Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 18
Innrás vampíranna Blóð Sookie Stackhouse og vampíran Bill mynda náin tengsl í True Blood. Forboðið Edward og Bella elskast í Twilight. Kynþokki og forboðnar ástir VAMPÍRUR eru kynþokkafullar. Það er eitthvað seiðandi og heillandi við þær – eitthvað sem selst. Vampíruæði koma alltaf reglulega upp og lúra undir niðri þess á milli. Það nýjasta er auðvitað Ljósaskipti (Twilight), metsölubókin um ung- lingavampírurnar sem síðan varð að kvikmynd og skyndilega þráir ný kynslóð unglingsstúlkna að eiga í eld- heitu ástarsambandi við vampíru. Nýr vampíruþáttur slær í gegn Því miður er ósennilegt að það geti orðið en þar til annað kemur í ljós þarf lífið þó ekki að vera algjörlega blóðsugusnautt, því í Bandaríkjunum er komin enn ein viðbót í flóruna. Þetta eru vampíruþættirnir True Blood sem reyndar hafa ekki náð til Íslands ennþá, en þeir eru byggðir á bókunum Southern Vampire Mys- tery Books eftir Charlaine Harris. Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd í fyrra, á svipuðum tíma og Ljósa- skipti. Hún sló strax í gegn og önnur þáttaröðin byrjaði núna í júní. Hin eilífa æska Söguþráðurinn er í grunninn alls ekki ósvipaður Ljósaskiptunum. Í báðum tilfellum segir frá stúlku í smábæ í Bandaríkjunum sem kynn- ist dulrænum en fjallmyndarlegum manni og fellur fyrir honum. Það reynist að sjálfsögðu vera for- boðin ást. Báðir eru vampírur. Báðir eiga það sameiginlegt að vera hátt í 200 ára gamlir en það skiptir ekki máli enda er eitt af því sem heillar við vampírur hin eilífa æska. Viska og líkamlegar nautnir Þrátt fyrir að vera á besta skeiði líkamlega og löðrandi í kynþokka eru vampírupiltarnir því í ofanálag djúp- vitrir, lífsreyndir og hnyttnir. Skarpgáfaðir en samt með yfir- bragð vonda stráksins. Þeir eru jú eftir allt saman blóðsugur sem stjórnast af líkamlegum nautnum. Þegar saman koma forboðnar ást- ir, rómantík, áhætta, ágirnd og húm- or, þá er ekki nema von að fólk heill- ist. Á ferðum mínum um Nepal hitti ég fyrir fakír sem tjáði mér að tilviljanakennd skekkja í þróun mannsins hafi orðið til þess að maðurinn er ekki með skott. Byggði hann staðhæfinguna á að maðurinn væri eitt af örfáum hryggdýrum án skotts, rófubeinið væri merki um rófu sem hafi af- skræmst í þróun. Samkvæmt þessum líf- fræðilega þenkjandi fakír hafa fósturvísar víst rófu sem fóstrið síðan gleypir á síðari stigum þroskans. Ég velti því fyrir mér hvernig lífsstíll og hegðun okkar hefði þróast, með skott í eft- irdragi. Myndi skottið dingla af undirgefni og sperrast er við gæfum okkur á tal við at- hyglisverðt fólk? Ef skotthegðun myndi samsvara sambærilegri hegðun heimilisdýra, værum við þá tilfinningalega berskjaldaðari með skott? Við gætum þá ekki leynt hamingju og gleði jafn vel og í dag. Við værum ekki jafn svöl. Vangaveltur um helgardjammið í slíkum heimi skemmta mér. Allir væru að reyna að bera sig og skottið sitt vel en geta ekki leynt gleði sinni og spennu vegna klunnalegra skottsveiflna. Í halarófunni við barinn blikkar stelpa með vingsandi stelpuskott strák með mikið haladangl. Á dansgólfinu er stigið ein- kennilegt tilbrigði við skottís. Strákur með feiminn hala býður stelpu með fágað skott upp á drykk en hún segir honum að fara í rass og rófu. Strákurinn gengur í burtu með skottið á milli lappanna. Miðbærinn yrði dillandi og dýrindis dinglumdangl. Nema við hefðum tamið okkur sjálfstjórn og skott-aga. Gætum falið tilfinningarnar bak við eitursvalar skotthreyfingar. Hvað teldist þá vera töff skott? Stórir, þykkir og grófir halar myndu bera vott um karlmennsku. Það væri jafnvel skammarlegt að vera með lítinn og þunnan dindil. Pjattrófur leggðu mikið upp úr áferðarfallegum og sléttum skottum. Ástfangin pör hringuðu rófunum sam- an og einhleypingar léku lausum hala eins og rófustýfðir rakkar. Ungviðið myndi eltast við rófuna á sjálfu sér. Mig langar svolítið í skott. Stelpurófan ég væri þá eflaust búin stjórnlausu, bjánalegu, danglandi og berskjölduðu stelpuskotti. gudrunhulda@mbl.is Á föstudegi Guðrún Hulda Pálsdóttir ’Dillandi ogdýrindisdinglumdangl 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 Snjóþvegið 2009 Sumartíska Balmain virðist hafa fallið í góðan jarðveg hjá stjörnunum.Victoria Beckham og Fergie ásamt fleiri frægum sjást nú iðulega í tættum skellóttum gallabuxum. Flott að fara í háa hæla við og vera í stuttum svörtum jakka með axlapúðum sem koma sterkir inn í haust. Heitt núna Eitt það heitasta í tískunni í dag er að vera í þröngum klóruðum gallabux- um sem eru rifnar og tættar framan á lærum og hnjám. Það er óþarfi að fara út í búð og kaupa nýjar buxur fyrir stórfé, farið bara inn í fataskáp og náið í svörtu eða bláu gallabuxurnar sem eru orðnar gráar og snjáðar eftir hafa verið þvegnar mikið og farið eftir leiðbeining- unum hér fyrir neðan og þá eru þið komin með gallabuxur samkvæmt nýj- ustu tísku. 1. Krumpið saman gallabuxurnar og hellið yfir þær klór þangað til þið eruð orðin ánægð með litinn. Skolið síðan klórinn úr. 2. Fáið ykkur grófan sandpappír og nuddið hressilega framan á lærin og hnén á gallabuxunum til að fá slitna áferð á efnið. 3. Skerið með dúkahníf nokkrar rendur þversum framan á læri og hnéin eða á þá staði sem þið viljið og tætið þræðina upp þannig að sárin verði trosnuð. 4. Því næst eru buxurnar þvegnar í þvottavél tvisvar sinnum til að ýkja enn frekar upp slitnu og trosnuðu áferðina á buxunum. Gangi ykkur vel. sibba@mbl.is Skref fyrir skref Umboðs- og dreifingaraðili á íslandii: miðbaUgUr ehf – akralind 8, kópavogi mod: rb 4125 Mojito er geysivinsælt hanastél, enda afbragðs samblanda af sterku áfengi, sykri og ferskum drykk sem rennur ein- staklega mjúklega niður á hlýjum sól- skinsdögum. Á Hótel Flatey er boðið upp á þjóð- legt tilbrigði af þessum vinsæla drykk og nefnist hann Flahito. Hráefnið í Fla- hito ætti að vera auðfundið í næsta ná- grenni því í stað myntu er notast við rabbabara og skessujurt. Dass af rabbabara Ljóst romm Hrásykur Klaki Skessujurt Rabbabarinn er bútaður niður og hann kraminn niður í glas. Tveimur skvettum af romminu, hrásykri og klaka bætt við. Loks er örlítið af skessujurt hrært saman við og glasið fyllt upp með skvettu af sódavatni. Skessujurt er svo hægt að nota til skreytingar. Svalandi sumardrykkur Þjóðlegt hanastél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.