Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Allra síðustu sætin!
Barcelona
í júlí
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábær sértilboð á flugi til Barcelona í júlí. Gríptu þetta
frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni
sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni
í menningu, afþreyingu að ógleymdu
fjörugu strandlífi og endalausu úrvali
veitingastaða og verslana.
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með
sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 3., 10., 17.
og 24. júlí. Ath. aðeins örfá sæti á þessu
sértilboði.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞEIR sem setja sig inn í málið af alvöru sjá það
að þetta er einhver barnaskapur sem nær bara
engri átt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra, spurður álits á þeirri afstöðu sem
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri,
setti fram í Icesave-málinu um helgina.
Davíð sagði í viðtali í Morgunblaðinu að ríkis-
ábyrgð væri ekki fyrir hendi á innstæðunum og að
þeir sem vildu rukka Íslendinga ættu að höfða mál
á varnarþingi íslenska ríkisins, fyrir íslenskum
dómstólum. Hann vilji að Íslendingar standi við
sínar skuldbindingar, en fái líka skorið úr um
hverjar þær séu í raun.
„Vandinn er sá að við innleiddum í lög þessa til-
skipun [innsk. blm. um innstæðutryggingar] og
innlánstryggingasjóðurinn staðfesti greiðslu-
skyldu sína strax í október. Málið er ekki þannig
vaxið að þetta sé vandi úti í löndum sem komi okk-
ur ekki við. Menn vita hvernig málin stóðu í haust
og hverju var hótað í sambandi við það ef við ætl-
uðum að hlaupast undan okkar ábyrgð. Ég held að
Davíð Oddsson geti ekki frekar en aðrir skautað
framhjá þeim staðreyndum að það hefði alvar-
legar og víðtækar afleiðingar,“ segir Steingrímur.
Stjórnvöld hafi gengist við ábyrgð sinni strax í
haust og lofað að semja um uppgjör á næstunni.
„Einn af þeim sem lofuðu því var Davíð Oddsson.“
Nú vilja allir semja - nema Davíð
Davíð snúi málinu öllu á haus og búi sér til nýj-
an heim fyrir utan raunheiminn. Stjórnarand-
staðan á þingi, In defence-hópurinn og nánast all-
ir nema Davíð Oddsson tali nú þannig að það þurfi
að semja, þótt margir vilji fá betri samning. „Ég
held að Davíð Oddsson sé einn á ferð ef hann er
virkilega með þá skoðun að við eigum ekki að bera
neina ábyrgð í þessu.“
Steingrímur segir athyglisvert í sjálfu sér að
þegar Davíð Oddsson bjóði fram aðstoð sína við
þessar erfiðu aðstæður, sem sé skiljanlegt því
hann beri mikla ábyrgð sjálfur, þá velji hann til
þess sérkennilegar aðferðir. „Mér sýnist þetta
vera hjálpsemi af svipuðum toga og hann sýndi af
sér á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vetur.“
Litlar skýringar var að fá hjá embættis-
mönnum í gær, þegar leitað var eftir aðgangi að
skjölum sem Davíð Oddsson vísaði til. Enginn að-
spurður kannaðist við þau, hvorki í utanríkis- né
forsætisráðuneyti, né í Seðlabanka Íslands. Er því
komin upp keimlík staða og eftir ræðu Davíðs hjá
Viðskiptaráði í haust, þegar hann kvaðst vita
hvers vegna hryðjuverkalögunum var beitt.
Vísaði til vandfundinna skjala
Davíð sagði til dæmis að skjöl sýndu að fulltrú-
ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins teldu misbeitingu
Breta, Hollendinga og Þjóðverja innan sjóðsins,
til þess að tengja saman aðstoð hans við Íslend-
inga og kröfur sínar umfram lagaskyldur, ein-
hverja mestu niðurlægingu sem sjóðurinn hefði
orðið fyrir. Þegar spurst var fyrir hjá fyrr-
nefndum stofnunum í gær kannaðist enginn við
þessi skjöl, en í utanríkisráðuneytinu fengust þau
svör að það sem varðaði AGS væri helst að finna í
forsætisráðuneyti. Fastafulltrúi AGS, Franek
Rozwadowski, tjáði sig ekki um málið í gær.
Þá sagði Davíð óbirt gögn sýna að Englands-
banki teldi ekki að Íslendingar ættu að greiða fyr-
ir Icesave. Englandsbanki gerði sér grein fyrir
því að engin ríkisábyrgð væri á því. Aðspurðir
könnuðust ekki heldur við þessi gögn, en vísuðu á
Seðlabanka Íslands. Stefán Jóhann Stefánsson
hjá Seðlabankanum svaraði því til að hann þekkti
ekki til gagnanna en gerð yrði að þeim leit.
„Einhver barnaskapur
sem nær bara engri átt“
Davíð einn á ferð ef hann hefur þá skoðun að við berum ekki ábyrgð á Icesave
Morgunblaðið/Kristinn
Kosningar 2003 Davíð og Steingrímur hafa lengi tekist á í pólitík. Allur gangur er á því hver hefur
yfirhöndina og skiptir engu hvort báðir eru enn starfandi í stjórnmálum eða ekki. Átökin halda áfram.
Davíð vísaði til skýrslu um innistæðutryggingar
eftir Jean-Claude Trichet, núverandi seðla-
bankastjóra Evrópu, fyrir OECD, þar sem segði
að innistæðutryggingakerfið gilti ekki ef um al-
gjört bankahrun væri að ræða.
Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utan-
ríkisráðherra, segir að þarna eigi Davíð líklega
við skýrslu franska seðlabankans frá árinu
2000, sem aðgengileg sé á netinu, og ekki
meinta skýrslu OECD.
Í þeirri skýrslu segir, á blaðsíðu 179, í þýðingu
blaðamanns: ,,Það er viðtekið að innistæðu-
tryggingakerfum er hvorki ætlað né eru þau fær
um að takast á við kerfislægt bankahrun, sem
fellur undir aðra hluta „öryggisnetsins“, til
dæmis eftirlitsaðila, seðlabanka, ríkisstjórn.“
Sé þetta setningin sem Davíð vísar til er það
því sannarlega skoðun skýrsluhöfunda að trygg-
ingakerfið eigi ekki við í algjöru bankahruni. Það
bætist hins vegar við að þeir álíta að við slíkar
aðstæður eigi aðrar stofnanir viðkomandi ríkis,
eða ríkissjóður sjálfur, að hlaupa undir bagga.
Líklega skýrsla franska seðlabankans frá 2000, en ekki OECD
„HELMINGUR flotans er á þessu
svæði og því eðlilegt að þar gangi
hraðast á kvótann,“ segir Auðunn
Ágústsson deildarstjóri hjá Fiski-
stofu. „Af 360 bátum á þessu svæði
höfðu 150 bátar fengið úthlutaðan
kvóta og þar af voru 100 byrjaðir
veiðar.“
Fiskistofa hafði alls gefið út 386
leyfi til strandveiða fyrir helgi en
Jón Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra skrifaði í lok júní undir
reglugerð þar sem veitt var leyfi til
veiða á 3.995 tonnum af óslægðum
þorski og kvótanum skipt á milli
fjögurra landssvæða.
Veiðar hófust síðan um mán-
aðamót júní og júlí á kvóta sem var
úthlutað fyrir bæði júní og júlí-
mánuð. Ekki var hægt að byrja
veiðar á júníkvótanum fyrr, þar
sem frumvarpið kom það seint fram
í þinginu.
Nú er því allt útlit fyrir að
tveggja mánaða kvóti verði upp-
veiddur fyrir vikulok á Norðvest-
urlandi en svæðið nær allt frá Snæ-
fellsnesi og að Skagafirði.
Gífurleg keppni virðist vera á
milli báta, sem hafa fengið leyfi til
strandveiða, um að ná sem mestu úr
þessum sameiginlega kvóta. Hver
bátur hefur leyfi til að veiða að há-
marki 800 kíló á dag af óslægðum
fiski, fimm daga vikunnar en verð-
ur svo að hætta þegar komið er upp
í kvóta. Á föstudag höfðu 103 bátar
á NV-svæðinu landað um 202 tonn-
um af slægðum þorski.
Augljóst er því að æsingurinn
hefur verið mikill en Auðunn sagði
nokkra báta hafa farið fram yfir
800 kg hámarkið. Hefðu menn gefið
þær skýringar að þeir hefðu talið
sig vera að veiða eftir sínu gamla
kerfi. Það eigi hins vegar að vera
búið að leiðrétta mest af þessu, sem
hafi þá verið dregið af kvótanum en
þeir sem brjóta gegn hámarks-
magni geta átt von á sviptingu
strandveiðileyfis, lögregluákæru
og sektargreiðslum.
Fari svo fram sem horfir, sjá
trillusjómenn á Norðvesturlandi
fram á rólegheit fram til 1. ágúst,
þegar kapphlaupið um ágústkvót-
ann hefst.
sigrunrosa@mbl.is
Í kappi um strandveiðina
Morgunblaðið/Þorkell
Tveggja mánaða kvóti á Norðvesturlandi nánast veiddur
á tveimur fyrstu vikunum Nokkrir bátar yfir hámarkinu
PLASTPRENT
og Ríkiskaup
undirrituðu á
dögunum sam-
komulag um
kaup á burð-
arpokum fyrir
Vínbúðir ÁTVR.
Það er ekkert
smáræði sem
þarf undir vínföngin því um er að
ræða sex milljónir burðarpoka á
næstu tveimur árum.
„Plastprent bauð lægst í útboði
Ríkiskaupa og er einkum ánægju-
legt að öll framleiðsla plastpokanna
fer fram hérlendis,“ segir á vef
ÁTVR. sisi@mbl.is
ÁTVR semur um
kaup á sex millj-
ón plastpokum
ALLS fóru 193.928 farþegar um
Flugstöð Leifs Eirískssonar á Kefla-
víkurflugvelli í nýliðnum júnímán-
uði. Sama mánuð í fyrra fóru
240.535 farþegar um flugstöðina og
er samdráttur milli mánaðanna því
19,4%.
Mikill samdráttur hefur orðið í
fjölda flugfarþega á Keflavíkur-
flugvelli allt frá í apríl í fyrra, en
fram að því hafði verið stöðug fjölg-
un. Mestur varð samdrátturinn í
mars á þessu ári eða 36,9% miðað við
sama mánuð árið 2008. sisi@mbl.is
19,4% samdráttur í
fjölda flugfarþega
HVAÐ er áætlað að margir Íslend-
ingar hafi nú þegar flutt úr landi
vegna afleiðinga bankahrunsins og
hve margir útlendingar sem starfað
hafa hér?
Þetta er inntak fyrirspurnar sem
Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fyrir
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra á Alþingi. Siv spyr fleiri
spurninga. M.a. hvað sé áætlað að
margir Íslendingar snúi ekki heim
frá útlöndum í ár og næstu þrjú ár-
in vegna afleiðinga bankahrunsins
og í hvaða atvinnugreinum þeir séu
einkum. sisi@mbl.is
Vill fá svör um
brottflutning
Orð Davíðs Oddssonar um stöðu Icesave-
málsins hafa vakið mikla athygli. Davíð setti
þar fram ákveðna harðlínuafstöðu og vill að
málið fari fyrir íslenska dómstóla. Þá vísaði
hann til óbirtra gagna í málinu.