Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Nú eins og mörg síðustu árin hefur grágæsin
SLN sem mun vera frægasta gæs Blönduóss skilað af sér
ungum í hagana við Héraðshælið. Gæsin hefur ætíð komið
heim á Blönduós í kringum 14. apríl ár hvert og þá alltaf á
lóðina við Hælið.
SLN er að öllum líkindum síðasti fulltrúi þeirra gæsa
sem merktar voru á Blönduósi árið 2000. Margir eru á því
að merkja þurfi gæsirnar á ný til að fylgjast megi með
ferðum þeirra og hegðunarmynstri því þó að margir elski
að hata þær fyrir að skíta á almannafæri eru mjög margir
sem hafa gaman af að fylgjast með atferli þeirra.
Gæsin SLN
hefur komið upp
fjórum ungum
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Grágæsin SLN heldur tryggð við Héraðshælið og lætur sláttuvélar lítt trufla sig í uppeldinu.
Í TENGSLUM
við matreiðslu-
þættina Eldum
íslenskt, sem
sýndir eru á ÍNN
og mbl.is, ætla
bændur að heil-
grilla naut, svín
og lambaskrokka
á næstu dögum
fyrir utan versl-
anir Krónunnar í Reykjavík og
Kópavogi. Kokkarnir úr þáttunum
gefa góð ráð um leið og þeir gefa
fólki að bragða á kjötinu.
Í dag, fimmtudaginn 9. júlí, verð-
ur riðið á vaðið í Krónunni á
Granda kl. 16 en þar verður heill
nautsskrokkur grillaður á lands-
frægu grilli kúabænda. Eftir viku
verða nokkrir grísir steiktir á teini
í Krónunni í Lindum í Kópavogi og
síðar nokkrir lambaskrokkar á
sama stað. Ef veðurguðirnir reyn-
ast viðskotaillir verður dagsetn-
ingum hugsanlega hnikað. Hægt er
að fylgjast með á bondi.is.
Bændur bjóða í grill-
veislu við Krónuna
Gómsæt svínarif.
FYRSTU íslensku kartöflurnar
þetta sumarið eru komnar í Mela-
búðina en þær koma úr garði kart-
öflubóndans Hjalta Egilssonar á
Seljavöllum. Að sögn Friðriks Ár-
manns Guðmundssonar í Melabúð-
inni kostar hvert kíló 398 krónur
sem er það sama og kílóið kostaði í
fyrra. Hann segir að verðið muni
lækka þegar framboðið eykst.
Friðrik segir að fyrsta upp-
skeran sé óvenjulega snemma í
verslanir í ár og kartöflurnar séu
svo nýjar að ekki hafi einu sinni
verið búið að þvo þær þegar þær
komu í verslunina.
Nýjar kartöflur
á boðstólum
BREIÐFIRSKIR bátadagar verða
haldnir um helgina, en þeir voru
haldnir í fyrsta sinn á síðasta sumri.
Farið verður
á laug-
ardagsmorg-
uninn á enn
óvissum
fjölda súð-
byrtra báta
frá höfninni
á Stað á
Reykjanesi, nokkurn spöl utan við
Reykhóla, og komið við í eyjum á
leiðinni til Flateyjar, þar sem gist
verður um nóttina.
Að bátadögum stendur hópurinn
sem undanfarin ár hefur unnið að
uppbyggingu Bátasafns Breiða-
fjarðar á Reykhólum. Vonast er til
þess að sem flestir sem hafa yfir
súðbyrtum sjófærum trébátum að
ráða, gömlum sem nýjum, komi og
verði með í ferðinni.
Rétt er að taka fram að sjávarföll
ráða meira um ferðatilhögun en
klukkan. Nánar er greint frá breið-
firsku bátadögunum á reykholar.is.
Sigla súðbyrtum
bátum á breiðfirsk-
um bátadögum
Neytendasamtökin
segja markaðssetn-
ingu vafasama
Í Morgunblaðinu í gær var fjallað
um gagnrýni á markaðssetningu
bankanna. Ranglega var sagt að
Neytendastofa hefði gagnrýnt bank-
ana. Hið rétta er að Neytenda-
samtökin gagnrýna bankana fyrir að
beina markaðssetningu að ungu
fólki og námsmönnum þannig að til-
gangur þeirra virtist að skuldsetja
þjóðina.
LEIÐRÉTT