Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 23
Velvakandi 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞETTA VAR
FRÁBÆR
HUGMYND,
TONTO! ÞAÐ Á
ENGINN EFTIR AÐ
ÞEKKJA OKKUR
Í ÞESSUM
DULARGERVUM
ÚGH!
MÉR FINNST FRÁBÆRT HVAÐ ÞÚ
OG GRETTIR NÁIÐ VEL SAMAN
VIÐ ERUM NÆSTUM EINS OG
STOLTIR FORELDRAR...
FYRIR UTAN ÞAÐ AÐ BARNIÐ ER
FEITT, APPELSÍNUGULT OG LOÐIÐ
BARNIÐ
ER
SVANGT
LÍFIÐ
MITT ER
LITLAUST
ALLT SEM
ÉG SÉ HEF ÉG
SÉÐ ÁÐUR
ÉG VERÐ AÐ
GERA EITT-
HVAÐ NÝTT
BÍLAR KEYRA Í ÞAÐ
MINNSTA MUN HÆGAR UM
GÖTUNA NÚORÐIÐ
MÉR SÝNIST SNATI
VILJA HLUTA AF
KJÚKLINGNUM ÞÍNUM
OG HANN ER
AUGLJÓSLEGA TILBÚINN
AÐ BERJAST
Æ, NEI... HVAÐ ÆTLAR
MAMMA EIGINLEGA AÐ
ÆFA MAGADANS LENGI?
ÖRUGGLEGA MJÖG
LENGI, MIÐAÐ VIÐ
ÞAÐ HVAÐ HÚN
SKEMMTIR SÉR VEL
TAKK FYRIR AÐ
LOSA MIG VIÐ
SIMON KRANDIS,
ELSKAN
MÍN VAR
ÁNÆGJAN
MUNDU AÐ ÞÚ
GETUR ALLTAF NOTAÐ
ARMBANDIÐ EF ÞÚ
LENDIR Í VANDRÆÐUM
LÁTUM OKKUR
SJÁ... ÉG
ÝTI BARA Á
HJARTAÐ OG...
GET ÉG
AÐSTOÐAÐ?
MÉR SÝNIST
ÞAÐ VIRKA
JARÐHITASVÆÐIÐ við Námafjall er eitt fjölsóttasta hverasvæði á Ís-
landi, enda eitt stórkostlegasta háhitasvæði landsins. Ljósmyndari brá sér
norður í Mýrdalssveit og skoðaði hverina og veðrið var dásamlegt.
Morgunblaðið/Heiddi
Við Námafjall
Lélegt málfar í
Morgunblaðinu
SÚ VAR tíðin að
Morgunblaðið var
metnaðarfullur frétta-
miðill sem gaman var
að lesa. Málfar var yf-
irleitt í góðu lagi en í
seinni tið hefur mál-
fari blaðamanna hrak-
að stórlega. Nú er svo
komið að enginn ein-
asti dagur líður án
þess að ég reki mig á
villur af ýmsu tagi á
síðum blaðsins. Slíkt
er, að mínu mati, al-
gerlega óviðunandi.
Það er ótrúlegt að á tímum at-
vinnuleysis hjá okkar menntaþjóð
skuli ekki vera hægt að fá blaða-
menn sem kunna að skrifa ís-
lensku. Hvað með alla íslensku-
fræðingana sem HÍ hefur
útskrifað undanfarin ár? Er ekki
hægt að fá þá í vinnu hjá Morg-
unblaðinu? Nefni hér fáein dæmi
um málvillur í blaðinu: Á bls. 4 í
fylgiblaðinu Land&Saga frá 3. júlí
stendur „… þeim sem langar í
styrju …“, einnig er í sama fylgi-
blaði margsinnis talað um hótel
sem eru sögð staðsett „í Hallorms-
stað.“
Um daginn var talað um „suður-
hluta vestanverðs Norðurlands“ í
Morgunblaðinu. Hvers lags orð-
skrípi eru þetta eiginlega? Var
ekki hægt að nefna landsvæðið
sínu rétta nafni? Í sama tölublaði
var mynd af svartskjóttum hesti
sem blaðamaður kallaði „svart-
hvítan hest.“ Kvikmyndir og ljós-
myndir geta verið svarthvítar en
ekki hestar. Svona mætti lengi
telja og hef ég talað við marga
sem eru sammála mér um þetta
efni. Ég skora hér með á ritstjórn
Morgunblaðsins að ráða hæfa
blaðamenn og reka
hina. Blaðið okkar á
að vera til fyrir-
myndar en ekki rusl-
blað. Góðar stundir.
Ingunn Sigmarsdóttir.
Er aðstoð nauð-
synleg?
ÉG VAR á gangi
framhjá Eskihlíð á
dögunum og fór
framhjá húsnæði
Fjölskylduhjálpar.
Líklegast hefur út-
hlutun verið í gangi.
Það var svolítið af
fólki fyrir utan að bíða og flestir
reykjandi. Á þeim tíma sem tók
mig að ganga fram hjá kveiktu
flestir sér í fleiri en einni sígar-
ettu. Mér er spurn, ef þetta fólk er
að bíða eftir matarhjálp væri ekki
hægt að láta á móti sér að kaupa
sígarettur og kaupa mat í staðinn?
Það er ábyggilega hægt að fá
margt fyrir því sem samsvarar
kostnaði sígarettupakka.
Annað sem sló mig var að hinum
megin við húsið stóð starfsfólk og
reykti. Finnst fólki það réttlætan-
legt að starfsfólk sé reykjandi og
umgangist matvörur eftir það?
Mér finnst það ekki alveg passa.
Óánægður borgari.
Enn af teiknurum
MÉR finnst Halldór fær teiknari
og skemmtilegur og harma þá
ádeilu sem hann fær frá aðdáend-
um Sigmunds.
Annar aðdáandi Halldórs.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður
vegna sumarlokunar. Hádegismatur af-
greiddur kl. 12-13.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa-
vinna kl. 9-16, félagsvist kl. 13.30, pútt-
völlur opinn.
Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, fótaað-
gerð, kaffi/dagblöð, matur, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Brids kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, kaffitár kl. 13.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur
með farþegum í Vestfjarðaferð á morgun
kl. 11 í Stangarhyl 4. Laust sæti fyrir einn
karlmann. Uppl. í síma 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Vegna sum-
arleyfa starfsmanna fellur öll starfsemi
niður til og með 31. júlí.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinnustofa opin, ganga kl. 10, matur kl.
11.40, félagsvist kl. 20.30, púttvöllurinn
opinn.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Myndlistarsýning Höllu Har. í Jónshúsi er
opin kl. 10-16.
Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin er op-
in kl. 9-14, matur kl. 12.
Hæðargarður 31 | Listasmiðja, morg-
unfjas, Stefánsganga, bankaþjónusta,
tölvur, púttvöllur, gáfumannakaffi, hug-
myndabanki o.fl. Félagsvist kl. 13.30 alla
mánudaga. Málverkasýning Erlu og Stef-
áns. Ljóðabók skapandi skrifa til sölu.
Þeir, sem vilja starfa á eigin vegum, vel-
komnir. S. 411-2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund, spjall og æfingar kl. 10.30, hand-
verks- og bókastofa opin kl. 11.30, kaffi-
veitingar kl. 14.30, söng- og samveru-
stund kl. 15. Fótaaðgerðast. opin, s.
552-7522.
Vesturgata 7 | Blöðin og kaffi í setu-
stofu kl. 9, handavinna kl. 9-15.30, leik-
fimi kl. 11 (júní – ágúst). Matur kl. 11.30
og kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir og hár-
greiðsla kl. 9-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg-
unstund kl.9.30, handavinnustofan opin,
spilað, stóladans. Fótaaðgerðastofan op-
in alla daga. Uppl. í síma 411-9450.