Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
ÍSLENDINGAR sem greinst hafa
með krabbamein koma afar vel út
þegar skoðað er hversu margir
sjúklingar eru lifandi fimm árum
eftir greiningu. Þeir eru einna
fremstir ásamt Svíum. Danir koma
síst út af Norðurlandaþjóðunum.
Þetta er niðurstaða Ólafs Ólafs-
sonar, fyrrum landlæknis, Gunnars
A. Ólafssonar, sérfræðings í heil-
brigðisráðuneytinu, og prófess-
oranna Jóns G. Jónassonar og Frið-
berts Jónassonar. Niðurstaðan
birtist í Læknablaðinu í byrjun
febrúar. Þeir rýna í tölur um þá sem
greindust á tímabilinu 1995 til 1999
og segja athyglisvert að hlutfalls-
lega hafi fleiri með skjaldkirtils-,
brjósta-, eitla-, maga-, þvagblöðru-,
blöðruháls, eggjastokka- og legháls-
krabbamein á Íslandi lifað fimm ár-
um eftir greiningu en á hinum
Norðurlöndunum og í Vestur-
Evrópu. Bandaríkjamenn standi
betur, þó erfiðara sé að fullyrða um
slíkt þar sem torsótt sé að fylgja
fólki eftir og staðreyna um afdrif
þess.
Fremstir í kransæðasjúdómum
Íslendingar eru einnig, sam-
kvæmt sérfræðingunum, í einu af
þremur efstu sætunum ásamt Sví-
um og Norðmönnum þegar skoðað
er hversu margir eru á lífi 28 dögum
eftir kransæðaáfall. Þá hefur árang-
ur af meðhöndlun gláku hér á landi
verið mikill. Fyrir hálfri öld var
helmingur allrar blindu á Íslandi
vegna gláku og Ísland með hæstu
blindutíðni í Evrópu vegna hennar.
Um aldamótin voru hins vegar að-
eins 5% blindu vegna hennar.
Blinda vegna sykursýki er einnig
talin sú lægsta í heiminum.
„Á ýmsum sviðum stöndum við
okkur vel,“ segir Ólafur: „Fólk er
vel upplýst og við höfum vel mennt-
aða lækna sem hafa farið í fram-
haldsnám og hafa komið heim. Nú
hefur heldur dregið úr heimkomum
– sem er sannarlega áhyggjuefni –
en vonandi stendur það ekki lengi.“
Ísland ekki dýrast í heimi
Ólafur bendir á að þrátt fyrir
smæð samfélagsins sé kostnaður við
heilbrigðiskerfið ekki mestur á
mann hér á landi, eins og oft sé
haldið fram – jafnvel á Alþingi. Með
nýju flokkunarkerfi sem allflestar
OECD-þjóðir nýta sé ljóst að Ísland
vermdi 10.-11. sæti OECD-þjóða ár-
ið 2008 og vitnar Ólafur í Hagtíðindi
Hagstofunnar. Heildarkostnaðurinn
hafi numið 9,2% af vergri lands-
framleiðslu. Ólafur telur að vegna
efnahagsástandsins muni hlutfall
kostnaðar vegna heilbrigðisútgjalda
líklega hækka á næsta 1-2 árum
þótt raunkostnaður minnki.
„Oft heyrir maður talað um það á
Alþingi að heilbrigðisþjónustan sé
dýr – dýr, já, en miðað við smæðina
væri ekki skrýtið að hún væri dýr-
ust.“ Síður náist hagkvæmni þegar
aðgerðirnar séu fáar, en tölurnar
sýni að tekist hafi að halda kostn-
aðinum niðri. „Til dæmis myndu
heilaskurðlæknar nýtast betur væri
þjóðin 30 milljónir,“ segir Ólafur.
Góður árangur með gigt
Gigtarsjúkdómar eru önnur al-
gengasta ástæðan fyrir líkamlegri
hömlun og tímabundinni fjarveru
frá vinnu í Evrópu, samkvæmt ný-
legri skýrslu um stoðkerf-
issjúkdóma á Íslandi. Þar kemur
einnig fram að á Íslandi séu fæstir á
örorkulífeyri á aldrinum 55-64 ára á
Norðurlöndunum. Greinarhöfund-
arnir nefna einnig að lægsta tíðni
astma og HIV-sýkinga í heiminum
sé hér á landi. Þeir spyrja: Hvernig
getur rúmlega 300 þúsund íbúa þjóð
náð slíkum árangri? Niðurstaða
þeirra er góð menntun heilbrigð-
isstétta, góð lífskjör, vel upplýstur
almenningur og gott aðgengi að
heilbrigðisþjónustunni.
Hagkvæmt og gott
"# "#
# "#$
#
#
$
"#
$
%#%$
!
" #
$% & ' ## " %
Góð menntun heilbrigðisstétta, góð lífskjör, vel upplýstur almenningur og
gott aðgengi að heilbrigðisþjónustunni skilar henni í fremstu röð
Í HNOTSKURN
»Gríðargóðar upplýsingareru til um afdrif íslenskra
krabbameinssjúklinga en í
Austurríki nær skrá ríkisins
aðeins til 8% sjúklinga.
»Verulegur munur er á af-drifum karla og kvenna í
Bandaríkjunum vegna krans-
æðasjúkdóma þar sem konur
fá verri þjónustu. Þær eru
verr trygðar og búa við lélegri
efnahag og leita því síður eftir
bráðaþjónustu.
»Um 1980 var blinda vegnasykursýki ástæða lög-
blindu í 2,4% tilvika en um 1%
í nýrri rannsóknum.
EIRÍKUR
Bergmann Ein-
arsson hefur var-
ið doktorsritgerð
sína ,,Hið hug-
læga sjálfstæði
þjóðarinnar –
Áhrif þjóðern-
ishugmynda á
Evrópustefnu ís-
lenskra stjórnvalda“ frá stjórn-
málafræðideild Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi var dr. Baldur Þór-
hallsson stjórnmálafræðiprófessor. Í
rannsókninni er spurt hvers vegna
Íslendingar kusu að tengjast Evr-
ópusamrunanum um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) og Schengen-
landamærasamstarfið en ekki með
fullri aðild að Evrópusambandinu.
Skoðað er hvort skýri betur þessa
afstöðu íslenskra stjórnmálamanna,
efnahagslegir hagsmunir eða hug-
myndir um fullveldi þjóðarinnar.
Rannsakað er hvort og þá hvernig
orðræða og arfleifð sjálfstæðisbar-
áttunnar hefur haft áhrif á Evr-
ópustefnu íslenskra stjórnvalda. Í
efnahagslegu tilliti hafa íslensk
stjórnvöld engu að síður álíka þörf
og stjórnvöld annars staðar í Evr-
ópu til að taka þátt í samrunaþróun-
inni, og kann þetta að skýra veru Ís-
lands í EES sem veitir Íslendingum
aðild að innri markaði ESB en um
leið samþykktu íslensk stjórnvöld að
lúta reglum ESB.
Eiríkur Bergmann Einarsson
fæddist í Reykjavík árið 1969. Hann
lauk kandídatsprófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla árið 1998 og er
nú dósent í stjórnmálafræði og for-
stöðumaður Evrópufræðaseturs Há-
skólans á Bifröst. Eiríkur er í sam-
búð með Aino Freyju Jarvela og
saman eiga þau þrjú börn.
Doktor í
stjórnmála-
fræði
Gunnhildur
Lily Magn-
úsdóttir hefur
varið dokt-
orsritgerð sína
„Small States’
Power Resources
in EU Negotia-
tions: The Cases
of Sweden, Den-
mark and Finland in the Environ-
mental Policy of the EU“ hjá stjórn-
málafræðideild Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi var dr. Baldur Þór-
hallsson, prófessor við stjórn-
málafræðideild Háskóla Íslands.
Í rannsókninni er fjallað um leiðir
og getu smáríkja til áhrifa innan
Evrópusambandsins. Tekin eru fyrir
fjögur valdaúrræði eða leiðir til
áhrifa sem ekki eru byggð á tölu-
legum styrk eins og atkvæðafjölda í
Ráðherraráðinu, fjármagni eða
mannafla og standa því smáríkjum
til boða. Greint er hvernig norrænu
ESB-ríkin, Svíþjóð, Danmörk og
Finnland, hafa reynt að nota eft-
irfarandi valdaúrræði eða leiðir til að
auka áhrif sín og koma sínum hags-
munamálum á framfæri innan um-
hverfisstefnu ESB.
Gunnhildur Lily er fædd árið
1973. Hún lauk BA-prófi í stjórn-
málafræði og þýsku frá HÍ árið 1997
og meistaraprófi í Evrópufræðum
frá stjórnmálafræðideild Lundarhá-
skóla árið 2004. Gunnhildur hefur
verið gestafræðimaður við Lund-
arháskóla frá 2005 og verið stunda-
kennari við Lundarháskóla og HÍ.
Gunnhildur Lily er gift Hallgrími
Erni Karlssyni heyrnarfræðingi og
þau eiga tvö börn. Foreldrar Gunn-
hildar eru Hrefna G. Torfadóttir
framhaldsskólakennari og Magnús
Gauti Gautason rekstrarhagfræð-
ingur.
Doktor í
stjórnmála-
fræði
Tökum gamla So
da Stream tækið
upp
í kaup á nýju tæk
i að andvirði kr. 1
.500*
NÝTT MÓDEL
Ath.: Gömlu ga
shylkin og göm
lu SodaSteam fl
öskurnar
ganga ekki me
ð þessari nýju t
egund SodaStr
eam tækja.
VNR. 94990000
Soda Stream
SODA STREAM TÆKI eitt
60 lítra gashylki og 1 lítra
plastflaska fylgir.
SodaStream
tækin eru komin
aftur í BYKO
Gríptu tækifærið núna!
Síðasta sending seldist upp
Eitt gashylki dugar í 60 lítra af kranavatni
HAGKVÆMT
FYRIR HEIMILIÐ
13.990
*Tökum aðeins eitt gamalt Soda Stream tæki upp í eitt nýtt tæki frá BYKO.
Gamla gashylkið verður að fylgja tækinu þegar því er skilið inn.
EX
PO
·w
w
w
.e
xp
o.
is