Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
✝ Baldur Jónssonfæddist á Efri-
Dálksstöðum á Sval-
barðsströnd 20. jan-
úar 1930. Hann and-
aðist á Landspítala í
Fossvogi 28. júní sl.
Foreldrar hans voru
Jón Þorláksson, bóndi
á Efri-Dálksstöðum,
síðar bókbindari á
Akureyri, f. 16.3.
1884, d. 25.2. 1951, og
Elinbjörg Baldvins-
dóttir, f. 20.7. 1889, d.
29.12. 1981. Systkini
hans voru: Tvíburar, fæddir 8.1.
1926, annar dó óskírður, hinn hét
Ingólfur, d. 18.5. 1927, og Þorbjörg
ritari, f. 16.8. 1928, d. 21.6. 2008.
Baldur kvæntist 31.12. 1955 Guð-
rúnu Stefánsdóttur fjölmiðlafræð-
ingi, f. 1.7. 1930, dóttur Stefáns
Guðnasonar læknis og Elsu Krist-
jánsdóttur hjúkrunarkonu. Synir
þeirra eru: 1) Jón yfirlæknir, f.
28.10. 1956, kvæntur Kristjönu G.
Eyþórsdóttur jarðfræðingi, f.
20.10. 1957. Börn þeirra: Eyþór
Örn læknir, f. 24.2. 1982, unnusta
hans er Ólöf Jóna Elíasdóttir lækn-
ir, f. 20.8. 1982; Baldur Snær há-
skólanemi, f. 7.8. 1986; Auður Sif, f.
17.5. 1989; Jakob, f. 12.5. 1997. 2)
sérfræðingur við Orðabók HÍ 1963-
1965. Hann stjórnaði fyrstu mál-
tölvunarrannsóknum hér á landi
1973-1980 og stóð fyrir tölvu-
vinnslu orðstöðulykla að nokkrum
íslenskum ritum (1983-85), þar á
meðal eddukvæðum Konungsbókar
1984 og íslensku Biblíuútgáfunni
frá 1981. Hann fékkst við rann-
sóknir í máltölvun við University of
Minnesota 1983. Baldur var for-
maður Íslenskrar málnefndar 1978-
1988, beitti sér fyrir stofnun Ís-
lenskrar málstöðvar 1985 og Mál-
ræktarsjóðs 1991 og veitti hvoru
tveggja forstöðu. Auk fræðistarfa
var honum umhugað um íslenskt
málfar og málrækt og mörgum eru
minnisstæðir útvarpsþættir hans
um daglegt mál. Hann var umsjón-
armaður „Málræktarþáttar“ RÚV
1985 og var málfarslegur ráðunaut-
ur á fréttastofu RÚV 1970-1984.
Baldur er höfundur fjölmargra ný-
yrða, m.a. í flugmáli, málfræði og
tölvutækni, beitti sér fyrir stofnun
og starfsemi orðanefnda í ýmsum
starfsgreinum og sat í orðanefnd
Skýrslutæknifélags Íslands óslitið
frá 1976. Hann gegndi mörgum fé-
lags- og trúnaðarstörfum og eftir
hann liggja fjölmargar ritgerðir,
greinar, bækur og þýðingar á al-
þýðlegum fræðiritum.
Útför Baldurs fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 9. júlí, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Stefán nemi, f. 7.12.
1960, d. 6.3. 1979. 3)
Ólafur læknir, f. 13.7.
1964, kvæntur Huldu
Harðardóttur lyfja-
fræðingi, f. 2.8. 1965.
Börn þeirra: Gunnar,
f. 9.6. 1993, og Hildur,
f. 2.2. 1996. Sonur
Ólafs, af fyrra hjóna-
bandi, með Valgerði
Á. Rúnarsdóttur
lækni, er Stefán há-
skólanemi, f. 26.9.
1985, unnusta hans er
Agnes Logadóttir, f.
12.9. 1983, og dóttir þeirra er Anna
Guðrún, f. 8.3. 2009.
Baldur ólst upp á Akureyri. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA 1949,
meistaraprófi í íslenskum fræðum
frá HÍ 1958 og stundaði nám í ger-
mönskum málvísindum við Uni-
versity of Michigan, Ann Arbor,
1959. Hann sótti máltölvunarnám-
skeið á Norðurlöndum 1972-74 og
alþjóðlegan skóla í máltölvun í Pisa
1972.
Að loknu námi starfaði Baldur
lengstum sem kennari og prófessor
í íslenskri málfræði við Háskóla Ís-
lands. Hann var lektor í íslensku
máli og bókmenntum við háskólana
í Gautaborg og Lundi 1960-1963 og
Baldur Jónsson, okkar gamli
bekkjarbróðir til margra ára, Svan-
dísar allt frá barnaskóla til stúdents-
prófs í MA og þremenningur við hana
að auki, Eyþórs í MA, og góður vinur
beggja í áratugi, er látinn. En ljúfar
minningar um góðan vin og félaga
gera það þó aðeins auðveldara að
sætta sig við lífið í sínum margvíslegu
myndum. Baldur var sérstakur
mannkostamaður í hvívetna og gott
að eiga hann að vini, og á stundum
fannst okkur jafnvel að hann væri
sem bróðir okkar, fullt eins og vinur,
og þannig var það líka um nokkra
fleiri gömlu bekkjarfélaganna. Þó að
skólavist ljúki og menn fari hver í sína
áttina, til sérnáms og síðan til starfa
hver á sínu sviði er það oft svo að vin-
átta frá gömlu skólaárunum helst
ævilangt og vinátta okkar Baldurs og
fleiri bekkjarsystkinanna sem lukum
stúdentsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1949 entist í mörgum tilvik-
um til æviloka. Í hvert skipti sem við
hittumst var eins og við hefðum sést
daginn áður eins og berlega kom í ljós
fyrir rúmum þremur vikum þegar við
sem eftir lifum af stúdentshópnum
frá 1949 héldum upp á 60 ára stúd-
entsafmælið á Akureyri, en þar var
þeirra Baldurs og Guðrúnar, okkar
ágætu bekkjarfélaga, mjög sárt sakn-
að. Þegar æskuvinur deyr er eins og
eitthvað ef manni sjálfum deyi um
leið.
Við bekkjarfélagarnir úr stærð-
fræðideild árgangsins skrifuðumst
nokkuð reglulega á öll háskólaárin
hvar sem við vorum staddir í heim-
inum, og voru bréfin send til Baldurs
sem fjölfaldaði þau og sendi til allra.
Þetta efldi mjög samheldnina sem
hélst býsna lengi, ekki bara stærð-
fræðideildarhópsins heldur bekkjar-
ins alls, en nemendur stærðfræði-
deildarinnar voru aðeins tæpur þriðji
hluti stúdentahópsins sem útskrifað-
ist frá MA 1949. Innan bekkjarins
höfðu þó nokkrir bekkjarbræður og
bekkjarsystur fundið sér lífsförunaut,
meðal þeirra Baldur Jónsson og Guð-
rún Stefánsdóttir auk okkar og nokk-
urra fleiri.
Baldur var atgervismaður til lík-
ama og sálar, og stundaði mikið
íþróttir á skólaárunum og náði eink-
um frábærum árangri í spretthlaup-
um. Hann var prýðis námsmaður og
hafði strax í menntaskóla mikinn
áhuga á íslensku, einkum málfræði
sem átti eftir að verða hans kjörsvið,
en hann var nokkuð jafnvígur á flest
fög og velti ýmsu fyrir sér áður en
hann hóf nám í íslenskum fræðum við
Háskóla Íslands og lauk svo þaðan
magistersprófi árið 1958. Framhalds-
nám í germönskum málvísindum
stundaði hann næsta ár við háskólann
í Ann Arbor í Michigan og sótti á átt-
unda áratugnum ýmis máltölvunar-
námskeið á Norðurlöndum.
Baldur kenndi á yngri árum ís-
lensku við ýmsa skóla, m.a. háskólana
í Gautaborg og Lundi í Svíþjóð, hann
vann við Orðabók Háskólans og
Orðabók Menningarsjóðs og að
samningu sænsk-íslenskrar orðabók-
ar árin 1962-65; þá var hann einnig
málfarslegur ráðunautur á frétta-
stofu Ríkisútvarpsins um árabil. En
höfuðstarfsvettvangur Baldurs var
Háskóli Íslands þar sem hann vann
einkum að rannsóknum, ritstörfum
og kennslu í íslenskum fræðum, orða-
söfnun, málfræði, máltölvun, mál-
rækt og málræktarsögu. Hann varð
svo forstöðumaður Íslenskrar mál-
stöðvar og prófessor í málfræði frá 1.
janúar 1985, svo aðeins sé stiklað á
stóru um hið mikla ævistarf hans sem
ekki eru tök á að rekja hér.
Baldur Jónsson var einstakur
sómamaður, skarpgáfaður í þess orðs
bestu merkingu og hæglátur til orðs
og æðis. Það er ómetanlegt í lífinu að
hafa kynnst slíkum manni og að hafa
átt hann að vini og það verður seint
þakkað til fulls.
Við, ásamt eftirlifandi bekkjar-
félögum okkar úr MA, þökkum okkar
gamla félaga Baldri Jónssyni allt
gamalt og gott, fyrr og síðar, og vott-
um Guðrúnu bekkjarsystur okkar,
Jóni og Ólafi sonum þeirra og fjöl-
skyldum þeirra ásamt öðru vensla-
fólki okkar dýpstu samúð og hlut-
tekningu vegna fráfalls hans.
Svandís Ólafsdóttir og Eyþór
Einarsson.
Meira: mbl.is/minningar
Með Baldri Jónssyni er hniginn að
foldu einn áhrifamesti málfræðingur
og málræktarmaður Íslands á tuttug-
ustu öld. Hann vann sleitulaust langa
ævi að kennslu, rannsóknum, mál-
rækt og félagsstörfum í þágu ís-
lenskrar tungu. Í stuttri kveðju er að-
eins unnt að nefna fátt eitt af verkum
hans.
Hann var áhrifamikill kennari og
innleiddi ýmsar fræðilegar nýjungar
sem rektor og síðan dósent í málfræði
við Háskóla Íslands. Hann var
frumlegur áróðursmaður um ný-
yrðasmíð, meðal annars í flugmáli,
málfræði og tölvutækni. Meðal ný-
yrða hans skal ég aðeins nefna orðið
ál (fyrir aluminium) sem hann gróð-
ursetti með ritgerð í Morgunblaðinu.
En mestu afrek Baldurs voru unn-
in tveimur stofnunum, Íslenskri mál-
nefnd og Íslenskri málstöð. Þegar
Baldur var gerður formaður Mál-
nefndarinnar 1978 hafði hún hvílt í
dásvefni um skeið. En með tilkomu
Baldurs og undir stjórn hans vaknaði
hún til nýs lífs og heillaríkra áhrifa
sem vara enn í dag.
En Baldur fann til þess að þótt
Málnefndin væri mikilvæg sem
verndari og leiðbeinandi íslenskrar
tungu, þá var hún vanfær um að sinna
ýmsum daglegum úrlausnarefnum:
spurningum varðandi íslenskt mál,
útgáfu handbóka og öðrum hagnýtum
framkvæmdum. Því fékk hann þá
hugsjón að setja á stofn Íslenska mál-
stöð sem væri skrifstofa Málnefndar-
innar og annaðist daglegar fram-
kvæmdir á hennar vegum. Og þetta
tókst árið 1985, með góðum stuðningi
þáverandi menntamálaráðherra,
Ingvars Gíslasonar.
Síðan hefur Málstöðin starfað með
blóma og haft allmarga starfsmenn í
þjónustu sinni. Jafnframt stöðinni
og með leiðbeiningum og aðstoð
hennar starfa síðan svokallaðar
„orðanefndir“ á fjölmörgum sviðum
þjóðlífsins, og þegar nýyrðasöfn eru
tilbúin hefur Málstöðin það hlutverk
að sjá um útgáfu þeirra. Ef vel tekst
til myndast þannig fjölmöskvað net
sem sér fyrir viðhaldi og endurnýjun
íslenskrar tungu.
Auk nýyrðasmíða og útgáfustarf-
semi er sérstaklega vert að nefna
tvær nýjar stofnanir sem Baldur kom
á fót í skjóli Málstöðvarinnar. Annað
er Málræktarsjóður sem hann stofn-
aði með tilstyrk skörungsins Davíðs
Oddssonar sem þá var forsætisráð-
herra. Sjóðurinn styrkir hvaðeina
sem verða má til viðgangs tungunnar
og hefur þegar gert mikið gagn, en þó
væri þörf að efla hann betur. Hitt er
svonefndur Orðabanki sem Baldur
stofnaði eftir erlendri fyrirmynd.
Hann starfar við hliðina á hinni ís-
lensku Orðabók Háskóla Íslands og
mun í fyllingu tímans geta veitt ómet-
anlega vitneskju um íslenska tungu.
Með okkur Baldri tókst á ungum
aldri náin vinátta sem síðan styrktist
með mægðum, því að þau Sigríður
kona mín máttu kallast bræðrabörn.
„Ertu kannski bróðir hans?“ spurði
hjúkrunarkona þegar ég sat hjá hon-
um rænulitlum við banabeðinn – hún
skynjaði að milli okkar lágu sterkir
straumar. „Nei, en við erum fóst-
bræður,“ svaraði ég. Baldur og Guð-
rún, jafnan nefnd sem einn maður,
hafa verið okkur hjónum dýrmætari
vinir en orð fá lýst. Við biðjum Guð að
styrkja Guðrúnu, syni þeirra og
barnabörn á þessari sorgarstundu.
Jónas Kristjánsson.
Nafn Baldurs Jónssonar er ná-
tengt sögu íslenskrar málræktar.
Þeir sem rannsaka íslenska málrækt
sækja nú þegar heilmikið til Baldurs
en sess hans í málræktarsögunni
verður án efa greinilegri eftir því sem
tímar líða og fjarlægð eykst.
Rannsóknir Baldurs á málfræði-
legum viðfangsefnum einkenndust
jafnan af ströngum nákvæmniskröf-
um og skarpri greiningu. Hann hafði
m.a. áhuga á uppruna og beygingu
orða og þá ekki síst tiltekinna nafna
og þessi hugðarefni fylgdu honum
alla tíð; hann skrifaði t.a.m. merka
grein um nafnið Ölfus 1963 og greinar
Baldur Jónsson
✝ Elísabet Hann-esdóttir fæddist í
Hafnarfirði 3. sept-
ember 1937. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 1. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Hannes
Húnfjörð Sig-
urjónsson húsgagna-
bólstrari í Hafn-
arfirði, f. 11. ágúst
1912, d. 28. sept-
ember 1985, og Ingv-
eldur Fjeldsted Ólafs-
dóttir húsmóðir, f. 10.
janúar 1915, d. 1. desember 1990.
Elísabet átti þrjú systkini, þau Sig-
urjón, f. 1941, Eggert, f. 1944, d.
1996 og Auðbjörgu, f. 1952.
17. júní 1961 giftist Elísabet
Sveini Skaftasyni, f. 14. desember
1931, d. 30. ágúst 2002. Foreldrar
hans voru Skafti Magnússon verka-
maður á Sauðárkróki og Anna
Sveinsdóttir húsmóðir. Elísabet og
Sveinn byrjuðu búskap sinn í Hafn-
arfirði en fluttu árið 1966 í Kópa-
vog. Þau eignuðust 4 börn: 1) Anna
Björg, f. 1961, maki Ingólfur Sig-
mundsson. Börn þeirra eru Brynja,
Daði og Andri Sveinn. 2) Ingveld-
ur, f. 1966. Börn hennar eru Elvar,
Karen Elísabet og Gylfi. 3) Þóra, f.
1967, börn hennar eru Atli Freyr,
maki Gunnur Líf Gunnarsdóttir,
dóttir þeirra er Aníta Dís, Eydís
María og Jón Björgvin. 4) Sveinn
Ingimar, f. 1968,
maki Linda Margrét
Arnardóttir. Börn
hennar eru Daníel
Örn og Sigríður Ása.
Elísabet lauk kenn-
araprófi frá Kenn-
araskólanum 1958 og
prófi frá Íþrótta-
kennaraskólanum á
Laugarvatni ári síð-
ar. Hún sótti nám-
skeið og endur-
menntun og lærði
meðal annars íþrótta-
kennslu fyrir aldr-
aða. Hún kenndi íþróttir á öllum
skólastigum en síðustu 20 árin
starfaði hún við Menntaskólann í
Kópavogi. Samhliða kennslunni
rak hún verslun um tíma og síðar
heilsurækt fyrir konur um nokk-
urra ára skeið. Upp úr 1980 hóf
hún að vinna við íþróttakennslu
aldraðra og var einn af frum-
kvöðlum á því sviði. Hún var einn
af stofnendum FÁÍA „Félags
áhugafólks um íþróttir aldraðra“
og ÍAK „Íþróttafélag aldraða í
Kópavogi og sat í stjórn þeirra um
árabil. Hún var virk í félagsstörf-
um og starfaði meðal annars með
Oddfellow-reglunni með „Menning-
arsambandi aldraðra á Norður-
löndum“.
Útför Elísabetar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 9. júlí og
hefst athöfnin klukkan 13.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Þessar ljóðlínur komu ósjálfrátt
upp í hugann þegar okkur barst
andlátsfrétt Elísabetar Hannesdótt-
ur. Hugurinn reikar aftur til hausts-
ins 1958. Við vorum á leið að Laug-
arvatni að hefja nám við
Íþróttakennaraskóla Íslands, þrjár
jafnöldrur frá Akureyri sem þekkj-
ast ágætlega og tvær stúlkur bætast
svo í hópinn. Okkur varð starsýnt á
hlédrægu stúlkuna úr Hafnarfirði
með mikla og fallega ljósa hárið,
hana Elsu.Við bjuggum allar fimm
saman á Laugarvatni í kjallara
skólastjórabústaðarins og brátt kom
í ljós að Elsa hafði fallega söngrödd,
spilaði auk þess bæði á píanó og gít-
ar.
Elsa sagði mjög skemmtilega frá
og sá broslegu hlutina í tilverunni
og hafði þennan smitandi hlátur
sem heillaði alla. Hún kunni ógrynni
af lögum og söngtextum svo við
höfðum úr nógu að moða er kom að
vali á ljóðum og lögum og gátum því
sungið endalaust á góðum stundum.
Elsa hafði lokið almennu kennara-
prófi með söngkennslu sem val og
kom sú kunnátta sér vel er hún
bjargaði okkur og tók að sér stjórn
á nemendakórnum okkar á árshátíð-
inni í forföllum Björns Jakobssonar.
Við skólasysturnar höfum haldið
góðu sambandi þó vík hafi verið
milli vina. Við áttum hauk í horni
hjá foreldrum Elsu í Hafnarfirði og
eftir að Elsa og Sveinn hófu búskap
var okkur tekið með stakri hlýju og
rausnarskap á heimili þeirra í Kópa-
vogi.
Sérstakur ljómi var yfir sumar-
dögum okkar á Akureyri árið 2006,
þó okkur grunaði að hverju stefndi
þá gátum við þó enn sungið saman
og hlegið. Þessir sumardagar glóa
eins og gull í minningunni.
Stórt skarð er höggvið í tíu
manna nemendahópinn, sem út-
skrifaðist sumarið 1959, en Elísabet
er sú fjórða sem við kveðjum nú. Að
leiðarlokum þökkum við hálfrar ald-
ar vináttu sem aldrei bar skugga á.
Bryndís, Margrét og Þórunn.
Það var árið 1982. Ég var að leita
að íþróttakennara á vegum Félags-
starfs aldraðra í Kópavogi. Mark-
miðið var að fá eldri kynslóðina til
þess að hreyfa sig og liðka. Einhver
ráðlagði mér að tala við Elísabetu,
sem ég þekkti ekki neitt. Ég gerði
það og upp frá því unnum við saman
í 25 ár. Hún hafði sérstakan áhuga á
að kenna eldra fólki hvers konar lík-
amsrækt og hafði kynnt sér það sér-
staklega. Þetta var nokkurs konar
brautryðjandastarf. Hún varð strax
vinur allra. Viðmótið hlýtt og nota-
legt. Hún lýsti eins og sólargeisli og
fékk fólkið til að gera nánast hvað
sem var. Bogið bak réttist og lundin
varð létt. Hún var sífellt að læra
eitthvað nýtt en mesta lukku gerðu
þó Seniordansarnir sem hún lærði
snemma á námskeiði Menningar-
sambands aldraðra á Norðurlöndum
í Noregi.
Það var mikil sorg í hópnum okk-
ar þegar heilsu hennar hrakaði svo
mjög að hún varð að hætta.
Við, eldri kynslóðin í í Kópavogi,
sem Elísabet hefur kennt svo lengi
og hresst upp á sál og líkama af ein-
skærri lipurð og kærleika, kveðjum
hana með þakklæti og virðingu.
Guð blessi minningu hennar og
allt hennar fólk.
Anna Sigurkarlsdóttir.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherj-
ardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Við vottum börnum Elísabetar og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Skólasystkini í Íþróttakennara-
skóla Íslands á Laugarvatni, 1958-
1959,
Bryndís, Guðmundur, Margrét,
Sigurður, Stefán og Þórunn.
Elísabet Hannesdóttir