Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 16
16 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Landfestar ehf. óska eftir tilboðum í 2. hæð hússins Suðurlandsbraut 22. Hæð-
in ásamt bakhúsi er um 650 fermetrar og er skrifstofurými með vönduðum
innréttingum. Hæðin er laus til afhendingar. Tilboðum skal skila fyrir kl. 16:00
þann 17. Júlí nk. á skrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 22, 3. hæð. Landfestar
ehf. áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar eru veittar í símum 856 1414 og 856 1404.
Landfestar ehf. eru fasteignafélag í eigu Nýja Kaupþings banka. Markmið félagsins er að þróa
öflugt fyrirtæki á fasteignamarkaði. Félagið hefur til umráða um sextíuþúsund fermetra af
góðu húsnæði. Stærsti hluti þess er skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal helstu
leigutaka félagsins eru bæði ríkisstofnanir og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins
Landfestar ehf. • Sími 422 1400 • www.landfestar.is
TIL SÖLU - Suðurlandsbraut 22 - 2. hæð
AÐ UNDAN-
FÖRNU hafa ýmsir
íslenskir lögspekingar
skrifað greinar og
haldið því fram að al-
ger óþarfi hafi verið
fyrir íslenska ríkið að
taka á sig ábyrgðir
vegna íslenskra banka
erlendis. Þess í stað
hefði Ísland átt að
draga yfirvöld Hol-
lands og Bretlands, mögulega
ásamt æðstu stjórnendum ESB,
fyrir rétt og fá þau dæmd til
ábyrgðar fyrir gallaða löggjöf, sem
því miður hafi bitnað á þeim þegn-
um þeirra sem hófu viðskipti við ís-
lensku bankana. Sjálfsagt gengi
þessi málflutningur upp ef íslensk
stjórnvöld hefðu verið sjálfum sér
samkvæm allan tímann frá einka-
væðingu bankanna og staðfastlega
haldið því fram að þeir hafi síðan
verið einkabankar eingöngu á
ábyrgð eigenda sinna og því farið á
hausinn eins og hver önnur einka-
fyrirtæki. Kröfuhafar, innlendir og
erlendir, geti ekkert tilkall gert
nema í þær eignir sem í þrotabúum
þeirra finnist, og engar kröfur um-
fram það til íslenska ríkisins. Í
þessari stuttu grein verða færð rök
að því að því miður hafi ekki verið
því að heilsa að íslensk stjórnvöld
hafi verið sjálfum sér
samkvæm í þessum
efnum.
Icesave-netreikn-
ingum Landsbankans í
Bretlandi var hrundið
af stokkunum í októ-
ber 2006 með mikilli
auglýsingaherferð,
sem bar skjótan ár-
angur. Sú leið var valin
að hafa reikninga
þessa í útibúum en
ekki í dótturfyrirtæk-
inu, Heritable Bank,
að því er virðist vegna þess að með
því móti þurfti samkvæmt ESB-
reglum ekki að leggja fram trygg-
ingar fyrir innstæðum umfram
20.887 evrur á hvern reikning og
engar hömlur voru á fjárstreymi frá
útibúi til aðalbanka. Að baki þess-
um 20.887 evrum stóð hins vegar
ekki annað en Tryggingasjóður inn-
stæðueigenda, sem fé skyldi safnast
í smám saman með 1% álagi á
sparifjárinnstæður. Ríkissjóði við-
komandi lands bar engin skylda til
að ábyrgjast að þessi sjóður gæti
staðið við skuldbindingar, ef illa
færi. Þessi sjóður náði aldrei að
verða digrari en rúmir 19 milljarðar
króna meðan Icesave-reikningarnir
í Bretlandi og síðar Hollandi uxu
upp í 6-700 milljarða króna.
Í Bretlandi fóru menn að hafa
vaxandi áhyggjur af Icesave þegar
kom fram á árið 2008. Þá var efna-
hagsreikningur íslenskra fjármála-
fyrirtækja ellefu sinnum stærri en
landsframleiðsla á Íslandi. Í mars
hóf breska fjármálaeftirlitið við-
ræður við Landsbankann um færslu
Icesave-reikninganna úr útibúi
Landsbankans í London í dótt-
urbankann, Heritable. Reikning-
arnir yrðu þá á ábyrgð breska rík-
isins. Því miður fylgdu Bretar þessu
ekki eftir af nægilegri hörku og
Landsbankinn komst upp með að
sinna þessu ekki.
Viðbrögð Landsbankans voru
þau, að draga úr Icesave í Bretlandi
en færa sig yfir sundið til Hollands
og opna þar Icesave- reikninga í lok
maí 2008 og leggja jafnframt drög
að markaðssetningu sams konar
reikninga í ellefu öðrum löndum.
Hollenska fjármálaeftirlitið (DNB)
tregðast lengi vel við að veita
starfsleyfi. En strax 3. júlí fer það
fram á viðræður við íslenska fjár-
málaeftirlitið (FME) vegna áhættu-
sækni íslensku bankanna,sem það
telur sig hafa heimildir um að séu
þeir áhættusæknustu í heimi, og
þann 14. ágúst kemur hollensk
sendinefnd til Íslands til viðræðna
við fjármálaeftirlitið. Þar er þeim
sýnd skýrsla um að íslenska hag-
kerfið eigi ekki í neinum erf-
iðleikum og að engin sjáanleg vand-
ræði fylgi örum vexti bankanna.
Daginn eftir sendir FME tölvupóst
til DNB þar sem lýst er yfir undrun
yfir því að vilji sé til að stöðva inn-
lánatöku Landsbankans í Hollandi.
Engin ástæða sé til þess enda sé
staða Landsbankans heilbrigð.
Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og
Jón Daníelsson nefna þetta sem
dæmi um að of náið og of „kósí“
samband hafi myndast milli Fjár-
málaeftirlitsins og þeirra sem það
átti að hafa eftirlit með. Þann 27.
ágúst 2008 samþykkir Landsbank-
inn í viðræðum við hollenska seðla-
bankastjórann, Nout Wellink, að
flytja Icesave-reikningana inn í
dótturfélag og þar með undir hol-
lenska innstæðutryggingakerfið.
Hefði þeirri ákvörðun verið fram-
fylgt hefði Ísland ekki borið neina
ábyrgð á Icesave-innstæðunum í
Hollandi.
Á meðan þessu vatt fram í Hol-
landi kepptust íslenskir frammá-
menn við að eyða áhyggjum Breta
af Icesave-reikningunum með því að
gefa í skyn að íslenska ríkið ábyrgð-
ist þá – a.m.k. eins og alþjóðlegar
skuldbindingar krefðust. Þann 14.
ágúst lýsir viðskiptaráðuneytið ís-
lenska því svo yfir í tölvupósti til
breska fjármálaráðuneytisins, að
„það væri alveg skýrt að [Trygging-
arsjóði innstæðueigenda] ber að
greiða út kröfur allt að 20.887 evr-
um og því mundi stjórnin ávallt
leita eftir láni til þess að sjóðurinn
greiði út það lágmark“. Með þessari
yfirlýsingu er kirfilega búið svo um
hnútana að íslensk stjórnvöld
ábyrgist að nægilegt fé verði í
Tryggingasjóði innstæðueigenda til
að fullnægja evróputilskipuninni. Í
framhaldi af þessu á breski fjár-
málaráðherrann, Alistair Darling,
svo fund með íslenska við-
skiptaráðherranum, Björgvin G.
Sigurðssyni, í Lundúnum þann 2.
september 2008. En þrátt fyrir yf-
irlýsinguna frá 14. ágúst er Darling
órótt og „óskin um færslu Icesave í
dótturfélag var orðin að hreinni
kröfu.“ Og enn er áhyggjum og ósk-
um Breta í engu sinnt.
Þegar Icesave er sett í þetta sam-
hengi eftir tiltækum heimildum,
verður ekki séð að við getum sett
okkur á háan hest gagnvart Bretum
og Hollendingum og ESB. Lands-
bankinn og íslensk stjórnvöld fengu
hvert tækifærið af öðru til að víkja
þessum eitraða Icesave-kaleik frá
sér, en hummuðu það fram af sér
og frestuðu aðgerðum þar til spila-
borgin hrundi. Setning neyðarlag-
anna gerði svo líklega útslagið á að
ábyrgðin féll að fullu á ríkissjóð.
Því verða að teljast hverfandi lík-
indi á því að íslenska ríkið gæti eftir
framangreinda frammistöðu sína
unnið mál vegna Icesave-reikning-
anna gegn Bretum og Hollend-
ingum fyrir alþjóðagerðardómi eða
Alþjóðadómstólnum í Haag.
Efni greinarinnar er að verulegu leyti
byggt á bók Guðna Th. Jóhannessonar,
Hrunið, svo og grein Þórðar Snæs Júl-
íussonar, mbl. 21. júní 2009.
Meira: mbl.is/greinar
Icesave
Eftir Ólaf
Hannibalsson
»Komu Landsbank-
inn, Fjármálaeft-
irlitið og önnur íslensk
stjórnvöld í veg fyrir að
Icesave-reikningarnir
færðust á ábyrgð
breskra og hollenskra
yfirvalda?
Ólafur Hannibalsson
Höfundur er blaðamaður.
BRYNDÍS Schram,
fyrrv. sendiherrafrú,
hefur við nokkur til-
felli tjáð sig um skóla-
kerfið og kenn-
aramenntun í
Finnlandi en hún telur
hvort tveggja til fyr-
irmyndar. Bryndís
virðist álíta að sá ár-
angur sem finnskir
nemendur hafa náð í
alþjóðlegum prófum sé að miklu
leyti þeirri staðreynd að þakka að
kennarar þeirra séu með svo miklu
meiri menntun en íslenskir kenn-
arar (sbr. Mbl. 29.6. 2009, bls.15).
Mismunandi leiðir í kenn-
aramenntun
Í Finnlandi skiptist kennara-
menntun frá fornu fari í tvær
brautir: bekkjarkennaramenntun
og menntun í fagkennslu. Að-
alreglan var sú að þeir kennarar
sem útskrifuðust úr Kennarahá-
skóla (nú menntunarfræðadeild há-
skólans) máttu ekki kenna ofar en í
ellefu ára bekk. Eftir það tók við
fagkennari, sem hafði háskólapróf í
sínu fagi auk þess að hafa lært
kennslufræði með tilheyrandi æf-
ingakennslu. Hér á landi aftur á
móti hafa þeir sem útskrifast úr
Kennaraháskóla Íslands haft rétt-
indi til að kenna á öllum stigum
grunnskólans. Því hefur þekking
einstakra fagkennara verið mjög
mismunandi.
Aukamenntun vegna atvinnu-
leysis
Kennaramenntun hefur tekið
breytingum bæði hér á landi svo og
í Finnlandi. Þar sem áður fyrr
nægði lægra háskólapróf er nú
krafist meistaraprófs. Ef finnskur
fagkennari hefur ekki tekið
kennslufræði sem hluta af meist-
araprófi sínu þarf hann að bæta við
sig 35 einingum í þessum fræðum.
Nemar úr bekkjarkennarabraut
öðlast aftur á móti kennsluréttindi
strax að námi loknu. Mikil sam-
keppni um lausar stöður hefur svo
leitt til þess að margir
hafa bætt við sig námi
og öðlast réttindi bæði
sem bekkjarkennarar
og fagkennarar.
Meira er nám en
bókalærdómurinn
Þau alþjóðlegu próf
sem yfirleitt er vitnað
í þegar árangur nem-
enda er borinn saman
eru læsi og stærð-
fræði. En börn geta
lært ýmislegt sem að
gagni kemur og ekki er mælt á
prófum. Íslensku nemendurnir
sýna almennt mikið frumkvæði.
Þeir læra að treysta sjálfum sér og
eigin færni. Þessir eiginleikar geta
fleytt manni betur áfram en ein-
tómur bókalærdómur og má ekki
vanmeta.
Aðrar áherslur í ástundun
En það er fleira sem hangir á
spýtunni: Hér á landi hefur viðhorf
til náms verið allt annað en í Finn-
landi. Finnskir foreldrar leggja al-
mennt mikla áherslu á að börnin
stundi námið vel og menntist. Ekki
síður er lögð áhersla á góða
ástundun því að nemendur fá sér
einkunn í virkni og vinnusemi og
telst þá snyrtilegur frágangur
verkefna til þeirrar einkunnar. Auk
þess er gefin einkunn í hegðun.
Börnin sjálf vita að ætlast er til að
þau standi sig.
Hér á landi hefur þróunin aftur á
móti orðið sú að með lengingu
skólaársins þykir mörgum for-
eldrum sjálfsagt og eðlilegt að taka
börnin úr skóla og fara með þau í
frí á miðju skólaári. Að mínu áliti
sýnir þetta glöggt hve lítið for-
eldrum finnst varið í skólanámið.
Það eykur varla metnað barna
þeirra og hlýtur að draga úr virð-
ingu nemenda fyrir skóla og grafa
undan starfi kennara.
Sanngjörn og upplýst umræða
nauðsynleg
Ekki er hægt að skýra frá öllum
hliðum málsins í stuttri blaðagrein
en nauðsynlegt er að upplýst um-
ræða fari fram svo að einnig leik-
menn skilji um hvað er verið að
ræða. Sjálf hef ég til dæmis furðað
mig á því að aldrei hefur verið
nefnt hversu miklu víðtækara ís-
lenska stúdentsprófið er en sam-
svarandi próf annars staðar.
Ósanngjarrnt er því að bera ein-
vörðungu saman lengd kenn-
aranámsins án þess að taka tillit til
undanfara þess.
Almennt séð eru íslenskir stúd-
entar miklu þroskaðri og búa við
meiri færni en nýstúdentar t.d. í
Finnlandi. Út frá finnska módelinu
getur maður því spurt hvort skyn-
samlegra hefði verið að breyta
áherslum í kennaranáminu frekar
en lengja það um tvö ár.
Fleiri ár, meiri kostnaður
Nú hefur verið tekin ákvörðun
um að lengja kennaranámið í fimm
ár hér á landi. Í Finnlandi fá nem-
endur námsstyrk sem ríkið borgar
allan námstímann og því geta þeir
útskrifast skuldlausir. Hér á landi
eru þeir með skuldabagga náms-
lána á sér. – Eru stjórnvöld tilbúin
að hækka laun kennara um það
sem samsvarar kostnaði þessara
tveggja viðbótarára?
Íslenskir grunnskólakennarar
starfa undir miklu álagi. Þeir gera
sitt besta við þær aðstæður sem
hafa skapast. Ekki er nóg að benda
á kennaramenntun einvörðungu.
Allt viðhorf til skólastarfs og
menntunar þarf að breytast ef ís-
lenskir nemendur eiga að ná betri
árangri í þeim alþjóðlegu prófum
sem hér var vitnað í.
Um ágæti skólanna
og mikilvægi menntunar
Eftir Marjöttu
Ísberg » Þróunin hefur orðið
sú að með lengingu
skólaársins þykir mörg-
um foreldrum sjálfsagt
að taka börnin úr skóla
og fara með þau í frí á
miðju skólaári.
Marjatta Ísberg
Höfundur hefur kennt á grunn-
og framhaldsskólastigi í Finnlandi
og á Íslandi og hefur kennsluréttindi
í báðum löndum.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
alla útgáfudaga aðsendar um-
ræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að
hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni,
í bréfum til blaðsins eða á vefn-
um mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna
viðburði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Formið er
undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við
greinum sem sendar eru í tölvu-
pósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gefin
er upp fyrir hvern efnisþátt en
boðið er upp á birtingu lengri
greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina