Morgunblaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÓLÖGRÁÐA ökumenn, 17 ára ung-
lingar sem eru nýkomnir með öku-
réttindi, eru þeir sem valda flestum
slysum í umferðinni. Því blasir við sú
staða að einstaklingar sem ekki eru
sjálfráða geta valdið alvarlegum
slysum og jafnvel banaslysi.
Í nýútkominni ársskýrslu Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa
(RNU) fyrir árið 2008 kemur fram
að óeðlilegt megi teljast að ætla
ólögráða unglingi þá miklu ábyrgð
sem fylgir ökuréttindum.
Aukinn þroski – færri slys
RNU hefur því lagt það til að við
endurskoðun umferðarlaga verði
ökuleyfisaldur hækkaður úr 17 árum
í 18 ár. Í skýrslunni er m.a. bent á
það til rökstuðnings að verði nýliðar
í umferðinni 18 ára í stað 17 ára
gamlir megi áætla að hlutfallsleg
fækkun umferðarslysa í hópi nýrra
ökumanna verði 5-9% og helgast það
af auknum þroska hinna eldri.
Bent er á að árið 2007 voru 17 ára
ökumenn á Íslandi valdir að 60%
fleiri slysum en ökumenn sem eru
einu ári eldri. 18 ára ökumenn voru
þannig valdir að 361 slysi en 575 slys
mátti rekja til 17 ára ökumanna. Þó
ber að hafa í huga í þeim samanburði
að 18 ára ökumenn hljóta að búa að
árs reynslu í umferðinni.
Alvarlegum slysum fjölgar
Vert er þó að geta þess að jákvæð
þróun hefur orðið í umferðinni á Ís-
landi síðustu ár að því leyti að bana-
slysum fer fækkandi.
Í skýrslu RNU kemur fram að
síðastliðin 5 ár (2004-2008) fórust
100 manns í umferðarslysum á Ís-
landi, en á 5 ára tímabili þar á undan
(1999-2003) fórust 129 í umferð-
arslysum. Banaslysum sem yngstu
ökumennirnir, 17-20 ára, valda hefur
að sama skapi fækkað.
Á hinn bóginn hefur alvarlegum
umferðarslysum með miklum
meiðslum fjölgað. Skv. slysaskrá
Umferðarstofu urðu 128 slík slys
2006, 165 2007 og 164 árið 2008.
17 ára fái ekki lengur að taka bílpróf
Banaslysum í umferðinni fer fækkandi
en alvarlegum meiðslum fjölgar
Tvö banaslys urðu af völdum
hraðaksturs á síðasta ári og eitt
vegna kappaksturs innanbæjar.
Slys af þessu tagi má fyrst og
fremst rekja til ungra ökumanna
sem valda flestum slysum.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
ÍSLENSKU ríkisbankarnir gömlu,
Landsbankinn og Búnaðarbankinn,
fjármögnuðu sjálfir að stórum hluta
kaup Samsonar og S-hópsins á
Landsbankanum og Búnaðarbank-
anum. Samson, félag Björgólfs Guð-
mundssonar og Björgólfs Thors
Björgólfssonar, og um tíma Magn-
úsar Þorsteinssonar, fékk lán frá
gamla Búnaðarbankanum upp á 3,4
milljarða króna, sem nam um 30 pró-
sentum af kaupverði. Þetta lán er nú
hjá Nýja Kaupþingi, skv. upplýs-
ingum frá Helga Birgissyni hrl.
skiptastjóra Samson.
Egla hf. fékk lán frá Landsbankanum
fyrir 35 prósentum af 11,4 milljarða
kaupum S-hópsins á Búnaðarbank-
anum. Síðar eignaðist Egla 71,2 pró-
sent af hluta S-hópsins og varð síðar
meðal stærstu hluthafa Kaupþings.
Egla greiddi lánin upp að fullu um
mitt ár 2007 þegar félagið var endur-
fjármagnað. Hjörleifur Jakobsson,
framkvæmdastjóri Eglu, staðfesti
það í samtali við Morgunblaðið í gær.
Draga dilk á eftir sér
Lánin frá Búnaðarbankanum til
Samsonar hafa enn ekki verið greidd
upp. Nýja Kaupþing, sem lánin til-
heyra nú, hefur krafist þess að skuld-
in, sem nemur um 4,9 milljörðum
auka dráttarvaxta, verði greidd. Á
móti hafa Björgólfsfeðgar lagt fram
tilboð um að greiða helming af skuld-
inni við bankann. Krefjast því af-
skriftar upp á um þrjá milljarða, þar
sem skuldin nemur um sex millj-
örðum. Samson stendur höllum fæti,
svo ekki sé meira sagt. Félagið
skuldaði um 112 milljarða í lok nóv-
ember í fyrra, þegar félagið var kom-
ið í þrot. Stærsta eign félagsins, eign-
arhluturinn í Landsbankanum, er
horfinn úr eignasafninu og sama má
segja um margar aðrar eignir.
Samson skuldar því mörgum öðr-
um en Nýja Kaupþingi stórfé og ekki
er ólíklegt að aðrir kröfuhafar verði
ósáttir, ef sérstaklega verður séð til
þess að Nýja Kaupþing fái miklar
endurheimtur en aðrir kröfuhafar
ekki. Ekki mun duga til þótt þeir
feðgar hafi verið persónulega ábyrgir
fyrir láni Nýja Kaupþings, þar sem
um persónulegar ábyrgðir, sér-
staklega Björgólfs Guðmundssonar,
er að ræða á fleiri skuldum í þrotabúi
Samsonar.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur m.a. borist formlegt
erindi frá Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins til skiptastjóra Samsonar, þar
sem forsvarsmenn sjóðsins telja að
Björgólfur G. hafi gengist í persónu-
lega ábyrgð fyrir skuldum félagsins
við sjóðinn. Björgólfur G. hefur sagt að
skuldir sem hann sé í ábyrgðum fyrir
séu um 58 milljarðar en upp í þá eigi að
vera hægt að fá um 12 milljarða.
Meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú
Samsonar eru skuldabréfaeigendur.
Samson skuldar þeim 24,3 milljarða
króna. Þar er stærstur Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins (LSR). Skuld
við hann er um tveir milljarðar en
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kem-
ur næstur með um 1,3 milljarða.
Félagið skuldar öðrum lífeyr-
issjóðum, s.s. Gildi, Lífeyrissjóði
verkfræðinga, Lífeyrissjóði Vest-
mannaeyja, Festi lífeyrissjóði, Sam-
einaða lífeyrissjóðnum, Stapa lífeyr-
issjóði, Almenna lífeyrissjóðnum og
Lífeyrissjóði bænda hátt í tíu millj-
arða.
Aðrir skuldabréfaeigendur eru ein-
staklingar og smærri fjármálafyr-
irtæki. Meðal annars var fjárfest í
skuldabréfum félagsins af pen-
ingamarkaðssjóðum og sjóðum sem
Landsbankinn stýrði frá Lúxemborg
og ávöxtuðu meðal annars fé erlendra
einstaklinga í Frakklandi og á Spáni,
eins og greint hefur verið frá í Morg-
unblaðinu. Samson á einnig inn-
stæður í bönkum hér á landi og er-
lendis. Þar á meðal eru 2,3 milljarðar
á reikningum í Landsbankanum.
Fulltrúar Commerzbank, fyrir
hönd fleiri erlendra lánveitenda Sam-
sonar, hafa krafist þess í bréfi til
skiptastjóra Samsonar, Helga Birg-
issonar hrl., að 600 milljónir sem eru
á reikningi Landsbankans hér á landi
verði greiddar til kröfuhafanna. Er
það gert á þeim grunni að handveð
hafi verið í peningunum sem ekki hafi
átt að renna til þrotabúsins heldur
beint til lánveitendanna.
Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Björgólfsfeðgar skulda enn vegna kaupa á Landsbankanum árið 2003 Ríkisbankarnir fjármögnuðu
kaup nýrra eigenda að stórum hluta Samson skuldar stórum og smáum lífeyrissjóðum milljarða
Skrifað undir Samson keypti 45,8 prósenta hlut í Landsbankanum 2003. Lán vegna kaupanna hafa ekki verið greidd.
Morgunblaðið/Kristinn
Íslensku ríkisbankarnir fjár-
mögnuðu kaup á þeim með lán-
um til nýrra eigenda. Óljóst er
hvernig um sex milljarða skuld
Samsonar við Nýja Kaupþing
verður gerð upp.
Skuld Samsonar við Nýja Kaup-
þing má rekja til haustsins 2002
þegar kaupsamningur vegna
kaupa á 45,8 prósenta hlut í
Landsbankanum var undirritaður.
Kaupverðið var greitt til ríkisins
árið 2003, með lánsfé frá Bún-
aðarbankanum og svo peningum.
Í kaupsamningnum kom fram að
eigið fé í kaupunum þyrfti að lág-
marki að vera 35 prósent. Eigið fé
Samsonar í viðskiptunum var hins
vega um 50 prósent, sé mið tekið
af ársreikningi félagsins fyrir árið
2003. Félagið tók 3,4 ma. króna
lán fyrir um 30 prósent kaupverðs-
ins. Fé erlendis frá, sem að mestu
var fengið með sölu á bruggverk-
smiðjum í Rússlandi til Heineken
fyrir 400 milljónir dollara, var því
um 70 prósent af heildargreiðslu
Samsonar til ríkisins.
Finnur Sveinbjörnsson, banka-
stjóri Nýja Kaupþings, vildi ekki tjá
sig um samskipti bankans við
skuldara hans. Bar hann fyrir sig
trúnaði, en staðfesti að enn væri
ósamið um skuldirnar. Engar
skuldir hefðu enn verið afskrifaðar
og engin afstaða verið tekin til
þess hvað yrði gert.
Á endanum mun stjórn bankans
taka afstöðu til þess hvort skuld-
irnar verða afskrifaðar eða um þær
samið með öðrum hætti.
Um 70 prósent af kaupum með eigin fé
Morgunblaðið/Golli
Kaupþing Skuldir Samsonar hafa
ekki enn verið afskrifaðar.
ÖLVUNARAKSTUR er þriðja al-
gengasta orsök banaslysa í um-
ferðinni á Íslandi. Í skýrslu RNU
kemur fram að rannsóknir séu al-
mennt samdóma um að 0,5 pró-
milla áfengismagn í blóði hafi
veruleg áhrif á aksturshæfni.
Refsimörk vegna ölvunarakst-
urs á Íslandi eru 0,5 prómill og al-
gengt að ökumenn nýti þetta gráa
svæði sem réttlætingur fyrir
neyslu. Ölvaða ökumenn segja
þannig oft við lögreglu að þeir hafi
talið óhætt að keyra eftir 1-2 bjóra.
RNU telur því ástæðu til að
breyta refsimörkunum og lækka
áfengisviðmiðið úr 0,5 prómillum í
0,2 prómill. Rannsóknir sýni að
slysahætta aukist þrefalt séu öku-
menn með milli 0,2 og 0,4 pró-
milla áfengismagn í blóðinu.
Gráu svæði í áfengisneyslu verði útrýmt
Morgunblaðið/Júlíus
Banvænt Frá 1998 til 2008 létust
40 manns vegna ölvunaraksturs
NÝJA Kaupþing sendi í gær frá sér
tilkynningu þar sem bankinn ítrek-
aði að starfsmönnum, bankastjóra
eða stjórn væri óheimilt að tjá sig
opinberlega um málefni einstakra
viðskiptavina. Þá sagði í tilkynn-
ingu frá bankanum að starfs-
mönnum hans hefði verið ógnað,
vegna fjölmiðlaumræðu um lán
Björgólfsfeðga. Meðal annars bár-
ust hótanir með tölvubréfi til Finns
Sveinbjörnssonar bankastjóra.Í-
trekaði bankinn í tilkynningu að
engar skuldir hefðu verið afskrif-
aðar og ekki væri búið að taka af-
stöðu til tilboðsins.
Starfsmönnum
ógnað vegna
afskriftarumræðu
Björgólfur
Thor Björgólfsson
Björgólfur
Guðmundsson