Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
Tær snilld Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til hins dýrkeypta Icesave sem þáverandi bankastjóri Landsbankans kallaði eitt sinn „tæra snilld“.
Ómar
Birgitta Jónsdóttir | 2. júlí
Fáránleg regla sem þarf að
afnema eigi síðar en strax
… Þegar ég sat nefnd-
arfund í fjárlaganefnd þá
var það greinilegt að
starfsmenn í félags- og
tryggingamálaráðuneyt-
inu höfðu lítinn áhuga á
að finna lausnir handa þessum stóra
hluta þjóðarinnar sem er atvinnulausir –
það sem þau vildu fá fjármagn í fyrst og
fremst var að hafa uppi á svindlurum.
Það er gengið fram af miklu offorsi og
veit ég um eina konu sem fékk hótunar-
bréf um að bæturnar yrðu teknar af
henni vegna þess að hún hafði fengið
greiddar 10.000 krónur í orlof og átti
fyrir vikið að vera einn af þessum meintu
svikurum. Hversu margar ætli þurfi að
búa við slíka ógn út af hörku í framferði
vinnumiðlunar?
Meira: birgitta.blog.is
Friðrik Dagur Arnarson | 2. júlí
Haninn á haugnum!
Það er með ólíkindum að
hlusta á Sigmund Davíð
þessa dagana. Hann for-
dæmir allt og alla, þykist
hafa töfralausnir uppi í
erminni og rótast um í
fjölmiðlum og á þingi eins og naut í flagi
svo skítaklessurnar þjóta undan honum í
allar áttir. Hann er ekkert að bjóða fram
raunverulega aðstoð, ekkert að reyna að
aðstoða við tiltektina eftir óstjórnartíma
Framsóknar. Nei, hann er eins og haninn
á haugnum og galar upp í sólina.
Meira: diddi56.blog.is
ÞVÍ er oft fleygt
fram í umræðu dags-
ins að Íslendingar hafi
tapað öllu trausti er-
lendis og að við eigum
þar enga vini lengur.
Til að að kanna rétt-
mæti þessara sjón-
armiða létu Útflutn-
ingsráð og
Ferðamálastofa því
nýlega gera ýtarlega
rannsókn á viðhorfi almennings í
Danmörku, Þýskalandi og Bret-
landi til Íslands, Íslendinga og ís-
lenskra málefna. Var um að ræða
þúsund manna úrtak í hverju landi
og annaðist fyrirtækið ParX fram-
kvæmdina með aðstoð fyrirtæk-
isins Gfk, sem er viðurkennt al-
þjóðlegt fyrirtæki á þessu sviði.
Niðurstöður rannsóknarinnar
komu þægilega á óvart, því þótt
fjármálakreppa og bankahrun séu
vissulega ofarlega í huga þeirra
sem tóku þátt í henni, þá tengja
þeir þó nafn Íslands aðallega við
náttúruna, hveri, eldfjöll og jökla.
Allur þorri aðspurðra taldi viðhorf
sitt til Íslands ekki hafa breyst á
undanförnum tólf mánuðum og
viðhorf til Íslendinga er almennt
mjög jákvætt. Þeir sem hafa kom-
ið til Íslands eða hyggja á ferð
hingað eru afar jákvæðir í garð
lands og þjóðar og láta vel af
þjónustu íslenskra fyrirtækja og
þeim vörum sem þeir hafa hér
keypt. Þessar niðurstöður eru
vissulega fagnaðarefni og þær
gefa tilefni til almennrar bjartsýni
um stöðu lands og þjóðar í hugum
nágranna okkar og sérstaklega
um sterka stöðu íslenskrar ferða-
þjónustu, þrátt fyrir mótbyr síð-
ustu mánaða.
Orðspor og ímynd lands og
þjóðar í útlöndum eru mikilvægir
þættir í öllum viðskiptum okkar
við erlenda aðila. Þeir sem kaupa
íslenskar vörur, koma hingað sem
ferðamenn eða huga að fjárfest-
ingum hér á landi eru líklegri til
að vilja eiga hér viðskipti ef gott
orð fer af landsmönnum og því
sem hér er að finna. Orðsporið
verður hinsvegar ekki byggt upp á
einni nóttu og ímyndin verður
ekki búin til. Hvort
tveggja er birting-
armynd af athöfnum
okkar allra, því sem
við segjum og ger-
um frá degi til dags.
Nóbelskáldið Hall-
dór Laxness hitti
naglann á höfuðið í
greininni Landkynn-
ing sem hann skrif-
aði árið 1944, en þar
segir hann: „Hátt-
erni okkar einsog
það birtist í dagleg-
ustu atriðum lífs og starfs er land-
kynning okkar – ekki skrum-
auglýsingar um landið til
dreifingar utanlands.“ Hér var
skáldið nokkuð á undan sinni sam-
tíð, því þetta er í raun kjarninn í
öllum lærðum fræðum í dag um
ímynd og orðspor þjóða.
Athygli erlendra fjölmiðla á Ís-
landi og íslenskum málefnum hef-
ur aldrei fyrr verið jafnmikil og
undanfarna mánuði og líkur eru á
því að þessi athygli haldi áfram,
því fjölmiðlarnir vilja vita hvort
Ísland rísi upp úr öskustónni. Op-
inberir aðilar verða því að halda
áfram vöku sinni hvað varðar
miðlun upplýsinga og frétta til er-
lendra fréttamiðla. Um leið er af-
ar mikilvægt að landsmenn allir
geri sér grein fyrir því að við er-
um öll talsmenn þjóðarinnar, allt
sem við segjum eða gerum er
þáttur í þeirri mynd sem útlend-
ingar fá af okkur sem landi og
þjóð. Ef við tökum þá ábyrgð al-
varlega og högum orðum okkar og
gerðum, alltaf og allstaðar, á þann
veg að sómi sé af, þá mun gott orð
fara af landsmönnum og ímynd
okkar skína skært. Þá verður líka
auðveldara að ná þjóðarskútunni
upp úr þeim öldudal sem hún er í
um þessar mundir.
Eftir Jón
Ásbergsson
»Hátterni okkar eins-
og það birtist í dag-
legustu atriðum lífs og
starfs er landkynning
okkar.
Jón Ásbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Útflutningsráðs Íslands.
Viðhorf útlendinga
MORGUNBLAÐIÐ
fjallar síðastliðinn
mánudag um viðskipti í
heilbrigðisþjónustu. Til-
efnið er áhugi „einka-
rekna heilbrigðisfyr-
irtækisins Nordhus
Medica … á að nýta
vannýttar skurðstofur
á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. Þar myndu
t.d. sjúklingar frá Noregi og Sví-
þjóð fara í aðgerðir, niðurgreiddar
af heimaríkjum sínum.“
Heilbrigðisráðherrann, undirrit-
aður, er sagður standa í vegi fyrir
því að þessar kröfur nái fram að
ganga og sjái „ekki ástæðu til að
fjalla málefnalega um þær næstu
6-7 vikurnar.“ Svara sé fyrst að
vænta 15. ágúst. Þetta sé aldeilis
furðulegt því fjárhagsstaða Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja sé
bágborin, þjónustan hafi verið
skert, en nú bjóðist „sértekjur sem
geti styrkt stofnunina.“
Útrás dr. Nordhus
Nokkrum dögum fyrr hafði Ottó
Nordhus, eigandi Nordhus Medica,
látið svipaðar skoðanir í ljós á síð-
um Morgunblaðsins. Einnig hann
sagði að heilbrigðisráðherrann
væri sér þrándur í götu, enda hefði
hann sannfrétt að maðurinn væri
kommúnisti. Af þessu ræð ég á
hvern hátt Ottó Nordhus er upp-
lýstur af viðskiptafélögum sínum
hér á landi og öðrum þeim sem
vilja opna faðm hins íslenska skatt-
borgara fyrir einkaspítala Ottós:
„Skurðstofan er þarna, húsið er
þarna og starfsfólk sem kann sitt
fag og af hverju ekki að nota það?“
spyr Birna Jónsdóttir, formaður
Læknafélags Íslands, í viðtali við
Morgunblaðið. Formanni LÍ til
upplýsingar vil ég benda á að
starfsfólk og húsakostur á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja er „vel
nýtt“. Spurningin snýst hins vegar
um hvort nýta megi hvort tveggja
enn betur og á markvissari hátt.
Að þjóna samfélagi sínu
Út á nákvæmlega þetta gengur
sú vinna sem fram hefur farið á
vegum heilbrigð-
isráðuneytisins í sam-
vinnu við sjúkrahúsin
á suðvesturhorni
landsins. Leiðarahöf-
und Morgunblaðsins
fullvissa ég um að sú
vinna er vönduð og
„málefnaleg“. Það
hefur sýnt sig að
vinna sem unnin er
úr tengslum við
starfsfólk og sam-
félagið sem viðkom-
andi stofnanir eiga að
þjóna skilar ekki árangri. Þvert á
móti skilja slík vinnubrögð eftir sig
sviðna jörð og óánægju. Hinn
„málefnalegi“ þáttur í okkar vinnu
er að spyrja á hvern hátt megi búa
svo um hnútana að Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja þjóni sam-
félaginu enn betur en stofnunin
gerir nú. Slík lausn verður uppi á
borðinu um miðjan ágúst eins og
ég hef boðað.
Auðvitað má með sanni segja að
það sé „málefnaleg“ afstaða út af
fyrir sig að gefa sér þá lausn fyrir-
fram að tilkoma aðfluttra sjúklinga
á vegum einkaaðila henti best til
að styrkja Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. En vandinn er sá að
um slíka flutninga eru talsverðar
deilur á Norðurlöndum og innan
Evrópusambandsins – tilskipunin,
sem slík viðskipti hvíla á, mun ekki
ná inn í lagaramma ESB í bráð.
Vissulega borga sjúkratryggingar
heimalands sjúklings sem er í för-
um landa í milli í mörgum tilvikum.
En tekist er á um skilmálana. Nor-
dhus gefur lítið fyrir að sýna bið-
lund þótt málið sé ekki frágengið á
vettvangi ESB og einstakra aðild-
arríkja sambandsins, þar á meðal
Norðurlandanna: „Við bíðum ekki
svo lengi …“, segir hann Morg-
unblaðinu. Þetta segir mér að þessi
viðskiptahugmynd sé hugsanlega
ekki á eins traustum grunni og
ætla mætti.
Samfélagslegt samstarf
Annað er að stórfenglegar pa-
tentlausnir í viðskiptum hafa á
undanförnum árum oft reynst fall-
valtar þegar á hólminn er komið.
Þess vegna þarf að fara varlega í
sakirnar þegar beinlínis er lagt til
að heilbrigðisþjónustan verði
skipulögð með slíka starfsemi sem
útgangspunkt eins og mér virðist
Morgunblaðið og ýmsir stjórn-
málamenn vilja gera. Nær væri að
huga að samstarfi á borð við það
sem ég hef rætt við norsk heil-
brigðisyfirvöld á sviði innkaupa og
lyfjamála og hugsanlega einnig
samnýtingu heilbrigðiskerfa Ís-
lands og Noregs með almanna-
hagsmuni í huga, en ekki annað.
Allt þetta er nú á vinnsluborði
og þótt einhverjar vikur eða mán-
uðir líði á meðan allir kostir eru
skoðaðir í þaula verða menn á borð
við Otto Nordhus og viðskipta-
félaga hans hér á landi að sýna
okkur biðlund og kannski líka lág-
markskurteisi. Við megum almennt
ekki láta vonina um skamm-
tímagróða spenna okkur upp. Nóg
er komið af slíku.
Velgjörðarmenn?
Hvort flokka á aðkomu Ottos
Nordhus að umræðu um heilbrigð-
ismál á Íslandi sem „málefnalega“,
verður hvert og eitt okkar að
dæma. Sjálfum fannst mér ekki
laust við óþægilegan tón, þegar
hann minnti okkur á að hann kæmi
úr hópi velgjörðarmanna Íslend-
inga, sem við ættum væntanlega að
standa í þakkarskuld við: „Íslensk
stjórnvöld leituðu til norrænna
samherja sinna í leit að lánum (eft-
ir bankahrunið). Þau voru veitt en
þegar þeim býðst að fjölga störfum
segja þau nei!“ Morgunblaðið hefur
ekki teljandi áhyggjur af þessu við-
horfi. Það leyfi ég mér hins vegar
að gera.
Nákvæmlega þetta er hætt við
að hendi þjóð í þrengingum. Þegar
fjárhagur hennar er bágborinn,
þrengt að velferðinni, þá sækja að
henni aðilar sem ekki eru allir þeir
raunverulegu „velgjörðarmenn-
“sem þeir vilja vera láta.
Eftir Ögmund
Jónasson » Við megum almennt
ekki láta vonina um
skammtímagróða
spenna okkur upp. Nóg
er komið af slíku.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Þjóð í þrengingum
BLOG.IS