Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 30
30 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÆI... ÉG VONA AÐ ÞETTA SÉ EKKI EITT AF ÞEIM AUGNABLIKUM SEM ÉG Á EFTIR AÐ MUNA ALLA ÆVI ÉG SKIL... SÉRÐU SNJÓ- SKRÍMSLIN ÞARNA ÚTI? JÁ, ÞAU ERU ENNÞÁ AÐ FJÖLGA SÉR HVAÐ SÁSTU MÖRG? UM 15 GÓÐA NÓTT MAMMA, MÁ ÉG TAKA ÖXI MEÐ MÉR Í SKÓLANN Á MORGUN? HVERNIG KEMST ÉG Í SKÓLANN Á MORGUN? ÉG KEMST EKKI EINU SINNI ÚT Á STRÆTÓSTOPPISTÖÐ! ÉG GET EKKI HLAUPIÐ UNDAN 15 SNJÓSKRÍMSLUM SÁSTU HVAÐ STÓÐ Á SKILTINU ÁÐUR EN STEINNINN FÉLL Á ÞAÐ? JÁ HVAÐ STÓÐ Á ÞVÍ? „PASSIÐ YKKUR Á STEINUNUM“ GRÍMUR, ÞÚ BORÐAÐIR SVO MIKIÐ AF „CAP’N CRUNCH“ AÐ ÞÚ BREYTTIST Í HANN HVERNIG BREYTUM VIÐ MÉR AFTUR TIL BAKA? OG AF HVERJU SEGIR ÞÚ EKKI „HERRA“ ÞEGAR ÞÚ TALAR VIÐ MIG? HANN HELDUR AÐ HANN SÉ ORÐINN MERKILEGUR ÞVÍ HANN FÉKK ASNALEGA HÚFU M.J.? ÞETTA HLJÓMAR EKKI EINS OG PETER... HVER ERT ÞÚ OG HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA Í BÚNINGSHERBERGINU MÍNU? ÉG HEITI SIMON KRANDIS... OG ÉG ER KOMINN TIL AÐ SÆKJA ÞIG EN ÉG VAR EKKI AÐ HENDA RUSLI! VIÐ HÖFUM VERIÐ FASTIR HÉRNA VÉLARVANA Í MARGA KLUKKUTÍMA! ÉG HENTI ÚT FLÖSKUSKEYTI Í VON UM AÐ FÁ HJÁLP GOTT AÐ VIÐ SKILDUM FINNA YKKUR Í TÆKA TÍÐ MÉR HEYRIST 20.000 kr. SEKT VERA ANSI VEL SLOPPIÐ ÞAÐ ER STRANG- LEGA BANNAÐ AÐ HENDA RUSLI FYRIR BORÐ! ÞÓTT rigningin lemdi á landið á dögunum létu þessir kátu ferðamenn það hafa lítil áhrif á sig, stukku einfaldlega inn í búð og keyptu tvær afar skrautlegar regnhlífar, héldu svo áfram skoðunarferð um miðbæinn. Morgunblaðið/Eggert Rigning í júní Neyðarlögin Í OKTÓBER á síðasta ári voru sett neyðarlög á Íslandi. Þetta var gert af ríkisstjórn Geirs H. Haarde til að yfirtaka alla bankastarfsemi á Íslandi. Ástæða þess var sú að einkabank- arnir höfðu gerst alltof stórir og yfirmenn þeirra sýnt ábyrgð- arleysi, glæframennsku og fádæma heimsku við stjórn þeirra. Allir þessir menn ganga ennþá lausir og fara allra sinna ferða eins og þeim sýnist, hvort sem er innanlands eða utan. Það vekur furðu allra hugs- andi manna, hversvegna þeir, menn og konur, sem voru ráðandi í einka- bönkunum skuli ekki hafa, í krafti neyðarlaganna, verið settir í farbann og allar eigur þeirra frystar meðan á rannsókn þeirra mála stendur yfir. Ef þessi neyðarlög eiga aðeins að ná yfir afleiðingar skelfingarinnar (bankahrunið sjálft) en ekki orsakir þess (þ.e. gjörðir bankamannanna sem stjórnuðu þeim), þá eru það ein- kennileg lög. Nú eru þessir sömu að- ilar að verða uppvísir að stórfelldu fjármálasvindli og því sem ég vil kalla fjármálaglæpi. Með gjörðum sínum eru þeir búnir að koma á neyð- arástandi hjá fjölda heimila og sak- lausra einstaklinga og það sem verst er, þeir hafa komið þjóðinni á skulda- klafa sem mun taka hana mörg ár að losna af. Og þó ganga þeir lausir eins og þeir hafi ekkert gert. Ég er ekki lögfróður maður en ég hef ennþá óbrenglaða dómgreind. Lögfræðiflækjur um þessi mál á ekki að hlusta á, því það er óhrekjanleg staðreynd, að þessir bankamenn voru or- sakavaldar þess að neyðarlög voru sett og því eiga þau lög að gilda um alla yfirmenn einkabankanna og aðra þá embættismenn og stjórnmálamenn sem voru í valdastöðum á síðustu árum. Það er skýlaus krafa þjóðarinnar í nafni sið- ferðis, heilbrigðrar dómgreindar og rétt- lætis að allir æðstu stjórnendur einka- bankanna verði sviptir friðhelgi, eignir þeirra frystar og þeir settir í farbann, þar til endanleg rannsókn á gjörðum þeirra hefur farið fram. Hér er um meira en rökstuddan grun um misferli hjá þessum aðilum að ræða, því hér tala staðreyndir. Það er til háðungar að yfirmenn lög- gæslu, dómsmálaráðherra og ríkis- lögreglustjóri hafi ekki komið þess- um aðilum í gæsluvarðhald, því hér er ekki ótítt að löggæsluaðilar krefj- ist gæsluvarðhalds yfir fólki grunuðu um lögbrot. Ef engin almenn hegningarlög ná yfir þetta fólk, sem hefur valdið þjóð- inni þessum skaða, þá ætti að vera auðvelt fyrir ríkislögreglustjóra að nota neyðarlögin, sem ég veit ekki betur en að séu enn í fullu gildi, yfir þessa aðila til að koma þeim undir lás og slá. Hafsteinn Sigurbjörnsson, ellilífeyrisþegi.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Bólstaðarhlíð 43 | Ungir herrar koma í heimsókn kl. 14 og spila á píanó og lesa upp ljóð. Böðun, hárgreiðsla, fótaað- gerð, kaffi/dagblöð. Dalbraut 18-20 | Bókabíllinn kl. 11.15, vídeóstund í setustofu kl. 13.30. Eftirlaunadeild símamanna | Vegna forfalla geta nokkrir bæst við í sum- arferðina 21.-26. júlí til Austfjarða og Norðausturlands: Þórbergssetur á Hala, Papey, Kárahnjúkar, Raufarhöfn, Mel- rakkaslétta, Tjörnes, Hágöngulón á Sprengisandi o.fl. Hafið samband við Ragnhildi í s. 551-1137 eða 898-4437 eða Valgarð, s. 897-7550. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Ferðalag 3.-6. júlí: Flateyjardalur - Fjörður - Sprengisandur. V/ forfalla er laust fyrir eina konu. Uppl. í s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður, matur og kaffiveitingar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn kl. 13, kaffi kl. 14.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30. Mánud. 29. júní er ferðalag um Árnesþing, m.a. er ekið um Þingvöll, Grafning, Laugarvatn, Bisk- upstungur o.fl. Skráning hafin á staðn- um og í s. 575-7720. Hraunbær 105 | Matur kl. 12, félagsvist kl. 14. Hraunsel | Glerskurður kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Sala á veitingum kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Opið í sumar kl. 9-16. Félagsvist, matur, kaffi, morgunsamvera, bankaþjónusta, Stefánsganga, púttvöll- urinn opinn o.fl. Boðið upp á námskeið fyrir atvinnulausa í skartgripagerð 29. til 3. júlí. Sími 411-2790. Fótaaðgerðir, s. 897-9801, s. hárgreiðslustofa, s. 568- 3139. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og æfingar kl. 9.45, hand- verks- og bókastofa opin kl. 13, boccia kl. 13.30. Hárgreiðslustofa, s. 552-2488, fótaaðgerðastofa, s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9-16 í dag. Bókabíll kl. 10. Spjall, blöðin, kaffi og meðlæti á kreppuverði. Heitur matur í hádeginu. Félagsvist á miðvikudögum kl. 14. Ókeypis handmennt í júní og hand- og myndmennt í ágúst. Sími 411-2760. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, matur kl. 11.45, leikfimi með Ja- nick kl. 13 (júní-ágúst), kaffi kl. 14.30. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16. Þórðarsveigur 3 | Bænastund kl. 10, salurinn opinn frá kl. 11. Kaffi kl. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.