.
Guðný ólst upp hjá foreldrum
sínum í Neskaupstað en fluttist
til Reykjavíkur 1949. Systkini
Guðnýjar eru: Ármann Dan, f.
1927, Ólöf, f. 1930, d. 1997,
Steindór, f. 1931, Helgi Jens, f.
1932, Stefanía María, f. 1935,
Hjörtur, f. 1936, Alfreð, f. 1938
og Ari Daníel, f. 1940.
Hinn 2. desember 1961 giftist
Guðný Einari Markússyni, bif-
reiðasmið frá Grænuhlíð við Ný-
býlaveg í Kópavogi, f. 24. mars
1926. Foreldrar hans voru Mark-
ús Sigurðsson, bóndi í Grænu-
Börn: Einar Karl, f. 1997, Unnar
Karl, f. 1998, Emma Sól, f. 2003
og Lísa Guðný, f. 2005 d. 2007.
Á unglingsárunum var Guðný
í sumarvinnu á Barðsnesi við
Norðfjörð hjá Sigríði Þórð-
ardóttur og Sveini Árnasyni.
Eftir barnaskólanám hóf hún
störf hjá PAN – Pöntunarfélagi
alþýðu Neskaupstað og síðar hjá
Landssíma Íslands í Neskaup-
stað þar sem hún starfaði við af-
greiðslu langlínusamtala. Eftir
að Guðný fluttist til Reykjavíkur
hóf hún störf á símanum og
starfaði þar, uns eftirlaunaaldri
var náð, að frádregnum stuttum
hléum vegna húsmóðurstarfa og
barnauppeldis.
Guðný hafði mikið yndi af
ferðalögum og útivist. Fjöl-
skyldan ferðaðist mikið um
landið, gjarnan austur á firði til
að rækta samband við skyld-
menni og vini. Hin síðari ár
voru vetrarferðir til heitari
landa fastur liður hjá fjölskyld-
unni.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 26. júní,
og hefst athöfnin kl. 13.
hlíð, f. 27. mars
1895, d. 21. febrúar
1977 og Guðlaug
Einarsdóttir hús-
móðir, f. 26. nóv-
ember 1886, d. 10.
október 1971. Guðný
og Einar bjuggu all-
an sinn búsakp í
Kópavogi. Þau
fluttu í nýbyggt hús
sitt í landi Grænu-
hlíðar árið 1957.
Síðar byggðu þau
sér hús í Bæjartúni
og síðustu árin
bjuggu þau í notalegu sambýli í
Funalind 1. Börn Guðnýjar og
Einars eru: 1) Markús, f. 31.
ágúst 1955. Sambýliskona: Hólm-
fríður Pálsdóttir, f. 1955. Markús
var áður giftur Margréti Ingu
Bjarnadóttur. Barn: Helga Jón-
ína, f. 1987. 2) Árni Dan, f. 2.
mars 1961. Eiginkona, Sigrún
Dan Róbertsdóttir, f. 1960. Börn:
Guðný Kristín, f. 1983, d. 1983,
Andrea Dan, f. 1985 og Ágústa
Dan, f. 1991. 3) Kristín Ein-
arsdóttir, f. 1. október 1970. Eig-
inmaður: Jón Karlsson, f. 1969.
Það er stundum sagt að mömmur
séu öðruvísi en aðrar konur. Og
þannig var það með mömmu okkar.
Það var hún sem hvatti okkar,
kenndi okkur og huggaði þegar við
voru lítil og eftir að við fluttum að
heiman og stofnuðum okkar eigin
fjölskyldur leiðbeindi hún okkur,
veitti okkur ráð og miðlaði af
reynslu sinni. Mamma var alltaf til
staðar, hvenær sem við leituðum til
hennar og þurftum á stuðningi
hennar að halda. Mamma hafði allt-
af tíma fyrir okkur og sína nánustu.
Hún sagði aldrei nei.
Það er ekki auðvelt að lýsa
mömmu í fáum orðum. En þegar við
hugsum til baka koma eftirfarandi
orð fyrst upp í hugann sem voru
lýsandi fyrir hana: Ákveðin, stað-
föst, sanngjörn, jákvæð, bjartsýn,
trú og æðrulaus.
Mamma var límið og kjölfestan í
fjölskyldunni. Hún fylgdist mjög vel
með hvað allir voru að gera. Um leið
og barnabörnin höfðu lokið kapp-
leikjum eða sýningum þá hringdi
mamma til þeirra og spurðist frétta.
Þannig varð heimili pabba og
mömmu einskonar upplýsingamið-
stöð. Þegar við komum í heimsókn
fengum við fréttir af öðrum fjöl-
skyldumeðlimum; hvað þeir voru að
gera og hvernig þeim heilsaðist.
Mamma lifði einföldu lífi. Hún
sóttist ekki eftir veraldlegum auð-
æfum. Hennar auðæfi voru sam-
vistir við pabba, okkur systkinin,
tengdabörnin, barnabörnin og aðra
ættingja og vini.
Mamma hafði skoðanir á flestu og
tók virkan þátt í umræðum líðandi
stundar. Talaði stundum meira en
aðrir og hló innilega og mikið þegar
við átti, enda hláturmild og glaðvær
að eðlisfari. Þó svo að hún væri ekki
sammála heyrðum við hana aldrei
tala illa um aðra eða hallmæla fólki.
Sagði í mesta lagi að það væri ekk-
ert gaman að lífinu ef allir væru
eins.
Mamma vildi allt fyrir alla gera.
Hún var reddari af guðs náð. Hún
bauðst til að baka pönnukökur í af-
mæli fjarskyldra ættingja, fór á út-
sölur í Reykjavík fyrir Stebbu syst-
ur á Eskifirði og bað pabba um að
líta á bilaða bílinn fyrir Dísu vin-
konu. Já, ef mamma gat ekki reddað
hlutunum þá fékk hún bara hann
pabba til að gera það. Og pabbi
sagði aldrei nei við mömmu.
Hjónaband pabba og mömmu var
afar farsælt. Í eðli sínu voru þau
ólík en þau bættu hvort annað full-
komnlega upp. Þau studdu hvort
annað í því sem þau voru að gera
hvort í sínu lagi en nutu þess einnig
að gera hluti saman. T.d. ferðuðust
þau alla tíð mikið saman. Framan af
innanlands þar sem fjölskyldan gisti
í tjaldi um allt land og hin síðari ár
voru vetrarferðir til sólarlanda fast-
ur liður hjá þeim.
Eftir að krabbameinið tók sig aft-
ur upp hjá mömmu fyrir rúmlega 2
árum hefur hún sýnt mikið æðru-
leysi. Hún hefur lítið viljað ræða
sjúkdóminn en þess í stað hefur hún
lagt sig enn frekar fram um að
fylgjast með ættingjum sínum og
vinum. Þegar spurt var um líðan
hennar eyddi hún oftast umræðunni
með því að spyrja spurninga á móti.
Við systkinin viljum fyrir hönd
fjölskyldunnar færa Sigurði Björns-
syni, yfirlækni á Landspítalnum, og
öðru starfsfólki krabbameinsdeildar
spítalans bestu þakkir fyrir frábæra
umönnun. Þið eruð að vinna frábært
starf.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Markús, Árni og Kristín.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(höf. Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti)
Kynni okkar Guðnýjar voru ekki
löng en þeim mun ánægjulegri og
ég er þakklát fyrir að hafa fengið
tækifæri til að verða henni sam-
ferða, þessi rúm 5 ár sem liðin eru
síðan ég kom inn í fjölskyldu henn-
ar. Guðný var einstaklega jákvæð,
umhyggjusöm og glaðvær, hafði
gaman af því að ræða um menn og
málefni og hló þá oft dátt, sínum
smitandi hlátri. Aldrei heyrði ég
hana hallmæla nokkurri manneskju
heldur lagði hún sig eftir því að
finna alltaf það jákvæða í fari sam-
ferðamanna sinna. Einar, börnin
hennar og barnabörn voru henni af-
ar kær og þau studdi hún með ráð-
um og dáð, fylgdist með þeim í leik
og starfi og var alltaf boðin og búin
að aðstoða. Þá gilti einu hvort það
voru pönnukökur, nuddolía eða ann-
að sem hún kom með færandi hendi
eða bara góð ráð sem alltaf komu
sér vel. Þessa umhyggjusemi yfir-
færði hún líka strax á syni mína og
barnabörn, spurði alltaf eftir þeim
og sýndi því áhuga sem þau voru að
fást við. Í baráttu sinni við sjúkdóm-
inn sýndi Guðný mikið æðruleysi og
vildi lítið um veikindi sín tala. Hún
hafði sjálf upplifað sorgina sem
fylgir ástvinamissi, hafði misst tvær
litlar ömmutelpur, báðar nöfnurnar
sínar, sem reyndist henni afar þung-
bært. En nú er hún örugglega á leið
til þeirra beggja og minningin um
góða konu mun lifa áfram í hugum
okkar sem eftir henni horfum og
biðjum guð að varða hennar leið.
Einari, Markúsi, Kristínu, Árna og
fjölskyldum sendi ég mínar bestu
samúðarkveðjur og bið guð að
styrkja þau í söknuði sínum.
Hólmfríður.
„Svona er nú lífið, amma mín,“
sagði litla dóttir mín við ömmu sína
einn fagran sumardag í Noregi.
Umræða um sjúkdóma var tilefni
þess að setningin var sögð. Nú er
Guðný, fyrrverandi tengdamóðir
mín, fallin frá eftir gjöfult og farsælt
líf.
Guðný var ótrúleg kona, mann-
elska og ást á lífinu voru hennar að-
aleinkenni. Fjölskylda hennar, eig-
inmaður, börn og barnabörn voru
heppin að eiga hana að. Fjölskyldan
var ætíð í fyrirrúmi hjá henni. Allir
dásömuðu matinn sem hún bauð
upp á en það sem stóð þó upp úr
var manngæska hennar og hlýja
sem ekki fór fram hjá neinum sem
umgekkst hana. Trygglyndi og
væntumþykju kynntist ég svo sann-
arlega á ögurstundum í lífi mínu. Og
ætíð þegar einhver þurfti á henni að
halda var hún til staðar. Þegar litla
dóttir mín fæddist kom hún til mín
hvert einasta kvöld þegar sú stutta
þjáðist af innantökum og við skipt-
umst á að ganga með hana um gólf .
Þetta gerði hún, þó svo að á þessum
árum hafi hún unnið á Símanum og
var því oft að koma heim síðla
kvölds. Seinna meir var ég hissa
þegar Guðný sat flötum beinum á
gólfi og lék við barnabörnin, því átti
ég ekki að venjast frá mínum
heimaslóðum.
Það er auðvitað sérstakt fyrir
dóttur mína að vera alin upp í næsta
húsi við ömmu og afa, þar sem
fylgst var með henni úti á leikvelli
og sú stutta gat farið í heimsókn
þegar hún vildi.
Lífið var þó ekki alltaf dans á rós-
um hjá Guðnýju, hún greindist með
sjúkdóm sem hún barðist hetjulega
við sem síðan leiddi hana til dauða.
Þegar ég kveð Guðnýju vil ég
þakka henni samfylgdina og fyrir að
sýna fram á hve lífið getur verið
dásamlegt. Bjartsýni hennar, styrk-
ur og það birtir alltaf upp þó skýin
séu dimm á stundum.
Bið góðan Guð að styrkja fjöl-
skylduna og styðja á þessum erfiðu
tímum.
Kær kveðja,
Margét Inga Bjarnadóttir.
Guðný Kristín Árnadóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðnýju Kristínu Árnadótt-
ur bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Látin er móðir mín,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR
frá Hvammi,
Holtum.
Jarðarförin fer fram frá Marteinstungukirkju
föstudaginn 26. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurbjörg Elimarsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Skógarbæ,
Árskógum 2,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 19. júní, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15.00.
Þorsteinn A. Jónsson, Martha Á. Hjálmarsdóttir,
Helgi Jónsson, Jónína Sturludóttir,
Þórður Jónsson, Jytte Fogtmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Frænka okkar,
ÁSA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
læknir,
Fannafold 63,
Reykjavík,
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
Rannveig Anna Hallgrímsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
sonur, afi og bróðir,
ÞÓRHALLUR STEINGRÍMSSON
kaupmaður,
Sogavegi 158,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 23. júní.
Þorgerður K. Halldórsdóttir,
Þóra Kristín Þórhallsdóttir, Árni Þór Steinarsson,
Rakel Ósk Þórhallsdóttir, Elmar Sigurðsson,
Berglind Björk Þórhallsdóttir, Sigurður Árnason,
Helga María Þórhallsdóttir, Ívar Þór Daníelsson,
Kristín Kristjánsdóttir,
barnabörn og systkini.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA ÁSGRÍMSDÓTTIR,
Reynivöllum 8,
Akureyri,
lést af slysförum þriðjudaginn 9. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við viljum þakka öllum þeim sem komu að björg-
unarstarfi á Kljáströnd í Höfðahverfi fyrir ómetanlega aðstoð
og stuðning.
Baldvin Ólafsson,
Ólafur Haukur Baldvins, Sigrún Jónsdóttir,
Elsa Baldvinsdóttir, Jón Pálmason,
Hilmar Baldvinsson, Emilía J. Einarsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Minningar á mbl.is
Jón Stefánsson
✝ Jón Stefánssonfæddist á Hjalta-
stöðum í Blönduhlíð í
Skagafirði 28. apríl
1923. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks 15. júní
2009 og fór útför
hans fram frá Sauðárkrókskirkju 20.
júní.
Meira: mbl/minningar