Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 5
Atvinnuleysisbætur eru sérstakar framfærslubætur sem þeim einum eru ætlaðar sem misst hafa atvinnu sína. Þess eru nú dæmi að fólk skrái sig atvinnulaust og stundi síðan launuð störf án þess að yfirvöld hafi vitneskju um slíkt. Með slíkum svikum er vegið að velferðarkerfi því sem komið hefur verið á og greitt er af skattgreiðendum. Skal ósagt látið hvort slíkt háttalag sé hóti betra en þjófnaður að nóttu. Ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnun hvetja almenning til að veita þeim aðhald sem vanvirða það velferðarkerfi sem haldið er uppi með sköttum og greiðslu bóta til þeirra sem réttilega þurfa á þeim að halda. Misnotkun á bótarétti og undandráttur tekna kann að varða refsingu og sviptingu réttinda. Svik á atvinnuleysisbótum og svört vinna verða ekki liðin. Með samstilltu átaki þjóðarinnar er unnt að útrýma svartri vinnu og svikum á atvinnuleysisbótum. Tekið er við nafnlausum ábendingum um svik á atvinnuleysisbótum á www.vmst.is/abending og um svarta vinnu á www.rsk.is/abending. Svik á atvinnuleysisbótum og svört vinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.