Morgunblaðið - 25.06.2009, Síða 32
32 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2009
Algjörlega stórkostleg
Lay Low á Glastonbury
Fólk
LISTAHÁTÍÐ ungs fólks á Austurlandi hefur
verið haldin í núverandi mynd frá árinu 2000
og verður engin undantekning frá því í ár.
Hátíðin fer sem fyrr fram á Seyðisfirði dag-
ana 13. til 19. júlí næstkomandi en athygli skal
vakin á því að skráning er hafin í hinar ýmsu
smiðjur sem verða í boði á hátíðinni.
Og þar er af nógu að taka. Þeir Davíð Þór
Jónsson og Mugison verða með kvótalausa
hljóðútgerð, Hugleikur Dagsson leiðbeinir við
teiknimyndasögugerð og þau Bergur Þór Ing-
ólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir standa fyr-
ir leiklistarsmiðju auk þess sem boðið verður
upp á afró-dansiðju. Þá verða þeir Helgi Svav-
ar og Valdi Kolli, oft kenndir við hljómsveit-
irnar Flís og Hjálma, með tónlistarsmiðju þar
sem bassi og ásláttarhljóðfæri verða í brenni-
depli. Einnig verður boðið upp á gjörninga-
námskeið með hinum danska Henrik Vibskov.
Takmarkaður fjöldi kemst að í smiðjurnar svo
áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst.
Skráning fer fram á heimasíðu hátíðarinnar,
www.lunga.is.
Margar hljómsveitir troða svo upp á hátíðinni
og það eru engir aukvisar. Meðal sveita og lista-
manna má nefna Gus Gus, Ólöfu Arnalds, Mug-
ison, Jagúar, B. Sig og Skakkamanage.
Haldnir verða tvennir kvöldtónleikar á hátíð-
inni auk þess sem boðið verður upp á grill, ýms-
ar sýningar og fyrirlestra.
LungA á næsta leiti
Fjölhæfir Það er ýmislegt bardúsað á LungA. www.lunga.is
Tækifæri til að sjá leikkonuna
Helen Mirren leika á sviði gefst víst
ekki oft hér á landi … nema í dag.
National Theatre í Bretlandi ætl-
ar í dag að sjónvarpa beint frá sýn-
ingu á leikritinu Phédré sem sýnt
verður í leikhúsinu í kvöld.
Um er að ræða fyrstu sýninguna
af fjórum sem leikhúsið hyggst
senda beint út um gervihnött í 220
kvikmyndahús um allan heim.
Söguþráður Phédre er afar
dramatískur, svo ekki sé meira
sagt. Heltekin af ástríðu á stjúpsyni
sínum og trúandi því að Theseus,
eiginmaður hennar, sé látinn, lætur
Phédre sínar myrkustu langanir
verða að veruleika með hræðileg-
um afleiðingum. Þegar Theseus
snýr til baka heill á húfi óttast
Phédre afleiðingar gjörða sinna og
sakar stjúpson sinn um nauðgun og
úr verður hinn mesti harmleikur.
Leikstjóri verksins er Nicholas
Hytner. Með aðalhlutverkið fer sem
fyrr segir Helen Mirren en auk
hennar leikur Dominic Cooper
(Mamma Mia!) í verkinu.
Sýningin fer fram í Kringlubíói í
dag klukkan 18. Miðasala fer meðal
annars fram á midi.is.
Langar þig að sjá Helen
Mirren á sviði?
Fyrsta sumarkvöld Weirdcore
fer fram á Jacobsen í kvöld.
Fram koma dúettinn Yoda Re-
mote, einyrkinn Tonik og hljóm-
sveitin Sykur auk þess sem DJ 3D
þeytir skífum.
Gamanið hefst klukkan 21 og
gleður eflaust marga að vita að að-
gangseyrir er enginn.
Fyrsta sumarkvöld
Weirdcore á Jacobsen
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„JÁ SÆL og blessuð, nei ég átti ekki
von á neinu símtali frá Íslandi,“ byrj-
ar leikstjórinn James Toback samtal
við blaðamann á dögunum.
„Dagskráin mín er alltaf eitthvað
að ruglast. En ég er bara í gönguferð
núna og er alveg til í að spjalla,“ bæt-
ir hann við og lýgur engu um það.
Málglaðari viðmælandi er vandfund-
inn.
Tilefni samtalsins er frumsýning
heimildarmyndarinnar Tyson hér á
landi, sem fram fór í gær, en myndin
er hugarfóstur og framleiðsla To-
backs og snýst um góðvin hans Mike
Tyson.
„Við Tyson hittumst fyrst á töku-
stað myndarinnar minnar The Pick-
up Artist árið 1985. Við tókum tal
saman og eyddum heilum degi á
göngu um Central Park og ræddum
um hitt og þetta. Ég sagði honum
meðal annars frá því brjálæði sem
maður upplifir við það að taka LSD.
Hann sagðist ekki kannast við það en
mörgum árum síðar var Tyson sem
kunnugt er dæmdur í fangelsi og sat
inni í nokkurn tíma. Hann hafði sam-
band við mig þegar hann kom út og
sagðist í fangelsinu loksins hafa skilið
hvað ég meinti með þessu innra
brjálæði sem ekki er hægt að lýsa
nema hafa reynslu af því sjálfur. Síð-
an höfum við verið mjög góðir vinir,“
segir Toback um fyrstu kynni sín af
Tyson. „Vinskapur okkar er þó svo-
lítið skrýtinn, ég held að við séum
nánari hvor öðrum en flestum öðrum
en tölum þó ekkert reglulega sam-
an.“
Tyson fór í kjölfarið með lítil hlut-
verk í tveimur mynda Tobacks en
leikstjórann langaði alltaf að gera
heila mynd bara um Tyson sjálfan.
„,Ég sá í honum virkilega áhuga-
verðan efnivið fyrir heimildarmynd.
Hann var frá upphafi til í tuskið en
það liðu um 10 ár frá því ég viðraði
hugmyndina við hann fyrst og þar til
hún varð að veruleika,“ segir leik-
stjórinn.
Í meðferð
Myndin er í fullri lengd og sýnir
Tyson nær allan tímann í mynd segja
frá því sem á daga hans hefur drifið
frá því hann fæddist. Og það er ekki
lítið. Auk bardaga í hringnum hefur
hann háð marga hildi í einkalífinu.
Hann hefur barist við eiturlyfjafíkn,
setið í fangelsi fyrir nauðgun, beitt
eiginkonu sína fyrrverandi ofbeldi og
var lagður í einelti í æsku vegna smá-
mælis. Og þá eru ótalin margvísleg
mál sem varða feril hans sem hnefa-
leikakappa, eins og þegar hann beit
stykki úr eyra Evanders Holyfields í
frægum bardaga þeirra á milli árið
1997.
Tyson var í meðferð þegar viðtölin
voru tekin. Hafði ástand hans í þeim
aðstæðum ekki áhrif á útkomu mynd-
arinnar?
„Jú, það er engin spurning,“ sam-
sinnir leikstjórinn. „Tyson fór sjálfur
í gegnum mikla sjálfskoðun á þessu
tímabili og hann sagði frá hlutum
sem ég hafði aldrei heyrt hann minn-
ast á áður, til dæmis um erfiða æsku
sína.“
Hvernig fannst Tyson sjálfum
myndin?
„Hann sat með krosslagðar hend-
ur og fætur og horfði á myndina frá
upphafi til enda. Þegar henni var lok-
ið þagði hann í nokkrar mínútur og
sagði svo: „Þetta er eins og grískur
harmleikur, með mig í aðal-
hlutverki.““
Ekki fleiri heimildarmyndir
Toback segir myndina hafa þróast
talsvert frá því hvernig hann sá hana
fyrir sér fyrst.
„Satt að segja varð myndin einlæg-
ari, ég vissi ekki í upphafi hversu
miklu Tyson var tilbúinn að deila með
mér en hann endaði á að segja mér
allt,“ segir hann.
„Upphaflega ætlaði ég að hafa
myndina eingöngu frásögn Tysons en
ég sá fljótlega að ég yrði að styrkja
frásögnina og skreyta myndina með
gömlum viðtölum og fréttamyndum.“
Tyson var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í fyrra
„Við urðum ótrúlega hissa á þeim
viðtökum sem myndin hlaut. Þegar
myndin var frumsýnd á Cannes beið
okkar margra mínútna lófatak áhorf-
enda sem stóðu upp og hylltu Tyson
þegar myndin var búin. Hann var
mjög hrærður yfir því,“ segir To-
back. „Svo biðu okkar sömu viðtökur
þegar myndin var sýnd á Sundance-
hátíðinni hér í Bandaríkjunum og Ty-
son þótti ekki síður vænt um það, sér-
staklega vegna þess að það hefur ver-
ið fjallað um hann á mjög misjafnan
hátt í fjölmiðlum hér vestra og hann
vissi satt að segja ekki hvernig við-
tökurnar yrðu.“
Þrátt fyrir velgengnina segir To-
back það ekki á stefnuskránni að
gera fleiri heimildarmyndir.
„Mig langar svo bara að halda
áfram að gera mínar leiknu myndir
og ég á mér engan sérstakan
drauma-viðmælanda sem gaman
væri að gera mynd um. Þetta var
bara eitt aðkallandi verkefni, mér
fannst ég þurfa að gera mynd um
þennan mann,“ segir hann að lokum.
Grískur harmleikur
James Toback er leikstjóri nýrrar heimildarmyndar um Mike Tyson „Mér
fannst ég þurfa að gera mynd um þennan mann.“ Toback og Tyson eru perluvinir
Tyson og Toback „Myndin varð einlægari en ég bjóst við. Tyson endaði á að segja mér allt.“
Töff James Toback segist ekki ætla að gera fleiri heimildarmyndir, myndin
um Tyson hafi hinsvegar verið aðkallandi.
»Ég sagði honummeðal annars frá
því brjálæði sem maður
upplifir við það að
taka LSD.
Myndin er sýnd í Háskólabíói á
vegum Græna ljóssins frá 24. júní
til 7. júlí, aðeins þessa
14 daga.
Í nýjasta tölublaði tónlistar-
tímaritsins NME fer Emily Eavis
fögrum orðum um Lay Low og rök-
styður hvers vegna hún fékk hana til
að spila á Glastonbury hátíðinni sem
fram fer á samnefndum stað í Eng-
landi nú um helgina.
Eavis þessi er dóttir Michael Eavis
stofnanda Glastonbury-hátíðar-
innar, og mun hún að sögn taka við
stjórnartaumum af föður sínum eftir
tvö ár. Í greininni mælir Eavis sér-
staklega með nokkrum þeirra tón-
listarmanna sem stíga á stokk á há-
tíðinni.
Um Lay Low segir hún meðal ann-
ars: „Hún er íslensk og er með alveg
ótrúlega fallega rödd. Lögin hennar
eru í anda kántrý/þjóðlagatónlistar
en þó talsvert poppuð. Nýja platan
hennar er algjörlega stórkosleg.“
Þá segist Eavis hafa séð Lay Low
hita upp fyrir Emilíönu Torrini á
tónleikum í París og endað á að fá
þær báðar til að spila á Glastonbury í
ár. Þær Emilíana og Lay Low spila
báðar á hátíðinni á föstudaginn kem-
ur. Tónleikum Lay Low verður út-
varpað beint á BBC6 útvarpsstöð-
inni.