Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Page 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Page 3
NYTT KVENNABLAD 20. árganiur. 6. tbl. - Október - 1959. jQcLtmity at ág. Fæst af því, sem sagt er um mig, er satt. Margir halda því fram af mikilli þrákelkni, að ég sé leikkona og sé alltaf að leika. Það er þýðingarlaust fyrir mig að reyna að hagga þessari skoðun. Þar að auki hef ég verið kölluð „tígrisdýrið". Það er í sjálfu sér einkar laglegt viðurnefni, og það vekur athygli. Tígrisdýrið er falleg skepna. En hvers vegna var farið að kalla mig þessu nafni? Ég held, að það hafi í fyrstunni verið af því, hvernig hreyfingar minar voru á leiksviðinu. Síðar fékk nafnið aðra merkingu, og mér hafa verið eignaðar alls konar vammir og skammir. Eftir MARIU CALLAS. FramtíSardraumar. Ég get varla sagt, hvenær mér varð ljóst, að ég vildi verða fræg söngkona. Ég hef alltaf haft yndi af tón- list, síðan ég man fyrst eftir mér. Þegar ég var barn, vonaði ég alltaf, að ég yrði einhvern tíma mikil söng- kona, en börn eiga alltaf einhverja drauma. Ég vissi sjálf, að ég hafði fallega rödd, hitt sá for- sjónin um. Ég byrjaði að syngja þegar ég var þrettán ára. Ástæðan til þess að ég hef aldrei komið fram nema í aðalhlutverki, er sú, að mér hefur aldrei verið boðið annað. Á heyrendurnir. Ég veit ekki að lrvaða leyti ég er öðruvísi en annað fólk. Þó að það sé ef til vill broslegt, er það satt, að ég hef aldrei gert mér ljóst, hvað ég er orðin. Ég get ekki metið sjálfa mig, og leiðinlegast er það, að ég get ekki heldur sjálf dæmt um söng minn. Ég hef aðeins fundið einstaka sinnum, að ég hef sungið regluléga vel. Ég get aldrei sagt um það með vissu, hvort frammistaða mín hefur verið frábær, og það gerir mér oft gramt í geði. Það kann að virðast fjarstæða, en samt er það svo, að jiegar áheyrendum mínum finnst ég hafa innt af hendi mikið afrek, þá er ég ekki alltaf á sama rnáli og þeir. Þegar þannig stendur á, verð ég feimin og vandræðaleg, er fólk þvrp- ist að mér til þess að óska mér til hamingju og slá mér gullhamra. En stundum hefur komið fyrir, að þegar ég hef fundið, að söngur minn hefur verið betri en nokkru sinni fyrr, þá hafa móttökur fólksins verið allt öðru vísi. Mér finnst það leyndardómsfullt, og oft hvílir j)að á mér eins og mara. En kaldhæðnislegt er það, að ef maður gerir allt svo dásamlega, að það virðist full- komið, þá er það ekki hin mikla list. Því er eins farið með málverk. Það kann að virðast fullkomið að öllu NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.