Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það sætir mik-illi furðu oger í hæsta máta ámælisvert að almenningur og Alþingi Íslendinga hafi ekki verið upp- lýst um bráða- birgðaálit breskrar lögmanns- stofu, Mishcon de Reya, þegar frumvarp um Icesave-samn- inginn var lagt fram. Auðvitað hefur það mikla þýðingu fyrir málstað Íslend- inga að virt bresk lögmanns- stofa leggi fram bráðabirgða- álit um að þess sjái hvergi stað í lögum að Íslendingar beri ábyrgð á Tryggingasjóði inn- stæðna í Icesave-málinu. Hvers vegna í ósköpunum var ekki farið að ráðum lögmanns- stofunnar og óskað eftir lögfræðiáliti frá breskum „leið- andi málafærslumanni“ til að tefla fram í samningaviðræð- unum? Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í máli er hann gagnrýndi stjórnarflokkana í Morgunblaðinu í gær: „Ég lít á það sem alvarleg svik við Al- þingi að halda þessu til hliðar. Það er óskiljanlegt hvernig skjal af þessum toga, sem stíl- að er sérstaklega á utanrík- isráðherra og er til í stjórn- kerfinu, verður útundan við samantekt á gögnum í málinu.“ Þunginn í ummælunum er eftirtektarverður, ekki síst í ljósi þess að Bjarni hefur sýnt hófstill- ingu og yfirvegun í umræðum um mál- ið fyrir þinginu. Sú aðferðafræði sem þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins fylgir þar virðist vera sú að fara ekki í skotgrafir hefð- bundinnar stjórnarandstöðu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hinsvegar hvergi sparað stóru orðin í garð þeirra sem mótmæla Icesave-samn- ingnum. Þar gengur harðast fram Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra, sem sagði í Morgunblaðinu á mánudag: „Ég held að Davíð Oddsson sé einn á ferð ef hann er virkilega með þá skoðun að við eigum ekki að bera neina ábyrgð á þessu.“ Á sama tíma lá bráða- birgðaálit bresku lögmanns- stofunnar í skúffu í fjár- málaráðuneytinu. Steingrímur hefur líka hald- ið því fram á Alþingi að samn- inganefndin hafi verið bundin af ummælum og bréfum ráð- herra fyrri ríkisstjórnar og viljayfirlýsingu með Hollend- ingum frá því í október. En í áliti Mishcon de Reya segir að ekkert af því hafi verið laga- lega bindandi fyrir Ísland. Var Steingrími kunnugt um það þegar hann skellti skuld- inni á fyrri ríkisstjórn úr ræðu- stól Alþingis? Hvers vegna í ósköp- unum var ekki farið að ráðum bresku lögmannsstof- unnar?} Vítaverð vinnubrögð Fátækt í heim-inum með áherslu á Afríku er til umfjöllunar á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims sem nú fer fram á Ítalíu. Í gær ræddust leiðtogar átta helstu iðnríkja heims við. Í dag og á morgun fjölgar í hópnum og hefur jafn stór hópur þjóðarleiðtoga aldrei komið saman áður á fundi af þessum toga, sem er kannski til marks um hvað það er úrelt hugsun að leiðtogar átta valdamestu ríkjanna leggi línurnar í heimsmálunum. Leiðtogar átta helstu iðn- ríkjanna samþykktu á fundi í Gleneagles í Skotlandi árið 2005 að auka aðstoð og það var ítrekað á 20 leiðtoga fundi í apríl, þótt reyndar hafi verið minna um efndir en til stóð. Nú á að leggja sérstaka áherslu á að ýta undir land- búnað í Afríku. Búist er við að Barack Obama Bandaríkja- forseti kynni frumkvæði til að berjast gegn hungri í Afríku og efla landbúnað og Japanar hafa heitið að hækka framlög til sama málefnis þrátt fyrir kreppu. Góðgerðarstofnunin ActionAid hefur tekið saman að milljarður manna þjáist af hungri í heiminum. Stofn- unin heldur því fram að auka þurfi framlög um 23 milljarða doll- ara á ári eigi að koma í veg fyrir að hungur í heiminum haldi áfram að aukast. Koma þarf í veg fyrir að efnahagsástandið í heiminum verði til þess að bágstöddustu hlutar mannkyns fari úr ösk- unni í eldinn. Leiðtogarnir á Ítalíu verða að grípa til raun- hæfra aðgerða, ekki bara að skreyta sig með orðum. Það sama á við um Ísland. Ofrausn hefur síst verið hægt að kalla þróunaraðstoð ís- lenskra stjórnvalda hingað til. Ef skorið verður niður til verkefna, sem krefjast skuld- bindingar til langs tíma, getur það haft alvarlegar afleið- ingar. Það væri reisn yfir því í miðju hruni að Íslendingar skæru ekki niður framlög til þróunarmála og um leið holl áminning til þjóðarinnar um að þrátt fyrir þrengingar býr fólk víða við mun krappari kjör en á Íslandi. Það væri reisn yfir því að skera ekki niður framlög til þróunarmála.} Þróunarhjálp í kreppu Ó trúlegt en satt; ég var aðalgæinn stutta stund í eigin fertugs- afmæli. Eins undarlega og það kann að hljóma var sú ekki ætl- unin, enda aðstæður vissulega óhefðbundnar þennan eftirminnilega dag. Það átti ekki að fara hátt að ég ætti afmæli, hvað þá stórafmæli, ég var í vinnunni eins og venjulega og mundi þetta varla sjálfur. En ut- anríkisráðherra Íslands steig á svið í mikilli veislu í útlenskri stórborg og kjaftaði frá. Þá var klappað, skálað og hrópað húrra, gott ef ekki hann lengi lifi … Og allir horfðu á mig. Lausmælgi ráðherrans er ég löngu búinn að fyrirgefa en hvers vegna hann þekkti kennitöluna mín veit ég ekki. Kannski er íslenska leyniþjónstan til í raun og veru? Eða Halldór Ásgrímsson óvenju næmur maður. Að lokinni fimmtán sekúndna frægð gat ég feginn ein- beitt mér áfram að því að hugsa um tímabilið efri ár; kannski var það hafið. Veislan var ekki mín heldur til heiðurs forseta lýðveld- isins. Enda var tekin mynd af honum, borgarstjóranum, heiðursræðismanninum og utanríkisráðherranum seinna um kvöldið – með afmælisbarninu! Þetta var í Pétursborg, þeim fallega og sögufræga bæ. Heiðursræðismaðurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, bauð til veislunnar og hafði auðvitað ekki hugmynd um tímamótin í lífi mínu. „Þá hefði ég komið með köku,“ sagði hann, en ég varð að gera mér kampavín, kavíar og annan slíkan hversdagsmat að góðu. Forseti vor var í vikulangri opinberri heim- sókn í hinu víðfeðma Rússlandi og ritstjórinn bað mig að fara með og flytja þjóðinni fregnir að austan. Það var auðvitað sjálfsagt mál. Alltaf hægt að halda upp á fertugsafmælið seinna í faðmi fjölskyldunnar. Eftir dvöl í Moskvu og heimsókn til Pútíns héldum við austur yfir Úralfjöll til Salekhard, höfuðborgar Yamal-Nenets-héraðs. Eins og ekki væri búið að fljúga nóg síðustu daga; frá Íslandi til Kaupmannahafnar, þaðan til Moskvu og síðan til Salekhard, þá skut- umst við einn daginn – síðasta daginn minn á fertugsaldrinum í þessari jarðvist – hálftíma í viðbót í austurátt í stórri herþyrlu. Þar fékk Ólafur Ragnar, fyrstur erlendra þjóðhöfðingja, að koma í einar af hinum al- ræmdu fangabúðum Stalíns, Gúlagið. Þetta voru búðir 501. Kannski meira um þær síðar. Eftir síðasta daginn á fertugsaldrinum og þann fyrsta á fimmtugsaldri hef ég oft velt því fyrir mér hvar sé best að vera þegar ég skríð yfir næsta tugarþröskuld. Einhver nefndi Kínamúrinn. Annar tunglið. Af einhverjum ástæðum þykir mér líklegast að ég verði í vinnunni en þarf þá helst að muna að taka fjöl- skylduna með og nokkra góða vini. Ef til vill verður enn kreppa og í vinnunni er alltaf ókeypis kaffi. Kannski forsetinn verði einhvers staðar á ferðalagi. En það liggur svo sem ekkert á að ákveða þetta. Næg- ur tími til stefnu. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Úr óskrifaðri dagbók - IV Lítið er nú eftir af matvælastóriðjunni FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Í Borgarnesi lifa menn „hver á öðrum“ var einhvern tím- ann sagt. Tilsvarið þótti fyndið enda var þetta á þeim tíma þegar allir alvöru bæir grundvölluðust á útgerð og fisk- vinnslu. Atvinnulífið í Borgarnesi hefur gengið misjafnlega, átt sín góðu og slæmu tímabil. Samdráttur í byggingariðnaði bitnar nú hart á staðnum og fá teikn á lofti um bjart- ari tíma í atvinnulífinu. Borgarnes var þjónustumiðstöð við öflugan landbúnað í Borgarfjarð- arhéraði og samgöngur gegndu einnig mikilvægu hlutverki. Íbúarnir lifðu á þessu og „hver á öðrum“ sem í dag telst varla brandari. Byggðar voru upp öflugar af- urðastöðvar; sláturhús og mjólkur- stöð, og verslun. Kaupfélag Borg- firðinga sem í áratugi var aðalvinnuveitandinn byggði stórt sláturhús og kjötvinnslu í Brákarey og seinna glæsilega mjólkurstöð á Engjaási ofan við bæinn. Báðar stöðvarnar voru í röð þeirra stærstu í landinu. Samlagið fór fyrst Vegna samdráttar í landbúnaði og síharðnandi krafna um hagræðingu og sparnað í úrvinnslu landbúnaðar- afurða var ákveðið að leggja niður mjólkurvinnslu í nýja mjólkur- samlaginu 1995. Mjólkursamlögin á Suður- og Vesturlandi voru gerð upp saman og bentu útreikningar til þess að hagkvæmast væri að loka samlag- inu í Borgarnesi og flytja mjólkina annað. Þetta var afar sársaukafull aðgerð hjá bændum og stjórnendum Kaupfélags Borgfirðinga og olli deil- um. Mikil áform voru um að halda áfram matvælavinnslu í mjólkur- samlagshúsinu, framleitt var morg- unkorn, flatbökur og fleira en sú starfsemi var alla tíð rekin með bull- andi tapi sem ekki gat endað með öðru en því að rekstrinum var hætt. Þetta var aðeins upphafið. Mikill samdráttur var í sauðfjárrækt í hér- aðinu og slátrun minnkaði. Slátur- húsið var sameinað í stóra sam- steypu undir nafni Goða sem fór á hausinn en kaupfélagið fór aftur að slátra. Það gekk ekki vel, þetta glæsilega sláturhús sem einu sinni var þurfti endurnýjunar við og því var lokað. Kjötvinnsla hélt áfram, fyrst í Brákarey og síðan í nýju húsi ofan við bæinn. Taprekstur var við- varandi. Fyrirtækið var selt fyrir rúmu ári. Þá voru þar 38 starfs- menn. Þeim hefur verið sagt upp og starfsemin verður flutt annað. Þetta eru síðustu leifarnar af mat- vælaframleiðslu á vegum kaup- félagsins og dótturfyrirtækja þess. Miklar byggingar sláturhúss og kjötvinnslu standa auðar í Brákarey og ekki hefur fundist nýtt hlutverk fyrir þær. Öflugur byggingariðnaður tók við af úrvinnslu landbúnaðarafurða. Fengu fyrirtækin verkefni við upp- byggingu sumarhúsa og háskólanna í héraðinu auk hefðbundinna hús- bygginga í Borgarnesi og á höfuð- borgarsvæðinu. Borgarnes var á uppbyggingarsvæðinu mikla. Fyrir- tækin og þar með atvinnulíf svæð- isins fara því illa út úr samdrætt- inum nú. Verktakafyrirtækin hafa þurft að fækka fólki og sum hafa lagt upp laupana. Nýjasta dæmið er gjaldþrot Loftorku sem var með 300 starfsmenn þegar mest var. Morgunblaðið/Eyþór Þungar horfur Lítil starfsemi er í Brákarey þar sem áður var þungamiðja atvinnustarfseminnar í Borgarnesi. Langt er síðan útgerð var reynd. Borgarnes byggðist upp á þjón- ustu við landbúnaðinn. Öllum helstu matvælafyrirtækjunum hefur verið lokað. Nú bitnar sam- dráttur í mannvirkjagerð á fyr- irtækjum í byggingariðnaði. ÞÓTT matvælavinnsla sé að mestu farin úr Borgarnesi er staðurinn enn mikil þjónustumiðstöð. Liðlega 3.700 íbúar voru í Borgarbyggð í lok síð- asta árs, þar af innan við 2.000 í Borgarnesi. Síðan hefur fækkað. Þar er sem fyrr öflug verslun og hefur hún eflst með tilkomu nýrra fyrirtækja á síðustu árum. Kaup- félagið er ekki svipur hjá sjón, það rekur eina litla búð og er með fimm menn í vinnu. Þarna eru opinberar stofnanir sem þjóna öllu Vestur- landi. Sveitarfélagið er stærsti vinnuveitandinn með um 300 manns. Það var áfall fyrir héraðið þegar Sparisjóður Mýrasýslu féll og sam- einaðist Kaupþingi banka en það hefur enn ekki haft mikil áhrif í at- vinnulífinu. Enn eru margir iðn- aðarmenn á staðnum og framleiðslu- iðnaður eins og í naglaverksmiðjunni hjá BM Vallá. Verulegur landbúnaður er í hér- aðinu og þjónusta við ferðafólk. Há- skólarnir á Bifröst og Hvanneyri eru mikilvægir vinnustaðir. Loks má nefna að fjöldi Borgfirðinga vinnur í verksmiðjunum á Grundartanga og á höfuðborgarsvæðinu. Á HVERJU LIFA MENN? ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.