Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
HHH
“... athyglisvert og vandað verk”
- Ó. H. T., Rás 2
MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG
SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS!
HHH
„Þessi spræka og
fjölskylduvæna
bandaríska teikni-
mynd er sú þriðja í
röðinni og sú besta
þeirra“
- Ó.H.T. , Rás 2
„Þetta er góð
skemmtun með
góð skilaboð og
hentar ungum sem
öldnum”
- Ó.H. T., Rás 2
OG NÚNA LÍKA Í 3-D
HEIMSFRUMSÝNING!
750kr.
HEIMSFRUMSÝNING!
MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG
SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS!
750kr.
ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR
Frábær ævintýra
gamanmynd í anda fyrri myndar!
750kr. 7
50kr.
750kr.
750kr.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
SÝND Í SMÁRABÍÓI
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM 750kr.
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓSÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 - 8 LEYFÐ
Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Year One kl. 10 B.i. 7 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ghosts of girlfriends past kl. 8 - 10:15 LEYFÐ
Tyson kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 ára Gullbrá og birnirnir þrír kl. 6 LEYFÐ
Year One kl. 9 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 6 B.i.14 ára
Ice Age (enskt tal/ísl.texti) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 10:45 B.i. 7 ára
Lesbian Vampire Killers kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Night at the museum 2 kl. 5:30 LEYFÐ
Year One kl. 5:45 B.i. 7 ára
Terminator: Salvation kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
The Hurt Locker kl. 8 MASTERCARD forsýning B.i. 16 ára
RÍFLEGA 1,6 milljónir manna hafa
skráð sig og sótt um að fá frían miða
á minningarathöfn um Michael
Jackson í Staples Center í Los Ang-
eles á þriðjudaginn. 11.000 miðar
eru í boði og tilkynnt verður í dag
hverjir hljóta þá.
Vinningshafar munu hljóta sér-
stakt lykilorð og fá sendar leiðbein-
ingar um hvernig nálgast eigi mið-
ann, en skipuleggjendur viðburðar-
ins óttast að nokkuð verði um
miðafalsanir. Hinir heppnu fá því
einnig sérstakt armband sem þeir
verða að vera með á sér, auk að-
göngumiða, vilji þeir komast inn í
sýningarhöllina. Borgaryfirvöld
telja að gífurlegur fjöldi fólks muni
safnast saman á svæðinu og freista
þess að komast inn án miða.
Reuters
Höllin Staples Center í Los Angeles.
1,6 milljónir sóttu um miða
NOEL Gallagher úr hljómsveitinni
Oasis segist hafa eytt um milljón
sterlingspundum í eiturlyf og notið
hverrar mínútu sem hann neytti
þeirra. Þessi vafasömu ummæli lét
hann falla í ítalska dablaðinu Cor-
riere della Sera.
Gallagher kallar söngvara
Coldplay, Chris Martin, fífl í viðtal-
inu, fyrir þá sök eina að segjast aldrei
hafa neytt eiturlyfja. Þá lætur Gallag-
her U2 einnig hafa það óþvegið fyrir
að hafa skoðanir á pólitík og segir
slíkar skoðanir ekki eiga heima á tón-
leikum.
„Að taka eiturlyf er eitthvað það
dásamlegasta við að vera í rokk-
hljómsveit,“ segir Gallagher. „Ég hlýt
að hafa eitt milljón pundum í eiturlyf
fram til ársins 1998 þegar ég hætti að
neyta þeirra af heilsufarsástæðum.“
Reuters
Noel Gallagher Kjaftfor og heldur
slæm fyrirmynd.
Eyddi milljón
pundum í eiturlyf
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
HINGAÐ til hefur Svavar Knútur
Kristinsson kannski verið þekktastur
fyrir að vera fremstur meðal jafn-
ingja í hljómsveitinni Hrauni, en
hann hefur líka kveðið sér hljóðs sem
trúbadúr, nú síðast á skífunni Kvöld-
vöku, sem fengið hefur fína dóma.
Kvöldvaka er þannig til orðin að
sögn Svavars Knúts að hann tók að
sýsla einn síns liðs með ný lög og eins
lög sem hann hafði gert með Hrauni
og langaði að gera einfaldari, færa í
átt að demóum af þeim eða jafnvel
setja í alveg nýjan búning.
Frá eymd til endurlausnar
Undanfarið hefur Hraun starfað að
útgáfu með ákveðna grunnhugmynd í
huga eins og Svavar Knútur lýsir því;
„Við höfum verið að segja sögu frá
eymd til endurlausnar. Fyrst kom „I
Can’t Believe It’s Not Happiness“
sem fjallaði um eymdina, þá „Silent
Treatment“ sem er leiðin uppúr
eymdinni og svo loks kemur end-
urlausnin í næstu plötu,“ segir Svav-
ar Knútur og bætir við að Kvöldvaka
sé að nokkru að fjalla um áþekka
hluti, en með öðru áherslum.
Undafarna mánuði hefur Svavar
Knútur unnið að tónlist eingöngu,
segist hafa byrjað nýtt líf um leið og
fjármálakerfið hrundi hér á landi.
„Ég sagði upp í vinnu sem ég var í,
skemmtilegri vinnu reyndar, í maí, og
var loks orðinn sjálfstæður í október
þegar bankarnir hrundu,“ segir hann
og hlær við. „Ég er þó ekki atvinnu-
laus, ég vinn hjá sjálfum mér og
gengur vel.“
Glímt við óvissuna
Svavar segir að sér hafi liðið vel í
þeirri vinnu sem hann var í áður, en
að hann hafi lengi langað til að helga
sig tónlistinni algerlega, að takast á
við óvissu og sjá hvað sé á bak við
næsta hól. „Ég er með allskonar hug-
myndir sem ég hef loks tíma til að
vinna við, hugmyndir að skáldsögum,
kvikmyndum og nýrri gerð af tón-
list,“ segir hann og bætir við að hann
hafi líka tekið til við að kenna á gítar
og fyrir vikið orðið miklu betri gít-
arleikari. „Það er merkilegt að um
leið og ég fór að hugsa um gítar sem
hljóðfærið en ekki bara verkfæri til
að semja lög á áttaði ég mig á ótal at-
riðum sem ég hafði ekkert pælt í, fór
að spila öðruvísi og varð fyrir vikið
miklu betri gítarleikari. Ég er mjög
þakklátur nemendum mínum.“
Þó Svavar Knútur segist hafa haft
gaman af að kenna gítarleik þá sé það
þó tónlistarsköpunin sem togi í hann
og reki áfram og hann sé sífellt að
leita nýrra leiða í lagasmíðum. „Mig
langar að búa til músík með tilgang,
lög sem draga fólk eftir sálarbrautum
og hafa læknandi áhrif,“ segir hann
með áherslu.
Næsta Hraunsplata er í smíðum að
hann segir, en þar sem hann sé á för-
um til Suðurálfu til langdvalar sé lítill
tími til að vinna að skífunni. „Lögin
eru flest tilbúin og fjalla um hamingj-
una, en mig vantar tíma til að vinna í
þeim, það er meiri vinna að semja um
hamingju en eymd. Líklega vinnum
við þetta í gegnum netið, en ég verð í
Ástralíu fram á vor.“
Músík með tilgang
Hamingja Svavar Knút langar að búa til músík með tilgang.