Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.2009, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 Eggert Litríkt Alþjóðleg stemningin gerir það að verkum að halda mætti að þessi mynd hefði verið tekin í einhverju útlandinu en ekki í íslenska Kolaportinu. Lára Hanna Einarsdóttir | 4. júlí Friðhelgi heimilanna … Þessir sömu auðmenn hafa hins vegar svipt fjölmarga heimilum sín- um af ótrúlegri ófyrir- leitni og steypt öðrum heimilum í þvílíkt skulda- fen að þeim eru allar bjargir bannaðar. Engin leið er að segja til um hvernig ótal heimilum mun reiða af í framtíðinni með þann skuldabagga á bakinu sem íslensku þjóðinni hefur verið skenktur … af téðum auðmönn- um. Hvar er friðhelgi heimila þessa fólks? Verður tekið tillit til friðhelgi heimila þessara fjölskyldna þegar þær verða bornar út vegna skulda auðjöfr- anna? Ætli Staksteinn dagsins hafi íhugað það? (…) En miðað við hamfarir undanfarinna mánaða eru bara sum heimili friðhelg, önnur ekki. Sumir rétt- hærri en aðrir... Meira: larahanna.blog.is Kristinn Pétursson | 5. júlí Þriðja leiðin í Icesave málinu... ... Stjórn og stjórnarand- staða þurfa að hætta að deila um þetta háskaleg- asta mál Íslandssögunnar í seinni tíð, finna verður málamiðlun – þriðju leið- ina í málinu – út frá nú- verandi stöðu málsins þ.e. nú er málið hjá fjárveitinganefnd Alþingis. Fyrsta sáttin sem gera þarf – er að stjórn og stjórnarandstaða sammælast um þriðju leiðina ... hvorki samþykkja né fella frumvarp um ríkisábyrgð – heldur finna þriðju leiðina – láta t.d. löggjafarvaldið um málið – að fjárveitinganefnd Alþingis fái fjárlagaheimild til að ráða færustu er- lendu samningamenn sem völ er á ... Meira: kristinnp.blog.is Í GREINUM sem við undirritaðir höfum ritað um ábyrgð Íslands á innistæðum í ís- lenskum bönkum höfum við m.a. komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum ESB um innistæðutryggingar. Þau rök hafa komið fram gegn þessari niðurstöðu okkar að innistæðu- eigendur í erlendum útibúum íslenskra banka hafi verið beittir mismunun sem eigi að leiða til greiðsluskyldu. Þetta teljum við ekki rétt og setjum því hér fram nokkur atriði sem fela í sér rökstuðning fyrir þeirri niðurstöðu. Forgangsréttur innistæðueigenda innan „gömlu“ bankanna. Með 6. gr. laga nr. 125/2008 (neyðarlögin) var kveðið á um að við skipti á búi fjármálafyr- irtækis skyldu kröfur vegna innstæðna sam- kvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta njóta rétthæðar samkvæmt 1. mgr. 112. gr. gjaldþrotalaga. Þetta þýðir að kröfur innstæðueigenda í fjármálafyrirtækjum fá forgang og verða greiddar áður en kemur til greiðslu á kröfum almennra lánadrottna úr búum þeirra. Um- ræddar reglur um forgang hafa almennt gildi þannig að þær gilda jafnt fyrir innistæðu- eigendur hér á landi og í útibúum erlendis. Ákvæðið felur því ekki í sér mismunun gagnvart erlendum innstæðueigendum því að þeir sitja við sama borð og þeir íslensku sé tek- ið mið af réttarstöðunni innan „gömlu bank- anna“. Fólst mismunun í stjórnsýslu- ákvörðuninni um yfirtöku banka? Með 3. mgr. 1. gr. neyðarlaganna var gert ráð fyrir því að ríkið geti stofnað „hlutafélag“ til að taka við rekstri fjármálafyrirtækis. Sam- kvæmt þessari heimild tók íslenska ríkið yfir Glitni banka hf., Kaupþing banka hf. og Landsbanka Íslands hf. að öllu leyti á haust- dögum 2008, samkvæmt ákvörðun Fjármála- eftirlitsins. Með stjórnsýsluákvörðun Fjármálaeftirlits- ins var „innlend bankastarfsemi“ tekin út úr gömlu bönkunum og stofnað um þau hluta- félög í opinberri eigu. Þar með fylgdu inni- stæður í bönkum hér á landi hvort sem þær til- heyrðu innlendum eða erlendum aðilum. Hér er um að ræða hlutafélög sem njóta ekki rík- isábyrgðar að neinu leyti. Fullt verð verður greitt fyrir þann hluta, sem tekinn var, þannig að nettóandvirði rennur inn í bú gömlu bank- anna og kemur þar til úthlutunar með venju- legum hætti. Gera verður ráð fyrir því að innistæðu- eigendurnir í „nýju bönkunum“ séu einkum persónur eða fyrirtæki sem eiga heimili og stunda vinnu eða hafa starfsemi hér á landi. Það er forsenda fyrir tilvist hvers fullvalda rík- is að til séu bankastofnanir sem eru tengdar ríkinu traustum böndum og hafa það hlutverk að geyma, ávaxta og miðla peningum til verk- efna innanlands. Fullvalda ríki verður tæpast byggt og rekið á annarri forsendu. Spyrja má hvort innistæðueigendur ís- lenskra bankaútibúa erlendis hafi með um- ræddri aðgerð verið beittir mismunun miðað við eigendur innistæðna sömu banka hér á landi. Þess er þá fyrst að geta að ríki eru sjálf- stæðir aðilar bæði að EES- og ESB-rétti og mynda raunar grundvöll eða stoðir samning- anna um þau. Þannig er réttur og tilvist þjóð- ríkja sérstaklega varinn í samningunum um ESB og EES-samningurinn telst samningur milli sjálfstæðra ríkja og ESB. Sú grundvall- arregla gildir að þær stofnanir sem starfa eftir samningunum um ESB eða EES geta ekki tekið sér neitt vald sem ekki er veitt þeim í samningunum. Samkvæmt Maastrichtsamningnum ber ESB að virða einkenni og stjórnkerfi aðild- arríkjanna enda er þar gert ráð fyrir tilvist aðildarríkjanna með margvíslegum hætti. Þessi sjónarmið eiga auðvitað enn frekar við um EFTA/EES-ríki sem hafa ekki tekið þátt í þeim samruna sem ESB stefnir að. Af því leið- ir svo aftur að heimilt er og lögmætt að taka tillit til sjónarmiða sem varða brýna efnahags- lega hagsmuni eins aðildarríkis án þess að taka tillit til efnahags annars aðildarríkis þar sem slík sjónarmið eiga ekki við að sama skapi. Það er því ljóst að hvert ríki hefur víðtækan rétt til að verja tilverurétt sinn hvort sem miðað er við samningana um ESB eða EES. Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú að fyrrgreindar aðgerðir stjórnvalda voru taldar nauðsynlegar til að verja og viðhalda bankakerfi innanlands. Slíkt hefði ekki verið unnt að gera með því að tryggja innistæðueigendum í erlendum útibúum sömu meðferð. Þeir sem þar áttu innistæður eru ekki í neinum sambæri- legum hagsmunatengslum við Ísland og þeir sem eiga innistæður hér á landi. Veru- legar líkur eru á því að innstæðueigendur er- lendis hefðu einfaldlega tekið út allar inni- stæður sínar ef reglurnar hefðu verið látnar ná til þeirra og þar með gert innlenda banka- starfsemi að engu. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að eigendur innistæðna erlendis hefðu leyst út íslenskar krónur og notað hér á landi með sama hætti og þeir sem áttu inni- stæður hérlendis. Meginatriðið er að innistæðueigendur úti- búa, t.d. í Bretlandi og Hollandi, eru ekki tengdir íslenskum hagsmunum með sama hætti og menn og fyrirtæki með heimili hér á landi, t.d. með hliðsjón af fjárfestingum, fé- lagslegri aðstoð, sköttum og fleiri atriðum. Af þessu má ráða að innistæðueigendur í er- lendum útibúum íslenskra banka voru í ann- arri stöðu heldur en þeir sem áttu inneignir í sömu bönkum hér á landi. Réttarstaða þeirra var með öðrum orðum ekki sambærileg. Af því leiðir að ekki var um mismunun að ræða við fyrrgreinda aðgerð. Þessu til viðbótar er rétt að koma því á framfæri að það er vel þekkt í Evrópurétti að ráðstafanir sem kunna að fela í sér mismunun en eru engu að síður óhjákvæmilegar vegna þjóðfélagsþarfa í almannaþágu fá staðist. Má nefna marga dóma dómstóls ESB því til sönn- unar. Enginn vafi er á því að verði talið að efnahagslegt hrun hafi blasað við hér á landi nægir það til að réttlæta frávik frá umræddri meginreglu. Skilyrðin fyrir frávikunum eru þó ávallt þau að gætt sé meðalhófs. Er erfitt að sjá að væg- ari kostur hafi verið í stöðunni. Þess ber einnig að gæta að samkvæmt dómafordæmum dóm- stóls EB hafa aðildarríkin sjálf talsvert mat um það hvort fyrrgreindum skilyrðum hafi verið fullnægt enda tæpast á færi dómstóls að meta aðgerðir til að koma í veg fyrir efnahags- hrun heillar þjóðar. Yfirlýsing stjórnvalda um ábyrgð ríkis- ins á greiðslu til innstæðueigenda Forsætisráðherra gaf þá yfirlýsingu seint á síðastliðnu ári að íslenska ríkið myndi tryggja innlánseigendum hér á landi fjárhæðir þeirra á innistæðureikningum. Yfirlýsingin mun hafa verið sett fram umfram skyldur íslenska rík- isins og væntanlega í þeim tilgangi að tryggja að unnt væri að starfrækja innlenda innlána- starfsemi í framtíðinni, reyna að viðhalda sparnaðarvilja almennings, tryggja efnahags- legan stöðugleika og koma í veg fyrir efna- hagslegt hrun. Þrátt fyrir þetta er hér aðalatriðið að yf- irlýsing ráðherra af þessu tagi er óskuldbind- andi því henni var aldrei fylgt eftir með lögum (hún krefst samþykkis í fjárlögum, fjár- aukalögum eða venjulegum lögum) né kom hún til framkvæmda á einn eða neinn hátt. Þvert á móti verða innistæðueigendur í „nýju bönkunum“ að sætta sig við að bankarnir eru reknir í formi hlutafélaga og ábyrgðin í aðal- atriðum takmörkuð við gjaldþol þeirra félaga. Af þessum sökum fellur umrædd yfirlýsing stjórnvalda hvorki undir 4. gr. EES-samnings- ins né önnur ákvæði hans um fjórfrelsið. Í fyrri skrifum okkar höfum við einnig talið að yfirlýsingar af þessu tagi féllu ekki undir gild- issvið nefndrar 4. gr. Verður sú umræða ekki endurtekin. Niðurstaða Af framangreindu má vera ljóst að þau sjón- armið, sem fram hafa komið, um að „mis- munun“ íslenskra stjórnvalda gagnvart eig- endum innistæðna í útibúum íslensku bankanna erlendis hafi skapað greiðsluskyldu, fá ekki staðist. Gildir þetta hvort sem horft er til neyðarlaganna, stjórnvaldsákvarðana í tengslum við endurreisn bankakerfisins eða yfirlýsingar ráðherra um ríkisábyrgð á inni- stæðum. Eftir Stefán Má Stefánsson og Lárus L. Blöndal »… þau sjónarmið, sem fram hafa komið, um að „mis- munun“ íslenskra stjórnvalda gagnvart eigendum innistæðna í útibúum íslensku bankanna erlendis hafi skapað greiðslu- skyldu, fá ekki staðist. Stefán Már Stefánsson Mismunun og Icesave Lárus L. Blöndal Stefán Már er prófessor. Lárus er hæstaréttarlögmaður. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.