Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 auk 1000 punkta GOLFBOLTAR MEÐ REYNSLU DVD FERÐASPILARI í allt sumar Ferðatilboð SU M AR TI LB OÐ Þú færð hámarksnýtingu á Safnkortspunktunum þínum með því að nýta þér Safnkortstilboð á þjónustustöðvum og í verslunum N1. Sparaðu peninga og veldu sniðugar vörur næst þegar þú átt leið hjá. Sjá nánar á www.n1.is. Fullt verð 2.990 kr. 990kr. auk 1.000 punkta Fullt verð 1.690 kr. 190kr. auk 500 punkta Fullt verð 1.990 kr. 0kr. auk 1.000 punkta Fullt verð 9.900 kr. 3.900kr. auk 1.000 punkta RAFMAGNS- HLAUPAHJÓL 12 DÓSIR COCA-COLA 0,33cl EÐA COCA-COLA LIGHT 0,33cl 2 DVD MYNDIR Í PAKKA Fullt verð 27.900 kr. 17.900kr. auk 1.000 punkta x10 x2 x6 x2 x3 LJÓTU hálfvitarnir eru búnir að gera aðra plötu; hún heitir ekkert og verður örugglega kölluð bláa platan til aðgreiningar frá þeirri með bleika letrinu sem kom út fyr- ir tveimur árum og innihélt nokkra smelli – ætli „Sonur hafsins“ hafi ekki verið stærstur þeirra. Grín- plata er líklegast réttasta lýsingin á þess- ari skífu. Slíkt er alltaf vand- meðfarið, því meðan fólk endist í að hlusta á sömu ástar- eða dans- lögin aftur og aftur þá eru tak- mörk á því hversu lengi grínið er fyndið, og plötur eru yfirleitt spil- aðar oftar en einu sinni. Þeir ljótu eru ekkert sérlega fyndnir þótt það megi vissulega brosa að því besta hérna. Hér eru aðallega lög um konur sem eru afkvæmi and- skotans, annaðhvort bókstaflega eða að mati ljóðmælanda (minnst fjögur og mest sex eftir því hvern- ig er talið), svo eru nokkrir fyll- iríssöngvar, svolítið af kúk og pissi og klámi og talsvert af gríni sem gengur út á að snúa upp á eða út úr klisjum. Þegar þannig stendur á (og jafn- vel þótt einhverjum lesanda finnist hálfvitarnir alveg svakalega fyndn- ir þá er bara tímaspursmál um hvenær brandararnir þreytast) er mjög mikilvægt að músíkin standi fyrir sínu. Ljótu hálfvitarnir standast þá þrekraun ágætlega. „Stjáni“ og „Meðlag“ leka t.d. áfram í skemmtilega letilegu og svolítið Tom Waits-legu grúvi, brassið í ska-slagaranum „666“ er ánetjandi og viðlagið borar sér með satanískum svartagaldri inn í heilann á manni og hverfur ekki svo dögum skiptir, „Hálfvitavals- inn“ er góð poppsmíð með skemmtilegum músíkölskum bröndurum og „Nágrannar“ minn- ir, þótt ótrúlegt sé, á The Boy Least Likely To eða eitthvert ann- að gæðalegt indípopp. Undirrit- aður hefur hins vegar takmarkaða þolinmæði fyrir írsku þjóðlaga- stemmunum „Paradísarmissi“ og „Og fá sér!“ Það gerir líka heilmikið fyrir plötuna að hljómurinn er lifandi og nokkuð töff, óravegu frá þeim steingelda hljómi sem einkennir oft miðaldrapopp. Sama gildir um hljóðfæranotkun sem er oft miklu djarfari en maður kynni að ætla. Þarna eru banjó og mandólín og úkúlele, klukkuspil, óbó og fagott og alls kyns konfekt annað sem opnar eyrun og gerir plötuna að einhverju öðru og meira en aula- brandara. Því miður dregur hrika- lega pirrandi söngur oft úr hlust- unaránægjunni – hann er einfaldlega of „grínlegur“: of þorrablótslegur – of meðvitaður. Að hlusta á þessa plötu er sem sagt svolítið eins og að láta lukku- trollið út; þú veiðir allan fjandann, sumt ógeðslegt, annað spaugilegt en ef heppnin er með þér færðu líka ýsur, þorska og kola – nú eða bara hnísur. Geisladiskur Ljótu hálfvitarnir bbbnn ATLI BOLLASON TÓNLIST Ekki bara aulabrandari BANDARÍSKA leikkonan Megan Fox, sem gárungarnir kalla Mega Fox, krefst þess að nýir kærastar hennar fái sér húðflúr með nafni sínu eða mynd af sér. Fox mun vera mikið fyrir húðflúr og krefst þess að kærastar sínir fái sér að minnsta kosti eitt slíkt, vilji þeir að sambandið verði alvar- legt. „Sjálf er ég með átta húðflúr. Allir kærastar mínir eru skyldugir til þess að hafa að minnsta kosti eitt og ef þeir eru ekki með neitt læt ég þá fá sér húðflúr með nafninu mínu eða andliti mínu,“ segir Fox sem er 23 ára gömul. Hún byrjaði nýverið aftur með gamla kærastanum sínum, leik- aranum Brian Austin Green, sem er þá væntanlega með húðflúr. Reuters Já, sæll! Leikkonan Megan Fox er með þeim flottari. Gerir kröfu um húðflúr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.