Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
ÞORPIÐ St. Marc sur Mer á vest-
urströnd Frakklands er ekki lengur
merkt inn á vegaskilti og eru íbúar
þess bálreiðir yfir þessu. Grínleik-
arinn og leikstjórinn Jacques Tati tók
upp eina ástsælustu gamanmynd
franskrar kvikmyndasögu í þorpinu,
Les vacances de Monsieur Hulot, eða
Hr. Hulot fer í sumarfrí, og er sú
mynd löngu orðin sígild.
Mynd Tati kom þorpinu á kortið
svo að segja og gerði að vinsælum
stað að heimsækja en nú hafa yfirvöld
í bænum St. Nazaire tekið þá ákvörð-
un að fjarlægja nafn þess af fjölda
vegaskilta. Þorpið er í raun úthverfi
þess bæjar og heyrir því undir þá
bæjarstjórn. Yfirvöld í bænum hafa
bent á þetta sem rök fyrir því að hafa
nafn bæjarins ekki á skiltum lengur.
Nýju vegaskiltin, þau sem eru án
þorpsins góða, hafa mörg hver verið
skemmd í mótmælaskyni og var
mörgum þeirra gömlu stolið áður en
skipt var um mánudaginn sl. Dom-
inique Guiet, einn þorpsbúa, segir
íbúa afar stolta af því hlutverki sem
þorpið skipar í franskri menning-
arsögu, en móðir hans fylgdist með
Tati taka myndina árið 1951. Það hafi
sín sérstöku einkenni og siði sem geri
það ólíkt öðrum sólarströndum og
sumarleyfisstöðum á vesturströnd
Frakklands.
Það þykir kaldhæðnislegt að á
sama tíma og nafn þorpsins er tekið
af vegaskiltum sé verið að gefa út
nýja og endurbætta útgáfa af kvik-
myndaperlu Tatis. Sumar perlur eru
pússaðar en aðrar faldar fyrir um-
heiminum.
Þorp hr.
Hulot
fjarlægt
St. Marc sur Mer
ekki á vegaskiltum
Tati Í hlutverki Hulot á ströndinni.
Í KVÖLD kl. 20.30 verða
haldnir tónleikar í Lögmanns-
hlíðarkirkju og eru tónleikarn-
ir þeir fyrstu af þrennum í tón-
leikaröð sem nefnist
Kvöldtónar á Akureyri. Á efn-
isskránni eru: Flautukvartett í
C-dúr eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, A touch of Armadillo
eftir Árna Egilsson, Ótta eftir
Skúla Halldórsson og þrjú
smáverk eftir Hildigunni Rún-
arsdóttur.
Flytjendur á tónleikunum eru Petrea Ósk-
arsdóttir, flauta; Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla;
Eydís Úlfarsdóttir, víóla; Ásdís Arnardóttir, selló.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Tónlist
Kvöldtónar
á Akureyri
Í náttúrunni
Flytjendurnir.
UM helgina opnaði Hrönn Ax-
elsdóttir ljósmyndasýningu í
Listasal Mosfellsbæjar. Hrönn
hefur unnið að verkefninu í
mörg ár, ferðast um landið, tal-
að við fólk og tekið ljósmyndir
af álagablettum og híbýlum
huldufólks Viðfangsefnið er
margþætt: trúin á huldufólk er
þar efst á blaði og þau áhrif
sem þessi trú hefur haft á fólk
og umhverfi. Þegar fólk flytur
úr heimahögum sínum gleymist smám saman
vitneskjan um álagabletti og híbýli huldufólks,
eins og segir í fréttatilkynningu. Hrönn notaði
svokallaða Pinhole myndavél við myndatökurnar.
Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Ljósmyndir
Huldufólk og
álagablettir
Ljósmyndarinn
Hrönn Axelsdóttir
LIND Völundardóttir opnaði
um helgina sýninguna Bleikt
með loftbólum á Café Karól-
ínu 4 á Akureyri.
Lind sem er fædd í Reykja-
vík árið 1955 er kjólameistari,
myndlista- og textílkona og
hefur að eigin sögn verið svo
lánsöm að geta framfleytt sér
á kunnáttu sinni með iðkun og
kennslu. Verkin á sýningunni
eru hluti af stærra verki þar
sem myndlist og textíl skarast. Verkið er unnið
út frá ferli í litun á textíl. Sýningin stendur til 31.
júlí en þá tekur Þórgunnur Oddsdóttir við í sýn-
ingaröð Café Karólínu sem er í umsjón Hlyns
Hallssonar.
Myndlist
Bleikt með
loftbólum
Laxableikt Eitt
verka Lindar.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Í LISTASAFNI Árnesinga í Hvera-
gerði hefur verið opnuð sýningin And-
ans konur – Gerður Helgadóttir, Nína
Tryggvadóttir, París – Skálholt. Út-
gangspunktur sýningarinnar er fund-
ur þessara öflugu listakvenna í Skál-
holti á sviði gler- og mósaíklistar.
Tveir snertifletir
„Þessar tvær sterku íslensku
myndlistarkonur eiga tvo snertifleti,“
segir Inga Jónsdóttir safnstjóri Lista-
safns Árnesinga. „Þær eru hvor af
sinni kynslóðinni en mætast í Skál-
holti. Glergluggar kirkjunnar eru eftir
Gerði og altaristaflan er eftir Nínu.
Hinn snertiflöturinn er París en þar
bjuggu þær báðar á sjötta áratug síð-
ustu aldar. Það var því ánægjulegt að
fá Ásdísi Ólafsdóttur listfræðing sem
nam og býr í París að sýningarstjórn-
uninni og hún hefur valið verk af kost-
gæfni og unnið ákaflega fallega og
áhugaverða sýningu. Í sýningarskrá
sem gefin er út í tengslum við sýn-
inguna ritar hún einnig grein um þær
Gerði og Nínu þar sem fram kemur
hvernig hún hefur byggt sýninguna
upp.“
Verk sýnd í fyrsta sinn
Á sýningunni er mikill fjöldi vinnu-
teikninga listakvennanna, auk mál-
verka, höggmynda, klippimynda,
vatnslitamynda og glerverka sem
mörg hafa ekki verið sýnd áður og
spanna feril listakvennanna frá sjötta
áratugnum til æviloka þeirra. „Þarna
eru til dæmis vinnuteikningar Gerðar
að gluggunum í Skálholti og dóttir
Nínu lánaði okkur verk sem sýna
hugmyndaþróunina við gerð altaris-
töflunnar,“ segir Inga.
Á sýningunni er einnig að finna
verk frá Parísarárum lista-
kvennanna. Í enn öðrum sal eru verk
sem þykja vera lýsandi fyrir innri leit
Gerðar og Nínu. „Þær unnu verk fyr-
ir kirkjur en bundu sig ekki bara við
kristni,“ segir Inga. „Nína kynnti sér
zen-búddisma og Gerður kynnti sér
dulspeki. Í síðustu verkum þeirra
birtist ró og yfirvegun sem ber vott
um sátt fullþroska listamanns sem er
í tengslum við andleg efni.“
Samspil ljóss og lita
Að auki gefur að sjá myndasýningu
úr Skálholtskirkju eftir Salbjörgu
Ritu Jónsdóttur. „Þessar ljósmyndir
gefa tilfinningu fyrir andrúmslofti
staðarins og því magnaða samspili
ljóss og lita sem gluggar og mósaík
skapa. Þetta er ennfremur sýn ungr-
ar listakonu á verk Gerðar og Nínu,“
segir Inga.
Sýningin stendur til 27. september.
Snertifletir í Skálholti
Altaristaflan Nokkur verkanna sýna hugmyndaþróun við gerð töflunnar.
Gerður Helgadóttir og Nína
Tryggvadóttir voru meðal frum-
kvöðla í íslenskri abstraktlist á
20. öld, Nína á sviði málara-
listar og Gerður í höggmynda-
list. Þær létust báðar langt um
aldur fram, Gerður 47 ára og
Nína 55 ára.
Gerður og Nína
og túlkun gagnrýnnar vitundar. Hvert er ráð-
rúm nútímamannsins, hvar liggja valkostir
hans og verustaðir? Er hann „kúaður“ af nú-
tímanum, mótaður í form jórturdýrs af menn-
ingariðnaðinum, og svo leiddur velfóðraður og
meinlaus á básinn sinn, bás kapítalismans? Það
að bönd kúa og menningar séu raunveruleg, og
að gegnumlýsandi skoðun á þeim sé áríðandi er
í öllu falli einlæg sannfæring aðalsöguhetju
bókarinnar, menningarfræðingsins Gests, sem
nýkominn til Íslands úr námi vinnur að kvik-
myndahandriti um íslensku kúna fyrir Bænda-
samtök Íslands. Háfleygar hugmyndir Gests
um heimssögulegt mikilvægi kýrinnar sam-
rýmast þó illa stöðluðum og afar jarðbundnum
hugmyndum aðstandenda myndarinnar en þá
er heldur ekki úr vegi að ímynda sér að kúa-
fræðin, eins og þau birtast í löngum einræðum
sögumanns, séu síður hugsuð sem gangvirki
fróðlegrar og hefðbundinnar heimildamyndar
en að þau séu birtingarmynd róttækrar tilvist-
arkreppu, kreppu sem í vissum skilningi nær út
fyrir einkatilvist menningarfræðingsins Gests
til að leggja undir sig „peningaverstöðina Ís-
land“ þar sem „Glitnisfjármögnuð umferðin“
mótar umhverfið og þar sem „þjóðaríþróttin
Er „ekki nútíma-manninummarkaðurþröngur bás líkt
og kúnni?“ Spurning þessi
fer býsna nærri því að
kjarna þematískt viðfangs-
efni annarrar skáldsögu
Bergsveins Birgissonar,
Handbók um hugarfar kúa,
en í verkinu er menning-
arfræðileg rannsókn á tengslum mannlífs,
menningar og kúa sviðsett og notuð sem um-
gjörð fyrir vangaveltur um Ísland í fortíð og
nútíð, sem og hvernig lífinu undir oki nútíma-
legrar siðmenningar vindur fram í meðförum
snýst um að svindla á samfélaginu“. Bókin
fjallar með öðrum orðum um Ísland fyrir hrun
og brugðið er upp afar gagnrýnni mynd af
þeirri blindu þursadýrkun sem þar viðgekkst.
Fleira er þó undir, sögumaður hneigist allmikið
til að velta fyrir sér stóra samhenginu og er þá
oft skemmtilega forn í hugsun, gagnrýni Plat-
óns á skriftækni endurómar t.d. í huga hans
þegar hann veltir fyrir sér geymsluhæfi usb-
kubba, sæmdarkerfi miðalda skýrir dræmar
atvinnuhorfur nýdoktora í hugvísindum og, líkt
og Laxness gerir í Alþýðubókinni, beitir Gestur
fyrir sig trúarfræðilegri greiningu á auglýs-
ingar fyrir hreinlætisvörur til að sýna hversu
lítið hefur í raun breytist í „hugarfjósi“ mann-
skepnunnar í aldanna rás. „Menningarfræði“ af
þessu tagi er ríkur þáttur í verkinu, höfundur
leyfir sér óhræddur að „jórtra“ á hugmyndum
og fræðikenningum, stundum af fullri alvöru að
því er virðist, oft með mikilli kaldhæðni og
kímni, en iðulega með geislandi glæsibrag og
hugmyndaauðgi. Reyndar er óhætt að fullyrða
að þessi skáldsaga Bergsveins er fyndnasta ís-
lenska skáldverk sem ég hef lesið um langt ára-
bil, en um leið er hún grafalvarleg, að mörgu
leyti harmræn, og hún er tímanleg í besta
skilningi þess orðs – hún gagnrýnir samtímann
frá sjónarhorni predikarans, þetta er eins kon-
ar fjallræða kúfræðingsins, að því gefnu að kú-
fræðingurinn sé innvígður jafnt í forníslensk
fræði, sögusýn Webers, póststrúktúralíska
heimspeki og klassíska gagnrýni á afþreying-
ariðnaðinn og vélamenningu nútímans.
Donkíkótískur kúreki hugarfjóssins
Skáldsaga
Handbók um hugarfar kúa
Bjartur. Reykjavík. 2009. 288 bls.
BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Kýrskýrt Bergsveinn Birgisson er með ger-
valla hugmyndasögu Vesturlanda undir í
H́andbók um hugarfar kúa.
Sýning á verkum Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadótt-
ur í Listasafni Hveragerðis
Gerum þetta fyrst
og fremst til að
skemmta okkur. Og sá
andi ratar á endanum til
hlustandans. 29
»