Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 ÞAÐ var fyrir tæp- um tuttugu árum að Gunnar I. Birgisson gekk inn á fund Sjálf- stæðisfélagsins. Hann var stór og stæðilegur, verkfræðingur að mennt og vissi allt um framkvæmdir og gatnagerð, enda dokt- or í jarðvegsfræðum. Strax við fyrstu kynni var okkur ljóst að þar var kominn maður sem var fróður og vel að sér um þessa hluti og mjög talnaglöggur. Það var líka ljóst strax í upphafi að hann var fastur fyrir og vissi nákvæmlega hvað hann vildi. Fljótlega kom hann með nýja og ferska stefnu fyr- ir flokkinn, sem var framsýn og djörf og þá strax var ljóst að þetta var maður frakvæmda með óbilandi trú á uppbyggingu í bænum. Mörg okkar sem sát- um fundinn heill- uðumst af orku hans og framtíðarsýn. Hann náði fyrsta sæti í próf- kjörinu og hefur æ síð- an verið oddviti okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ég hef unnið náið með Gunnari allt frá 1994, sem fyrsti vara- bæjarfulltrúi og bæj- arfulltrúi frá 1998. Meðan Gunnar hefur verið í forystusveit bæj- arfélagsins hefur bærinn tekið stakkaskiptum. Hann hefur verið metnaðarfullur gagnvart sínu sveit- arfélagi og viljað veg þess sem mestan. Fljótlega eftir að Gunnar kom í bæjarstjórn lagði hann mikla áherslu á að bærinn ætti land svo hægt væri að bjóða fólki lóðir en þá var mikill lóðaskortur á höfuðborg- arsvæðinu. Þá strax voru skiptar skoðanir um hvort bærinn ætti að fara út í slík landakaup því á þess- um tímum var samdráttur í þjóð- félaginu. En með stuðningi bæj- arfulltrúa náðist það fram og síðan hefur bærinn stækkað og blómstr- að. Gunnar hefur ætíð sýnt menn- ingarmálum mikinn áhuga. Þegar núverandi meirihluti tók við stjórn- artaumunum í bænum árið 1990 var fljótlega hafist handa við að ljúka byggingu Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, en þá hafði tómur grunnur hússins staðið í nokkur ár sem sár á Borgarholtinu. Húsið var fullbyggt og tekið í notkun vorið 1994. Síðan hafa verið reist á tæp- um áratug Salurinn, Menningar- miðstöðin þar sem Bókasafnið og Náttúrufræðistofa eru til húsa og Ungmennahúsið sem hýsir Molann og Tónlistarsafn Íslands. Jafnframt er fyrirhugað að opna nýtt útibú bókasafnsins í Kórahverfi nú í haust. Þessi menningarhús sýna í verki vilja bæjaryfirvalda og þá ekki síst Gunnars til að efla menn- ingarandann ekki aðeins meðal íbúa Kópavogs heldur allra landsmanna. Gunnar hefur jafnframt viljað opna dyr inn í ólíka menningar- heima. Hann hefur verið helsti hvatamaður að hinum erlendu þemadögum þar sem listmunir frá erlendum ríkjum og erlendir lista- menn á heimsmælikvarða hafa komið fram. Miðaverði á slíka við- burði hefur verið stillt í hóf svo sem flestir geti notið þeirra. Við Kópavogsbúar eigum Gunn- ari margt og mikið að þakka. Hann hefur sýnt það þor og þann kjark sem þurft hefur til að draga Kópa- vog upp úr lægð fámennis og stuðl- að að því að gera hann að öflugasta bæ landsins. Þar sem ekki aðeins menning blómstar heldur hefur einnig öll aðstaða til íþróttaiðkunar stórbatnað. Skólar og leikskólar eru byggðir upp samhliða gatna- gerð svo fólk sem flytur inn í ný hverfi getur sett börn sín strax í skóla í sínu hverfi. Nú á þessum tímamótum þegar kosinn hefur ver- ið nýr bæjarstjóri í Kópavogi vil ég í þessari stuttu grein þakka Gunn- ari I. Birgissyni fyrir hans frábæru störf í þágu bæjarins því það verð- ur aldrei frá honum tekið. Ég er þess fullviss að Kópavogur væri ekki sá bær sem hann er í dag ef starfa hans fyrir sveitarfélagið hefði ekki notið við. Vegna hans þátttöku og leiðsagnar í bæj- armálum má með sanni segja að það sé „gott að búa í Kópavogi“. Jafnframt óska ég nýjum bæj- arstjóra, Gunnsteini Sigurðssyni, velfarnaðar í starfi. Eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur »Ég vil í þessari stuttu grein þakka Gunnari I. Birgissyni fyrir hans frábæru störf í þágu bæjarins því það verður aldrei frá honum tekið. Sigurrós Þorgrímsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi. Þakka góð störf VEGNA umfjöllunar Kastljóss þann 29. júní um úthafs- rækjukvóta á línuskipinu Sig- hvati GK vill útgerð skipsins taka eftirfarandi fram. Árið 2002 keypti Vísir hf. meirihluta í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. FH rak þá rækju- verksmiðju og átti rækjukvóta bæði á Íslandsmiðum og Flæm- ingjagrunni, en skip FH hafði verið selt nokkru áður. FH flutti inn frosna iðnaðarrækju til vinnslu. Árið 2004 var gerð tilraun til að efla þessa starfsemi á Húsa- vík. Stofnað var rækjufélagið Ís- haf hf. ásamt öðrum aðilum og ráðist í kaup á skipum og kvóta. Reksturinn fór af stað með fjór- um skipum og 18% alls rækju- kvóta á Íslandi. Reksturinn gekk illa og tveimur árum seinna var honum hætt, skipin og eignir seld og félagið leyst upp. Enginn markaður var fyrir rækjukvóta og rækjuveiðar nánast lögðust af á Íslandsmiðum þar sem saman fór lítil veiði, hátt olíuverð og sterk króna. Þar sem öll rækju- skipin voru seld varð að setja kvótann tímabundið á línuskipið Sighvat GK þar sem hann er í dag. Hingað til hefur sú von að rekstrarskilyrði rækjuveiða og vinnslu batni hér á landi ekki gengið eftir. Það að rækjukvót- inn sé tímabundið á Sighvati GK hefur ekkert með veiðiskyldu að gera og hefur engin áhrif haft á veiðar skipsins á öðrum teg- undum. Á þeim tíma sem kvótinn hefur verið vistaður á skipinu hafa allir haft möguleika á að leigja hann fyrir nánast ekki neitt. Ástæða lítillar rækjuveiði tengist afkomunni við veiðarnar en ekki kvótastöðu. Nú í ár ríkir hins vegar hófleg bjartsýni að nýju og samstarf hófst því í vor með Siglfirðingum um að gera tilraun til að efla rækjustarfsemina þar. Togskipið Siglunes SI var keypt í mars og hófust veiðar nokkru seinna og er aflinn unninn hjá Ramma hf. á Siglufirði sem fjárfest hefur að nýju í rækjuvinnslunni. Rækju- kvótinn á Sighvati GK flyst því á togskipið Siglunes SI og vonandi næst sá árangur sem að er stefnt. Nú tel ég að spurningunni um það hvers vegna rækjukvóti er á línuskipi sé svarað. Hinu er aftur á móti ósvarað af hverju umfjöll- un um þessi mál er með jafn-óná- kvæmum hætti og raun ber vitni. Því þurfa aðrir að svara. Pétur Hafsteinn Pálsson Af hverju er rækjukvóti á línuskipi? Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. JÓHANN Ísberg kallar eftir við- brögðum mínum í Morgunblaðinu þann 30. júní vegna málefna Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogsbæjar og þá hver afstaða mín sé gagnvart hlut Flosa Eiríkssonar og Jóns Júlíussonar, bæjarfull- trúa Samfylkingarinnar sem eiga sæti í stjórn sjóðsins. Mér er bæði ljúft og skylt að svara Jóhanni. Jón Júlíusson situr ekki í stjórn LSK sem pólitískur fulltrúi, hann situr þar fyrir hönd Starfsmanna- félags Kópavogsbæjar og situr því ekki í umboði Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson situr aftur á móti sem kjörinn fulltrúi í stjórninni og því eðlilegt að ég taki afstöðu til vinnubragða hans í málinu. Frétt Morgunblaðsins á laug- ardaginn var því byggð á röngum upplýsingum. Á stjórnarmönnum í LSK hvílir ekki rannsóknarskylda. Það þýðir að ekki er gerð sú krafa um að þeir sannreyni hvort gögn sem þeim eru afhent af fram- kvæmdastjóra eða stjórnarfor- manni séu rétt. Þeir eiga eðilega að treysta því að allt sé satt og rétt sem að þeim er rétt. Málefni lífeyrissjóðsins eru því tvíþætt: Annars vegar liggur fyrir að lánveit- ingar til Kópavogs- bæjar fóru yfir 10% hámark af heildar- eignum sjóðsins en það gerðist þegar eignasafn sjóðsins féll í bankahruninu og lán sem var undir 10% há- markinu í október varð hærra hlutfall af heildareignum sjóðs- ins þegar eignasafnið rýrnaði. Þetta var öll- um stjórnarmönnum kunnugt um og ekki um það deilt. Hins vegar virðist vera að gögn hafi sérstaklega verið matreidd of- an í FME sem sýndu aðra skulda- stöðu bæjarins við sjóðinn en raunin var. Stjórnarmenn lásu yfir drög að bréfi sem átti að senda Fjármálaeft- irlitinu og Flosi Eiríksson m.a. gerði athugasemd við þau í tölvu- pósti. Þau drög voru ekki send óbreytt áfram til Fjármálaeftirlits- ins heldur hafði verið bætt við texta bréfsins fullyrðingum sem breyta í grundvallaratriðum innihaldi þess. Á því bera stjórnarmenn enga ábyrgð. Eins og öllum má vera ljóst bera almennir stjórnarmenn og svo for- maður stjórnar mismikla ábyrgð. Formaður stjórnarinnar, bæj- arstjóri í þessu tilfelli, ber ábyrgð á samskiptum stjórnarinnar við Fjár- málaeftirlitið. Stjórnarmenn byggja ákvarðanir sína á þeim gögnum sem þeir fá í hendur og þeir verða að geta treyst því að þau séu rétt. Bregðist það er ekki við þá að sak- ast. Ég vil vekja athygli á því að fyrrverandi bæjarstjóri og stjórn- arformaður lífeyrissjóðsins varð að hverfa úr starfi bæjarstjóra vegna óeðlilegra viðskipta bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Það var ákveðið áður en mál lífeyrissjóðsins kom upp. Hann hefði horfið úr starfi hvort sem var. Hann hefur hins veg- ar kosið að tengja brotthvarf sitt fremur við lífeyrissjóðsmálið. Nú er vonandi mál að linni um sinn. Mörg brýn verkefni sem hafa legið á ís undanfarnar vikur bíða úrlausnar bæjarstjórnar Kópavogs. Nú þegar rykið sest og aftur kemst á vinnu- friður í bæjarstjórn mun ekki standa á fulltrúum Samfylking- arinnar að vinna að góðum málum í þágu Kópavogsbúa en við munum nú sem fyrr standa vaktina og láta í okkur heyra þegar tilefni er til. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Eftir Guðríði Arnardóttur » Stjórnarmenn byggja ákvarðanir sínar á þeim gögnum sem þeir fá í hendur og ef þau gögn eru röng er ekki við þá að sakast. Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Kópavogs. V i n n i n g a s k r á 9. útdráttur 2. júlí 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 8 4 6 7 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 1 6 1 0 1 7 1 2 2 4 0 6 3 2 6 4 5 0 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6583 15489 54071 60759 64464 69336 12965 25140 55637 61487 68639 72996 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 2 6 9 8 5 0 1 1 9 2 2 0 3 0 4 9 8 4 0 8 4 9 4 8 4 3 7 5 6 1 9 5 7 1 1 9 2 4 6 3 8 8 0 0 2 0 2 2 1 3 0 5 1 0 4 1 2 5 4 4 8 8 1 3 5 6 3 3 5 7 2 5 8 9 1 1 3 8 8 9 0 9 2 1 4 0 6 3 1 3 0 0 4 1 7 5 8 4 8 9 2 4 5 6 7 1 8 7 3 6 9 5 1 3 9 2 1 1 7 7 9 2 1 4 4 3 3 2 2 3 8 4 2 5 4 9 4 9 3 2 2 5 7 9 7 1 7 3 9 5 6 2 0 8 1 1 2 7 0 5 2 2 5 3 9 3 2 5 3 7 4 3 1 6 5 5 0 0 1 0 5 8 3 1 4 7 4 2 3 2 2 7 2 8 1 3 6 1 3 2 3 5 1 1 3 3 5 7 6 4 3 4 8 7 5 0 5 1 9 5 9 2 0 5 7 6 1 5 7 3 0 7 9 1 4 3 4 0 2 3 9 4 8 3 4 2 5 8 4 3 7 4 5 5 2 3 1 7 6 0 7 8 2 7 7 9 1 0 3 9 3 8 1 4 3 8 2 2 8 0 3 7 3 4 7 1 4 4 3 8 7 1 5 2 4 8 4 6 6 9 4 5 7 8 5 4 2 4 1 4 3 1 5 5 6 0 2 8 7 3 1 3 5 8 0 3 4 4 2 1 3 5 2 5 7 7 6 7 0 4 1 7 8 6 6 8 5 7 2 3 1 6 0 9 8 2 8 8 6 2 3 7 4 3 0 4 4 5 0 4 5 2 6 4 3 6 8 2 1 0 6 3 0 8 1 6 5 7 8 2 9 6 7 6 3 8 0 3 5 4 5 4 8 8 5 3 1 5 9 6 9 9 9 2 7 0 5 4 1 7 5 8 8 2 9 7 9 6 3 9 7 5 8 4 6 6 9 5 5 3 5 1 6 7 0 7 9 7 7 8 5 3 1 8 9 5 7 3 0 0 3 2 4 0 3 1 7 4 6 8 3 8 5 5 5 2 4 7 1 0 2 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 6 1 1 0 0 1 3 1 8 4 0 4 2 6 4 8 9 3 8 0 9 1 4 6 4 0 5 5 7 7 4 9 6 9 9 5 3 1 4 0 1 0 1 2 8 1 8 4 2 7 2 6 4 9 1 3 8 4 4 1 4 7 4 1 6 5 8 2 8 2 7 0 3 1 8 3 9 0 1 0 3 9 5 1 8 8 9 2 2 6 6 8 6 3 8 8 5 6 4 8 0 2 6 5 8 7 6 7 7 0 4 4 8 7 3 7 1 0 9 7 8 1 8 9 4 2 2 7 3 4 7 3 9 1 7 4 4 8 2 2 8 5 9 0 8 0 7 0 4 7 7 1 0 2 5 1 1 4 0 1 1 9 2 5 2 2 7 4 9 5 3 9 1 8 7 4 8 4 0 5 5 9 6 2 2 7 0 6 4 7 1 3 7 9 1 1 5 8 0 1 9 3 5 6 2 8 4 2 4 3 9 3 6 2 4 9 1 1 7 5 9 9 4 9 7 1 1 2 0 1 5 6 9 1 1 7 8 0 1 9 4 7 7 2 8 6 2 6 3 9 5 5 9 4 9 2 0 5 6 0 2 8 6 7 1 4 3 2 1 6 5 3 1 1 8 0 6 1 9 4 9 3 2 9 3 9 0 4 0 0 8 4 4 9 3 5 7 6 0 8 9 8 7 1 4 6 5 2 2 1 5 1 2 3 5 4 2 0 0 1 2 2 9 4 6 8 4 0 1 5 5 4 9 7 6 4 6 2 1 3 6 7 1 5 1 4 2 6 4 4 1 2 4 2 2 2 0 1 3 1 3 0 2 9 3 4 0 3 1 3 4 9 7 8 4 6 2 7 4 6 7 2 0 3 2 3 0 0 2 1 2 8 0 7 2 0 4 9 5 3 0 4 9 5 4 0 6 4 0 5 0 3 7 5 6 2 8 1 8 7 2 4 7 2 3 5 1 1 1 3 0 5 3 2 0 5 8 3 3 0 6 5 7 4 1 0 4 2 5 1 6 0 5 6 2 9 2 9 7 2 7 9 3 3 5 7 6 1 3 3 1 4 2 0 5 9 8 3 1 2 2 5 4 1 4 6 5 5 1 7 2 8 6 3 3 6 3 7 2 9 8 6 4 1 4 4 1 3 3 5 7 2 0 6 4 2 3 1 3 5 5 4 1 6 6 1 5 1 8 9 2 6 3 5 0 2 7 4 0 4 1 4 2 9 4 1 3 6 2 4 2 1 0 2 9 3 1 3 8 7 4 1 7 6 4 5 2 2 1 2 6 3 5 9 5 7 4 1 4 7 4 3 3 9 1 3 9 2 9 2 1 2 5 3 3 1 4 6 3 4 1 7 7 9 5 2 5 4 5 6 3 7 9 5 7 4 6 7 8 4 3 9 6 1 4 0 6 4 2 1 4 9 7 3 2 1 7 5 4 1 7 9 6 5 3 1 4 7 6 4 3 3 4 7 4 7 3 8 4 7 0 6 1 4 1 5 9 2 1 6 7 2 3 2 5 6 8 4 1 8 8 4 5 3 4 1 5 6 4 7 1 2 7 5 0 4 5 4 7 9 3 1 4 1 7 6 2 1 7 4 1 3 3 2 0 1 4 2 1 0 1 5 3 8 8 9 6 4 8 0 3 7 5 0 5 9 4 9 9 4 1 4 6 5 9 2 2 1 5 4 3 3 2 3 1 4 2 5 7 6 5 4 5 5 6 6 5 2 5 6 7 5 8 3 0 5 1 9 2 1 4 6 8 2 2 2 2 6 4 3 3 2 8 1 4 2 5 9 7 5 4 6 7 9 6 5 4 9 8 7 5 9 3 6 5 2 8 6 1 4 7 4 7 2 3 0 3 8 3 3 6 9 9 4 2 8 3 6 5 4 8 3 7 6 6 0 5 9 7 6 4 0 7 5 6 1 4 1 6 0 2 3 2 3 1 3 6 3 3 7 8 1 4 3 3 3 6 5 5 0 0 8 6 7 9 6 2 7 6 9 0 2 5 6 6 5 1 6 2 1 1 2 3 1 5 9 3 4 5 7 7 4 3 3 9 4 5 5 0 2 6 6 7 9 7 0 7 8 0 9 6 6 0 6 5 1 6 3 5 7 2 3 2 5 7 3 4 8 6 5 4 3 4 8 6 5 5 5 0 1 6 7 9 8 7 7 8 8 6 8 6 1 8 6 1 6 6 0 2 2 3 3 4 2 3 4 9 6 8 4 3 5 6 2 5 5 5 5 1 6 8 2 2 6 7 9 7 9 1 6 3 1 1 1 6 6 6 1 2 3 3 8 2 3 5 0 6 5 4 3 5 8 2 5 5 5 7 0 6 8 8 8 0 6 7 3 3 1 7 3 6 2 2 4 7 5 6 3 5 4 2 2 4 4 4 5 8 5 6 1 7 4 6 9 1 5 4 8 2 4 7 1 7 4 0 0 2 5 6 8 7 3 5 9 2 1 4 4 8 9 4 5 6 2 8 0 6 9 4 2 2 8 6 5 4 1 7 8 6 4 2 5 7 4 1 3 7 6 8 2 4 5 0 4 2 5 6 6 4 0 6 9 4 3 6 9 8 1 0 1 8 1 7 0 2 6 1 9 2 3 7 6 8 3 4 5 8 7 5 5 6 9 0 9 6 9 8 3 8 9 9 7 3 1 8 2 2 9 2 6 2 2 0 3 8 0 3 1 4 6 0 2 5 5 7 6 1 4 6 9 8 3 9 Næstu útdrættir fara fram 9. júlí, 16. júlí, 23. júlí & 30. júlí 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.