Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
184. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
gerir grillmat að hreinu lostæti!
NÝJAR
HANDHÆGARUMBÚÐIR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
38
33
8
«LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
KREPPAN HAFÐI
ÁHRIF Á MÁLVERKIÐ
«KVENNALANDSLIÐIÐ Í GOLFI
Ekki allir dagar
góðir í Slóveníu
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
FUNDIR utanríkismálanefndar Alþingis um
ESB-málið riðluðust í gærkvöldi þegar ekki náðist
samstaða um málið og útbýtingu skjala á Alþingi
var aflýst. Óvíst er hvenær málið kemur út úr
nefndinni. Flestir nefndarmenn vildu sjá ákvæði
um tvöfalda atkvæðagreiðslu inni í þingsályktun-
inni og hleypti það fyrirætlunum Samfylkingarinn-
ar í uppnám.
„Ég hef alltaf haft fyrirvara á því hvort rétt sé að
ganga til viðræðna án skýrs þjóðarvilja, það er ekk-
ert nýtt af minni hálfu,“ segir Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir, fulltrúi VG í utanríkismálanefnd. Fund-
urinn hófst þannig að minnihlutinn setti ýmsa
fyrirvara. Þá gerði Guðfríður Lilja athugasemdir
og taldi að margt mætti betur fara áður en hún
gæti skrifað undir sameiginlegt álit. Hún myndi
fara eftir eigin sannfæringu. Lagði hún meðal ann-
ars til öflugri aðkomu Alþingis að umsókninni og
spurði einnig um kostnaðinn af henni.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu
fulltrúar Samfylkingarinnar reiknað með að málið
yrði afgreitt og bjuggust ekki við andstöðu úr þess-
ari átt. Þeir gerðu hlé á fundi þegar þessi staða
kom upp og aflýstu honum svo síðar um kvöldið.
Mikill núningur er því milli stjórnarliða í nefndinni.
„Þegar búið var að vinna þessi ítarlegu drög að
nefndaráliti þótti mér skrýtið að upplifa að það
virtist óviðunandi af hálfu nokkurra nefndarmanna
að ræða þau,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokksins og nefndar-
maður.
Nefndin ráðgerir fund klukkan hálfníu fyrir há-
degi en ólíklegt þykir að álit verði klárað fyrir þing-
fund tveimur tímum síðar, enda Icesave-málið
einnig á dagskrá. Lítil samstaða er í nefndinni og
segja viðmælendur að nefndarálitin verði „að
minnsta kosti tvö“.
Utanríkismálanefnd marg-
klofin um ESB-ályktunina
» Núningur milli stjórnarliða
» Samfylking vænti samstöðu
» Athugasemdir fulltrúa VG
FYRSTU dagar júlímánaðar hafa verið með eindæmum stilltir og blíðir um
allt land, þótt sumum finnist að sólin mætti láta sjá meira til sín á suðvest-
urhorninu. Við sum störf getur þó verið betra að hafa ekki sólskinið glamp-
andi í augunum svo lengi sem hitinn er notalegur og ekki lítur út fyrir ann-
að en blíðan haldi áfram næstu daga. Veðurstofan spáir 12 til 20 stiga hita,
hægum vindi og þurru og björtu veðri um allt land.
DYTTAÐ AÐ BÁTNUM Í BLÍÐUNNI
Morgunblaðið/Eggert
Ríkisstjórnin
hyggst standa
við áætlanir um
uppbyggingu 400
nýrra hjúkr-
unarrýma þótt
biðlistar eftir
slíkum rýmum
hafi styst til
muna vegna auk-
innar áherslu á heimahjúkrun.
Í lok árs biðu 464 eftir hjúkr-
unarrými en í maí virðast þeir hafa
verið 239.
Kostnaður við uppbygginguna er
metinn á 17 milljarða króna en gert
er ráð fyrir að hvert rými kosti yfir
20 milljónir í uppbyggingu. Árni
Páll Árnason félagsmálaráðherra
bendir á að oft séu rýmin sem til
eru á röngum stöðum. Erfitt sé að
flytja aldrað fólk hreppaflutning-
um. »14
Fleiri hjúkrunarrými eru
á áætlun en beðið er eftir
FJÖLDI skipa
kepptist við
makrílveiðar
síðustu klukku-
stundirnar áður
en bann sjávar-
útvegsráðherra
við veiðunum
gekk í gildi
klukkan 18 í
gær. Gylfi Viðar
Guðmundsson,
skipstjóri á vinnsluskipinu Hugin
VE, segir stóru útgerðirnar hafa
verið með burðarskip sem veitt hafi
verið ofan í og þau síðan látin sigla í
land. »2
Kepptust við makrílveiðar
síðustu tímana fyrir bannið
BJÖRGÓLFSFEÐGAR eru í per-
sónulegri ábyrgð fyrir tæplega 6
milljarða skuld vegna láns sem tek-
ið var til þess að kaupa 45,8 pró-
senta hlut í Landsbankanum 2003.
Þeir hafa gert tilboð um að greiða
helminginn en afskrifa afganginn.
Ólíklegt er að aðrir kröfuhafar í
þrotabú Samsonar sætti sig við að
Nýja Kaupþing semji um endur-
heimtur á skuldinni þar sem per-
sónulegar ábyrgðir eru fyrir hendi
á öðrum milljarðaskuldum í þrota-
búinu, þá helst af hálfu Björgólfs
Guðmundssonar. Skuldir Samsonar
við skuldabréfaeigendur nema 24,3
milljörðum króna. »4
Kröfuhafar Samson sitji
við sama borð vegna skulda
Slæm staða Sjóvár er til komin
vegna þess að virði eigna félagsins
lækkaði á sama tíma og skuldir
þess ruku upp. Átti Sjóvá ekki leng-
ur fyrir vátryggingaskuld.
VIÐSKIPTI
Hörð brotlending
tryggingafélags
Grindavíkurbær vill taka út inn-
stæður að fjárhæð um 3 milljarðar
króna úr Sparisjóði Keflavíkur.
Fénu var ætlað að styðja við SpKef,
en nú vill Grindavík fá það aftur.
Vilja taka fé sitt
út úr SpKef
Embætti sérstaks saksóknara hefur
yfirheyrt Sigurð Einarsson, fyrr-
verandi stjórnarformann Kaup-
þings, vegna kaupa Q Iceland Fin-
ance á 5% hlut í bankanum.
Sigurður tekinn
í yfirheyrslu