Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teikni- mynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 „Þetta er góð skemmtun með góð skilaboð og hentar ungum sem öldnum” - Ó.H. T., Rás 2 MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS! OG NÚNA LÍKA Í 3D ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 10 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL THE HANGOVER LÚXUS VIP kl. 3:40 - 5:50 TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10 ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D L STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „LIÐIÐ var upphaflega stofnað árið 2002, og þeir voru sjö þá. Enginn upprunalegra meðlima er hins vegar í liðinu í dag,“ segir Andri Örn Gunnarsson, einn fimm liðsmanna tölvuleikjaliðsins Seven. Liðsmenn eru allir rétt rúmlega tvítugir og hafa þeir spilað skotleikinn Counter Strike saman í um það bil fjögur ár. Þeir hafa tekið þátt í fjölmörgum mótum hér heima og erlendis, og gengið afar vel. „Við fórum til dæmis til London árið 2006 þar sem við lentum í fjórða sæti á einu stærsta móti Evrópu,“ segir Andri, en hinn 23. júlí næst- komandi fara þeir félagar til Bilbao á Spáni þar sem þeir taka þátt í móti sem kallast GameGune. „Þetta er haldið árlega og er mjög stórt mót. Það er líka hátt verðlaunafé, það fást um tvær milljónir fyrir fyrsta sætið, 1,5 fyrir annað og svo framvegis,“ segir Andri, en aðeins 32 fimm manna lið komast á mótið, og kom- ast því mun færri að en vilja. „Það er boðslisti, en svo er reynd- ar haldin undankeppni líka. En okk- ur var boðið af því að þeir vita hvað við erum góðir.“ Slógu atvinnumenn út Þeir félagar spila leikinn allir í einu, og hver og einn hefur sitt hlut- verk. „Svo æfum við eiginlega bara með erlendum liðum í gegnum netið. Án þess að ég hljómi of góður með mig þá erum við langbestir á Ís- landi,“ segir Andri, en þeir félagar hófu formlegar æfingar fyrir mótið fyrir tveimur vikum síðan. „Við æfum öll virk kvöld frá svona fimm til miðnættis, og gerum það al- veg þangað til við förum út. Það er mikið skipulag í kringum þetta, æf- ingaplan og svona,“ útskýrir Andri og bætir því við að til þess að verða góður í tölvuleiknum þurfi að spila mikið, fylgjast vel með og læra. En nú eru greinilega töluverðir peningar komnir í þetta, eru menn orðnir atvinnumenn í spilun tölvu- leikja? „Já, bestu liðin eru skipuð at- vinnumönnum, þau fá borguð mán- aðarleg laun fyrir að spila. Það eru stórir framleiðendur í tölvugeir- anum sem borga þau laun, til dæmis Intel, AMD og Dell.“ Og stefnið þið á atvinnumennsku? „Það er náttúrulega draumurinn. En það var annars rosalega gaman á mótinu í London, að þar slógum við út lið sem hefur atvinnu af því að spila þennan leik. Og eftir það mót fengum við nokkur tilboð, en þó ekk- ert sem okkur leist á. Við ákváðum að bíða aðeins.“ Aðspurður segir Andri að þeir fé- lagar eigi vissulega möguleika á sigri í Bilbao, en stefnan sé sett á fjögur efstu sætin. Allt annað væri mikil vonbrigði. Langbestir á Íslandi  Fimm Íslendingar taka þátt í móti þeirra bestu í tölvuleiknum Counter Strike á Spáni  Verðlaunaféð nemur milljónum króna xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Counter Strike Drengirnir hafa spilað leikinn í um það bil fjögur ár. Morgunblaðið/Ómar Engir tölvunördar Arnar Hólm Ingvarsson, Andri Örn Gunnarsson, Guðmundur Helgi Jónsson, Birgir Ágústsson og Brynjar Páll Jóhannsson. Drengirnir stefna allir á atvinnumennskuna í tölvuleikjaspilun. Liðsmenn Seven eru allir í fullu starfi og gera því fátt annað en að vinna, sofa og spila Counter Strike. „Ég vinn t.d. frá níu til fimm og fer þá beint að æfa til ellefu eða tólf. Þannig að þetta tekur svakalegan tíma. Það er vissulega gaman að æfa fyrir svona mót, en það tekur á að sitja fyrir framan tölvuskjá nán- ast stanslaust í tvo mánuði,“ segir Andri sem er sá eini í liðinu sem á kærustu. „Hún skilur þetta alveg, þetta er ákveðin ástríða hjá mér og ég reyni bara að gefa mér tíma til að gera hluti með henni,“ útskýrir Andri. Kærastan skilur þetta www.seven.is. YFIR 750.000 aðgöngumiðar á 50 tónleika Michaels Jackson í London verða endurgreiddir að fullu en kaupendum miðanna stendur einnig til boða að fá þá í hendur sem minja- grip. Jackson hannaði miðana sjálf- ur og gæti því mörgum aðdáand- anum þótt fengur í því að eiga miðann. Ríflega 90 milljónir dollara feng- ust með miðasölunni, um 11,4 millj- arðar króna. AEG Live virðist ætla að draga úr tapi sínu vegna andláts Jackson og afboðun tónleikanna með þessum valmöguleika, þ.e. að fá mið- ann í hendur sem safngrip í stað þess að fá hann endurgreiddan. 750 þúsund miðar end- urgreiddir Goðið Jackson í djörfum dansi. ALLEN Klein, sem var umboðs- maður Bítlanna og Rolling Stones um skeið, er látinn. Klein lést í fyrra- dag á heimili sínu í New York, 77 ára að aldri, en hann þjáðist af Alzheim- ers-sjúkdómnum. Klein kom víða við á ferli sínum sem spannaði rúm 50 ár, og þótti harður í horn að taka þegar kom að samningagerð í tónlistarbransanum. Klein sagði eitt sinn að John Len- non hefði ráðið sig til að gæta hags- muna Bítlanna því þeir þyrftu „há- karl til að halda hinum hákörlunum frá“. Umboðs- maður Bítl- anna látinn Allen Klein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.