Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Banaslys í Vopnafirði
Maður lést þegar flugvél brotlenti
í Vopnafirði síðdegis í gær. Tveir
menn voru um borð í flugvélinni,
sem var fjögurra sæta einkaflugvél.
Hinn maðurinn var fluttur þungt
haldinn með sjúkraflugi til Reykja-
víkur. Vélin brotlenti skammt frá
Selá í Vopnafirði, aðeins steinsnar
frá veiðihúsi við ána. Ferðinni var
heitið til Mosfellsbæjar. »2
Bankahrunið er risavaxið
Íslenska bankahrunið árið 2008 er
stærra en hrun bæði Enron og
WorldCom fyrirtækjanna, en það
eru tvö stærstu gjaldþrotamál í sögu
Bandaríkjanna. »Forsíða
Ljón í vegi borholunnar
Unnið er að því að styrkja borhol-
una við Kröflu með því að tvöfalda
stálfóðringu í henni. Mörg ljón eru í
veginum áður en hægt verður að
virkja aflið í holunni. »4
Staksteinar: Vítahringur skattanna
Forystugreinar: Krónan í forgrunni
Of afdráttarlaus lög?
Pistill: Reykjavík B15 Íssól
& Lausnir.is
Ljósvakinn: Morguntrukk með mýkt
UMRÆÐAN»
Ábyrgð kjörinna fulltrúa
Af hverju er rækjukvóti á línuskipi?
Þjóð í þrengingum
Icesave=ESB
Hraðlest fjölskyldunnar
Nýtt ekki alltaf betra
Óstöðvandi söluhrun á atvinnubílum
Náði 117 km á reiðhjóli
BÍLAR»
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-.,
+/,-01
*/0-,0
+2-30*
*0-33+
*,-.34
**,-1.
*-2/,3
*04-4+
*11-0
5 675 +# 89: +//0
*+,-1,
+/1-.1
**/-/*
+2-0,*
*0-0.*
*,-422
**1-/1
*-2*/,
*0,-*
*13-.
+2/-./.0
&;<
*+1-/,
+/1-01
**/-22
+.-/2*
+/
*,-43*
**1-.
*-2*..
*0,-,3
*13-0
Heitast 20°C | Kaldast 12°C
Hæg norðaustlæg
átt. Dálítil rigning
austantil, smá skúrir
N-lands en annars
skýjað með köflum. »10
Sex bækur hljóta
nýræktarstyrki
Bókmenntasjóðs og
má þar finna ljóð,
örsögur og barna-
bók. »36
BÓKMENNTIR»
Útgáfa
styrkt
FÓLK»
Megan Fox vill húðflúr-
aða karlmenn. »43
Suma sjónvarps-
þætti, t.d. Lost, ætti
ekki að teygja í
margar þáttaraðir,
að mati Birtu
Björnsdóttur. »40
AF LISTUM»
Ein þáttaröð
eða fleiri?
TÓNLIST»
Miðar á Hróarskeldu
seldust ekki upp. »41
ÍSLENSKUR AÐALL»
Bergur Ebbi væri til í að
hitta Berlusconi. »37
Menning
VEÐUR»
1. Flugslysið rannsakað
2. Flugslys við Vopnafjörð
3. Launalausir vegna mistaka …
4. Rauðri málningu skvett á hús …
Íslenska krónan styrktist um 0,4%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Hugsjónamaður Þorsteinn Lár Ragnarsson ásamt vinum sínum á sumarhátíðinni í Rjóðrinu.
Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur
svanbjörg@mbl.is
MIKIÐ fjör var á hinni árlegu sum-
arhátíð í Rjóðrinu í gær, en Rjóðrið
er hvíldarheimili fyrir langveik, fötl-
uð börn.
Frumkvöðull hátíðarinnar er ung-
ur hugsjónamaður og fyrrverandi
starfsmaður þar, Þorsteinn Lár
Ragnarsson. „Ég hafði tengsl við
íþrótta- og tónlistarheiminn því ég er
í hljómsveitinni XXX Rottweiler-
hundum og því hægur vandi að fá
skemmtikrafta og skipuleggja hátíð,“
segir Þorsteinn.
Styrktarsjóður og fótboltaferð
Ekki vill Þorsteinn eigna sér allan
heiðurinn. Vinur hans Guðjón Guð-
mundsson markaðsstjóri hjá Vífilfelli
og Grétar Rafn Steinsson landsliðs-
maður í fótbolta standi í þessu með
honum. Þeir félagar hafa einnig und-
anfarin þrjú ár boðið einu „Rjóð-
urbarni“ ásamt fjölskyldu í fótbolta-
ferð til útlanda. „Við fórum núna í
apríl til Bolton í Bretlandi að heim-
sækja Grétar sem spilar þar. Grétar
er mikill hugsjónamaður og hefur
gert margt gott sem enginn veit af.
Hann borgaði t.d. ferðina og uppi-
hald fyrir alla. Ég vil segja frá þessu
því þetta gæti hvatt aðra til að láta
gott af sér leiða“, segir Þorsteinn.
Þeir félagar láta ekki þar við sitja og
eru að stofna styrktarsjóð fyrir
Rjóðrið.
Lætur mér líða vel í hjartanu
Þorsteinn segir það hafa verið til-
viljun, eða kannski örlög, að hann fór
að starfa með börnum sem þurfa að-
stoð. „Ég var í skóla og vantaði auka-
vinnu. Mér var bent á að hægt væri
að fá starf við liðveislu. Mér fannst
það hljóma vel þar sem börn eru
skemmtilegasta fólkið. Eitt leiddi af
öðru og mér var boðin vinna í Rjóðr-
inu. Þessi vinna breytti mér svo mik-
ið og fékk mig til að hugsa öðruvísi.“
Aðalstarfi Þorsteins núna er á
Hótel Keili í Keflavík sem er rekið af
fjölskyldu hans og einnig er hann
framkvæmdastjóri körfuknattleiks-
deildar Keflavíkur. Hann ætlar þó
ekki að hætta að sinna hugsjónum.
„Það er svo gaman að geta gert
þetta. Krakkarnir verða svo glaðir og
það lætur mér líða eitthvað svo vel í
hjartanu“, segir Þorsteinn og er þar
með rokinn að skemmta sér með vin-
um sínum í Rjóðrinu.
Að láta gott af sér leiða
Mikið fjör á ár-
legri sumarhátíð í
Rjóðrinu í gær
„ÞETTA er ákveðið. Ég hef gegnt starfi formanns
SÍM í sjö ár og er alveg tilbúin til að takast á við fólk
utan félagsins. En þegar ég hef ekki stuðning innan
félagsins og maður úr stjórn SÍM skrifar undir gagn-
rýni á bókun okkar, þá finnst mér kominn tími til að
einhver annar taki þetta að sér,“ segir Áslaug
Thorlacius formaður SÍM, Sambands íslenskra mynd-
listarmanna.
Í grein sem hún ritar í Morgunblaðið í dag og í
viðtali, kveðst hún hafa ákveðið að láta af störfum
formanns sambandsins í kjölfar bókunar sem hún
gerði og umræðu í kjölfarið síðustu daga um val á
Borgarlistamanni Reykjavíkur 2009. | 22 og 36
Áslaug hættir í kjölfar um-
ræðu um Borgarlistamann
Áslaug
Thorlacius
FH-INGAR fóru áfram hamförum í úrvalsdeild karla í
fótboltanum í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þjálf-
aralausa Valsmenn, 5:0, að Hlíðarenda. FH-ingar, undir
stjórn Heimis Guðjónssonar, hafa nú skorað 22 mörk í röð
í deildinni án þess að andstæðingar þeirra hafi náð að
svara fyrir sig. Hafnfirðingarnir eru með níu stiga forskot
á KR-inga, sem misstu tvö dýrmæt stig úr höndunum í
uppbótartíma gegn Stjörnunni í gærkvöld en Garðbæing-
arnir jöfnuðu þá metin, 1:1.
KR-ingurinn Guðmundur Benediktsson er sterklega
orðaður við þjálfarastöðuna hjá Val en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hafa Valsmenn óskað eftir því við
KR-inga að fá að ræða við hann um starfið. | Íþróttir
FH hefur skorað 22 mörk
án svars frá andstæðingum
Heimir
Guðjónsson
Hvað er Rjóðrið?
Heimilislegt hvíldar- og endurhæf-
ingarheimili fyrir 8-10 langveik og
fötluð börn.
Hvaða þjónustu og skemmtun fá
börnin?
Börnin fara í sjúkraþjálfun, sund, fá
nudd, áhersla er á skapandi starf og
söng og tónlist. Þarna starfa sjúkra-
og þroskaþjálfar, hjúkrunarfræðingur,
nuddari, tónlistarkennari og leikskóla-
kennari og læknir.
Er hægt að verða að liði?
RKÍ er með sjálfboðaliðastarf sem
menntaskólakrakkar sinna og sér-
þjálfaðir hundar heimsækja börnin.
Þorsteinn Lár stofnar í ágúst styrkt-
arsjóð Rjóðursins.
S&S
SKOÐANIR»