Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 29

Morgunblaðið - 25.06.2009, Side 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 1 7 6 5 8 4 6 9 8 6 8 7 3 2 5 1 6 1 4 2 8 5 4 6 2 1 9 6 4 3 1 9 1 3 8 6 7 2 2 3 8 5 1 9 4 8 5 7 6 9 5 2 1 3 9 8 2 1 7 8 3 1 6 2 4 5 2 3 6 1 9 3 7 3 5 9 8 4 1 6 2 4 6 1 7 2 5 3 8 9 8 9 2 3 6 1 5 4 7 2 8 3 6 5 9 4 7 1 6 7 4 1 3 2 8 9 5 5 1 9 4 7 8 6 2 3 1 2 6 8 9 3 7 5 4 9 4 7 5 1 6 2 3 8 3 5 8 2 4 7 9 1 6 4 9 5 8 2 3 1 6 7 1 6 8 9 4 7 2 3 5 2 3 7 6 5 1 8 9 4 7 5 4 2 3 9 6 8 1 8 1 9 5 7 6 3 4 2 3 2 6 1 8 4 7 5 9 6 4 2 7 9 8 5 1 3 9 7 1 3 6 5 4 2 8 5 8 3 4 1 2 9 7 6 6 3 4 5 9 1 2 7 8 8 5 7 2 4 6 3 9 1 9 1 2 3 8 7 6 4 5 4 8 5 6 7 2 1 3 9 1 7 9 4 5 3 8 2 6 2 6 3 9 1 8 7 5 4 5 2 8 1 3 9 4 6 7 3 4 1 7 6 5 9 8 2 7 9 6 8 2 4 5 1 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 25. júní, 176. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móð- ir. (Mk. 3, 35.) Víkverji hefur löngum látið ýmsaaðila fara í taugarnar á sér. Má þar nefna byggingaraðila, dreifing- araðila, þjónustuaðila og rétta aðila. Mest mæða þó ýmsir aðilar og ónefndir hug Víkverja. Samningsað- ila og fleiri réttmæta aðila lætur hann þó ekki fara fyrir brjóst sér. Hið góða orð „aðili“ er sjaldnast notað í réttri merkingu þessa dag- ana. Að vera aðili felst í að eiga aðild að einhverju, til dæmis að samningi eða dómsmáli eða öðru slíku. Það er því undarleg notkun á orðinu að kalla þann sem veitir þjónustu og þjónar, er jafnvel aðili að samningi um þjónustu, aðila að þjónustu, þjónustuaðila. Réttara væri að tala um þjónustuveitanda eða í sumum tilfellum einfaldlega þjón. Dreifing- araðila má kalla dreifanda, bygging- araðila byggjanda og þar fram eftir götunum. x x x Þriðji aðili er sennilega uppá-haldsaðili Víkverja. „Þriðji að- ili“ er gjarna notað yfir margfrægan þriðja mann sem stendur fyrir utan samning eða annars konar samband tveggja aðila eða fleiri. Þegar þriðji maður verður aðili að sambandi tveggja aðila verður hann þriðji aðili en hættir að vera eiginlegur þriðji maður sökum aðildar sinnar. Að tala um þriðja aðila í merkingunni þriðji maður er því mótsögn í sjálfu sér. Þessi notkun Víkverja liggur við að segja misnotkun, orðsins „að- ili“er í besta falli stirðbusaleg og ber mælanda eða ritanda (ekki ritunar- aðila) slæmt vitni. Hún kemur upp um andvaraleysi gagnvart tungu- málinu og jafnvel lítið vald á því. x x x Og úr því að fæti er drepið niðurvið málnotkun þá stenst Vík- verji ekki mátið að impra á óþoli sínu gagnvart einstaklingum. Hon- um líkar miklu betur við fólk, mann- eskjur, menn, karla, konur og jafn- vel börn. Það er varla til of mikils mælst að skófla sé kölluð skófla, eða hvað? Víkverji er í það minnsta ekki ein- staklingur. Hann er fólk. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hlífðarflík, 4 fallegur, 7 tölur, 8 dáin, 9 guð, 11 sjá eftir, 13 kvenfugl, 14 húð, 15 sjávardýr, 17 heiti, 20 viðvarandi, 22 hrósar, 23 heldur, 24 gabba, 25 borða upp. Lóðrétt | 1 dimmviðri, 2 hagnaður, 3 landabréf, 4 líf, 5 hörkufrosts, 6 rugla, 10 aðgangs- frekur, 12 nóa, 13 elska, 15 ódaunninn, 16 lúrir, 18 fiskar, 19 híma, 20 baun, 21 viðkvæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kunngerir, 8 lagar, 9 gælur, 10 rýr, 11 semji, 13 akrar, 15 þjark, 18 stóll, 21 vit, 22 undra, 23 aðals, 24 ribbaldar. Lóðrétt: 2 uggum, 3 nærri, 4 eigra, 5 illur, 6 glas, 7 frír, 12 jór, 14 kot, 15 þaut, 16 aldni, 17 kvabb, 18 stall, 19 ós- ana, 20 lest. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Re2 Bf5 6. a3 e6 7. b4 cxb4 8. cxb4 Rge7 9. Rbc3 Rc8 10. Be3 Rb6 11. Rg3 Bg6 12. h4 h6 13. h5 Bh7 14. Be2 Hc8 15. Db3 Be7 16. O-O O-O 17. f4 Rc4 18. Bxc4 dxc4 19. Dd1 Bd3 20. Rge2 a6 21. Hf2 b5 22. g4 Hc7 23. Df1 Hd7 24. Dg2 Staðan kom upp í AM-flokki fyrstu laugardagsmótaraðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverja- landi. Guðmundur Kjartansson (2388) hafði svart gegn heimamanninum Sandor Farago (2255). 24… Rxd4! 25. Rxd4 Hxd4 26. g5 svartur hefði einnig staðið til vinnings eftir 26. Bxd4 Dxd4 27. Hc1 Bh4. 26… hxg5 27. fxg5 Hh4 28. h6 Bf5 29. Hd1 Hg4 30. Dxg4 Bxg4 31. Hxd8 Hxd8 32. Re4 Bf5 33. Rc5 c3 34. Hf1 gxh6 35. gxh6 c2 36. Hc1 a5 37. Kf1 axb4 38. axb4 Hd1+ 39. Ke2 Bh4! og svartur innbyrti vinninginn nokkru síðar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Engin stunga. Norður ♠Á10543 ♥76 ♦G ♣KD943 Vestur Austur ♠92 ♠-- ♥D84 ♥ÁG10953 ♦964 ♦D87532 ♣ÁG1072 ♣5 Suður ♠KDG876 ♥K2 ♦ÁK10 ♣86 Suður spilar 6♠. Næsta heimsmeistaramót verður í Sao Paulo í haust og hafa Bandaríkja- menn nýlega valið lið sín tvö í opna flokknum. Í A-sveitinni spila: Robinson, Boyd, Woolsey, Stewart, Wildavsky og Doub. Og B-sveitin: Meckstroth, Rod- well, Hamman, Zia, Nickell og Freem- an. „Val“ liðanna fór fram í langri keppni, þar sem 27 sveitir hófu leikinn og spiluðu látlaust í 12 daga. Í spilinu að ofan vakti Hamman í austur á 2♥ til að sýna hjarta og annan lit. Hann lét svo öllum illum látum í framhaldinu, fórnaði upp á eigin spýtur í 6♥ og ýtti þannig mótherjunum í 6♠. Sem virðist góður árangur, því vörnin á tvo ása. En Zia hugsar sjálfstætt og hann reiknaði réttilega út að makker væri stuttur í laufi – spilaði út ♣Á og meira laufi í því skyni að gefa Hamman stungu … Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í essinu þínu núna og geng- ur auðveldlega í augun á fólki án þess að leggja nokkuð á þig. Allt hefur sinn tíma. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú átt þína stuðningsmenn og veist að þú mátt ekki bregðast þeim í neinu, hvað sem á dynur. Ef þú byrjar strax getur þú komið mörgu í verk. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú situr uppi með of marga lausa enda og þarft því að setjast niður og gaumgæfa mál þín. Nýttu það til að taka upp þráðinn við gamla vini og fjöl- skyldumeðlimi sem þú hefur ekki hitt lengi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú munt líklega taka þátt í sam- ræðum um fjármál og sameiginlegar eignir. Notaðu tækifærið og talaðu um sameiginlegar eignir og leiðir til úrbóta. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Notaðu daginn til þess að leiðrétta misskilning. Hefur þú velt því fyrir sér í seinni tíð hvers vegna þú ert ekki orðinn milljarðamæringur? (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Sýndu skilning á mistökum ann- arra í vinnunni. Aðdáendaklúbburinn samanstendur ekki bara af fólki í innsta hring heldur líka fólki sem þú sérð næst- um daglega en þekkir lítið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vinur þinn ofleikur og ýkir en þér finnst það bara sjarmerandi. Áhugamál vogarinnar koma einhverra hluta vegna öllu mannkyninu til góða. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Alvarlegar samræður við yf- irmenn eða valdhafa af einhverju tagi beinast að framtíðarhorfum þínum. And- lega sinnuð manneskja opnar augu þín. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Daður á netinu kemur við sögu. Ef þér finnst þú vera að gera mis- tök, getur fólkið í kringum þig veitt þér stuðning. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gleði barna og hræringar á rómantíska sviðinu valda þér spennu og gleði í dag. Betur sjá augu en auga, þótt þú sért sjálfráður um hvað þú gerir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þegar orkan heima fyrir er öll í rugli, reynir makinn að koma skikki á hlutina. Vendu þig á að tjá hug þinn skýrt og skorinort svo aðrir viti hvar þeir hafa þig. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Allt virðist ætla að ganga upp hjá þér svo það er ærin ástæða til að fagna með góðum vinum. 25. júní 1985 Reynir Pétur Ingvarsson, 36 ára vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, lauk göngu sinni hringinn í kringum landið, alls 1.411 km. Gangan tók einn mánuð. 25. júní 1990 Elísabet Englandsdrottning og Filippus maður hennar komu í þriggja daga opinbera heimsókn. Þetta var fyrsta heimsókn bresks þjóðhöfð- ingja til Íslands. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Hlutavelta Stefán Páll Jónsson og Jóhann Bjarki Salvarsson gengu í hús og seldu ýmiss konar dót. Þeir söfnuðu 2.296 kr. sem þeir styrktu Rauða krossinn með. Brynja María Bragadóttir og Snædís Ylva Valsdóttir héldu tom- bólu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 3.016 krónum. Hlutavelta MÁLARAMEISTARINN Davíð Þór Bjarnason hyggst halda tvær veislur til að fagna fertugs- afmælinu sínu sem er í dag. Aðra veisluna heldur hann á laugardag fyrir fjölskylduna og aðra fyrir félagana. „Það er svo mikið að gera hjá mér núna að erfitt er að koma fyrir einni stórveislu,“ segir Davíð sem áætlar að félögunum verði smalað sam- an eftir þrjár til fjórar vikur. Davíð segist ekki endilega mikill veislumaður en hefur þó haft það fyrir sið að slá upp veislum á stórafmælum, s.s á tvítugs- og þrítugsafmæli sínu. Davíð hefur nóg fyrir stafni utan hefðbundins vinnutíma. Hann situr í stjórn barna- og unglingaráðs Hauka í knatt- spyrnu, á fimmtán hross og einnig kindur. Hann játar að í honum blundar bóndi en tekur fram að óvíst sé hvort þeim draumi verði fylgt eftir. „En það er freistandi, ekki síst á þessum tíma.“ Haukahjarta Davíðs er stórt enda iðkar sonur hans íþróttir með fé- laginu auk þess sem hann sjálfur spriklaði með því á árum áður. Hann segist ánægður með árangur Hauka það sem af er tímabili en fremur hjá 4. flokki pilta síðasta sumar en þá lönduðu þeir fyrsta Íslands- meistaratitlinum í fótbolta. andri@mbl.is Davíð Þór Bjarnason málarameistari fertugur Heldur upp á stórafmælin Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.