Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 MIKIÐ hefur verið rætt um Icesave sam- komulagið sem nú liggur fyrir Alþingi. Flestir eru sammála um að samkomulagið sé algerlega óásætt- anlegt. Ríkisábyrgð á tryggingarsjóð inni- stæðueigenda og fjár- festa skapar mikla óvissu um stöðu rík- isins. Ákvæði um að- fararhæfi Hollendinga og Breta að íslenskum eignum setur í raun auðlindir þjóðarinnar í uppnám. Deilt er um hvaða eignir eru að- fararhæfar, en ekki hvort Bretar og Hollendingar hafa þann rétt samkvæmt núverandi sam- komulagi. Endurskoðunarákvæði samningsins snúa öll að hags- munum Breta og Hollendinga og svona mætti lengi áfram telja. Hver er helsta ástæða þess að þjóðin stendur nú í þessum deilum varðandi Icesave-reikningana? Getur það verið að þjóðin sé ekki ábyrg fyrir innistæðum á Icesave- reikningum Landsbankans? Getur sökin legið hjá innbyggðum galla í fjármálakerfi Evrópu? Getur verið að Bretar séu að verja sína hags- muni innan núverandi kerfis og hafi því beitt óeðlilegum aðferðum til að knésetja Landsbankann og seinna KB-banka? Getur það verið að krafan um ríkisábyrgð brjóti í raun eina af grundvallarreglum Evrópska efnahagssvæðisins um frjálst flæði fjármagns? Allt eru þetta lögmætar vangaveltur. Ímyndum okkur að svipað kerfi væri við lýði á Íslandi. Hvert bæj- arfélag væri ábyrgt fyrir sínum banka. Banki lítils sveitarfélags með 600 íbúa myndi stofna útibú í Reykjavík. Íbúar sveitarfélagsins vissu ekki um þessa fyrirætlan bankans og hefðu heldur ekki get- að komið í veg fyrir útþenslu hans. Ágóði íbúa sveitarfélagsins af stofnun þessa útibús eru hverf- andi. Útibúinu gengur vel og inni- stæðueigendum fjölgar óðfluga. Einhverra hluta vegna er útibúinu lokað skyndilega, t.d. vegna þess að Reykjavík ákveður nú allt í einu að litla sveitarfélagið sé of lítið til að ábyrgjast innistæður útibúsins og lætur loka því. Eignir litla bankans eru eðlilega við þessar að- stæður seldar á brunaútsölu og miklar kröfur falla á bankann. Er einhverjum sem finnst það eðlilegt og sanngjarnt að allir íbúar þessa litla sveitarfélags séu dæmdir í ánauð vegna þessa? Auðvitað er ekki hægt að réttlæta það, sér- staklega ef öll lög segja annað. Ef það væri svo að íbúar litla sveitarfélagsins væru ábyrgir fyrir starfsemi bankans, hvaða áhrif hefði það á starfsumhverfi hans? Hver væri samkeppnisstaða hans gagnvart banka frá Reykjavík, sem hefði alla íbúa Reykjavíkur á bak við sig? Það væri ekkert mál fyrir banka í Reykjavík að stofna útibú í litla sveitarfélaginu, en það væri óverjandi fyrir litla bankann að stofna útibú í Reykjavík. Þetta væri gróf mismunun á starfsum- hverfi bankanna og þýddi í raun að í gegnum árin myndi allt fjármagn færast frá litla staðn- um til Reykjavíkur. Þarna kemur líka líkleg skýring á hörku Breta gagnvart Ís- lendingum. Þeir eru að verja sína hags- muni sem „stór aðili“ innan Evrópu. Þeir eru að verja kerfi sem fær ekki staðist til lengdar vegna þess að þeir hagnast á því á kostnað minni ríkja innan Evrópu. Bret- land hefur í gegnum árin einmitt verið höfuðstöð fjár- málamarkaðar Evrópu. Ef það væri svo, eins og Bretar halda fram, að það sé eðlilegt að krefja einstök ríki um ríkisábyrgð á tryggingarsjóðinn, þá væri það ekki verjandi fyrir minni þjóðir Evrópu að stunda bankastarfsemi utan sinna landamæra. Það væri í algerri mótsögn við grundvall- arhugsunina um sameiginlegan innri markað Evrópu. Því fær krafan um ríkisábyrgð ekki stað- ist. Krafan um ríkisábyrgð brýtur því í raun eina af grundvall- arstoðum Evrópska efnahagssvæð- isins um frjálst flæði fjármagns þegar til lengri tíma lætur. Segjum svo að ESB átti sig á þessum galla, eða að minni þjóðir innan sambandsins geri at- hugasemdir og að sameiginlegur tryggingarsjóður verði stofnaður, sem er það eina rétta, þá hafa Ís- lendingar engan rétt á endur- upptöku Icesave-samkomulagsins. Hollendingar og Bretar geta jafnt sem áður gengið að eignum ís- lenska ríkisins. Það er algerlega óásættanlegt. Þegar þessir innbyggðu ágallar kerfisins eru hafðir í huga og þeg- ar haft er í huga að Bretar beittu Íslendinga miklu ofríki og að ekki er krafist ríkisábyrgðar í núver- andi lögum um starfsemi trygging- arsjóðsins – hvernig er þá hægt að ættlast til þess að Íslendingar geti samþykkt núverandi Icesave- nauðungarsamkomulag? Sú rík- isábyrgð sem krafist er steypir framtíð íslenska lýðveldisins í svo mikla hættu að ekki er verjandi að samþykkja Icesave-samkomulagið. Rök Íslendinga eru yfirgnæf- andi. ESB hefur engin sanngjörn rök til þess að krefjast rík- isábyrgðar og í raun er hægt að sýna fram á eins og var nefnt að ofan að það brýtur gegn EES sam- komulaginu um frjálsan flutning fjármagns. Fjármunir vegna Ice- save skipta Breta og Hollendinga engu máli. Fjármálakerfi Evrópu er í engri hættu. Aftur á móti er nokkuð augljóst að ef rík- isábyrgðin á tryggingarsjóð inni- stæðueigenda og fjárfesta er stað- fest, getur það haft ólýsanlegar afleiðingar í för með sér fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar. Ís- lenskir ráðamenn verða að fara að vakna. Þeir hafa öll vopn í sínum höndum, það vantar bara viljann til að nýta þau. Eftir Birgi Örn Steingrímsson » Getur sökin legið hjá innbyggðum galla í fjármálakerfi Evrópu? Getur verið að Bretar séu að verja sína hagsmuni innan núver- andi kerfis og hafi því beitt óeðlilegum aðferð- um til að knésetja Landsbankann og seinna KB-banka? Birgir Örn Steingrímsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Innbyggður galli í fjármálakerfi Evrópu Í MORGUN- BLAÐINU 8. júlí birt- ist grein með ofan- greindri fyrirsögn eftir Petrínu Baldursdóttur, formann bæjarráðs Grindavíkur. Í grein- inni er rakin forsaga kaupa Bláa lónsins hf. og síðan HS Orku hf. á 71,21% hlut í óskiptu landi Járngerðarstaða- og Hópstorfu, alls um 5.565 ha. Ég ætla ekki hér að ræða um þau póli- tísku átök sem lýst er í greininni eða hvað einstakir menn „líklega vissu“ vegna ættartengsla, það er ekki mál HS Orku hf., en skýra hins vegar frekar aðkomu HS Orku hf. að þess- um málum og leiðrétta missagnir. Ástæða kaupa Bláa lónsins hf. á landinu 2007 var sú, að Bláa lónið hf. var á leigulandi með skammtíma leigusamning og þurfti að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Þegar fé- lagið leitaði eftir kaupum af landeig- endafélaginu á landsvæði undir starf- semi sína þá fengust þau svör að einstakir hlutar landsins yrðu ekki seldir, einungis landið í heild sinni. Jafnframt kom fram að þeir hefðu nokkrum sinnum rætt við Grindavík- urbæ um kaup landsins í heild sinni en verðhugmyndir verið með það ólíkum hætti að ekki hefði orðið af viðskiptum. Þessi kaup voru kostn- aðarsöm og hófust því viðræður 2008 milli Bláa lónsins hf. og HS Orku hf. um að HS Orka hf. keypti landið af Bláa lóninu hf. en félag- ið fengi forkaupsrétt að landi undir starfsemi sína og var frá því geng- ið í júlí 2008. Það er hinsvegar alrangt sem fram kemur í grein for- manns bæjarráðs að landið nái frá Reykja- nestá að Svartsengi. Þannig er Reykjanes- viti sem dæmi í landi Kalmannstjarnar og Junkaragerðis, síðan kemur jörðin Staður og þá Húsatóttir þannig að mörk lands- ins eru um 11 km frá Reykjanestá. Alvarlegasta villan, sem um leið kollvarpar greininni, er sú, að þarna er alls ekki um að ræða það land sem ver- ið er að selja! Það sem samþykkt hefur verið að selja er fyrst og fremst auð- lindin í Svartsengi en þar sem hún tengist 63 ha. lands sem keyptir voru samkvæmt gerðardómi frá 21. janúar 1976 þá er nauðsynlegt að selja þá með. Auk þessara 63 ha. á HS Orka hf. 87 ha. sem ekki eru seldir og því síður 71,2% hluturinn í óskipta landinu. Fullyrðingin sem fram kemur um að „þetta sé landið sem Árni Sigfússon ætlar nú að eignast og vill selja Grind- víkingum á þrefalt hærra verði með fulltingi HS Orku …“ er því alröng, al- gjörlega staðlausir stafir og botninn þar með fallinn úr greininni. Um þessi landamál voru haldnir nokkrir fundir á tímabilinu desember til febrúar en þá óskaði Grindavík- urbær eftir fresti til frágangs auð- lindastefnu sinnar og til að semja við ríkissjóð um kaup jarðanna Staðar og Húsatófta. Á þessum fundum kom ítrekað fram að HS Orka hf. væri reiðubúin að selja Grindavíkurbæ eignarhlut sinn í óskipta landinu gegn greiðslu útlagðs kostnaðar og yf- irtöku þeirra lána sem fylgdu kaup- unum. Á þetta var ekki fallist en gerðar kröfur um lægra verð sem ekki varð samkomulag um. Þann 28. apríl, síðan þann 12. maí og loks þann 8. júní voru send erindi til Grindavík- urbæjar, tölvupóstur og loks form- legt bréf, þar sem óskað var eftir við- ræðum um þessi mál í heild sinni. Þessum erindum var ekki svarað fyrr en 24. júní og þá þannig að bæjarráð teldi eðlilegt að fá fyrst skýr svör um stöðu einstakra mála er varða at- hugasemdir Orkustofnunar við Svartsengissvæðið áður en endanlega er gengið til samninga við HS Orku um landakaup o.fl. Niðurstaðan stjórnar HS Orku hf. varð þá sú að selja Reykjanesbæ jarð- hitaauðlindina og þá 63 ha. sem henni fylgja þar sem ítrekaðar tilraunir sýndu að ekki væri unnt að fá við- ræður við Grindavíkurbæ um málið. Landakaupamál Reykjanes- bæjar - Forsaga Eftir Júlíus Jón Jónsson »Ég ætla ekki hér að ræða um þau póli- tísku átök sem lýst er í greininni ... en skýra hins vegar frekar að- komu HS Orku hf. að þessum málum og leið- rétta missagnir. Júlíus Jón Jónsson Höfundur er forstjóri HS Orku hf. KÆRI lesandi. Mér hefur verið mjög hugleikið undanfarið hvað sé að gerast í ís- lensku þjóðfélagi og sá eftir því að hafa ekki mætt á Austurvöll á laugardaginn. Að mót- mæla því hvernig kom- ið væri fyrir íslensku þjóðinni út af sjálf- hverfu og græðgi ein- hverra manna (og athugið að konur eru líka menn) sem virðast ekkert hafa hugsað um hvaða áhrif leikur þeirra hefði á framtíðina á Íslandi. Ég velti því fyrir mér eins og sjálf- sagt mörg ykkar af hverju við og börn framtíðarinnar eigum að greiða fyrir þeirra afglöp? Ég vona svo sannarlega að rannsókn Evu Joly, sérstaks sak- sóknara, og annarra sem eru að rann- saka aðdraganda hrunsins skili ár- angri og það sem fyrst. Sannleikurinn þarf að koma í ljós. Hafi verið leikið á saknæman hátt með framtíð heillar þjóðar og undanskot á fjármunum sé staðreynd, þá þarf að taka á slíkri hegðun í samræmi við þann laga- ramma sem við á. Jafnir fyrir lögum eiga Jón og sr. Jón að vera. Eftir því sem ég kynni mér betur aðgerðir ríkisstjórnarinnar finnst mér minna vit í því sem gert er. Icesave? Til bjargar og verndar hverjum? Okkur Íslendingum? Hol- lendingum, Bretum, alþjóða- samfélaginu? Óútfylltur tékki til næstu 15 ára vekur með mér ugg. Er þessi tékki tryggður með aðgangi að auðlindum okkar? Framtíðin er óræð. Ef íslensk- ir lögfræðingar geta ekki komið sér saman um hvernig túlka beri samning- inn, hvernig eigum við þá að geta treyst því að Hollendingar, Bretar og alþjóðasamfélagið leggi sama skilning í samninginn og núverandi ríkisstjórn eða sú næsta eða þarnæsta? Haldið þið, kæru lesendur, að „stúlkan sem elskaði fossinn“, Sigríð- ur Tómasdóttir frá Brattholti, hafi verið að vernda Gullfoss fyrir erlend- um fjárfestum í byrjun 20. aldarinnar, með því að setja sig upp á móti valdamestu mönnum landsins þá og hóta að henda sér í fossinn, til þess að valdamestu menn framtíðarinnar gætu síðar sett fossinn í pant í útlandinu? Nei, það held ég ekki! Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til hjálpar heim- ilunum hafa mér virst hálfslappar og flestar til þess gerðar að gera okkur að vilja- lausum verkfærum, framtakslausum og ósjálfbjarga einstaklingum, upp á aðra komna með viðurværi okkar. Ekki kannski ólíkt því þegar þjóðin bjó í torfkofum, sótti björg í bú með leyfi húsbóndans og það var háð góð- vilja hans hvort gekk að brauðfæða fjölskylduna þennan daginn eður ei. Hingað til hafa þau sem áttu sér- eignasparnað fengið góðfúslegt leyfi stjórnvalda til að leysa hann út eða hluta hans, þó ekki of mikið og alls ekki of mikið í einu. Svo hafa stjórnvöld einnig séð til þess að þær fjölskyldur sem þegar hafa misst heimili sín fái nokkurra mánaða frest til að yfirgefa húsnæðið og finna fjölskyldunni annað þak yfir höfuðið. Þeir sem þegar eru komnir á von- arvöl, fastir í „tveggja íbúða gildru“ eða annarri óáran geta afsalað sér sjálfræðinu með því að fara bónleið til dómarans (bónleið til bankastjórans skilar víst ekki sama árangri og áður) Í atvinnuleysinu er horft til Kan- ada, Noregs og svo jafnvel lands- byggðarinnar. Þar hvorki kom né fór góðærið. Öll vitum við að eitthvað verður að gera við núverandi aðstæður og vissulega er ég sammála því. Ég er bara ekki sammála þeim leiðum sem verið er að fara. Hvernig skilgreinum við velferðina? Um hvað ætlar rík- isstjórnin að standa vörð ef ekki um börnin, unga fjölskyldufólkið, öryrkja og aldraða, þá sem standa höllum fæti og eiga erfitt með að verja sig. Ég þarf ekki að heyra meira um hvað staðan er erfið og verkið vandasamt, það vitum við öll. Það þarf að skera niður, draga saman, spara og við höf- um kjark, þor og dug til þess. En það verður líka að vera samræmi milli orðs og æðis. Efnahagshrunið kemur verst niður á þeim sem minnst hafa milli handanna og þyngstar hafa byrgðarnar: öryrkjar, aldraðir, unga fjölskyldufólkið með börn á framfæri sem hefur jafnvel rétt fyrir hrun tek- ið fyrstu skrefin á fasteignamark- aðinum með lántökum og er jafnvel enn að mennta sig. Bleyjur, matur á borðið, þátttaka barna í tómstundum eða íþróttum, afborganir af húsnæð- inu, bíll sem ekki er hægt að losa sig við, „tveggja íbúða gildran“, hækk- andi gjöld, lækkandi tekjur, rýrnandi kaupmáttur og niðurskorin þjónusta. Vegna aðgerða og aðgerðaleysis stjórnvalda er erfitt fyrir fólkið í landinu að gera fyrir sig og sína ein- hverjar áætlanir, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma. Tíminn líð- ur og óvissan vex. Við þurfum af- dráttarlausar upplýsingar um vænt- anlegar aðgerðir stjórnvalda, þ.e. allan pakkann. Að strá til okkar upp- lýsingum eins og brauðmolum, einum í einu, er ekki til annars fallið en að valda fólkinu í landinu óþarfa áhyggj- um og gerir öllum fjölskyldum erfitt fyrir við gerð framtíðaráætlana. Heildarsýnin er okkur öllum mik- ilvæg og mikilvægt að stjórnvöld hafi trú á þjóðinni og veiti þjóðinni þær upplýsingar sem henni ber og það strax, takk. Lífskjör almennings skerðast ekki eingöngu vegna auk- inna skulda ríkissjóðs, ýmis sveit- arfélög glíma einnig við auknar skuldir og niðurskurð sem kemur nið- ur á lífskjörum íbúanna. Það er mik- ilvægt að sami hópurinn beri ekki uppi meginþunga niðurskurðar, sam- dráttar og hækkana. Eftir Heru Ósk Einarsdóttur »Er Icesave „save“? Hvernig lítur ráð- gjafapakki ríkisstjórn- arinnar út? Hera Ósk Einarsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi. Framtíð Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.