Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
TAX FREE AF ÖLLU
FÚAVÖRÐU TIMBRI
FYRIR SÓLPALLINN
gildir til 8. júlí
TAX FREE
!
6
DAGAR
EFTIR
PALLAEFNI
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur
sigrunerna@mbl.is
„ÞAÐ var ekkert hlustað á rök gegn
samningnum, til dæmis þau að verð-
lagning á hlut Geysis Green Energy
(GGE) í HS Veitum væri of há og
verð á hlut bæjarins í HS Orku of
lágt,“ segir Eysteinn Jónsson, bæj-
arfulltrúi Samfylkingarinnar í bæj-
arstjórn Reykjanesbæjar. Þá hafi
ekki legið fyrir álit sérfróðra aðila
um samninginn, að undanskildu
minnisblaði frá Deloitte, og það
brjóti gegn sveitarstjórnarlögum.
,,Það er verið að auka hlut í HS Veit-
um og við verðum þarna með meira
en níu milljarða bundna. Við vildum
því að afgreiðslu yrði frestað,“ segir
Eysteinn.
Undarlegur flýtir
Eysteinn segist furða sig á öllum
flýtinum sem einkenni málið. ,,Af
hverju er þessu fyrirtæki seldur
þessi hlutur og með þessum hætti?
Einn af aðaleigendum GGE, Atorka,
er í greiðslustöðvun!“ Hann segir að
sig gruni að ekki liggi allt uppi á
borðinu. ,,Ef það er rétt að erlendur
aðili ætli sér að kaupa hlutinn, af
hverju er þá ekki rætt beint við
hann? Er kannski verið að búa til
aukaverðmæti fyrir GGE? Maður
veltir því fyrir sér.“
Hefðum átt að koma inn fyrr
Grindavíkurbær hefur gagnrýnt
að bænum sé veittur skammur frest-
ur til að koma inn í kaup á landi HS
Orku í lögsögu Grindavíkur. Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri
Grindavíkur, segir bæinn vera að
skoða málin. Hvað varðar þá fullyrð-
ingu bæjarstjóra Reykjaness að
bænum hafi verið sent tilboð vegna
landsins fyrir sex mánuðum en lítið
hafi miðað í viðræðum segir Jóna að
það hafi verið allt annað tilboð. Bæði
sé landið sem nú standi til boða
minna, 62 hektarar í stað 150, og
eins hafi verðið hækkað. Sú hækkun
sé óútskýrð, sérstaklega í ljósi þess
að landsvæðið hafi minnkað. ,,Og
það hefði því verið eðlilegt að við
kæmum að borðinu í samningaferl-
inu en ekki svona eftir á “
Böðvar Jónsson, formaður bæj-
arráðs Reykjanessbæjar, segir að
ýmsar hugmyndir hafi verið ræddar
í umræðum HS Orku og Grindavík-
ur. Ef unnið hefði verið að málinu
hefðu samningar getað náðst.
,,Verðið hefur ekkert breyst, það
eina sem hefur breyst er greiðslu-
tilhögunin.“ Hvað varðar áhyggjur
af framtíðarorkunýtingu svæðisins
sagðist Böðvar telja að í þessum
samningum og við skiptingu fyr-
irtækjanna sé búið að tryggja að sú
orka sem verður framleidd á svæð-
inu nýtist fyrst og fremst íbúunum.
Hafa forgang að orkunni
Þeir hafi forgang að afurðinni sem
HS Orka framleiðir og fyrirtækin
komi síðar. Búið sé að taka tillit til
allra verkefna sem liggi fyrir næstu
20-30 árin hjá fyrirtækjum sem séu
að byggja upp á svæðinu. Þá sagði
hann að sveitarstjórnarlög yrðu að
sjálfsögðu í heiðri höfð og að sér-
fræðingsálit myndi liggja fyrir á
næsta fundi bæjarstjórnar. Sú vinna
væri þegar hafin. ,,Okkur þótti
nægjanlegt að álit endurskoðenda
og fleiri á samningnum myndi liggja
fyrir þá. Fyrir bæjarráðið nægði
skýrsla Deloitte,“ sagði Böðvar.
Hörð gagnrýni
Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar samþykkir samning
við HS Orku og GGE Grindavíkurbær ósáttur vegna lands
MEÐ samningum eignast Reykjanesbær 66,7% í veituhluta Hitaveitu Suð-
urnesja. Landakaupasamningur nemur 940 milljónum króna og er hluti af
því landi í lögsögu Grindavíkur. Viðræður standa yfir um kaup Grindavík-
ur á landinu. Við kaup Reykjanesbæjar á auknum hlut í HS Veitum fyrir
um 4,3 milljarða kr. ætti skráð eignarvirði bæjarins í HS-fyrirtækjunum að
aukast úr 5,1 milljarði kr. í a.m.k. 6,4 milljarða kr. Reykjanesbær verður
því meirihlutaeigandi í HS Veitum sem sinna því upprunalega hlutverki
Hitaveitu Suðurnesja að veita heitu og köldu vatni ásamt rafmagni til íbúa.
Ferskvatnslindir eru einnig í eigu HS Veitna. Þá selur Reykjanesbær Geysi
Green Energy hlut sinn í HS Orku hf. fyrir 13,1 milljarð kr.
Samningurinn um HS-fyrirtækin
Morgunblaðið/G.Rúnar
Umdeilt Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt drög að samningi vegna HS-fyrirtækja við GGE.
Minnihluti Samfylkingar gagnrýnir samninginn harðlega og segir m.a. að álit sérfróðra aðila hafi ekki legið fyrir.
Átök eru í bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar um sölu í orkufyrir-
tæki. Þá eru efasemdir um fram-
tíðarorkunýtingu auðlinda.
Grindavíkurbær gagnrýnir vinnu-
brögð við samningagerðina.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ERFITT getur reynst að fá afhent
gögn sem varða íslenska bankahrunið
og varðveitt eru í skattaskjólum er-
lendis, að mati Helge Skogseth Berg,
norsks sérfræðings sem Eva Joly,
ráðgjafi sérstaks saksóknara í rann-
sókn á bankahruninu, hefur fengið til
aðstoðar við rannsóknina.
Berg, sem var fengin að málinu á
dögunum, segist byrjaður að lesa sér
til um bankahrunið, en áður en Joly
bað hann að taka þátt í rannsókn
þess, hafði hann einungis kynnst því í
gegnum fjölmiðlaumfjöllun í Noregi.
„Ef ég skil þetta rétt þá hafa nokkrir
aðilar náð að efnast á kostnað ís-
lensku þjóðarinnar, sem nú mun
þurfa að borga reikninginn. Og það
hefur gerst með hætti sem er ekki
venjulegur, eða alla vega ekki í takt
við það sem maður gæti vænst í nor-
rænu lýðræðisríki.“
Aðspurður segist hann ekki vera
sérfræðingur í íslenskum lögum en
svikamál séu þau sömu alls staðar í
heiminum. „Ég er hér fyrst og fremst
til að komast að því hvað gerðist í
raun og styðja niðurstöðuna með
sönnunargögnum. Ég mun líka fara
yfir og greina þau gögn sem hægt er
að nálgast í málinu sem eru mörg og
geta gefið svör. Hluti verkefnisins
verður að styðja sérstakan saksókn-
ara í að finna áhugaverð mál til að
rannsaka og gefa honum ráð um hvað
gæti hugsanlega verið í þeim að finna.
Ég er líka fenginn hingað til að finna
út úr því hver ber ábyrgð á þessu,
bæði út frá refsirétti og hugsanlegum
skaðabótum – hvort einhver getur tal-
ist bera fjárhagslega ábyrgð.“
Stærra en Enron og WorldCom
Stærstu áskoranirnar í málinu
tengjast trúlega skráningu íslenskra
gagna að hans mati. „Mér skilst að
það verði erfitt að fá afhent gögn sem
eru varðveitt í skattaskjólum eða í
löndum sem við höfum takmarkaðan
aðgang að. Það mun í öllu falli krefj-
ast aukins tíma. Stærð málsins mun
svo fela í sér áskoranir í því að ná
fram því sem skiptir mestu máli. Í
rannsókn af þessari stærðargráðu
verður maður að passa að gleyma sér
ekki í smáatriðunum, heldur líta eftir
stóru línunum til að skilja heildar-
myndina.“
Hann segir hrun íslensku bank-
anna síðastliðið haust stærra en En-
ron- og WorldCom-málin, sem eru
stærstu gjaldþrotamál í sögu Banda-
ríkjanna og því sé ómögulegt að meta
hversu lengi hann verður viðloðandi
rannsóknina.
Verkefnið sé vissulega spennandi.
„Það er mikill heiður að vera beðinn
um að aðstoða enda er mikil áskorun
fólgin í rannsókn þessa máls.“
Mikilvægt að
gleyma sér ekki
í smáatriðum
Liðsauki við rannsókn bankahrunsins
Morgunblaðið/Heiddi
Sérfræðingur Helge Skogseth Berg
mun taka þátt í rannsókn hrunsins.
STEFÁN Ásberg
Jónsson, bóndi á Kag-
aðarhóli í Austur-
Húnavatnssýslu, lést á
Heilbrigðisstofnuninni
á Blönduósi þann 29.
júní síðastliðinn, 78 ára
að aldri.
Stefán fæddist 4.
nóvember 1930 á Kag-
aðarhóli. Hann ólst þar
upp og bjó alla sína
ævi. Foreldrar hans
voru Jón Stefánsson,
bóndi og oddviti á Kag-
aðarhóli, og Guðrún
Steinunn Jóhanns-
dóttir húsfreyja.
Stefán varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1952 og stund-
aði sagnfræðinám við Háskóla Ís-
lands, þar sem hann lauk 1. stigi í
sögu 1959. Hann tók einnig nám-
skeið í ensku í Aberdeen í Skotlandi
1961. Stefán kenndi á
árunum 1956–1969,
fyrst sem farkennari í
Svínavatnsskólahverfi
en síðar á Blönduósi til
1966, síðast í Torfa-
lækjarskólahverfi 1969
og var þá einnig skóla-
stjóri.
Stefán hóf búskap á
Kagaðarhóli 1956.
Hann bjó lengst af með
blandaðan bústofn, þó
aðallega mjólkurkýr,
en síðustu árin var
hann skógarbóndi.
Stefán var alla tíð
virkur í félagsstarfi og sinnti ótal
trúnaðarstörfum. Hann sat í sýslu-
nefnd Austur-Húnavatnssýslu 1966-
1988, í hreppsnefnd Torfalækjar-
hrepps 1990–2006 og var hreppstjóri
í Torfalækjarhreppi 1969–1998.
Stefán var einn af stofnendum Ung-
mennafélagsins Húna í Torfalækj-
arhreppi 1952. Hann var ritstjóri
ársritsins Húnavöku og annar af rit-
stjórum byggðasögu Húnavatns-
sýslu.
Stefán var einn af stofnfélögum
Lionsklúbbs Blönduóss 1959 og var
félagi allt til dauðadags. Hann var
virkur innan Sjálfstæðisflokksins og
var m.a. formaður kjördæmisráðs á
Norðurlandi vestra um árabil auk
þess að eiga sæti í miðstjórn flokks-
ins. Stefáni var alla tíð mjög umhug-
að um framgang landsbyggðarinnar
og var mikill ræktunarmaður lands
og lýðs.
Stefán kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni Sigríði Höskuldsdóttur,
kennara og ljósmóður, 20. ágúst
1966. Þau eiga fjögur uppkomin
börn: Guðrúnu Jóhönnu og Sólveigu
Birnu, fæddar 20. júní 1967, og
Berghildi Ásdísi og Jón, fædd 4. apr-
íl 1972.
Andlát
Stefán Á. Jónsson á Kagaðarhóli
Berg er menntaður lögfræð-
ingur og löggiltur endurskoð-
andi og hefur unnið við nokkur
stærstu skatta- og efnahags-
brotamál í Noregi undanfarin
ár auk rannsóknar á eftirlauna-
málum norskra stjórnmála-
manna, sem voru mjög til um-
fjöllunar síðastliðinn vetur.
Hann starfaði um tíma hjá
norsku efnahagsbrotadeildinni
(Økokrim) en rekur nú eigin
lögfræðistofu (LYNX) ásamt
fleirum. Auk Bergs hefur Joly
fengið franska endurskoðand-
ann Jean-Michel Matt til rann-
sóknarinnar, en hann er þekkt-
ur fyrir aðkomu sína að
rannsóknum mála á borð við
Credit Lyonnais og Elf-
rannsóknirnar.
Þungavigtarmenn
í efnahagsbrotum