Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf og John Torturo ásamt kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox kemur FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS HHHH “Stærri, fyndnari, flottari ... Ef þú fílaðir fyrstu myndina, þá áttu eftir að dýrka þessa!” T.V. - Kvikmyndir.is Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein flottasta HASARMYND SUMARSINS 750 kr. almennt 550 kr. börn ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR HHHH “Stærri, fyndnari, flottari ... Ef þú fílaðir fyrstu myndina, þá áttu eftir að dýrka þessa!” T.V. - Kvikmyndir.is HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI ! Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein flottasta HASARMYND SUMARSINS HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI! POWER SÝNIN G Á STÆ RSTA TJALD I LAND SINS MEÐ D IGITAL MYND OG HL JÓÐI KL. 10 .10 HEIMSFRUMSÝNING! MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS! HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teikni- mynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ OG HÁSKÓLABÍÓ Ice Age 3 3D (enskt tal án texta) kl. 8 - 10:10 LEYFÐ Transformers kl. 5 - 8 - 10:10 - 11 B.i.10 ára Ísöld 3 3D (ísl. tal) kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Transformers kl. 10:10 Lúxus Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:35 LEYFÐ Gullbrá og birnirnir 3 kl. 3:30 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 3:30 - 5:45 - 8 Lúxus The Hurt Locker kl. 8 MASTERCARD forsýning B.i.16 ára Sýnd kl. 8 og 11 Sýnd kl. 4, 8 og 10.10(Powersýning) Sýnd kl. 10 Sýnd með íslensku tali kl. 4 og 6 Sýnd í 3D með ísl tali kl. 4 og 6 Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Það eru 25 ár síðan kvik-myndin Ghostbusters varfrumsýnd. Nú á dögunumkom út Ghostbusters- leikur frá Atari fyrirtækinu og það er óhætt að segja að þar hafi ekkert verið til sparað. Leikararnir sem fóru með hlutverk draugabananna í myndinni eru mættir aftur til leiks, en með þau hlutverk fóru Dan Aykroyd, Bill Murray, Ernie Hud- son og Harold Ramis. Frumsaminn söguþráður leiksins er skrifaður af Dan Aykroyd og Ha- rold Ramis, en þeir skrifuðu handrit myndanna. Leikmenn fara hér í hlutverk nýliða sem er ráðinn til starfa hjá Ghostbusters fyrirtækinu. Fljótt fara undarlegir hlutir að ger- ast og öflugir draugar fara að valda usla í New York. Draugarnir í leikn- um eru af öllum stærðum og gerð- um. Flestir drauganna eru nýir af nálinni, en aðrir eru kunnuglegri en þar á meðal eru bókasafnsvörðurinn og Marshmallow-maðurinn (stóra hvíta kvikindið í sjóliðafötunum). Inn í söguþráð leiksins dregst svo sjálfur borgarstjóri New York og aðstoðarmaður hans Peck, sem er aðdáendum kunnur úr myndunum. Ghostbusters er þriðju persónu hasarleikur þar sem farið er í hvert útkallið á fætur öðru og eru leik- menn búnir svokölluðum „proton“ pakka, græju sem draugabanarnir nota til að veiða drauganna. Eftir því sem líður á leikinn uppfærist „proton“ pakkinn og geta leikmenn valið á honum fjórar stillingar (vopn) og er lykilatriði í spilun leiks- ins að nota rétt vopn á hvern draug fyrir sig. Á milli þess sem menn eru að skjóta á draugana og veiða þá í þar til gerðar gildrur, nota menn draugamæli (PKE meter) til að finna draugana á hverjum stað, en þennan mæli er einnig hægt að nota til að finna falda hluti sem leikmenn geta selt til að uppfæra vopn og gildrur. Auk þess að spila í gegnum söguþráð leiksins geta leikmenn spilað með öðrum í gegnum netið. Tónlist og talsetning Ghostbus- ters-leikjarin er til mikillar fyr- irmyndar, enda setja leikararnir sterkan svip, en auk þess inniheldur leikurinn hið sígilda Ghostbusters lag sem sungið er af Ray Parker Jr. Grafíkin er nokkuð vel gerð, en mest vinna hefur farið í að gera and- lit draugabananna og hreyfingar þeirra sem raunverulegastar. Það er klárt að aðdáendur Ghost- busters myndanna fá hér eitthvað við sitt hæfi, en leikurinn er eflaust ein besti kvikmyndatölvuleikur sem komið hefur út í langan tíma og ljóst að þeir sem skella sér á drauga- banana fá vænan skammt af hasar, húmor og hryllingi. Atari Ghostbusters: The Video Game PS2, PS3 ÓLAFUR ÞÓR JÓELSSON TÖLVULEIKIR Í HNOTSKURN Leikurinn inniheldur: » Hina upprunalegudraugabana » Glænýjan söguþráð » „Proton“ pakkann » 10 klukkutíma söguþráðog netspilun » Dan Aykroyd og BillMurray Dómar: Gametíví - 8/10 IGN.com 8.5/10 Play Magazine 8.5/10 Eurogamer 7/10 Fyrirmynd Tónlist og talsetning Ghostbusters-leiksins er til mikillar fyrir- myndar auk þess sem í leiknum er að finna hið sígilda Ghostbusters lag. Endurkoma draugabana SUSAN Boyle, konan með gull- röddina úr Britain’s Got Talent sjónvarpsþættinum, er búin að syngja eitt lag inn á væntanlega plötu sína. Simon Cowell, einn af framleiðendum plötunnar, segir lagið með Boyle hljóma stórkost- lega. „Hún er svo góð, platan verður ekki með söngleikjalögum ein- göngu. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í þetta,“ segir Cowell. Sony Music gefur plötuna út. Boyle var lögð inn á spítala vegna of mikils andlegs álags, undir lok sjónvarpskeppninnar í vor, en tals- menn Sony Music segja Boyle ráða hraðanum við gerð plötunnar. Reuters Heima Susan Boyle heilsar aðdá- endum við heimili sitt í Blackburn í Skotlandi þann 8. maí sl. Boyle komin með eitt lag RUPERT Grint, leikarinn ungi sem fer með hlutverk Ron Weasley í kvik- myndunum um Harry Potter, smitaðist af veirunni sem veldur svínaflensu, að því er haldið er fram á vef tímaritsins People. Grint mun hafa smitast meðan hann var við tökur á nýjustu Harry Potter- myndinni, Harry Potter and the Deathly Hallows, en er nú kominn á ról aftur og nógu hress til að mæta á frumsýningu Harry Potter and the Half-Blood Prince á þriðjudaginn. Engin hætta er á að Grint smiti aðra, að sögn læknis. Reuters Flensa Rupert Grint sést hér í nýjustu Harry Potter myndinni, fyrir aftan þau Emmu Watson og Daniel Radcliffe. Grint fékk svínaflensu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.