Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 181. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «TIL SPÁNAR Á MÓT Í COUNTER STRIKE ÞEIR VITA HVAÐ VIÐ ERUM GÓÐIR «DAGLEGT LÍF Hundurinn Frosti var hringaberinn Jóhann Þórhallsson gerði út um bikarslag Fylkis og Fjarðabyggðar í fótboltanum í gærkvöld. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði þrennu. Íþróttir Varamaðurinn skoraði þrennu Jóhanna Ingadóttir vann besta af- rekið á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum og ÍR vann FH í hörkuspennandi einvígi félaganna á mótinu. Jóhanna vann besta afrekið Landsmót Ungmennafélags Íslands hefst á Akureyri á fimmtudaginn kemur. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og undirbúningurinn er á lokastigi. Allt á lokastigi fyrir Landsmótið Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GJALDEYRISHÖFTIN hafa reynst mikill hvalreki fyrir svokallaða „haftamiðlara“, sem beita margvíslegum brögðum til að hagnast á þeim mun sem er á gengi krónunnar í Seðla- bankanum annars vegar og í erlendum bönkum hins vegar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa einstakir aðilar hagnast um hundruð milljóna króna með þessum hætti og eru vísbendingar um að glæpamenn séu farnir að líta á gjaldeyr- isbrask sem sjálfstæða tekjulind. Mikilvægt er að gera greinarmun á löglegum gjaldeyrisviðskiptum og ólöglegum, en fjöl- margir aðilar hafa heimild til kaupa á gjaldeyri á gengi Seðlabankans. Braskararnir leita uppi þá sem hafa slíkar heimildir, eða fá slíka heimild sjálfir, og geta á skömmum tíma grætt morð fjár, enda er 20% munur á gengi krónunnar hér og erlendis. Leggjast á námsmenn erlendis Hafa þeir t.d. fengið heimild hjá Seðlabanka til kaupa á dýrum eignum erlendis, t.d. bifreið- um eða fasteignum. Í sumum tilfellum er gjald- eyrinum skipt í krónur um leið og hann er kom- inn út fyrir landsteinana, en aðrir reyna að fela slóðina með málamyndaviðskiptum. Gjaldeyrisbraskarar græða  Gjaldeyrishöftin hafa reynst hvalreki fyrir „haftamiðlara“  Með því að kaupa gjaldeyri á Íslandi og selja fyrir krónur erlendis geta þeir grætt hundruð milljóna  Vandinn er tvenns konar gengi krónu  Græða háar fjárhæðir | 11 Þá eru dæmi þess að menn hafi safnað saman greiðslukortum Íslendinga, farið með þau til út- landa og tekið eins mikið og hægt hefur verið út úr hraðbönkum. Þegar íslensk kort eru notuð erlendis er notað gengi Seðlabankans. Fénu er svo skipt í krónur úti og þær fluttar heim aftur. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að hart hafi verið lagt að íslenskum námsmönnum erlendis að nýta sér heimildir til að taka út gjaldeyri á seðlabankagenginu og bjóðast braskararnir þá til að fjármagna úttektirnar. Á meðan tvenns konar gengi er á krónunni er erfitt að sjá að þessi viðskipti leggist af. UM fjörutíu manna gönguhópur hlaut bæði skin og skúrir á leið sinni frá skálanum á Emstrum yfir í Þórsmörk á laugardaginn. Farið var með rútu að skálanum á Emstrum en þaðan héldu menn fótgangandi. Gæta þarf varúðar þegar far- ið er yfir ár en hér sjást göngumenn við Þröngá og er Hamraskógur í baksýn. Kjötsúpan sem var borin á borð fyrir göngumenn við komuna til Langadals í Þórsmörk smakkaðist vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg HÖFÐU VARANN Á YFIR ÞRÖNGÁ REKSTUR Þör- ungaverksmiðj- unnar á Reykhól- um hefur gengið vel að undan- förnu. Hagnaður varð af rekstrin- um í fyrra og nú ætlar verksmiðjan að endurnýja skipakost sinn, en Karlsey, skip hennar, er komin til ára sinna, smíð- uð 1967. Þá eru uppi hugmyndir um stækkun verksmiðjunnar. Atli Georg Árnason framkvæmda- stjóri segir að eftirspurn eftir fram- leiðslu verksmiðjunnar hafi verið góð. Þá hafi staða krónunnar verið hagstæð fyrir útflutningsgreinarn- ar, en 95% af framleiðslu verksmiðj- unnar eru seld til útlanda. Stór hluta íbúa Reykhóla starfar við verksmiðjuna. Afkoma hennar skiptir íbúana því miklu máli enda er gott hljóð í þeim um þessar mundir. Ef áform um stækkun verksmiðj- unnar ganga eftir, gæti komið til þess að íbúðarhúsnæði skorti að Reykhólum. | 8 Reykhólar blómstra í kreppunni Þörungaverksmiðjan endurnýjar skipakost UNDANFARINN mánuð hefur ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkað mjög og er svo komið að lengstu skuldabréfin bera nú kröfu upp á 8,9-8,95%. Styttri bréf, t.d. þau sem eru á gjalddaga á næsta ári, bera öllu hagstæðari kröfu fyrir rík- ið, eða um 6%. Fjármögnunarþörf ríkisins á næstu árum nemur 2-300 milljörðum króna hið minnsta. Til að mæta þeirri þörf stendur ríkið því frammi fyrir því að fjármagna sig annað- hvort til skamms tíma í senn, eða með því að sætta sig við mjög háa vexti á lánunum. Athyglisvert er að ávöxtunarkrafan á lengstu bréfin er komin vel yfir hæstu innlánsvexti sem bjóðast í ríkisbönkum. Þýðir það að fjárfestar vilja frekar eiga fé sitt inni á bankareikningum en fjár- festa í ríkisskuldabréfum, sem að öllu jöfnu eru talin í hópi traustustu fjárfestinga. Sú ákvörðun Seðlabankans á fimmtudag að halda vöxtum óbreytt- um leiddi til mikillar hækkunar ávöxtunarkröfu. | 11 Ríkissjóði skorinn þröngur stakkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.